Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Síða 36
1. sæti Páll Óskar Hjálmtýsson
n „Verður bara betri með hverju árinu. Með heiðarlegustu
textana í dag. Persónuleikinn skiptir máli í poppinu og þar
eru fáir með tærnar þar sem Páll Óskar hefur hælana. Legg
ur mikið í atriðin þegar hann kemur fram og það er nær
öruggt að fólk skemmtir sér þegar Palli er kominn í hús
– hvort sem hann er með tónleika eða ekki.“
n „Svo mikill gleðigjafi, það ljómar svo af honum og
við elskum hann öll.“
n „Hin eina sanna poppstjarna á Íslandi. Aðrir
komast ekki með tærnar þar sem hann er með
hælana þegar kemur að „performance“.“
n „Páll Óskar er og verður ókrýndur popp
kóngur Íslands!“
„Fæddist poppari og mun ávallt vera það.
Hefur allt sem þarf. Er einstakur í að
koma fólki í gírinn. Slær ekki feilnótu
og slær í gegn með hverjum slagaran
um á fætur öðrum. Bæði ungir sem
aldnir fíla hann og allir þekkja lögin
hans. Hörðustu rokkarar breytast í
dansglaða poppara á augabragði þar
sem líkami þeirra tekur yfir og leyf
ir gleðinni sem Palli dælir frá sér af
sinni einskæru snilld að ná tökunum.
Skemmtikraftur af allra bestu gerð.“
n „Börn elska hann, gamalt fólk
elskar hann, unglingar elska hann og
ég elska hann.“
n „Palli er auðvitað poppkóngurinn!
Fallegur á allan hátt. Manni hlýnar bara
í hjartanu við að hugsa um Palla. Með
dásamlega útgeislun, skemmtikraftur af
guðs náð og svo er hann líka svo flottur!
Hann á fyrsta sætið skuldlaust.“
36 26.–28. október 2012 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Magnaður
Mercury“
„Frjálsleg uppskrift
í réttum hlutföllum“
The Great Pretender
Rhys Thomas
Astralterta
Stuðmenn/Ágúst Guðm.
„Palli er PoPP-
kóngurinn!“
DV leitaði til fjölbreytts hóps í leitinni að núverandi poppstjörnu landsins. Margir
nýliðar komust á listann en engum þeirra tókst að skáka Páli Óskari Hjálmtýs-
syni. Þórunn Antonía og Jón Jónsson verma saman annað og þriðja sætið.
2.–3. sæti Þórunn Ant-
onía Magnúsdóttir
n „Fulltrúi kven
þjóðarinnar þegar
kemur að poppi á
Íslandi í dag. Set
ur skemmtilegan
eitís blæ á poppið
sitt og lögin höfða því
til breiðari hóps en ella. Klæðir sig
eins og poppstjarna og er dugleg að
koma sér á framfæri. Hún þráir líf
poppskvísunnar, bæði hér heima
og utan landsteinanna og mun ör
ugglega ná að lifa því lengi hvar sem
það verður.“
n „Flott stelpa sem syngur sjúklega
vel og hefur allan pakkann.“
n „Besti poppari landsins á þessari
stundu. Er ekki að elta það sem er
að gerast í dag heldur er með sinn
eigin stíl sem virkar vel fyrir hana.
Metnaðurinn sem hún leggur í tón
listina og myndböndin skilar sér í
eyru og augu hlustenda. Það er ekki
ólíklegt að hún slái í gegn á heims
vísu ef hún hefur áhuga á því.“
n „Þórunn Antonía er Kylie
Minogue Íslands. Alvöru popp
stjarna sem getur allt!“
2.–3. sæti Jón Jónsson
n „Fyrst þegar ég heyrði í hon
um hélt ég að þetta væri ein
hver drengur frá útlöndum sem
væri búinn að
„meika‘ða“.“
n „Nútímapopp
ari. Æðisleg
ur söngvari sem
er meira í ró
legu popplögunum
en getur alveg tekið
slagarana og slátrað þeim. Á fjöld
ann allan af góðum lögum sem eru
hvert öðru betra. Öllum líkar við
hann. Hress, skemmtilegur, einlæg
ur, klár. Algerlega niðri á jörðinni.
Mann langar að honum gangi vel og
það stefnir nú allt í það. Hvort hann
muni kallast poppari úti í hinni
glysgjörnu Hollywood er annað mál
en hann mun „meika‘ða“.“
n „Framúrskarandi tónlistarmað
ur, flott fyrirmynd, sjarmerandi og
allt þar á milli. Með allan pakkann.
Draumadrengurinn með hagfræði
prófið, ritstjóradjobbið, erlenda
plötusamninginn og samt í góðu
lagi með hann. Hann hlýtur að
kremja hamstra í frístundum eða
gera eitthvað hræðilegt – hlýtur bara
að vera.“
n „Vá, hvað Jón Jónsson er heill
andi! Einlægur, bjartur og fagur.
Það er eitthvað svo ótrúlega ein
lægt og fallegt við Jón Jónsson. Frá
bær fyrirmynd, ekki einungis fyrir
yngri kynslóðina heldur fyrir alla! Ég
hef fulla trú á því að heimsbyggðin
eigi eftir að hrífast með og heillast af
Jóni Jónssyni.“
4.–5. sæti Ás-
geir Trausti
n „Kemur eins og
stormsveipur inn í
íslenska músík með
ferska og ferlega flotta músík.“
n „Ferskur blær í íslenskt tónlistar
líf, hógvær og sjarmerandi. Litli
bróðir Steina í Hjálmum og því ekki
langt að sækja hæfileikana.“
n „Ásgeir Trausti er Bon Iver Ís
lands.“
4.–5. sæti Ragga Gísla
n „Einstök. Hörkutól og töffari.
Stútfull af hæfileikum. Svo
skemmir ekki fyrir hvað
hún heldur sér hrika
lega vel.“
n „Þó hún sé kannski
ekki mikið í poppinu
lengur þá er ég nýkom
in af Stuðmannatónleikum
í Hörpu og hún sannaði þar að hún
er drottning poppsins hérlendis.
Þessi rödd, þetta útlit, þessi karakter
og þetta ótrúlega form! Hún á þetta
skuldlaust!“
n „Metnaður og fágun út í eitt. Ein
besta söngkona sem við eigum.“
6.–10. sæti
Magni
Ásgeirsson
n „Hörkusöngvari
sem hann sannaði svo
um munaði í Rock Star hér um árið.
Svo er hann bara svo „likable“ og
það fleytir mönnum langt.“
n „Frábær söngvari en kannski eru
það sexíheitin í gaurnum sem gerðu
það að verkum að ég gaf honum at
kvæði.“
6. –10. sæti
Andrea
Gylfadóttir
n „Stelpurokkarinn er bara hrein
unun á sviði! Slær aldrei feiltón og
nýtur sín í botn böðuð í sviðsljóm
anum. Todmobile tók auðvitað
poppið upp á annað „level“ á sínum
tíma og Andrea heldur því „leveli“
alltaf.“
n „Ein magnaðasta söngkona sem
ég hef á ævinni heyrt í.“
6.–10. sæti Helgi
Björnsson
n „Kóngurinn. Þarf ekki að útskýra
það frekar.“
n „Mick Jagger Íslands.
Gjörsamlega tekur
sviðið og pakkar því
saman. Það skín af
honum hversu vel hann
skemmtir sér og það skil
ar sér alltaf til áhorfenda.
Kannski ekki besti söngvari lands
ins en það skiptir engu því hann
er besti „performerinn“. „Halló! Ég
elska þig!““
6.–10. sæti
Mugison
n „Með betri ís
lenskum tónlistarmönnum. Gerir
góða og áhugaverða texta.“
n „Hefur gert fullt af frábærri músík.“
6.–10. sæti
Unnsteinn Manuel
í Retro Stefson
n „Framúrskarandi
tónlistarmaður, flott
fyrirmynd, sjarmer
andi og allt þar á milli.“
n „Vá, þvílíkir listamenn
í Retro Stefson. Sjúklega flottir og
Unnsteinn er besti poppari lands
ins.“
Ingó Veðurguð
n „Heldur velli með einfalt
skemmtilegt popp sem nær til allra.
Stóð sig betur en Ronan Keating í
brekkunni á Þjóðhátíð – það er ekki
nóg af vera bara töff og kúl, það þarf
að geta skemmt fólki!“
Of Monsters and Men
n „Eiga bransann. Einlægni,
krúttlegheit og hreinræktaðir
hæfileikar gera þau að óskabandi
þjóðarinnar. Engir stælar né
óregla – bara góðar fyrirmyndir
og dásamlegheit.“
Agnes í Sykri
n „Hefur sjarma og þor, stútfull af
krafti.“
Hallgrímur Jón í Kiss the Coyote
n „Dave Grohl Íslands. Trommari
með englarödd.“
Daníel Ágúst og Björn Jörundur
n „Koma sterkir inn þessa dag-
ana. Nýju lögin eru mögnuð. Það
er eitthvað
við sam-
hljóminn hjá þeim
sem dregur mann í
draumaheim og þeir eru
líka sem popparar í öllu sem
þeir gera.“
Friðrik Dór
n „Heeeeitur!“
Svala Björgvins
n „Alvöru stjarna sem getur allt.
„Perfect“ í öllu! Framkomu og
söng! Heimurinn á eftir að heyra
í henni.“
Jón Þór Birgisson í Sigur Rós
n „Magnaður tónlistarmaður og
galdramaður á sínu sviði.““
Guðmundur Jónsson í Sálinni
n „Einn af okkar allra bestu laga-
smiðum.“
Björgvin Halldórsson
n „Need I say more?“
Guðmundur Pétursson
n „Frábær og smekklegur
gítarleikari.“
ÞAU VORU
LÍKA NEFND
n Ágúst Bjarnason kvikmyndagerðarm. n Björk Eiðsdóttir ritstjóri n Einar Bárðarson n Erla Hlynsdóttir
fréttamaður n Erla Tryggvadóttir útvarpskona n Hugrún Á. Þorvaldsdóttir hárgreiðslum. n Ingibjörg Reyn-
isdóttir leikkona n Ingó Geirdal rokkari og töframaður n Nonni Quest hárgreiðslum. n Sigrún Birna Blomsterberg útvarpskona n Stefán
Svan Aðalheiðarson innkaupastj. n Rúnar Róberts útvarpsmaður n Tobba Marinós fjölmiðlakona n Þóra Sigurðardóttir fjölmiðlakona
ÁLITSGJAFAR