Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Síða 25
Umræða 25Helgarblað 26.–28. október 2012 Vísindaleg hindurvitni V ið hneykslumst stundum á forfeðrum okkar sem álitu jörðina vera flata og í miðju alheimsins eða að líf gæti kviknað í úrgangi. Leggi maður það á sig að fylgjast með fjölmiðlum í dag er ekki að sjá að samtíminn leggi minni trú á bábiljur og bull en fornöldin. Mjög oft er reynt að bera fram hindurvitni með vísindalegum áreiðanleikastimplum. Fyrir örfáum árum fengu íslensk­ ir bankar gæðastimpla frá virtum al­ þjóðlegum endurskoðunarskrifstof­ um á sama tíma og þeir voru orðnir ógjaldfærir og stuttu síðar urðu þeir allir gjaldþrota. Hver getur lagt trú á það sem löggiltur endurskoðandi segir eftir þetta? Áratugum saman hafa opin­ ber manneldisráð vestrænna landa barist gegn offitu með því að reka harðan áróður gegn fituneyslu. Fyr­ ir örfáum árum trúði fólk því að kindakjötsfita og beikon væru lífs­ hættulegur matur. Afleiðingarnar eru þær að fólk hefur sífellt fitnað því í fitusvelti sínu hefur það leitað í kolvetni þannig að kolvetnaneysla hefur aukist gríðarlega og offita að sama skapi. Nýjustu næringarvísindin sem ég rekst á í dag eru á þá lund að gervi­ sykur sé banvænn og jafnfitandi sé að drekka sykurlaust gos og sykrað gos. En þetta er auðvitað bull. Það eru nánast engar hitaeiningar í gervisykri og hann veldur auk þess ekki sömu fíkninni og viðbættur sykur. Ævintýralegustu hindurvitnin sem borin eru á borð í dag tengj­ ast kynhvötinni. Um daginn birt­ ist frétt á ljóskuvefnum hun.is þess efnis að eitt af hverjum fimm börn­ um væri misnotað kynferðislega. Þessar undarlegu upplýsingar hafa blaðamennirnir gleypt hráar út úr einhverjum öfgasamtökum og myndskreytt með gervilegri mynd úr Getty Images af tárvotu barni. Kynferðisleg misnotkun á börnum er skelfilegur veruleiki en við vitum öll að fimmta hvert barn er ekki mis­ notað kynferðislega. Hvaða tilgangi þjónar það að telja almenningi trú um slíka þvælu? Hvers konar skrölt­ hljóð heyrast í hausnum á blaða­ mönnum sem birta svona vitleysu athugasemdalaust? Fyrir skömmu síðan flutti innan­ ríkisráðuneytið inn meinta fræði­ konu sem hafði meðal annars þann boðskap fram að færa að 36% af öllu efni á netinu væri klám, að eðlilegt klámefni væri vandfundið í dag en mest bæri á viðurstyggilegu ofbeld­ isefni og úrkynjun, að karlmenn gætu orðið að barnaníðingum við að horfa á venjulegt klámefni og að réttast væri að setja klámsíu á alla netnotkun og loka þannig Ís­ landi fyrir klámheiminum. – Engin af þessum fullyrðingum þolir nána skoðun og raunar stangast þær allar á við heilbrigða skynsemi.  Það er ekki hægt að setja sig inn í öll mál og rannsaka öll frumgögn. Það væri þægilegt fyrir almúgann að geta hallað sér að góðu kennivaldi og treyst því í einu og öllu. Raunar kemst maður ekki hjá því að reiða sig á kennivald í mörgum efnum. En kennivaldið er rotið af spillingu, hagsmunum og ofstæki. Vel má vera að hin hreina vísindalega nálgun á veruleikann sé í fullu gildi en ef svo er þá eru samt margir áhrifamikl­ ir aðilar sem stytta sér leið framhjá vísindalegri ögun og sækja sér fjár­ magn og tiltrú í engu samræmi við trúverðugleika.  „Ævintýralegustu hindurvitnin sem borin eru á borð í dag tengjast kynhvötinni Af blogginu Ágúst Borgþór Sverrisson n iðurstaðan í kosningum síð­ ustu helgar um drög að nýrri stjórnarskrá var svo afdrátt­ arlaus að þjóðin kom sjálfri sér efalítið á óvart. Fáa óraði fyrir svo skýrri niðurstöðu. Tvennt vekur sérstaka athygli. Í fyrsta lagi var þátt­ takan miklu betri en flestir buggust við. Helmingur allra atkvæðisbærra Íslendinga tók þátt, eða um 116 þús­ und manns. Það er meira en gerist að jafnaði í Sviss, þar sem þjóðar­ atkvæði er tíðast, og miklu meira en þegar þjóðin gekk til kosninga um stjórnlagaráð árið 2011. Árið 1918, þegar Íslendingar greiddu atkvæði um fullveldið, tóku færri þátt, aðeins 44%. Óhikað má því telja þátttökuna um helgina mjög góða. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar um allar spurningarnar sem lagðar voru fyrir þjóðina miklu meira afger­ andi en nokkur átti von á. Yfirgnæf­ andi meirihluti vill nýja stjórnarskrá á grunni draganna sem stjórnlaga­ ráðið vann fyrir þingið. Yfirgnæf­ andi meirihluti vill þjóðareign á auðlindum, jafnt atkvæðavægi og auka beint lýðræði í formi þjóðarat­ kvæðagreiðslna. Góður meirihluti tók enn fremur afstöðu gegn stjórn­ lagaráði varðandi þjóðkirkjuna, og vill að í stjórnarskránni verði ákvæði um stöðu hennar. Varla þarf nokkur maður – ekki heldur formaður Sjálfstæðisflokksins – að velkjast í vafa um vilja þjóðarinn­ ar. Íslendingar vilja nýja stjórnarskrá. Þeir eru mjög sáttir við að hún byggist á þeim grunni sem var lagður fyrir þjóðina í ráðgefandi atkvæðagreiðslu um síðustu helgi. Tökum höndum saman Alþingi hefur ekki í nokkru öðru máli verið jafn vel nestað af þjóðinni. Grundvöllur stjórnarskrárdraganna var lagður af þúsund manna þjóð­ fundi, sem valinn var með slembi­ úrtaki. Hugmyndina að honum átti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf­ stæðisflokksins. Sérstök nefnd stjórn­ skipunarsérfræðinga og annarra vann niðurstöður þjóðfundarins upp í hendur fulltrúa þjóðarinnar, sem hún kaus beinni kosningu 2011, og breytt­ ist í stjórnlagaráð. Vissulega hafa skoðanir á stjórnar­ skránni verið skiptar milli flokka og manna meðan á þessu ferli stóð. Það er eðlilegur partur af lýðræðinu. Nú ætti sá kafli að vera frá. Þjóð­ in sjálf hefur talað mjög skýrt um þau aðalatriði sem fyrir hana voru lögð í þjóðaratkvæði. Slíkar deilur er því rökrétt að skilja eftir í fortíðinni. Við þingmenn eigum að grafa stríðsexina, og taka höndum saman um að vinna nýja stjórnarskrá á þeim grunni sem yfirgnæfandi meirihluti varð sam­ mála um. Verkefnið núna er að mynda sem víðtækasta samstöðu á Alþingi um að koma í framkvæmd þeim skýra þjóðarvilja sem birtist í niðurstöð­ um þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það er besta leið Alþingis til að vinna sér trúnað og virðingu þjóðarinnar á nýj­ an leik. Kjósum í vor Málið er í reynd mjög langt kom­ ið. Menn hafa bent á einstaka þætti í drögunum sem þarf að slípa, og að það þurfi að stilla af ýmis ákvæði til að gæta innbyrðis samræmis. Sú vinna hefur verið í gangi í hópi sérfræðinga um stjórnskipun sem stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd Al­ þingis, undir sterkri forystu Valgerð­ ar Bjarnadóttur, hefur haft sér til lið­ sinnis. Sú mikla forvinna sem þegar hefur verið unnin, og sú skýra sam­ staða sem birtist í þjóðaratkvæða­ greiðslunni um meginatriðin, á því að gera mögulegt að leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo fljótt að unnt verði að ljúka fyrstu umræðu um hana fyrir jól. Tímann yfir jól og áramót, og þangað til þing kemur saman aftur á nýju ári, verður hægt að nota til að inna af höndum þá frekari vinnu sem jafnan þarf að leggja í þingmál milli fyrstu og annarrar umræðu. Í rökréttu framhaldi af því gæti fyrsta mál á dagskrá Alþingis á nýju ári því verið önnur umræða um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár. Ef þingmenn taka höndum saman, og leggja sig í framkróka um að hrinda ótvíræðum vilja þjóðarinnar í framkvæmd þarf því ekkert kraftaverk, aðeins góðan vilja og málefnalegt starf, til að Al­ þingi geti lokið afgreiðslu á fullbú­ inni stjórnarskrá áður en það lýkur störfum fyrir kosningar í vor. Við þær aðstæður væri í senn eðlilegt og rökrétt miðað við þétta samfylgd þjóðar og þings í málinu frá fyrsta skrefi, að ný stjórnarskrá væri lögð aftur fyrir þjóðina í þjóðarat­ kvæðagreiðslu samhliða þingkosn­ ingum í vor. Það væri lýðræði í verki. Kjósum um nýja stjórnarskrá í vor „Íslendingar vilja nýja stjórnarskrá. Þeir eru mjög sáttir við að hún byggist á þeim grunni sem var lagður fyrir þjóð- ina í ráðgefandi atkvæða- greiðslu um síðustu helgi Kjallari Össur Skarphéðisson utanríkissráðherra Vitsmuna- legur óheiðar- leiki É g á að vera orðinn nógu reynd­ ur netverji til að láta það ekki fara í taugarnar á mér að ein­ hver hafi rangt fyrir sér á netinu. En þó hef ég staðið mig nokkrum sinnum að því undan­ farna daga að þurfa að svara fá­ ránlegum rökum um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðustu helgi, og mig langar bara til að gera það einu sinni fyrir fullt og allt hér. Það eru einhverjir sem vilja meina að 70% þjóðarinnar hafi ekki sagt já við tillögum stjórnlaga­ ráðs. Þar er verið að taka þau 33,6% sem sögðu nei og leggja saman við 51,1% sem ekki mætti á kjörstað, til að fá 67,53% út – og svo er rúnn­ að upp í 70% til að láta það líta enn betur út. Hér er verið að gera fólkinu sem ekki tók þátt upp skoðun. Um þetta hefur verið rifist síðustu daga, og Birgir Ármannsson hefur verið í fararbroddi fyrir þeirri stórkostlega fávitalegu rangtúlkun. Vandinn hér er að samkvæmt nákvæmlega sömu rökum má segja að 83,5% hafi ekki sagt nei við til­ lögum stjórnlagaráðs. Þetta er jafn röng aðferðafræði sem gefur af sér algjörlega sambærilega niðurstöðu. Það er vitsmunalega óheiðarlegt að slengja fram annarri túlkuninni en láta hina ekki fylgja með. Það að segja að „ef einhver vildi samþykkja tillögurnar var honum velkomið að mæta á kjörstað og segja já“ er algjörlega núllað út með því að segja „ef einhver vildi hafna tillögunum var honum velkomið að mæta á kjörstað og segja nei“. Nú þætti mér vænt um það að fólk hætti þessi bulli. Þeir sem ekki mættu tóku ekki þátt. Niðurstaðan er sú sem niðurstaðan er. Vilji Birgir Ármannsson eða nokkur annar rengja þessar niður­ stöður skal gera það með því að láta gera skoðanakönnun eftir vísinda­ legri aðferð með áreiðanlegri að­ ferðafræði, og birta niðurstöðurn­ ar opinberlega. Að vísu væri slík könnun óáreiðanleg af aðferða­ fræðilegum ástæðum: rannsókn gerð eftir að niðurstöður fyrri rann­ sóknar (tja, kosninga) eru kynnt­ ar fyrir úrtakinu mælir mun betur afstöðu úrtaksins til fyrri rannsókn­ ar en afstaða til rannsóknarefnis­ ins. Hins vegar, ef einhver hefði gert skoðanakönnun fyrir kosningar væri þetta alveg rétti tíminn til að birta niðurstöðurnar. Af blogginu Smári McCarthy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.