Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 40
40 Lífsstíll 26.–28. október 2012 Helgarblað Girnilegar marsipanuppskriftir n Jólakossar og marsipanstangir Á Facebook síðu Odense gef- ur að líta girnilegar marsip- anuppskriftir. Þeir sem eru farnir að huga að konfektinu fyrir jólin geta kynnt sér vandað- ar sælkerauppskriftir á síðunni. Þar er til dæmis að finna, jólakossa og marsipanstangir sem einfalt er að útbúa. JÓLAKOSS n 500 gr Odense Ren Rå Marcipan n 300 gr sykur n 1 dl vatn n 150 gr eggjahvítur Aðferð: Skerið Odense Ren Rå Marcipan í 30 sneiðar, leggið á bökunarpappír og bakið við 180°C í 5–8 mínútur. Kremið: 300 gr af sykri og 1 dl vatn látið sjóða upp. Sjóðið í 2 mínútur. 150 gr af eggjahvítum þeyttar létt og sykurblöndunni bætt varlega við. Þeytið stíft saman með handþeytara í 15 mínútur. Kremið á að vera mjög stíft. Sprautið kreminu á marsipan- botnana og bakið í u.þ.b. 5 mínútur við 180°C. Eftir að hafa kælt kossana, dýfið þeim í brætt súkkulaði. MARSiPANSTÖNG n 300 gr hreint Odense Ren Rå Marcipan n 50 gr pistasíuhnetur, ósaltaðar n 1 msk. Amaretto-líkjör n 200 gr dökkur Odense-hjúpur n 200 gr hvítur Odense-hjúpur n 10 stk. Aðferð: 2/3 hlutum af hnetunum er hnoðað saman við marsipanið ásamt líkjörnum. Deiginu er skipt í 10 hluta og hver um sig mótaður í aflangan þríhyrndan bita. Dökkur og/eða hvítur hjúpur er bræddur og botninn á marsipanhleifnum er hjúpaður og kældur. Efri hlutinn af marsipan hleifnum er hjúpaður með því að pensla/dýfa honum í hjúp tvisvar sinnum. Skreyttur með pistasíuhnetum áður en hjúpurinn stífnar. Ábending: Geymist innpakk- að við 14–16°C í u.þ.b. þrjár vikur. Styrkjum hjartað Hjartað í okkur hefur slegið yfir 2,5 milljarða slaga þegar við erum 70 ára gömul sem er mikil vinna fyrir líffæri á stærð hnefa. Hreyfing er mikilvæg þegar kemur að því að halda hjartanu sterku en mataræðið hefur einnig mikið að segja. Á síðunni womens- healthmag.com eru talin upp fimm matvæli sem eru góð fyrir hjartað. 1 Trönuber Vísindamenn við Scranton-háskóla í Penn- sylvaníu komust að því að þeir sem drekka sem samsvarar þremur boll- um af trönuberjasafa á dag hækkuðu gildi HDL (hollt kólesteról) um tíu prósent en við það minnkaði hættan á hjartasjúkdómum um 40 prósent. Talið er að efnasambönd í berjunum, sem kallast „polyphenols“, séu ábyrg fyrir þessu. Trönuberjasafar eru oft þynntir svo mikilvægt er að leita eftir safa sem inniheldur að minnsta kosti 27 prósent trönuberjasafa. 2 Heilkorn Í rannsókn sem framkvæmd var við Tulane- háskóla komust rannsakendur að því að þeir sem borða fjóra eða fleiri skammta af heilkornum, hnetum eða baunum á viku, eru í 22 prósent minni hættu á að fá hjartasjúkdóma en þeir sem borða slík matvæli einu sinni í viku eða sjaldnar. 3 Greipaldin Með því að borða einungis einn slíkan ávöxt á dag minnkar þú heildar- kólesteról um átta prósent og LDL (slæmt kólesteról) um ellefu prósent og minnkar þar með hættuna á hjartasjúkdómum. Úr einu greipaldini færðu einnig meira en 150 prósent af ráðlögðum dagskammti af C-vítamíni. 4 Vatn Vísindamenn við Loma Linda-háskólann hafa komist að því að að fimm til átta glös af vatni á dag hjálpa til við að minnka hættu á hjartasjúkdómum um allt að 60 prósent. Það eru sömu líkur og fást með því að hætta að reykja, lækka kólesteról, með hreyfingu og að vera í kjörþyngd. 5 Fiskur Omega 3-fitusýrur sem fást úr feitum fiski og hörfræjum styrkja hjartavöðvann, lækka blóðþrýsting, koma í veg fyrir ofstorknun blóðs og minnka bólgur í líkamanum. Ertu háð/ur klámi? n Níu augljós merki þess að þú eigir við vandamál að stríða K oma internetsins breytti öllu. Með einum smelli geturðu bókað flug, gert matvöruinn- kaupin þegar þér hentar og talað við skyldmenni sem búa hin- um megin á hnettinum án þess svo mikið sem lyfta rassinum. En þar með er ekki allt upptalið. Með komu internetsins varð einnig aðgangur að nekt, klámi og alls kyns óþverra mun aðveldari svo klámfíkn er orðin viður- kennt vandamál. Tímaritið FHM býður upp á níu auðveldar leiðir til að sjá hvort þú átt við vandamál að stríða. Þú misskilur kærustuna þína þegar hún segist vilja „andlitsnudd“ Hún þráir andlits- meðferð hjá færum húðsjúkdómalækni og fokdýr krem, full af næringarríkum efnum. Það eina sem kemur í hugann á þér er allt önnur tegund af hvítu efni. Þú kannt að fela slóðina „Private browsing“, „delete cookies“ og „browser resets“ hljóm- ar eins og bull í eyrum þeirra sem eyða ekki öllum stundum við að horfa á klám á netinu. Sérfræðingur í óþverranum veit upp á hár hvernig hann getur falið slóðina fyrir öðrum heimilismeð- limum. Allt – gjörsamlega allt – verður dónalegt í þínum huga Þú hefur séð svo margt rugga, titra og hristast að þú ert far- in/n að sjá klám í öllu. Einföld mynd eins og þessi af handar- krika þessa manns verður til þess að þig þyrstir í fjögurra klukkustunda mara- þonáhorf á RedTube. Konan sem þú ert að „deita“ segir þér að hún elski vatnasport … … og þú ferð strax að leita að plast- lökum á Amazon. Hún var hins vegar að tala um seglbretti. Þú þekkir allar „leikkon- urnar“ hér að ofan með nafni Þú þekkir nöfn á hinum ýmsu karlkyns klámstjörnum Ef áhorfið er nógu mikið fara jafnvel gagnkynhneigðustu menn að líta á klámstjörnur á borð við Scott Nails og Peter North sem vini sína – bara allsbera vini með óvenjulega stór typpi. Ef þú þekkir einnig nöfn hljóðmannanna og þeirra sem stjórna ljósabúnaðinum er greinilega kominn tími á að slíta nettenginguna. Þú eyðir allt of löngum tíma að leita að hinni full- komnu mynd Þegar þú byrjaðir að fikta þig áfram í heimi klámsins þurfti lítið annað en stutt skot af geirvörtu til þess að þú fengir nægju þína. Í dag eyðir þú dýrmætum klukku- stundum af lífi þínu í að leita að ein- hverju nýju sem gæti örvað þinn klámdofna huga. Þú kannt allt rétta slangrið Meira að segja amma þín þekkir undirstöðuorðin í heimi kyn- lífsins. Þess vegna varð hún svona skelfd þegar þú sagðist ætla að gefa henni perlufesti í áttræðisafmælis- gjöf. En ef þú sérð alþjóðlegu skammstöfunina fyrir hrað- banka sem eitthvað kynferðislegt þá áttu líklega við vandamál að stríða. ATM er ekki aðferð til að ná sér í munnsýkingu heldur reiðufé. Þú ert að lesa þetta Þú dregst að öllu sem inni- heldur orðið „klám“. Og þar á meðal þessari grein. 1 2 3 4 5 6 7 8 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.