Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 30
30 Viðtal 26.–28. október 2012 Helgarblað inn ekki illa, eins og Teitur orðar það varfærnislega, en fyrirtækið átti í gríðarlegum vandræðum með hrá- efni þar sem það réð ekki yfir nein- um kvóta. Framan af var það vanda- mál þó leyst, til að mynda með kvótaleigu. Ýmsir utanaðkomandi þættir urðu þess þó valdandi að fljótlega fór að síga á ógæfuhliðina í rekstrinum. Erfitt að sætta sig við gjaldþrotið „Eftir fjármálahrunið haustið 2008 og miklar sviptingar á erlendum mörkuðum árið 2009 þá vorum við strax komnir í vandræði. Við vorum það litlir árið 2010 að við sáum að við höfðum ekki bolmagn til að standa undir taprekstri. Þannig að við fórum þá leið að óska eftir greiðslustöðvun til að finna annan flöt á rekstrinum, sem við töldum að við hefðum fundið. Við óskuðum eftir nauða- samningum til þess að ganga út frá ákveðinni áætlun en þegar á hólm- inn var komið þá voru forsendur í þeim samningum ekki til staðar og gengu ekki upp. Þar með þurftum við að óska eftir gjaldþroti í janúar 2011.“ Þrátt fyrir að Teitur hafi gert sér grein fyrir því í upphafi að þetta gæti farið svona þá varð gjaldþrotið áfall. „Þetta var afskaplega þungt fyrir alla sem áttu hlut að máli. Þyngst auðvitað fyrir þá starfsmenn sem misstu vinnuna sína. Það var líka þungt fyrir okkur sem stóðum að þessu verkefni að játa okkur sigr- aða og það var erfitt að sætta sig við orðinn hlut. En í rauninni er ekk- ert annað hægt að gera en að axla ábyrgð og segja hlutina eins og þeir eru og fara ekki í launkofa með hversu erfitt ástandið var. Þetta voru heilmikil átök. Stuttur tími í sjálfu sér og kannski of jákvætt að segja að þetta hafi verið heilmikil reynsla, en þetta var lærdómsríkt á margan hátt.“ Aðspurður hvort honum finnist hann hafa brugðist þorpinu sínu seg- ir hann það vissulega hafa verið svo. „Mér fannst það ekki, það bara var þannig. Þetta brást. Forsendur þessa verkefnis brugðust og verkefnið gekk ekki upp þannig að við brugðumst að því leytinu til.“ Vill minnka afskipti ríkisins En nú hyggst Teitur nýta þá þekk- ingu sem hann hefur aflað sér í hin- um ýmsu verkefnum og bjóða fram krafta sína til að starfa fyrir fólkið í landinu, fái hann til þess umboð frá flokknum. Ýmis mál eru honum ofar í huga en önnur, eins og eðlilegt er. „Ég vil sjá hér samfélag sem get- ur unnið sig út úr þeim efnahags- hremmingum sem við eigum við að glíma. Að það sé heilbrigður vöxtur í atvinnulífi og fjárfestingum. Ég vil sjá skynsamlega nýtingu auðlinda sem býr til grundvöll undir öflugt vel- ferðarsamfélag. Þetta hangir saman og er lykilatriði í íslenskri stjórn- málasögu og stjórnmálum. Þetta þýðir að ríkisvaldið getur ekki lagt of miklar hömlur á atvinnulífið því þá gengur þetta samspil ekki upp. Ég er mjög hlynntur því að afskipti ríkisins af einstaklingum séu ekki jafn ítarleg og þau eru nú.“ Teitur er þó hlynntur því að ríkið veiti almenna grunnþjónustu og haldi meðal annars uppi löggæslu. „Til þess þarf fé og að leggja skatta á einstaklinga en það þarf að nýta þá skattbeitingu mjög vel. Ég tel að rík- ið þurfi ekki of mikið á sköttum að halda og ríkið er ekki vel til þess fall- ið að búa til peninga. Því minna sem ríkið tekur til sín því betur almennt séð verður meðferð fjár annars stað- ar í samfélaginu og hjá fólki almennt. Á heimilum, hjá fyrirtækjum, félaga- samtökum og þess háttar.“ Sjálfstæðisflokkurinn gleymdi sér Teitur segir nauðsynlegt að svara því hvert hlutverk ríkisins sé í raun og veru. Hann bendir á að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi vissulega verið flokk- ur einkaframtaks og frelsis. „En hann hefur líka gleymt sér, í langri valdasetu sinni á síðustu tveimur áratugum, í að átta sig á því hvert væri hlutverk rík- isins. Hann svaraði þeirri spurningu ekki nægilega vel á seinni hluta sinnar ríkisstjórnarsetu.“ Þá hefur núverandi ríkisstjórn svarað spurningunni rangt að mati Teits með því að vilja auka af- skipti ríkisins. „Við náum betri árangri sem þjóð og getum aukið lífskjör allra ef rík- ið stillir sjálfu sér í hóf og leggur ekki stein í götu heilbrigðs atvinnulífs en hjálpar auðvitað til við að halda regl- um skynsamlegum og að umgjörð velferðarmála sé í takt við getu þjóðfé- lagsins til að hlúa að öllum þeim sem þarf að hlúa að. Þetta er svona grunnurinn að því sem ég vil segja í þessu prófkjöri og hef fram að færa.“ Forðast að skilgreina sig Teitur vill forðast að skilgreina sig sem frjálshyggjumann þrátt fyrir að skoðanir hans beri þess vissulega merki að falla undir þá hugmynda- fræði. Honum finnst fólk einfaldlega ekki nógu sammála um hvað hugtak- ið frjálshyggja felur í sér til að hann geti sett sig undir þann hatt. „Ég er ekki vinstri maður. Ég stend með því að það sé heillavænlegast að einstak- lingar beri ábyrgð á sjálfum sér. Þeir hafi frelsi til athafna og að allir séu frjálsir innan þeirra marka að þeir skerði ekki annarra frelsismörk. Það leiðir til hagsældar í slíkum samfélög- um.“ Teitur segir þetta auðvitað ekki fullkomið kerfi en hins vegar sé kerfi sósíalismans þannig að valdboðið komi að ofan og það hafi sýnt sig að einstaklingar kunni almennt ekki vel að meta það. „Ég er frjálshyggjumað- ur að þessu leytinu til,“ útskýrir hann en finnst slík skilgreining í raun ekki hafa mikið að segja. „Þetta er allt af- stætt miðað við eitthvað annað.“ Fyrrverandi kærasta kosningastýra Það hefur vakið athygli að Teitur fékk fyrrverandi kærustu sína, Hildi Sverr- isdóttur, til að stýra prófkjörsbarátt- unni. En sjálfur segir hann það hafa legið beinast við að fá hana til verk- efnisins. „Hún er manneskja sem ég treysti vel og það er skemmtilegt að vinna með henni. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Er fulltrúi sjálfstæð- ismanna í borgarstjórnarflokknum og við höfum átt samstarf innan Sjálf- stæðisflokksins. Þetta er eitt af því.“ Teitur segir hann og Hildi hafa ver- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að halda vinskap eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði, en þau voru saman um árabil. Þannig að forsaga þeirra mun ekki að neinu leyti hafa áhrif á samstarf þeirra í prófkjörsbaráttunni. „Maður stendur aldrei einn í próf- kjöri. Það er allavega mjög erfitt. Ég er allavega þakklátur fyrir það að mín fjölskylda, vinir, kunningjar og sam- starfsfélagar í gegnum árin styðja við bakið á mér. Maður þarf að reiða sig á aðstoð góðs fólks svo maður geri þetta verkefni vel og það er gott að finna þann stuðning.“ Nýtur þess að fara á sjóinn Þegar Teitur er ekki að kljást við alvörumál á sviði lögfræðinnar eða stjórnmálanna reynir að hann að njóta lífsins með vinum og fjöl- skyldu. „Það er gott að eiga sér af- drep til að hugsa og gantast með góðum vinum og fjölskyldu. Hugsa ég þá iðulega til heimahaganna og að komast á þann stað kyrrðar og rósemdar.“ Honum finnst mikilvægt að eiga kost á því að geta dvalið fyrir vestan og vonar að þannig verði það um ókomna tíð. Hann er mikið fyrir rólegheitin, reynir að nota frítímann til að hvíla sig, lesa bækur og horfa á kvikmynd- ir. Þegar tími gefst þá spilar hann fyr- ir sjálfan sig á píanó. Segist hlæjandi ekki vilja gera öðrum þann óleik að sitja undir spilamennskunni og spil- ar því ekki fyrir aðra. „Nema kannski fyrir hana mömmu mína, þegar við erum tvö saman á Flateyri,“ segir hann brosandi. Teitur er þó ekki allur þar sem hann er séður, sem hinn pólitíski lögmaður sem hann sjálfur segist vera. Eins og sannur Vestfirðingur lumar hann á pungaprófi og hefur migið í saltan sjó. Hann kann meira að segja vel við sig á sjónum. „Ég hef alltaf gaman af því að finna mér ein- hvern bát og sigla með hóp af góðu fólki. Fara á sjóinn eins og maður segir. Það hefur kannski með upp- runann að gera.“ Hann fór á sjóinn nokkur sumur þegar hann var unglingur og jafn- framt einn vetur þegar hann var fyr- ir vestan og þekkir því þann heim ágætlega. „Það er svona mystískur og hetjulegur blær yfir honum,“ seg- ir Teitur sposkur á svip. Aðspurður útilokar hann ekki að hann fjárfesti í bát í framtíðinni og snúi jafnvel aftur á sjóinn, enda alls óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. n „Hvað það er við sósíalisma sem að mínu mati gengur ekki upp og hvað það er við kapítalisma sem að mínu mati gengur upp. Gjaldþrota Eftir fráfall föður síns fór Teitur Björn vestur á Flateyri þar sem hann reyndi að halda fiskvinnslunni gangandi en róðurinn var þungur og fyrirtækið fór í gjaldþrot. Hann segir að honum finnist hann ekki hafa brugðist – hann hafi brugðist, það sé bara svoleiðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.