Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Side 56
Kallast þetta ekki góð lending? Troðið í Teit n Körfuboltamaðurinn Teitur Örlygsson, sem nú er þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, er einn þeirra sem sendi stelpunum í A- landsliði kvenna óskir um gott gengi í leiknum mikilvæga við Úkraínu. „Vona að stelpunum gangi vel á morgun,“ sagði hann en bætti við: „en finnst einhverj- um þetta virkilega skemmti- legt?“ Ummælin viðhafði hann á samskiptasíðunni Twitter. Kvenkyns fylgis- maður Teits á Twitter var fljótur til og svaraði um hæl: „Er þetta ekki bara svipað og hvítir menn í körfubolta?“ Ekki heyrðist meira frá Teiti, sem þótti harður í horn að taka hér áður fyrr. Nýtt útlit hjá Jónasi n Jónas Kristjánsson, samfélags- rýnir og fyrrverandi ritstjóri, hefur loksins gert útlitsbætur á bloggvef sínum, jonas.is. Jónas hefur um árabil verið einn vin- sælasti bloggari landsins enda birtir hann á hverjum degi stutt- ar, skorinorðar og beittar blogg- færslur um allt það sem honum finnst gagnrýnivert í samfélaginu. Útlit vefjarins var þó komið tölu- vert til ára sinna og þótti ekki al- veg í takt við það sem gerist í ný- tískulegri vefhönnun. Almenn ánægja er þó með nýja út- litið og aldrei að vita nema lesendum Jónasar fjölgi í kjölfarið. Gísli Marteinn „skilur það ekki“ n Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingar, sá ástæðu til að skjóta léttum skotum á Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, á bloggsíðu sinni á fimmtudag. Nokkuð hefur verið rætt um jöfnun húshitun- arkostnaðar í landinu og sitt sýn- ist hverjum um það. Látum Sig- mund fá orðið: „Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi skil- ur ekki nauðsyn þess að jafna húshitunarkostnað í landinu. Hann skilur það ekki þrátt fyrir að kostnaðurinn sé fjórfalt til tífalt meiri á köldum svæðum en heitum. Hann skil- ur það ekki. Hann skilur Reykjavík. En hann skilur ekki Ísland.“ E itthvað þarf ég nú að fara að gera þegar ég hætti hér,“ segir Skarp- héðinn Berg Steinarsson í sam- tali við DV. Skarphéðinn, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Iceland Express á dögunum í kjölfar kaupa Skúla Mogensen á fyrirtækinu, hefur í hyggju að koma á fót ferða- þjónustufyrirtæki á Snæfellsnesi. „Mig hefur lengi dreymt um það að gera eitthvað í ferðamennsku á Snæ- fellsnesi og í Stykkishólmi og ætla að láta þann draum minn rætast ein- hvern tímann í vetur.“ Aðspurður hvers konar ferða- þjónustu hann hyggist bjóða upp á segist Skarphéðinn hafa ýmislegt í undirbúningi með góðum hópi fólks. „Ég hef mikla trú á Snæfellsnesi og Stykkis hólmi og Breiðafirðinum og ég held að það sé hægt að gera mikla meira þar með samhentu átaki.“ Hann vill þó lítið gefa upp um hvers konar ferðaþjónustu hann hyggst fara út í eða hvaða aðilar ætli að koma að verkefninu með honum. „Ég er búinn að vera að spekúlera í þessu heillengi og það hefur alltaf verið opin bók að mínir draumar liggja þar.“ Skarphéðinn segir undirbúning ferðaþjónustu á Snæfellsnesi ekki tengjast starfslokum sínum á nokkurn hátt. „Ég hafði hugsað mér að taka þátt í þessu verkefni með öðr- um og þá í litlu hlutverki en þessi breyting gerir það að verkum að ég verð meira í því en ella hefði orðið.“ En hefur Skarphéðinn einhver tengsl þangað vestur? „Við hjónin höfum átt afdrep þarna í nokkur ár og verið mik- ið þarna,“ segir Skarphéðinn. Á léttari nótum segist hann ekki hafa búist við því að fyrirhugaðar hugmyndir hans um ferðaþjónustu á svæðinu vektu athygli: „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta vekti áhuga neins, þessir draumar mínir við eldhúsborðið.“ n Úr flugi í ferðaþjónustu n Skarphéðinn Berg Steinarsson kemur á fót ferðaþjónustufyrirtæki í Stykkishólmi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 26.–28. oKTóBER 2012 124. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Draumar við eldhúsborðið Skarphéðinn Berg segir að hann hafi lengi dreymt um að koma á fót ferðaþjónustufyrirtæki á Snæfellsnesinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.