Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 20
20 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Lífeyrissjóðirnir töpuðu 480 millj- örðum n Í febrúar kom úttektarskýrsla Landssamtaka lífeyrissjóðanna. Var upplýst í skýrslunni að ís­ lenskir lífeyris­ sjóðir hefðu tapað 480 millj­ örðum króna vegna efnahagshruns­ ins. Jafngildir það því að hver þeirra 250 þúsund Íslendinga sem eiga réttindi í sjóðunum tapi um tveim­ ur milljónum króna. Það samsvarar iðgjöldum meðallaunamanns í heil tólf ár. Þrátt fyrir þetta og harða gagn­ rýni sem birtist í skýrslunni um lífeyrissjóðina sitja fjórir af fimm framkvæmdastjórum þeirra sjóða sem mestum peningum töpuðu enn við stjórnvölinn. Þeir eru Haukur Haf- steinsson, Árni Guðmundsson, Gunnar Baldvinsson, og Ólafur Sigurðsson. Sá fimmti tók við árið 2009, Guðmundur Þ. Þórhallsson hjá Lífeyrissjóði versl­ unarmanna, en hann hafði áður starfað í 12 ár hjá sjóðnum, meðal annars sem forstöðumaður eigna­ stýringar sjóðsins. Watson kaupir Actavis n DV greindi frá því í lok febrúar að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson væri í viðræðum um kaup á Actavis. Var Björgólfur Thor Björgólfsson, fjár­ festir og þáver­ andi eigandi Acta vis spurður um söluna í skýrslu töku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í febr­ úar. Var um að ræða skýrslu töku vegna skuldamáls aflandsfélags hans, BeeTeeBee Ltd. gegn Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóra Actavis. Vildi hann lítið ræða um viðræður sem þá stóðu á milli Watson og Actavis. Í lok apríl var síðan tilkynnt að Watson hefði gengið frá kaupunum á Actavis og hljóðaði kaupverðið upp á 700 millj­ arða króna. Ofsagróði við Afríkustrendur n DV sagði frá því í apríl að Sam­ herji ætti tvö eignarhaldsfélög á Kýpur. Þau fé­ lög, Fidelity Bond Investments Ltd. og Miginato Holdings Ltd., eiga eignir upp á átta milljarða króna og vildi Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja ekki upplýsa hvernig félögin eignuðust þann hlut. Greindi DV frá því að rannsókn eftirlitsaðila á meintum brotum Sam­ herja á lögum um gjaldeyrismál væru umfangsmeiri en komið hefði fram í fjölmiðlum og teygði anga sína með­ al annars til dótturfélaga á Kýpur. Í maí birti DV síðan frétt um að á milli 30 og 40 prósent af tæplega 420 milljóna evra, um 65 milljarða króna, heildarveltu Samherja sé til­ komin vegna veiða fyrirtækisins við strendur Norður­Afríku. Samherji á og rekur sjö verksmiðjutogara og tvö þjónustuskip í gegnum fyrir tækið Kötlu Seafood á Kanaríeyjum sem fyrirtækið gerir út undan ströndum Marokkó, Máritaníu og Vestur­ Sahara. Eignarhald á þessari útgerð Samherja er í gegnum aflandsfélagið Fidelity Bond Investments Limited sem skráð er í skattaskjólinu Kýpur eins og DV greindi frá í apríl. Þyngstu dómar hrunsins n Í júní voru þeir Jón Þorsteinn Jóns- son, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrr­ verandi sparisjóðs­ stjóri, dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Hæstarétti Íslands. Mál Styrmis Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, var síðan sent aftur í hérað. Snéri Hæstiréttur þar með við dómi héraðsdóms. Þá greindi DV frá því í nóvember að Jón Þorsteinn hefði flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi, bæði á árinu 2011 og 2012. Nokkrum dögum síð­ ar í nóvember sagði DV frá því að þeir Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson, sem hófu afplánun á Kvíabryggju á Snæfellsnesi í haust, byggju þar í einbýlishúsi með gufu­ baði á fangelsislóðinni. Húsið, sem er 180 fermetrar, var upphaflega byggt sem heimili fyrir forstöðu­ mann Kvíabryggju en því var breytt í vistarverur fyrir fanga fyrir nokkrum árum. Í húsinu er fullbúið eldhús, sem íbúar hússins hafa aðgang að, auk þess sem þeir hafa aðgang að internetinu og farsímum sínum allan sólarhringinn. Deila þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. húsinu með öðrum fanga, Jóni Sverri Bragasyni, sem dæmdur var fyrir barnaníð gegn einhverfum dreng árið 2010. Milljarðar Bakkabræðra n Í lok júní greindi DV frá því að bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, fyrrverandi aðal eigendur eignarhalds­ félagsins Exista, hefðu fengið samtals tæp­ lega 8,9 milljarða króna arð út úr félaginu á árunum fyrir hrun. Arð­ greiðslurnar voru vegna bókfærðs hagnaðar Exista á árunum 2005 til 2007. Bræðurnir, sem yfirleitt eru kenndir við matvælaframleiðslu­ fyrirtækið Bakkavör sem þeir stofn­ uðu á níunda áratugnum, voru í júní að reyna að kaupa Bakkavör af núverandi eigendum þess, Arion banka og nokkrum lífeyrissjóðum. Bræðurnir misstu yfirráð sín yfir Bakkavör í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 en stýra því enn sem for­ stjóri og stjórnarformaður. Bræðurnir eiga um 25 prósenta hlut í Bakkavör en áhugi þeirra stóð hins vegar til að þess að kaupa allt hlutafé félagsins fyrir alls 16 millj­ arða króna. Kom fram að þeir hygð­ ust fjármagna viðskiptin með reiðu­ fé en ekki með lánsfé frá bönkum. Skúli kærði Pálma fyrir njósnir n Í júlí var greint frá því að lög­ reglunni á höf­ uðborgarsvæð­ inu hefði borist kæra og beiðni um opin bera rannsókn vegna meintra brota Pálma Haralds- sonar, Iceland Express ehf., Björns Vilbergs Jóns- sonar og annarra ótilgreindra starfs­ manna Iceland Express ehf. gegn WOW air. Kæran varðaði meintar njósnir Pálma og Iceland Express um rekstur WOW air. Síðar á árinu var greint frá því að WOW air undir forystu Skúla hefði keypt Iceland Express af Pálma Haraldssyni. Afskriftarkóngar komnir á fullt n Í ágúst var greint frá því að byggingarfélag Gunnars og Gylfa eða Bygg væri komið í stórsókn en fyrirtækið er með áform um að reisa alls 400 íbúðir í Lundi í Kópavogi sem og 150 íbúðir í Sjálandshverfinu Eftir álar hrunsins Viðskiptafréttannáll DV árið 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.