Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 30
30 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Skrítnustu myndir ársins 2012 Þær voru hverjar aðrar skrítnari fregnirnar á árinu. Fréttir um fljúgandi ketti og keyrandi hunda fóru um heiminn, en uppgötvanir í dýraríkinu vöktu einnig athygli. DV tók saman nokkrar skrítnar fréttir og myndir af erlendum vettvangi. „Nú flýgur hann!“ „Hálfur köttur, hálft vélmenni,“ var lýsing listamannsins Barts Jansen á listaverkinu sínu Orvillecopter, sem hann sýndi á KunstRAI-listahátíðinni í Amsterdam í júní. Jansen varð hryggur þegar kötturinn hans, Orville, varð fyrir bíl og dó. Hann ákvað því að heiðra minningu kattarins með því að breyta honum í þyrlu. „Nú flýgur hann með fuglunum,“ sagði listamaðurinn eftir að hafa komið hreyflum fyrir á uppstoppuðum Orville: „Hærra kemst hann ekki!“ Fyrst um sinn var Orville óstöðugur í flugi sínu og því kom listamaðurinn fyrir öflugri hreyflum, og sagði það vera afmælisgjöf til kattarins sáluga. Mynd Reuters Minnsta froskdýr veraldar Í janúar römbuðu vísindamenn á nýja froskategund. Froskurinn Paedocypris progenetica er minnsti froskur veraldar, að meðaltali er hann 7,7 millímetra langur. Kvikindið fannst Papúa Nýju-Gíneu. „Mér finnst það ótrúlegt að menn séu sífellt að finna minni og minni tegundir,“ sagði froskdýrafræðingurinn Robin Moore í tilefni fundarins. „Dýrin eru að aðlagast til þess að fylla vist- stöðu sem ekkert annað dýr hefur.“ Mynd National Geographic Byggðu hraðbraut í kringum húsið „Við getum ekki bara látið hann fá hvað sem hann vill, það er ómögulegt,“ sagði frændi andabóndans Luo Baogen sem átti svokallað „naglahús“ í Kína. Frændinn var starfsmaður bæjarins, en hugtakið nær yfir hús sem standa enn eftir að öll nærliggjandi hús hafa verið rifin til að rýma fyrir öðru mannvirki, þar sem eigandi þess vill ekki selja það. Luo þrjóskaðist við þegar öll önnur hús í grennd höfðu verið rifin og húsið stóð í raun á miðri hraðbraut. Luo vildi ekki selja húsið sitt þar sem stjórnvöld buðu of lítið í það – hann hefði tapað á sölunni enda var hann nýbúinn að gera það upp og var það að andvirði tólf milljóna eftir það. Hann gaf sig þó á endanum. „Allt í lag. Ég skal flytja,“ sagði Luo í byrjun desember og tók þar með 5,2 milljóna króna boði stjórnvalda. Mynd Reuters Skrýtnasti limur veraldar Lucy Cook fór á vegum National Geographic til Tasmaníu í Ástralíu til þess að fjalla um maurígulinn, smávaxið spendýr sem lifir einkum á maurum og er þakið broddum. Getnaðarlimur dýrsins varð umfjöll- unarefni hennar í júlí enda er hann með endemum einkennilegur. „Þessi ótrúlegi limur er með fjóra mismunandi hausa og lítur út eins og þumallaus hönd með örstutta fingur. Eða einhvers konar einkennilegt afbrigði af sjávaranemónu. Hann er allavega ekki í líkingu við neinn getnaðarlim sem ég hef séð. Sem betur fer,“ sagði Cook. Mynd National Geographic Hvuttarnir keyrðu um „Það er hægt að kenna hvuttum ný brögð,“ var boðskapur samtakanna SPCA, en félagsmenn samtakanna í Nýja-Sjálandi tóku sig til í lok nóvember og kenndu þremur hundum í hundaathvarfi sínu að aka bíl. Þjálfunin fór þannig fram að hundunum var fyrst kennt að skipta um gír og beygja í sérhönnuðu æfingasæti. Alls kenndu samtökin þremur hundum að keyra, en þeir fengu síðar að spreyta sig á sérútbúinni bifreið á æfingabraut í Auckland á Nýja-Sjálandi. Ekki stóð til að hundarnir ækju um í umferðinni en uppátækið var fyrst og fremst til þess að sýna fram á að hundar sem fyrirfinnast í athvörfum séu vel færir um að læra nýja hluti. Samtökin voru því með þessu að hvetja fólk til þess að taka að sér í hunda sem þau höfðu undir höndum. Á myndinni sést hvar hinn tíu mánaða Porter situr í ökusætinu, en hann var áður flækings- hundur. Mynd SPCA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.