Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 38
2 Völvuspá 2013 28. desember 2012 Áramótablað n „Jón Bjarnason hverf- ur úr ráðherrastól en Árni Páll Árnason situr kyrr.“ Þarna hafði völvan ekki 100 prósent rétt fyrir sér en ansi nálægt því. n „Gunnlaugur Sigmunds- son og mál hans gegn Teiti Atlasyni bloggara fær nýtt líf á árinu.“ Óhætt er að segja að þessi spádóm- ur hafi ræst eftir- minnilega því önn- ur eins sneypuför og málarekstur Gunnlaugs gegn Teiti hefur ekki sést í áratugi. n „Vinstri-grænir halda áfram að stríða við innanflokksófrið og róstur út af ýmsum undarlegum málum. Sífellt betur sést að ákveðinn armur flokksins er svartasta afturhald sem völ er á í stjórnmálum dagsins.“ Þessi spádómur þarfnast líklega ekki sérstakra útskýringa. Verkin tala. n „Ferðamannastraumur til Íslands á árinu 2012 slær öll fyrri met. Vegna skorts á gistirými verður hálfgert öngþveitisástand í Reykjavík um háannatímann. Margir leigja íbúðir sínar til gistingar og flytja í sum- arbústaði eða fara til útlanda.“ Þarna hitti völvan naglann á höfuðið. Þetta er raunsönn lýsing á ástandinu yfir sumarmánuðina og umrædd íbúðaleiga til ferðamanna ein af ástæðum þess hvernig komið er fyrir leigumarkaði á Íslandi. n „Staða vígslubiskups á Hólum þar sem völvan sér konu ná kjöri sem verður fyrst kvenna til þess að gegna stöðunni. Þar er á ferð Agnes M. Sigurðardóttir.“ Völvan sá vissulega fyrir að Agnes M. Sigurðardóttir yrði kjörin til ábyrgðarstarfa innan kirkjunnar en setti hana einni hillu neðar en efni stóðu til, því Agnes var kjörinn biskup Íslands fyrst kvenna. n „Völvan sér Ríkisútvarpið eiga dapurt ár í vændum. Niðurskurður og deilur innanhúss sveipa þessa öldnu stofnun skýjum ósættis og depurðar. Dagskrárstjóri RÚV, Sig- rún Stefánsdóttir lætur af störf- um og fer á eftirlaun.“ Þetta er afar nákvæm forspá um það sem síð- an gerðist. Sigrún lét af störfum fyrirvaralaust og fór á eftirlaun í október síðastliðnum. n „Hetja ársins 2012 verður Ólaf- ur Þór Hauksson sérstakur sak- sóknari. Fljótlega eftir áramótin birtast fyrstu kærurnar og má segja að embætti Ólafs og verk þess verði sífellt í fréttum á nýju ári.“ Ólafur og hans menn voru í fréttum í hverjum einasta mánuði ársins sem var að líða. n „Feðgarnir sem eitt sinn voru kenndir við Bónus snúa aftur í smásölugeirann“. Verslunin Iceland í eigu Jóhannes- ar Jónsson- ar var opnuð á árinu og næsta versl- un verður opnuð fljótlega. Þar sem faðirinn sést er son- urinn aldrei langt undan eins og fram kom í fréttum seint á árinu 2012. n „Eini Íslendingurinn sem stendur sig frábær- lega í sinni íþrótt á nýju ári er Gunnar Nelson.“ Þetta gekk mjög ná- kvæmlega eftir og Gunn- ar Nelson er enn ósigrað- ur í sinni íþrótt. Hér á eftir fer hin árlega völvuspá DV. Að vanda er rétt að byrja á því að fletta völvu- spá síðasta árs og sjá hvernig völvunni gekk að spá fyrir um atburði líðandi árs. Þetta rættist 2012 Skipið sekkur hægt og rólega n Þegar skip ríkisstjórnarinnar nálg- ast leiðarenda eftir erfiða siglingu gegnum sker og váboða kjörtímabils- ins sem nú er senn á enda runnið, mætti halda að síðasti spölurinn yrði lygn. Svo er ekki. Megn óánægja áhafnarinnar verður sífellt meira áberandi þegar kemur fram á vet- urinn og hjaðningavíg meðal þeirra sem teljast stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar verða sífellt tíðari. Í vetur kemur í ljós að nokk- ur stórmál ríkisstjórnarinnar sem vegið hafa þungt í farminum munu ekki komast ósködduð á leiðarenda. Frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða lítur aldrei dags- ins ljós og sekkur eins og steinn í hafi ósættis og vonbrigða. Aðeins hörðustu stuðningsmenn Samfylk- ingar lýsa yfir óbreyttri afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið og þessi fyrrum vonarstjarna stjórnarinnar dofnar hægt og hægt og margir stjórnarþingmenn vilja helst ekki ræða málið. n Skömmu eftir ára- mót verður ljóst að margboðað- ar breytingar á stjórnarskrá Ís- lands verða ekki að veruleika á þessu þingi. Þannig kemur smátt og smátt í ljós að skip ríkisstjórnar- innar siglir ekki síðasta spölinn til hafnar undir eigin vélarafli eða segl- um. Það mjakast áfram marandi í hálfu kafi enda lekarnir margir og þrálátir. Þeir dómar verða háværir þegar líður á veturinn að þótt stjórninni hafi tekist að verja landið stóráföll- um síðustu fjögur árin þá skyggja mistök, vonbrigði og brostnar vonir á allt sem vel hefur gengið. Stjórnin mun samt sitja fram að kosningum en þarf að semja við sína eigin liðsmenn eða fótgöngu- liða Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar um hvert einasta mál sem ljúka þarf með atkvæðagreiðslu. Við mörg tækifæri þarf stjórnin að ganga sannkölluð svipugöng stjórnarand- stöðunnar vegna mála af þessu tagi. Þegar kemur fram á veturinn og mönnum verður ljóst að margir þingmenn sem tilheyra stjórn- arliðinu verða atvinnulausir kemst nokkurt rót á hollustu manna og fylgispekt. Í ljós kemur að ólíkleg- ustu menn og konur eru til í að stinga rýting í bak eða síðu félaga sinna gegn greiða. Mun fleiri reynast luma á hníf í erminni en ætla mætti og verður þetta nýja ár því réttnefnt ár hinna löngu hnífa. Margir hnífar á ferð n Völvan sér gamla flokkshesta og stjórnmálamenn leysa frá skjóðunni um spillingu í íslensku samfélagi með þeim hætti að alþýða manna verður orðlaus. Mun þá margur kveinka sér undan sannleikanum og telja sig svikinn í tryggðum af forn- um félögum. Svipaða athygli vekur vitnisburður frá bankamönnum fyrir dómi þegar þeir segja umbúðalaust frá því hvernig kaupin gerast á ís- lenskri eyri. Sjálfstæðisflokkurinn n Eftir harða aðsókn að formanni Sjálfstæð- isflokksins í Kragan- um er ljóst að hann nýtur ekki óskoraðs fylgis innan flokks- ins. Síðan bætast við þau skýru skila- boð sem felast í sterkri stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að ekki sé minnst á hinn óþægilega mála- rekstur vegna Vafn- ingsmálsins. n Þótt ekkert eitt þessara atriða geri Bjarna Benedikts- son óhæfan til þess að leiða flokk- inn í komandi kosningabaráttu þá fer sem forðum að margt smátt ger- ir eitt stórt. Í janúar á nýju ári til- kynnir Bjarni flokksmönnum sín- um að hann hyggist draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi og muni ekki sækjast eftir formennsku í flokknum á komandi landsfundi. Hann ger- ir þetta eftir að ljóst verður að eftir hrun Engeyjarveldisins á það ekki þau ítök innan flokksins sem það áður hafði. Stuðningsmenn hans í innsta kjarna flokksins reynast þannig færri en hann hélt. Í kjöl- far þessarar yfirlýsingar verður Hanna Birna kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins fyrst kvenna með langvinnu lófataki fundar- manna sem rísa úr sætum við þessi sögulegu umskipti. Við þessa breytingu vex flokknum mjög mikið ásmegin og kosningabaráttan snýst að miklu leyti um Hönnu Birnu og áherslur hennar í stjórnmálum. Andstæðingar trompast n Við þessi vatnaskil í febrúar ganga margir and- stæðingar Sjálf- stæðisflokks- ins algerlega af göflunum. Með þessu gengur versta martröð þeirra eft- ir. Nokkrir liðsmenn á vinstri væng stjórnmálanna ganga svo langt í árásum á Hönnu Birnu að fram- ferði þeirra fer í bága við almennt velsæmi og vekur hneykslun og reiði. Völvan sér Svan Kristjánsson prófessor eldrauðan af reiði á sjón- varpsskjánum í miklum ham. Stærsti sigur flokksins í sögunni n Í kjölfar áður nefndra breytinga vinnur Sjálfstæð- isflokkurinn stærsta sigur í sögu flokksins og fær 42 prósent at- kvæða í kosningum til Alþingis í vor. Hanna Birna er óskor- aður sigurvegari og verður forsætis- ráðherra í nýrri ríkisstjórn. n Andstæðingar gamla tímans í Sjálfstæðisflokkn- um láta auk þess kné fylgja kviði í kosningunum og gríðarlega víð- tækar útstrikan- ir í Reykjavík beinast sérstaklega gegn Illuga Gunnarssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Hvor- ugur þeirra missir þó þingsæti sitt í kjölfarið en staða þeirra verð- ur veik og hvorugur þeirra kemur til greina sem ráðherra. Vilhjálmur Bjarnason vekur óskipta athygli sjón- varpsáhorfenda með sérkennilegri framgöngu í kosningabaráttunni. Andstæðingar Sjálfstæðismanna nýta sér reynsluleysi Vilhjálms og koma honum frekar auðveldlega úr jafnvægi í beinni útsendingu. Villi verður því fljótlega múlbundinn og settur til hlés. n Það vekur mikla athygli þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að ganga til samstarfs við Bjarta framtíð að loknum kosningum og tveir helstu for- ustumenn flokksins, þeir Róbert Marshall og Guðmundur Stein- grímsson verða báðir ráðherrar í rík- isstjórn Hönnu Birnu. Samfylking n Samfylkingin baslar áfram í kosn- ingabaráttu vorsins undir leiðsögn hins nýja formanns Guðbjarts Hann- essonar sem hlýt- ur nokkuð nauma kosningu til for- manns á landsfundi flokksins. Í harðri bar- áttu koma kostir og gallar hins nýja formanns vel í ljós en það sem hann kann að skorta í glæsibrag og arn- súg bætir hann upp með dugnaði og seiglu. Þegar talið er upp úr kössunum verður niðurstaðan sú að Samfylk- ingin hafi unnið varnarsigur en flokk- urinn fær 21 prósent atkvæða. Það þýðir á mannamáli að tapið er ekki eins stórt og búast hefði mátt við. Margir verða til þess að telja að flokkurinn hafi þokast aftur nær miðjunni frá hægri undir stjórn Guðbjarts og þeirra áherslna sem hann leggur á hin fornu gildi flokks- ins sem hófsams jafnaðarmanna- flokks. n Einstakir þingmenn flokksins verða fyr- ir skráveifum. Völvan sér Ólínu Þorvarðardóttur í snörpum stormi rétt fyrir kosningar. Margir telja að hún fjúki um koll en Ólína er harðari af sér en margir halda og snýr vörn í sókn og nær góðri kosningu. n Sigmundur Ernir er langt frá því að ná kosningu og völv- an sér hann nokkuð sneyptan en óbug- aðan að kosningum loknum. n Oddný Harðardóttir þykir standa sig vel í erfiðri baráttu og völvan sér hana stefna til frekari met- orða í flokknum. n Eftir kosningar verður ljóst að Sam- fylking verður í stjórnar- andstöðu næsta kjörtímabil. n Þótt Jóhanna Sigurðardóttir sé hætt afskiptum af stjórnmálum sér völvan pólitískt ófriðarbál blossa upp vegna arfleifðar hennar á árinu. Jóhanna stígur fram og reynir að hafa áhrif á umræðuna en megnar ekki að slökkva eldinn. Árni stingur af n Árni Páll Árnason tapar naumlega fyrir Guðbjarti í kosn- ingu til formanns flokksins. Fljótlega eftir að úrslitin liggja fyrir tilkynnir Árni Páll að hann sé hættur þátttöku í stjórn- Stjórnmálin Framhald á næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.