Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 29
Annáll 29Áramótablað 28. desember 2012 Frjáls Palestína! Palestínumaður hrópar slagorð á mótmælum á Ramallah á Vesturbakkanum í nóvember síðastliðnum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á dögunum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að veita Palestínu stöðu áheyrnarríkis. Niður- staðan er mikill áfangasigur fyrir Palestínumenn. Rússíbanareið Hér gefur að líta leifar af rússíbana sem fauk þegar hvirfilbylurinn Sandy reið yfir New Jersey þann 1. nóvember. Að minnsta kosti 82 létu lífið í óveðrinu sem tröllreið Norður-Ameríku. Styður Pussy Riot Rússneski listamaðurinn Pyotr Pavlensky mótmælti réttarhöldum yfir meðlimum pönksveitarinnar Pussy Riot, með því að sauma varirnar á sér saman. Meðlimir bandsins voru síðar á árinu dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir gjörninginn. Áratugastríð Á þessari mynd má sjá afgönsk börn fyrir utan snævi þakin tjöld sín í höfuðborginni Kabúl. Þau hafa aldrei náð að upplifa friðartíma. Myndin var tekin þann 5. febrúar 2012. Erlendar myndir ársins Barist um leirpottinn Hindúar í Bombay reyna að mynda mannlegan pýramída til þess að brjóta leirpott í samein- ingu. Þessi trúarlega samkoma er upphafið að Janmashtami-hátíð hindúa en þá er afmæli guðsins Krishna fagnað um allt Indland. Læðist í limósínu Barack Obama Banda- ríkjaforseti stígur út úr forsetaflugvélinni og heldur rakleiðis inn í lúxusbifreið, eina blauta og kalda janúarnótt í Michigan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.