Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 26
26 Viðtal 26.–28. október 2012 Helgarblað É g vissi alla tíð að mig langaði að vinna með fólki en var ekki viss hvert stefnan lægi. Svo læddist hugmyndin að prestinum að mér þegar ég kláraði stúdent­ inn, þá orðin þrítug, og ég fann strax að þetta var það eina sem ég vildi,“ segir séra Jóna Lovísa Jónsdóttir á Akureyri. Missti pabba sinn Jóna Lovísa er fædd á Súðavík en fluttist með móður sinni í Stykkis­ hólm þegar hún var nokkurra mánaða. Mamma hennar var fisk­ verkakona en blóðfaðir hennar var sjómaður en hann lést áður en Jóna Lovísa fæddist. „Mamma var nýorðin ófrísk þegar hann dó. Dauði hans hafði mikil áhrif á hana og hennar líf. Og mitt auðvitað líka. Hann og stjúpfaðir hans, ásamt tveimur öðr­ um, fórust þann 1. mars 1967 þegar báturinn Freyja frá Súðavík fór niður. Hann var tæplega 18 ára en mamma var tveimur árum eldri. Hún var því ein með mig þar til hún kynntist manni þegar ég var tveggja ára. Þann mann hef ég alltaf kall­ að pabba,“ segir hún og bætir við að í Stykkishólmi hafi hún tekið þátt í íþróttum og lært á hljóðfæri. „Eins var maður mikið úti í náttúrunni og fór gjarnan út í eyjarnar. Stykkis­ hólmur er fallegur staður,“ segir hún en bætir við að samt sem áður liggi rætur hennar ekkert endilega vestur. „Ég fór þaðan 15 ára. Þá flutti ég að heiman til að fara í menntaskóla og kom aldrei heim aftur til að búa.“ Menntaskólinn á Akureyri varð fyrir valinu en ítrekuð verkföll urðu til þess að Jóna Lovísa flosnaði upp úr námi á öðru ári. „Ég fór út á vit ævin­ týranna. Ég kynntist enskum manni og flutti til Englands, giftist hon­ um og bjó þar í fimm ár. 25 ára var ég fráskilin og fór aftur til Íslands. Þá kynntist ég barnsföður mínum,“ seg­ ir Jóna Lovísa sem á þrjú börn, 19, 16 og 15 ára. Sambýlismaður hennar er Sigurkarl Aðalsteinsson hárgreiðslu­ meistari og með hans börnum fer talan upp í sjö. Þau Sigurkarl fóru að vera saman fyrir þremur árum og eru trúlofuð í dag. „Við erum saman í ræktinni. Við deilum því áhugamáli.“ „Var áfram ég sjálf“ Aðspurð segir hún aldrei neitt ann­ að hafa komið til greina en að klára stúdentinn. „Ég kláraði námið í öldungadeild Verkmenntaskólans á Akureyri og um svipað leyti kvikn­ aði áhugi minn á guðfræði. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á trúmálum og heimspeki. Þar sem barnsfaðir minn og þáverandi eiginmaður er læknir og þurfti út í sérnám ákvað ég að taka mitt háskólanám við Gauta­ borgarháskóla,“ segir hún og bætir við að hún hafi strax stefnt að því að nota námið til að verða prestur. „Ég hafði samt áhyggjur af því hvort ég treysti mér til að vinna hjá þessari stofnun sem kirkjan er. Ég efaðist aldrei um að trú mín dygði ekki til en var ekki viss um hvort ég væri á rétt­ um stað. En ég fann að svo var fljót­ lega eftir að ég fór að vinna. Ég hafði áhyggjur af því að kirkjan væri of ferköntuð og of mikil valdastofnun; að maður þyrfti að fara í ákveðið form til að passa inn í þetta hlutverk. Ég tók svo fljótt ákvörðun um að ætla ekki að breyta mér til að passa þarna inn. Ég yrði áfram ég sjálf og hefði áfram mínar skoðanir. Ég komst líka að því að það er breið­ ur rammi innan þjóðkirkjunnar. Þar vinnur alls konar fólk sem breiðir út trúna á sinn hátt.“ Hún segir þó áhyggjur sínar ekki hafa verið óþarfar. „Þetta var eitthvað sem ég þurfti að hugsa vel um. Það er alltaf erfiðara að koma í kirkjuna án þess að vera alin þar upp. Ég átti ekki mömmu né pabba sem voru prestar og þó svo að ég hafi fengið gott trúar­ legt uppeldi þá var kirkjusóknin ekki upp á marga fiska. Ég held að enginn hafi svo sem búist við að ég færi þessa leið. En ég fann stuðning í kringum mig. Ég ræddi köllun mína við marga, bæði innan og utan kirkju og prófessorinn minn benti mér á að ef mig lang­ aði að breyta einhverju væri best að gera það innan frá. Það væri kannski meðal annars þess vegna sem væri ég kölluð. Það hjálpaði mér í mínu ferli.“ Prestur í vaxtarrækt Líkamsræktaráhugi Jónu Lovísu hef­ ur vakið athygli en hún er margfald­ ur meistari á Íslandsmótum í vaxtar­ rækt og fitness og hefur oftar en ekki sigrað þegar hún keppir á erlendri grundu. Hún segist einungis hafa fundið fyrir góðum viðbrögðum við líkamsræktinni innan prestastéttar­ innar. „Ég hef aldrei fundið neina for­ dóma eða heyrt að fólki finnist þetta eitthvað hræðilegt. Alls ekki. Við­ brögð fólks voru betri en ég bjóst við, bæði á meðal sóknarfólksins sem ég hef verið að sinna, sem og prestanna. Ég er bara ég og hef verið tekin sem slík. Allavega hefur enginn sagt það í mín eyru að þetta sé eitthvað skelfi­ legt,“ segir hún brosandi og bætir við að hún hafi verið beðin um að halda fyrirlestra fyrir presta í sambandi við heilsu og heilsurækt. „Kirkjan hefur frekar nýtt sér það sem ég hef verið að gera. Sem er mjög jákvætt.“ Hún viðurkennir þó að hafa velt fyrir sér viðbrögðunum áður en hún snéri sér að líkamsræktinni fyr­ ir alvöru. „Upphaflega var ég bara að lyfta en þar sem ég er mikil keppnis­ manneskja fór ég fljótt að hugsa um að keppa. Ég leiddi alveg hugann að því hvort íþróttin gæti minnkað lík­ ur mínar á að starfa sem prestur. En ákvað að taka sénsinn. Ég hef alltaf farið mínar eigin leið­ ir og reynt að láta drauma mína ræt­ ast. Eflaust er ég svolítið hvatvís en mig langar til þess að lifa lífinu til fulls. Þess vegna hef ég stundum tek­ ið stökkið. Ef maður tekur ekki stökk­ ið annað slagið verður hætta á því að maður festist bara á sama staðnum. Ég hef líka alltaf staðið með sjálfri mér og velti aldrei fyrir mér hvað aðrir eru að hugsa. Enda held ég að það sé þannig að fólk sé ekkert endi­ lega að spá mikið í mann. Flestir eru bara að hugsa um sig.“ Misnotuð af fjölskyldumeðlimi Hún segir erfiða reynslu í æsku hafa mótað sig en Jóna Lovísa var kynferðislega misnotuð af fjölskyldumeðlimi um árabil. „Ég þurfti að berjast fyrir sjálfsmynd minni. Misnotk­ unin hafði mikil áhrif á mína sjálfsmynd og það tók mig mörg ár að vinna úr þessari reynslu. Ég held að það hafi gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég er sterk en ég hef líka virkilega þurft að berjast fyrir því að fá að vera elskuð eins og ég er. Ég veit ekki hvort það sé hægt að kalla það hugrekki. Kannski frekar sjálfsbjargarvið­ leitni; þessi sterka þörf fyrir að vera hvergi fórnarlamb; vera við stjórn og taka ábyrgð á eigin lífi. Ég hugsa að þessi reynsla hafi mót­ að mig að því leyti að ég hræðist ekki hvað aðrir segja eða öðrum finnst.“ Jóna Lovísa var orðin 19 ára þegar hún treysti sér til að segja frá mis­ notkuninni. „Ofbeldið hafði átt sér stað í mörg ár og þegar ég sagði frá voru liðin átta ár frá síðasta broti. Ég var ein af þessum börnum sem þögðu og bað til Guðs að þetta myndi hætta. En var ekki bænaheyrð. Ekki þá,“ segir hún og bætir við að námið í Svíþjóð hafi hjálpað henni mikið við að vinna úr reynslunni. „Ég þurfti að fara í gegnum mikið ferli til að verða prestur hjá sænsku kirkjunni og eyddi þá töluverðum tíma til að kom­ ast í gegnum þessa reynslu og til að geta nýtt mér hana sem styrk í starfi. Ég hef síðan talað við margar kon­ ur sem hafa lent í svipuðu. Maður er gjarnan næmur á slíkt. En ég er ekki meðferðaraðili. Fólk sem hefur upp­ lifað kynferðislega misnotkun þarf oft langa meðferð. Auðvitað er alltaf gott að geta deilt sinni reynslu en svo þarf að fara til fagaðila til að fá hjálp.“ Fór í mikla sjálfskoðun Hún segist hafa átt erfitt þegar umræðan um kynferðisbrot inn­ an kirkjunnar hafi verið sem mest. „Á tímabili fannst mér mjög erfitt að starfa innan þessarar stofnun­ ar og vera andlit hennar út á við. Ég fór í mjög mikla sjálfsskoðun varð­ andi það hvort mig langaði að starfa þarna áfram og þá með hvaða hætti. Stundum fannst mér ekkert verið að gera í þessum málum; eins og að hlutunum væri enn og aftur mokað undir teppið. En í dag er ég mjög sátt hvernig unnið var í þessu máli og er stolt að tilheyra íslensku þjóðkirkj­ unni. Þetta var mjög erfiður tími innan kirkjunnar. Það sem gerðist var svip­ að því sem gerist í fjölskyldum þegar upp kemst um kynferðislega mis­ notkun. Fjölskyldumeðlimir eiga oft erfitt með að horfast í augu við það sem gerðist; tengsl brotna og trúnað­ artraust innan fjölskyldunnar hverf­ ur. Fólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga; hvort það eigi að trúa fórn­ arlambinu eða þeim sem er ásakað­ ur. Oft brotna fjölskyldur í kjölfarið. Sumir taka þá ákvörðun að vilja ekki trúa og loka augunum, á meðan aðr­ ir sjá hvað er rétt og ákveða að styðja fórnarlambið og hjálpa því að ná bata. Þjóðkirkjan var í þessum spor­ um. Og er. Orð er á móti orði og fólk veit ekki hverju það á að trúa. Þjóðin er fjölskyldan. Viðbrögðin voru við­ brögð fjölskyldu í stækkaðri mynd.“ Málið aldrei kært Sjálf segist hún hafa fengið stuðn­ ing frá móður sinni þegar hún sagði frá. „Til að byrja með stóð fjölskyld­ an ekki með mér. Nema mamma. Þessu var bara sópað undir tepp­ ið hjá okkur sem varð til þess að ég þurfti að taka afstöðu til með hvaða hætti ég vildi hafa samskipti við fjöl­ Séra Jóna Lovísa Jónsdóttir vílar ekki fyrir sér að synda á móti straumum. Hún segir sjálfsbjargarviðleitnina sem kviknaði eftir skelfilega misnotkun í æsku hafa gert hana að þeirri sterku konu sem hún er í dag. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Trúlofuð Sambýlismaður Jónu Lovísu er Sigur- karl Aðalsteinsson hárgreiðslumeistari en parið deilir áhuga sínum á líkamsækt. Með dótturinni Irma Ósk fetar í fótspor mömmu. „Bað Guð að taka reiðina frá mér“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.