Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 61
53Áramótablað 28. desember 2012
„Ég myrti 27“ fullyrti Norðmaðurinn Arnfinn Nesset. Um sumarið og haustið 1936 áttu sér
stað mörg óútskýrð dauðsföll á hjúkrunarheimili í Orkdal í Syðri-Þrændalögum í Noregi sem var undir stjórn
Arnfinns. Arnfinn viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fyrirkomið 27 vistmönnum, en dró játningarnar síðar til
baka. Hann hélt fram sakleysi sínu meðan réttarhöld yfir honum stóðu en var þegar upp var staðið dæmdur
fyrir 22 morð og fékk 21 árs dóm. Talið er að hann hafi jafnvel myrt allt að 138 manns.
n Ástfangin sem unglingar n Endurnýjuð ást varð öðru þeirra að bana
Barin til Bana
„Hnúarn-
ir voru eins
og hann hefði
lent í slag, skrám-
aðir, bólgnir og
fleiðraðir
Á
starsaga Roberts og Shirley
McGill fékk hörmulegan
endi í júlí 2009. Þann 14.
júlí fagnaði Robert 55 ára
afmæli sínu um borð í lúx-
ussnekkjunni Elation og með hon-
um í för var Shirley sem hafði fagn-
að sínu 55 ára afmæli sex dögum
fyrr. Robert og Shirley höfðu verið
par í menntaskóla áratugum fyrr
en síðan höfðu þau hvort haldið
sína leið. Áratugum síðar endur-
nýjuðu þau kynnin eftir að hafa
hnotið um hvort annað á sam-
skiptasíðu á internetinu og þenn-
an örlagaríka dag er Elation var á
leið frá Cabo San Lucas í Mexíkó á
heimleið til Bandaríkjanna heyrðu
farþegar mikil háreysti úr klefa
hjónanna.
Barin til bana
Skömmu síðar sáu aðrir farþegar er
nokkrir úr áhöfn skipsins – öryggis-
verðir og sjúkraliðar – komu aðvíf-
andi og fóru inn í klefa hjónanna.
Þar fannst Shirley liðið lík inni á
baðherbergi en eiginmann hennar
var hvergi að sjá.
En ekki leið á löngu þar til hann
fannst þar sem hann ráfaði um
á einu efri þilfaranna reykjandi
vindil. Robert var hnepptur í varð-
hald um borð og líki Shirley var
komið fyrir í líkgeymslu skipsins.
Skipstjóri Elation hafði síðan sam-
band við bandarísku alríkislög-
regluna, FBI.
Lífið er ráðgáta
Áður en alríkislögreglan kom um
borð fullyrti Robert að eiginkona
hans væri ekki heil heilsu og má
segja að hann hafi vitað það manna
best, enda nýbúinn að berja hana
til bana með berum hnefunum. En
síðar viðurkenndi hann að hann
hefði banað henni. Aðspurður um
ástæðuna sagði hann: „Ég veit það
ekki, lífið er ráðgáta.“
Reyndar rannsakar FBI sjaldan
morðmál sem varða það sem kall-
ast getur heimilisofbeldi en þar
sem Elation var statt á alþjóðlegri
siglingaleið var stofnuninni gert
viðvart um atvikið.
Þegar Robert var yfirheyrður var
hann stressaður mjög og „hnúarnir
voru eins og hann hefði lent í slag,
skrámaðir, bólgnir og fleiðraðir,“
sagði fulltrúi FBI, Keith Slotter.
Í San Diego var Robert McGill
leiddur frá borði í járnum og ákærð-
ur fyrir morð, en farþegaskipið hélt
áfram för sinni.
„Þau þjást núna“
Við vitnaleiðslur þráttaði Robert við
verjanda sinn því hann vildi fá að
lesa yfirlýsingu, en fjölskyldumeð-
limir sátu snöktandi í dómsalnum.
„Þau þjást núna. Mér finnst það
slæmt. Ég tel að þau þjáist og þarfn-
ist að heyra frá mér,“ sagði hann.
Hvað hann átti við lá ekki ljóst
fyrir og ekki urðu næstu orð hans til
að skýra það frekar: „Það mun bæta
fjárhagslegum byrðum ofan á sárs-
aukann og hryllinginn sem ég hef
valdið þessari fjölskyldu.
Hvað sem því líður þá samdi
Robert við ákæruvaldið, enda stóð
hann frammi fyrir því að fá lífstíðar-
dóm sem afplánast skyldi í alríkis-
fangelsi án möguleika á reynslu-
lausn. Tveimur árum, nákvæmlega,
eftir að hann myrti eiginkonu sína
játaði hann sig sekan um mann-
dráp.
Hvað olli því að hann barði eig-
inkonu sína og æskuást til bana er
ekkert vitað. n
Leiddur frá borði
Robert sagði í
kjölfar morðsins að
eiginkona hans væri
ekki við góða heilsu.
Á góðri stundu Robert og Shirley höfðu verið saman á menntaskólaárum sínum.