Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 16
16 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Nóvember 19. nóvember Þrjú mál gegn Berki og Annþóri n Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson voru leiddir inn í dómsal hvor í sínu lagi í fylgd fjölda lög- reglumanna þegar þrjú mál gegn þeim og átta öðrum voru tekin til meðferðar. Sakarefnin voru alvarleg og vörðuðu sérstaklega hættulegar líkamsárásir, fjárkúganir og frelsis- sviptingar. Lögreglumennirnir sem fylgdu Berki og Annþóri í salinn fylgdust einnig náið með meðan á þinghaldinu stóð. Börkur og Ann- þór eiga langan og ofbeldisfullan sakaferil að baki. 23. nóvember Sveddi tönn í 22 ára fangelsi n „Ég verð sýknaður. Á ég að segja þér út af hverju? Af því að ég gerði ekki neitt af mér,“ sagði Sverrir Þór Gunnar- son, einnig þekkt- ur sem Sveddi tönn, í samtali við DV úr fangelsinu sem hann dvelur í í Brasilíu. Sverrir var í undirrétti dæmdur til 22 ára fang- elsisvistar fyrir að hafa skipulagt smygl á rúmlega 50 þúsund e–töfl- um. Sverrir er búinn að áfrýja mál- inu og segist vera saklaus. „Ég þekki fólkið á bak við þetta smygl en ég vissi ekki að þetta smygl ætti sér stað. Vinur minn, eða svona dóp- sali í Amsterdam, sem selur mér stundum kók því mér finnst svo gott að fá mér kók – ég sagði hon- um að ég væri að fara til Brasilíu og spurði hvort hann þekkti ekki ein- hverja gaura sem gætu reddað mér góðu kóki. „Jú, jú,“ sagði hann.“ 28. nóvember Sakar lögmann um sofandahátt n Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins- son kemur við sögu í bókinni Ég gefst aldrei upp þar sem Borghildur Guðmundsdóttir lýsir reynslu sinni af forræðisdeilu við bandarísk- an barnsföður sinn en hún sakar Svein Andra um að hafa sofnað á fundi með sér, mæta illa undirbú- inn í dómsal og senda sér smáskila- boð með niðurstöðu Hæstarétt- ar; að henni væri gert að snúa til Bandaríkjanna með syni sína, níu og fjögurra ára. Desember 3. desember Ólga vegna ástkonu n Tuttugu og sjö ára lögfræðinemi, Sara Lind Guðbergsdóttir, var ráðinn úr hópi fjölmargra umsækjanda í eina af æðstu stöðum stéttarfélags- ins VR í apríl síðastliðnum. Sara Lind hafði á þessum tíma ekki lokið lögfræðinámi sínu í Háskóla Íslands og hafði takmarkaða starfsreynslu, sem vitanlega er ekki óeðlilegt þegar litið er til ungs aldurs henn- ar og þeirrar staðreyndar að hún hafði ekki lokið námi sínu. Um 400 umsækjendur sóttu um starfið sem Sara Lind fékk og tvö önnur störf hjá VR. DV hefur ekki upplýsingar um hversu margir sóttu um hvert af þessum þremur störfum en Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, stað- festir þessa heildartölu í samtali við DV. Nokkrum mánuðum síðar – í nóvember – spurðist það út að Sara Lind og Stefán Einar, sem kallar sig viðskiptasiðfræðing, væru orðin par. Það var Eiríkur Jónsson, blaða- maður og bloggari, sem greindi frá sambandi þeirra á bloggsíðu sinni. 3. desember Fátækralisti í Kópavogi n Listi með nöfnum þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá Kópa- vogsbæ er lagður fram í félags- málanefnd bæjarins reglulega. Á listanum er að finna nöfn allra þeirra einstaklinga sem þurfa að leita á náðir bæjarins þar sem það getur ekki fengið fjárhagsaðstoð frá ríkinu, svo sem bætur vegna atvinnuleysis. Fáheyrt er að slík- ir listar séu lagðir fram fyrir kjörna fulltrúa en ákvarðanataka um hverjir fá fjárhagsaðstoð er í hönd- um starfsmanna bæjarins. Félags- málanefndir sveitarfélaga taka hins vegar áfrýjanir á synjun beiðna um fjárhagsaðstoð upp á sínum fund- um. 5. desember Jón Ásgeir stýrir Iceland n Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi aðaleigandi Baugs, stýrir Iceland-keðjunni á Íslandi á bak við tjöldin. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Jóni Ásgeiri til starfs- manns Iceland-búðanna, Guð- rúnar Þórsdóttur, eiginkonu föður hans sem var annar stjórnarmanna rekstrarfélags Iceland, og Einars Þórs Sverrissonar lögmanns, sem dagsettir eru 5. og 6. október síðast- liðinn. Í allri umfjöllun um Iceland- keðjuna er faðir Jóns Ásgeirs, Jóhannes Jónsson, sagður vera eigandi Iceland-keðjunnar og hef- ur Jón Ásgeir ekki verið bendlaður við verslanirnar opinberlega með beinum hætti. Meðal annars sagði Jóhannes á Beinni línu DV að Jón Ásgeir kæmi ekki að rekstri Iceland: „Jón kemur ekki að rekstri Iceland.“ 5. desember Gunnari bolað burt n Gunnar Þorsteinsson, sem oftast er kenndur við Krossinn, var rekinn úr stjórn áfangaheimilisins Kross- götum. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ sagði hann aðspurður um málið. Það var Gunnar sem setti Krossgötur á laggirnar fyrir 25 árum og hefur verið, þar til nú, formað- ur stjórnar áfangaheimilisins frá upphafi. Ástæðuna má samkvæmt heimildum DV rekja til aðalfundar Krossins sem haldinn var í maí síð- astliðnum. 6. desember Dómsmorðið á Sigurþóri n Hæstiréttur leiðrétti dóm yfir Sigurþóri Arnarssyni sem sat í fang- elsi í eitt og hálft ár fyrir morð sem framið var á skemmtistaðnum Veg- as árið 1997. Sigurþór var sýknað- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur á sín- um tíma en sakfelldur í Hæstarétti árið 1998 án þess þó að vitni væru leidd fram eða skýrsla tekin af hon- um. Var hann dæmdur í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi og sat inni í átján mánuði. Sigurþór fór með málið fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2003 að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar. 17. desember Matthías Máni flúði af Hrauninu n Matthías Máni Erlingsson strauk úr afplánun af fangelsinu Litla-Hrauni. Lög- reglan lýsti eftir honum og fljót- lega hófst um- fangsmikil leit að honum. Lögreglu- menn, fangaverðir og björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Matthías Máni var dæmd- ur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps um miðjan september. Hann réðst á fyrrverandi stjúpmóð- ur sína og barði hana meðal annars með kertastjaka. Matthías Máni gaf sig fram við lögreglu á aðfangadags- morgun. 20. desember Annþór og Börkur dæmdir n Síbrotamennirnir Annþór Krist- ján Karlsson og Börkur Birgisson voru dæmdir í sjö og sex ára fangelsi í héraðsdómi. Átta aðrir voru ákærð- ir í sama máli og var Jón Ólafur Ró- bertsson dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, Kaj Anton A. Larsen fékk átján mánaða fangelsisdóm og var sviptur ökuréttindum ævilangt, Sigmundur Geir Helgason fékk átján mánaða fangelsisdóm, Sindri Krist- jánsson fékk átján mánaða fang- elsisdóm, Smári Valgeirsson fékk tveggja ára fangelsisdóm, Viggó Emil Berglindarson fékk tveggja ára fangelsisdóm, Viktor Hrafn Einars- son fékk 18 mánaða fangelsisdóm og Þórbergur Ísak Þóroddsson fékk 15 mánaða fangelsisdóm. Mennirn- ir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, tilraunir til fjárkúgunar, ólögmæta nauðung og frelsissviptingu. Vinnur með pabba sínum Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er einn af stjórnendum Iceland-matvöruverslunarinnar. Allt þar til DV greindi frá afskiptum hans við hlutafjáraukn- ingu í félaginu hafði því verið haldið fram að Jón Ásgeir hefði enga að komu að versluninni. Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, hefur verið andlit verslunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.