Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Qupperneq 42
6 Völvuspá 2013 28. desember 2012 Áramótablað Sönn íslensk sakamál Stjörnur sem skína n Völvan sér annríki hjá lögreglu­ mönnum á nýju ári. Í skuggsjánni sér völvan ungan mann leiddan í járnum í fangelsi eftir að hafa orðið konu að bana. Málið vekur nokkra athygli vegna þess að fórnarlambið er þekkt persóna. n Stór fíkniefnamál koma upp á nýju ári og vopnuð rán færast í vöxt. Völvan sér stórt mál af því tagi í fréttum þar sem ráðist er inn á heimili efnafólks og það þvingað til að láta af hendi verðmæti og lykilorð. n Fíkniefnasmygl verður að vanda á dagskrá og fátt nýtt á þeim vettvangi fyrir utan meðalstórt mál af því tagi sem kemur í fréttir á vordögum. Þekktir Íslendingar tengjast málinu fljótlega sem einhvers konar þátttak­ endur og völvan sér mikla umfjöllun sem stöðvast svo skyndilega þegar í ljós kemur að falsvitni er borið á menn. Orð gegn orði n Völvan sér harða umræðu um nauðgunarmál á nýju ári. Mál sem verið hefur í kastljósi fjölmiðla á ár­ inu sem er að líða fær framhaldslíf með óvæntum hætti á opinberum vettvangi án þess að það fari fyrir dómstóla aðra en dómstól götunnar. Aðal­ persóna málsins fær ekki þá upp­ reisn æru sem hann hefur sóst eftir og hverfur úr sviðsljósinu á nýju ári og sinnir öðrum verkefnum. Konur gegn körlum n Sú femíníska umræða sem verið hefur mjög áberandi í fjölmiðl­ um á árinu sem er að líða heldur áfram af jafnvel meiri hörku en áður. Andstæðar fylkingar verða stöðugt skýrari og meðalhófið lætur undan síga fyrir öfgum á báða bóga. n Völvan sér sérlega harðvítuga snerru tiltölulega snemma á árinu þegar Hildur Lilliendahl Viggósdótt­ ir kemst enn einu sinni í fréttir fyr­ ir afgerandi baráttuaðferðir sínar. Hildur sætir harðri gagnrýni en verst með kjafti og klóm og stendur eftir með pálmann í höndunum. Völvan sér hana njóta vaxandi viðurkenn­ ingar og aðdáunar á erlendum vett­ vangi fyrir einarða afstöðu sína. Frægum rit- höfundum fjölgar n Völvan sér fjölga í hópi þeirra íslensku rithöfunda sem geta talist frægir eða rómaðir í útlöndum. Auður Ava Ólafsdóttir fær loks þá viðurkenn­ ingu innanlands sem hún á skilið en á nýju ári seljast bækur hennar í stærra upplagi erlendis en nokkru sinni. Henni er hampað mjög sem „uppgötvun ársins“ í erlendum bók­ menntatímaritum. Stefán Máni fær góðar sölur erlendis og frægð hans vex svo hratt að hann verður kallað­ ur hinn nýi Arnaldur. Konungurinn sjálfur Arnaldur Indriðason heldur sínum sessi sem metsöluhöfund­ ur Íslands númer eitt og völvan sér hann taka við viðurkenningum er­ lendis. Völvan sér Hallgrím Helga­ son í sterku sviðsljósi er­ lendra fjöl­ miðla þegar bók eftir hann nær metsölu á Amazon. n Sókn íslenskra rithöfunda í sviðs­ ljós erlendis og verðskulduð viður­ kenning setur svip á nýja árið í bókaútgáfu en innanlands er fátt í fréttum af umtöluðum bókum. Völv­ an sér tvö útgáfufyrirtæki sem nokk­ uð hafa látið að sér kveða undanfar­ in ár berjast við erfiða fjárhagsstöðu en að lokum sameinast þau og standa af sér hugsanlegt gjaldþrot. Ísland sem leikmynd n Ekkert lát verð­ ur á heimsókn­ um erlendra kvikmyndagerðar­ manna til Íslands og Ísland verður kallað vinsælasta leik­ mynd heims í erlendum tímaritum. Ekki vekja þessar heimsóknir alltaf jafn mikla kæti heimamanna en eftir því sem þessum heimsóknum fjölgar minnkar þolinmæði manna gagnvart því hvernig náttúruperlum er lokað eftir duttlungum stórstjarna og starfsemin veldur truflunum í ferðaþjónustu. Völvan sér ryskingar og átök milli íslenskra bílstjóra og öryggisvarða á tökustað kvikmynd­ ar vegna aksturs innan bannsvæðis. n Frægar stjörn­ ur heimsækja Ísland eins og áður og völv­ an sér Arnold Schwarzenegger meðal annars við tökur á Íslandi og vek­ ur koma austurísku eikarinnar mikla athygli. Völvan sér Viggo Mortensen í skuggsjá sinni í fréttum þegar upp­ lýst er að hann er enn meiri Íslands­ vinur en áður var vitað en Morten­ sen kemur til Íslands að heimsækja afkvæmi sitt á árinu. n Völvan sér frægðarglampa skína yfir nokkrum íslenskum tónlist­ armönnum en dofna yfir öðrum. Mugison heldur áfram að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar og völvan sér hann halda risavaxna tónleika á nýju ári þar sem ekkert lát er á aðsókn. Rödd hans mun heyrast á erlendum vettvangi og vekja meiri athygli en áður. n Kristján Jóhanns­ son óperusöngvari á gott ár í vænd­ um því völvan sér hann heilla þjóð sína á ný með söng og hispurs­ lausri framkomu. Þetta verður kallað óvænt „comeback“ ársins. n Völvan sér einnig Sigríði Thorlacíus hasla sér völl sem eina vinsælustu söngkona Íslands og í skuggsjánni sést fyrirsögnin „Ellý Vilhjálms okkar tíma“. n Völvan sér Bubba Morthens í deil­ um á opinberum vettvangi vegna einhverra mála sem tengjast Jó­ hannesi Jónssyni í Iceland. Afstaða Bubba er umdeild en völvan sér ekki betur en að í kjölfarið fylgi vin­ slit þeirra tveggja. Leikhúsin takast á n Samkeppni milli stóru leikhúsanna tveggja harðnar enn á nýja ár­ inu. Völvan sér hvern sigur­ inn reka annan í Borgarleikhúsinu undir stjórn sölu­ mannsins vaska Magnúsar Geirs Þórðarsonar meðan yfir musterinu við Hverfisgötu hvílir skuggi. Þjóð­ leikhúsið er gagnrýnt fyrir óskyn­ samlega meðferð fjármuna á niður­ skurðartímum og vaxandi gagnrýni heyrist á sitjandi Þjóðleikhússtjóra. Völvan sér einhver einkennileg eft­ irmál vegna jólasýningar Þjóðleik­ hússins 2012 sem tengjast leikstjór­ anum ástralska og fjárhagslegu uppgjöri við hann. n Völvan sér Tinnu Gunnlaugsdóttur í harðri orrahríð á vormánuðum vegna deilna sem virðast tengjast sýn­ ingarrétti eða höf­ undarrétti með ein­ hverjum hætti. Leikarar fá tækifæri í Hollywood n Völvan sér íslenska leik­ ara taka þátt í stórum verk­ efnum er­ lendis. Ekkert þeirra lítur þó dagsins ljós á nýju ári en verður talið staðfesta að ís­ lenskir leikarar séu á heimsmæli­ kvarða. Fremst í þessum flokki standa þeir Gísli Örn Garðarsson sem tekur að sér að leika illmenni eitt ógurlegt í erlendri stórmynd og svo Ólafur Darri Ólafsson sem fær tilboð um gott hlutverk í með­ alstórri mynd undir stjórn heimsfrægs og margverð­ launaðs leikstjóra. Hann flyt­ ur til Hollywood í kjölfarið og þjóðin bíður með önd í hálsi eftir útkomunni. Bankar sameinast n Völvan sér áframhaldandi átök vegna gengislána og útreikn­ inga á þeim á nýju ári. Að lokum verða bankarn­ ir neyddir til þess að endur­ reikna öll sín lán samkvæmt hinum ýmsu dómum. Í kjöl­ farið verður efna­ hagsreikningur þeirra nokkuð öðruvísi og veikari en áður. Í kjölfarið sameinast Landsbanki og Arionbanki í einni bankastofn­ un. Í framhaldinu tekur Höskuldur Ólafsson fyrrum bankastjóri Arion við starfi Birnu Einarsdóttur í Ís­ landsbanka. Hinn lánlausi Íbúðalánasjóður n Völvan sér Íbúða­ lánasjóð í gjör­ gæslu stjórn­ málamanna. Eftir endurút­ reikning gengislána kemur átakanlega í ljós að þeir sem voru gætnir og veigruðu sér við að taka hin umdeildu gengislán og skiptu frekar við Íbúðalánasjóð sitja eftir í mun verri stöðu en flestir aðrir hóp­ ar í samfélaginu. Völvan sér þennan hóp mynda þrýstihóp og ná fram endurbótum á stöðu sinni skömmu fyrir kosningar í umdeildri aðgerð ríkisstjórnar á síðustu metrunum. Í kjölfarið versnar staða hins lánlausa sjóðs enn frekar og hann verður stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Nú verða sagðar íþróttafréttir n Íslenska karlalandsliðið í hand­ bolta keppir á HM í handbolta á Spáni í janúar. Skemmst er frá því að segja að þetta verður ein mesta sneypuför íslenska landliðsins á erlenda grund því allir leik­ ir sem Ísland spilar tapast og völvan sér í skuggsjá sinni einn þeirra sem algera niðurlægingu. n Nýr landsliðsþjálfari Aron Krist­ jánsson verður skam­ maður eins og krakki af allri þjóðinni eftir að mótinu lýkur en hann verst fullum hálsi og í hita leiksins talar hann ógæti­ lega um meinta áfengisneyslu liðs­ manna í aðdraganda móts. Þá fyrst verður allt vitlaust. Völvan sér fjöl­ marga biðjast opinberlega afsök­ unar dagana á eftir ýmist á orðum sínum eða gerðum. Þrátt fyrir þetta eiga Íslendingar eina stjörnu sem skín skært á annars döpru móti og það er Aron Pálmarsson handbolta­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.