Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Qupperneq 47
Ánægður með broshrukkurnar Viðtal 39Áramótablað 28. desember 2012 vill gamla fólkið elda matinn vel og lengi. Mamma er ekkert sérstaklega hrifin af mínum mat en ég veit að hún er ánægð og stolt af því sem ég er að gera.“ Kreppan bítur Aðspurður segist Jóhannesi ekki lítast nógu vel á árið 2013. „Sem at- vinnurekandi er ég ekkert rosa- lega spenntur. Það er ekki hægt að sjá margt jákvætt framundan. Ekki nema það komi eitthvað gott út úr þessum kosningum. Það eina góða er að við komumst ekki mikið neð- ar,“ segir hann og bætir við að krepp- an hafi vissulega haft áhrif á rekstur hans. „Við fjölskyldan sluppum svo sem enda áttum við svo lítinn pen- ing og höfðum ekkert náð að fjár- festa. En að sjálfsögðu kom krepp- an við fyrirtækið okkar. Þar hafa öll lán hækkað sem og verð á hráefnum. Það er erfitt að reka fyrirtæki í dag. Ég held samt að við Íslendingar höf- um lært mikið af þessari kreppu og gerum okkur flestir grein fyrir því að tíminn fyrir kreppu var ekki góð- ur. Ég trúi ekki að nokkur maður vilji fara þangað aftur.“ Eins og barnsrass Jói Fel er 45 ára. Hann segist ánægð- ur með hækkandi aldur en viður- kennir að útlitið sé aðeins farið að láta á sjá. „Aldur breytir manni eingöngu að því leytinu að mað- ur þroskast, nýtur lífsins öðruvísi og gerir hlutina á annan hátt. Vissulega eru komnar hrukkur og annað sem ég viðurkenni að fór taugarnar á mér um tíma þegar ég leit í spegil, en í dag finnst mér bara fyndið að skoða gamlar myndir af mér. Ég leit út eins og barnsrass í framan á 15 ára göml- um myndum! Ég er bara ánægður með mig eins og ég er enda eru þetta aðallega broshrukkur. Ég er að nálgast fimmtugt og finn að ég kominn á seinni hálfleik. Hvert ár sem líður er bara plús. Það er guðsgjöf að fá að lifa árið af.“ Varðandi áramótaheit segist hann aðeins ætla að strengja eitt slíkt. „Ég strengi alltaf sama áramótaheitið en það er að geta strengt það aftur á næsta ári. Það er einfalt og gott. Þegar maður er kominn á þennan aldur og sér fólk í kringum sig veikj- ast og falla frá er það það besta sem maður getur gert; að óska sér næstu áramóta heill heilsu.“ n Ein stór fjölskylda Öll fjölskyldan er á kafi í einhvers konar líkamsrækt. Elstu börnin eru að lyfta eins og Jói og Unnur en sá yngsti æfir karate. Minnti á mömmu Jói segist hafa fundið þá einu réttu þegar hann hitti Unni. Hann hafi heillast af því hversu mikil heimskona hún væri. Humarsúpa n 1 kg humar í skel n Cayenne-pipar n 1 stk. laukur n 1 stk. gulrót n 1 stilkur sellerí n 3 stk. hvítlauksrif n 3 stk. lárviðarlauf n 10 stk. svört piparkorn n 1 l vatn n 1 l kjúklingasoð n Ca. 1 msk. humarkraftur n 1 msk. tómatpúrra n 2½ dl hvítvín n 1 stilkur steinselja n Salt n 4 dl rjómi Humarinn er tekinn úr skelinni og hreinsaður og tekinn til hlið- ar. Skeljarnar eru steiktar upp úr smjöri og olíu. Brúnið skelj- arnar vel og merjið í pottinum, kryddið skeljarnar með cayenne- pipar. Saxið svo niður lauk, gulrót og sellerí og setjið saman við og steikið áfram, merjið hvítlauk- inn og setjið saman við ásamt piparkornunum og steikið áfram. Setjið þá vatn, soð, kraftinn og vín saman við ásamt púrru, setj- ið steinseljuna í eftir ca. 1–2 tíma. Sjóðið við mjög vægan hita í ca. 2–5 tíma til að fá gott soð. Mjög gott er að gera soðið daginn áður og láta það standa yfir nótt með öllu í pottinum. Sigtið svo soðið og kremjið vel allan vökva úr skeljunum. Hitið soðið að suðu og setjið rjómann saman við og saltið lítil- lega. Látið suðuna koma upp og sjóðið í ca. 2 mínútur. Þykkið með smjörbollu sem er blanda af smjöri og hveiti til helminga. Setjið þá humarinn saman við og slökkvið á suðunni. Setjið súpuna í skálar og setjið eina matskeið af léttþeyttum rjóma yfir og stráið saxaðri steinselju yfir. Berið fram með góðu snittubrauði. Villibráðarfillet t.d. hreindýr eða hjartardýr Kjötið er brúnað á pönnu og kryddað með salti og pipar, nokkrar timjangreinar eru steikt- ar með. Kjötið er sett í eldfast mót og eldað við 180°C í ca. 12 mín- útur eða þar til kjarninn er kom- inn í ca. 55°C, látið kjötið standa í ca. 5–7 mínútur áður en það er skorið. Sósa n ½ skalottlaukur n Blandaðir sveppir n 1 dl rauðvín n 2 dl villibráðarsoð n 1dl rjómi n 1–2 tsk. gráðostur n 1 tsk. rifsberjasulta n Salt og pipar n 1 msk. smjör Nokkrir sveppir eru steiktir ásamt lauk á pönnunni sem kjötið var steikt á, 1 dl af rauðvíni er settur saman við og soðið niður um helming. Um það bil 2 dl villi- bráðarsoð er sett saman við, þá er rjóminn settur saman við. Kryddið með salti og pipar, setjið að síðustu sultu og gráðost saman við. Setjið svo smjör í sósuna og slökkvið undir. Borið fram með steiktum kartöflum Litlar pavlóvur n 4 stk. eggjahvítur n 250 gr sykur n 1 tsk. edik n ½ tsk. vanilla n ½ tsk. salt Allt er þeytt saman þar til blandan er vel stíf, marengsinn er settur á plötu með matskeið og bakaður við 100°C í ca. 45 mínútur og þá er ofninn látinn standa opinn í um það bil 1 klukkustund, eða þar til ofninn og marengsinn er orðin vel kaldur. Rjómakrem n 2 dl rjómi n 2 msk. flórsykur n 1 tsk. vanilludropar Léttþeytið rjómann og blandið flórsykri og vanillu saman við. Sósa n Um það bil 100 gr blönduð ber n 1 msk. sítrónudropar n 1 msk. sykur Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið, en passið að mauka ekki mikið. Setjið marengsinn à disk, setjið kremið yfir og skreytið með berj- um. Setjið sósuna í kringum marengsinn. Hátíðaruppskriftir Jóa Fel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.