Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 46
Ánægður með broshrukkurnar 38 Viðtal 28. desember 2012 Áramótablað É g smakkaði einu sinni rjúpu sem var elduð á gamla mátann og fannst hún ekki góð,“ segir sjónvarpskokkurinn Jóhannes Felixson, einfaldlega þekktur sem Jói Fel. Þeir gerast varla meiri matgæðingar en Jói Fel, sem er lærð­ ur bakari, sjónvarpskokkur, mat­ reiðslubókahöfundur og atvinnu­ rekandi en Jói rekur fimm bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Rjúpnasósan er ágæt Jóhannes er ekki alinn upp við rjúp­ ur en eldar þær handa eiginkonunni á annan dag jóla. Á aðfangadag reið­ ir hann fram hamborgarhrygg þótt heimareykt sveitahangikjöt minni hann mest á æskujólin. „Konan elskar rjúpu og ég elda hana handa henni; á nýmóðins hátt. Ég hef spurt fólk, sem er vant rjúpu úr æsku, hvort því finnst hún virkilega góð. Svarið hefur verið á þá leið að sósan sé góð. Ég tek undir það, þessi sósa er ágæt en það er líka hægt að búa hana til þótt rjúpan sé eins lítið elduð og hægt er. Ég elda bara bringurnar en sýð svo beinin til að fá soðið í sósuna. Konan sættist á þá útgáfu. Það var meirihlutinn sem réð, það var ekkert öðruvísi. Það er ekki séns að ég fari að elda þessa 50 gramma bringu í rúma tvo tíma. Það er bara ekki hægt,“ segir Jóhannes og er mikið niðri fyrir. Á gamlárskvöld er Jói vanur að bjóða upp á villibráð sem hann skýt­ ur að sjálfsögðu sjálfur. „Ég fer alltaf í hreindýr, þegar ég fær leyfi, og skýt rjúpu, önd og gæs. Í ár verða það bringur af önd, sem ég er nýbúinn að skjóta, á gamlárskvöld. Ég vil sjálf­ ur elda hátíðarmatinn og ætli ég eldi ekki í svona 99 prósent allra tilvika. Konan er bara ánægð með það. Hún er þó aðeins farin að fá að prófa aftur. Hún stendur sig ágætlega í eldhús­ inu en ég er bara svo kröfuharður. Matur er mitt líf og yndi. Ég veit líka að hún myndi tuða í mér ef ég ætlaði að fara skúra gólfin heima.“ Týpísk íslensk fjölskylda Eiginkona Jóhannesar heitir Unnur Helga Gunnarsdóttir en þau hjónin eiga sameiginlega fjögur börn. Hún átti tvo stráka fyrir, annan tvítugan og hinn 18 ára, en hann 18 ára dóttur. Saman eiga þau svo tólf ára strák. Fjölskyldan eyðir áramótunum að jafnaði uppi í sumarbústað og það er undir hælinn lagt hvort þau eldri eru hjá þeim eða ekki. „Mér finnst voðalega gott að vera í sveitinni á þessum tíma; njóta lífsins í kyrrðinni og myrkrinu, elda góðan mat, sprengja sprengjur og bara hafa það gott. Við erum svo heppin að krakkarnir eru alltaf hjá okkur á að­ fangadag og þá er margt um mann­ inn. Svo fara stóru krakkarnir stund­ um til hinna foreldranna og þá fáum við pásu á meðan. Sem er líka gott,“ segir hann brosandi. Hann segir krökkunum koma vel saman enda hafi jafnaldrarnir alist upp saman frá fjögurra ára aldri. „Þetta er bara hin týpíska íslenska fjölskylda. Þau eru búin að alast upp sem systkin í 15 ár og kemur, sem betur fer, mjög vel saman.“ Bíður eftir afabarninu Jóhannes segist alltaf kunna að meta föðurhlutverkið betur og betur enda sé meiri tími til að njóta í dag en þegar börnin voru lítil. „Þetta var oft erfitt þegar maður vann langa vinnudaga. Síðustu árin hef ég gefið mér meiri tíma fyrir börnin. Við erum mikið bara heima fyrir að horfa á sjón­ varp og erum líka miklir tölvukarlar. Við höfum voðalega gaman af því að hanga í tölvunni saman. Yngsti strák­ urinn er líka í fótbolta og karate og ég fylgi honum í það.“ Þrátt fyrir að öll séu börnin að vaxa úr grasi segist hann ekki sakna þess að hafa lítil börn á heimilinu. „Næst verður það afabarnið, ég er farinn að bíða eftir því. Loksins er þetta orðið þægilegt, núna erum við farin að njóta lífsins. Við erum öll mikil jólabörn og okkur finnst aðventan sérstaklega skemmtileg. Þá skreytum við mikið og spilum jólatónlist.“ Heldur honum á jörðinni Jói Fel hefur verið bakari í tæp 30 ár og sinn eigin herra í 15 ár. Des­ ember er sérstakur álagsmánuður hjá bökurum líkt og hjá svo mörg­ um í samfélaginu en Jói kann að meta fyrirganginn sem fylgir. Þrátt fyrir að vera kominn með fimm bak­ arí starfar hann ennþá á gólfinu og elskar að vera hvítur upp fyrir haus af hveiti. „Mér finnst alltaf jafn gam­ an að mæta í vinnuna og þar sem ég er bakari vil ég vinna sem bak­ ari. Þótt við séum með yfir 70 manns í vinnu er aðeins ein manneskja á skrifstofunni og það er konan mín. Eina skiptið sem ég fer þangað inn er þegar hún þarf að tala við mig. Ég sest aldrei niður á skrifstofu og vinn þaðan,“ segir hann en bætir aðspurð­ ur við að planið hafi aldrei verið að opna svo mörg bakarí. „Ég held að maður ætli sér sjaldn­ ast að verða svona umsvifamikill en samfélagið býður ekki upp á að hafa færri búðir. Þú lifir ekki af einni búð. Annars er ég rosalega kappsamur og vil alltaf vera að. Ég er alltaf með hugmyndir í kollinum og ef ég fengi einn að ráða væri ég örugglega búinn að opna tíu bakarí. En sem betur fer dregur konan mig niður á jörðina.“ Þrátt fyrir atið segist hann ná að trappa sig niður þegar hátíðin hefst. „Það kemur með vananum. Ég er vanur því að það sé mikið að gera á þessum tíma enda þýða jólin vinnu hjá mér. En sem betur fer næ ég alltaf að slappa af þegar jólin koma. Ég passa mig líka að taka mér góð frí inn á milli. Fyrir bakara er það gott frí ef hann fær að sofa út einn morgun­ inn. En þetta er lífið og svona vil ég hafa þetta. Mér finnst skemmtilegast þegar mikið er að gera og ég er á kafi í hveiti að búa til tertur, smákökur og sörur.“ Sem mest af sykri og rjóma Þrátt fyrir að vera mikið matargat er Jói í þrumuformi. Leyndarmál hans er að passa hvað hann setur ofan í sig á hinum venjubundna degi en leyfa sér að njóta þegar mikið stendur til. „Á okkar heimili borðum við góð­ an og ferskan mat. Við búum allt til frá grunni. Við höfum tíma til þess vegna þess að þetta er alltaf eitthvað einfalt. Ég elda hollan mat, mikið fersk­ an fisk, pasta og kjúkling, og þegar maður er jafn vanur í eldhúsinu og ég þá hristir maður þetta bara fram úr erminni. Um hátíðir, þegar ég ætla að gera vel við mig og mína, nota ég hins vegar rjóma og sykur og sem mest af því. Mér finnst voða­ lega leiðinlegt þegar fólk sparar við sig á slíkum stundum,“ segir Jói sem er einnig duglegur að mæta í rækt­ ina. „Líkamsræktin er áhugamálið okkar Unnar. Við lifum og hrærumst í vinnunni og reynum svo að fara eins oft saman í ræktina og við getum. Í desember hef ég þó farið sjaldnar en vanalega en annars fer ég daglega.“ Líkamsræktaráhugi Jóa byrjaði snemma. „Ég held að ástæðan hafi mikið til verið sú að ég var alltaf mjög stór og sterkur. Það lá beinast við að fara í þetta. Ég var ekki nema 16–17 ára þegar ég byrjaði að lyfta og það af fullum krafti. Við erum í þessu öll fjölskyldan. Þrjú elstu lyfta og æfa mikið, bæði fótbolta og cross­ fit. Yngstri strákurinn er of ungur fyrir lyftingar en hann nálgast svarta beltið í karate.“ Steranotkun kemur ekki á óvart Hann segir hrikalegt að fylgjast með fréttum af steranotkun íslenskra ungmenna. „Ég verð að viðurkenna að mig grunaði að þetta væri svona algengt. Ég bæði sé þessa ungu menn í ræktinni og svo hafa krakk­ arnir sagt mér sögur af strákum úti í bæ sem eru að monta sig af þessu og eru ekkert að fela þetta. Pressan í samfélaginu er svo gríðarleg. Það verður allt að gerast strax í dag. Það er ekki hægt að gefa sér tíma í eitt eða neitt. Þessir ungu menn vita bara ekkert um hvað líkamsrækt snýst og ég held að þetta sé af sama meiði og fíkniefnanotkun; fólk hugsar ekkert fram í tímann. Þetta er afskaplega sorgleg þróun. Það er ýmist of eða van hjá okkur Íslendingum. Annaðhvort erum við feitasta þjóð í heimi eða sú sterkasta. Það þarf allt að vera svo mikið. Þessi meðalvegur er vandfarinn,“ segir hann og bætir við að það sé örugg­ lega erfitt að vera ung manneskja í dag. „Ég er alveg viss um það enda hef ég verið að ala upp börn og veit hvað þessi utanaðkomandi pressa varðandi útlit, fatnað, tæki og tól og allt það er gríðarleg. Við verðum bara að halda vel utan um unglingana okkar. Við Unnur gerum það og höld­ um þeim við hollan mat, æfingar og skóla. Við höfum verið mjög heppin.“ Alltaf jafn skotinn Jóhannes og Unnur eru samstíga hjón bæði í starfi og einkalífi. Hann segir að eftir því sem aldurinn fær­ ist yfir sé samveran þeim dýrmætari. „Bara að eyða tíma saman í ræktinni, heima eða uppi í bústað. Það er alltaf jafn notalegt.“ Aðspurður hvað það hafi verið við Unni sem hafi unnið hjarta hans hugsar hann sig um í smá stund en segir svo: „Mér fannst hún svo flott, svo mikil heimskona. Oft er líka sagt að maður leiti að konu sem minni mann á mömmu sína. Þegar við kynntumst fannst mér eins og ég væri kominn heim. Ég vissi að ég hefði fundið þá einu réttu. Ég er alltaf jafn skotinn í henni,“ segir hann brosandi. Foreldrar Jóa búa einnig á höfuð­ borgarsvæðinu og að hans sögn er sambandið gott í fjölskyldunni. „Mamma og pabbi eru eldhress. Auðvitað mætti alltaf vera meira samband en við reynum að heim­ sækja þau reglulega. Við höldum fast í allar hefðir og mætum alltaf í sveita­ hangikjötið til mömmu og pabba á jóladag. Það er alltaf jafn gott að fá mömmumat og stundum segir yngsti sonurinn að hún eldi betri mat en ég. Mamma eldar bara allt öðruvísi mat en ég. Hennar matur er þessi gamli góði mömmumatur. Á meðan ég vil hafa allt nýtískulegt og lítið eldað „Ég strengi alltaf sama áramótaheitið en það er að geta strengt það aftur á næsta ári. Jóhannes Felixson er orðinn 45 ára og hefur, að eigin sögn, hafið seinni hálfleikinn. Jói Fel ræðir um jólahefðir, vinnuna, ástina og föðurhlutverkið auk þess sem hann gefur lesendum girnilegar uppskriftir að kræsilegum hátíðarmat. „Oft er sagt að maður leiti að konu sem minni mann á mömmu sína Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Jólabarn Jói segir alla fjölskylduna sam- anstanda af jólabörnum og að aðventan sé í sérstöku uppáhaldi. mynd SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.