Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 62
54 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað L íklega eru fá fyrirbæri í seinni tíð íslenskari en Menn- ingarnótt. Vanir listamenn jafnt sem viðvaningar undir- búa sig allt árið og spretta síðan allir upp í einu á þessu listaflóði síð- sumarsins þar sem enginn veit hvað hann á að skoða og óhjákvæmilega endar þetta með allsherjarfylleríi og flugeldasýningu. Flest gleymist fljótt og oftast er það flugeldasýningin sem er rædd í þynnkunni daginn eftir, en í þetta sinn átti sér stað heimsviðburð- ur á Menningarnótt. Á meðan Eyjapeyjar punguðu út stórfé til að fá Boyzone-gaurinn til að syngja lagið úr Notting Hill á þjóð- hátíð og Árni Johnsen skopaðist á mbl.is í auglýsingaskyni fyrir Vífil- fell, styrkti Reykjavík sig í sessi sem menningarhöfuðborg jafnt sem eig- inleg höfuðborg landsins. Við feng- um jú stórstjörnuna Russell Crowe til að syngja fyrir okkur. Og það óum- beðinn. Stjörnur um hábjartan dag Hvað um það þó að Crowe sé í raun þekktur fyrir allt annað en að syngja. Ég er af þeirri kynslóð sem man enn eftir því þegar Tíminn birti stórfrétt um að Sylvester Stallone væri á leið til landsins, og lá Tímanum svo á að segja frá að hann athugaði ekki hvort þetta væri eingöngu yfirskyn til að beina athyglinni frá því að íslensk- um börnum yrði smyglað úr landi í miðri forræðisdeilu, sem reyndist og vera raunin. Tækifærið til að sjá vöðvastælta Hollywood-stjörnu um hábjartan dag er ekki eitthvað sem maður lætur sér svo glatt úr greip- um ganga. Burtséð frá því hvort hann kann að syngja eða ekki. Áður en að flóðinu kemur Miklar sögur höfðu þegar borist af því þegar Crowe dúkkaði upp í æf- ingasal Mjölnis og þótti bera sig karl- mannlega að. Ef til vill var það svona sem sögurnar af Gretti Ásmundar- syni byrjuðu, löngu áður en þær voru festar á skinn. Crowe var þó ekki hér staddur til þess að leika Gretti í vænt- anlegri bíómynd (því miður), efni- viðurinn er ekki sóttur í Íslendinga- sögurnar heldur í helgisögur annars ættbálks og fer hann með hlutverk sjálfs Nóa í flóðinu mikla. Og líklega er ekki seinna vænna að fara að festa söguna á filmu, þar sem allt stefn- ir í að Grænlandsjökull muni bráðna og mestallt mannkyn drukkna eina ferðina enn áður en öldin er liðin, hvort sem það er vegna guðlegrar íhlutunar eða eigin heimsku. Kyntákn kynslóðanna En við skulum, í bili, einbeita okkur að gleðilegri tíðindum. Í þetta sinn var heimsókn Hollywood-vöðvafjalls- ins ekki misskilningur ættaður úr flokksblaði framsóknarmanna, held- ur þóttu öruggar heimildir fyrir því að Crowe væri kominn til landsins. Mik- ill stjörnufans fylgdi honum, Jennifer Connelly sem fyrst allra kvenna kom minni kynslóð karlmanna til þegar hún álpaðist um völundarhús 15 ára gömul á flótta undan David Bowie fyrir næstum 30 árum, og Emma Watson sem líklegast hafði sömu áhrif á aðra kynslóð drengja þegar hún sást hjálpa Harry Potter að ráða niðurlög- um enska sjúklingsins. Stiller og Cruise Stjörnur hafa sést svo víða á Íslandi á björtum sumarnóttum í ár að varla telst til stórtíðinda lengur, en á með- an Tom Cruise deildi við fyrrverandi eiginkonu sína símleiðis úr hlíðunum utan við Akureyri og fór í taugarnar á norðlenskum bændum, og Ben Stiller varð hvers manns hugljúfi á Austfjörð- um fengu Reykjavíkingar nú, sér að endurgjaldslausu og án þess að þurfa að loka miðbænum þegar honum datt í hug að fara að versla, að berja sjálfan Russell Crowe augum. Stjarna með grátt skegg Það reyndist rétt sem sagt hafði verið frá í útvarpsfréttum. Í portinu á bak við stað sem heitir Bar 11 en er ekki leng- ur á Laugavegi 11 heldur á Hverfis- götu 18 steig Russell Crowe á svið ásamt vini sínum sem enginn man nafnið á, en var þó ekki ósvipaður í útliti. Í raun var enginn leið að segja til um hvor þeirra væri Hollywood- stjarnan, Crowe var vissulega stæltur eins og fréttir höfðu sagt til um en kvikmyndaandlitið hulið síðu, gráu skeggi. Í raun leit hann helst út eins og aldraður mótorhjólagaur, líklega er það einmitt svona sem nýnasistinn úr Romper Stomper, myndinni sem færði honum heimsfrægð, myndi líta út 20 árum síðar. Útihátíð í 101 Crowe er, eins og flest frægt fólk, mun smávaxnari í raunveruleikanum en hann lítur út fyrir að vera á breiðtjaldi. Í kvikmyndinni LA Confidential lék hann lögregluþjón sem átti að vera hávaxnari en aðrir, og til að koma sér inn í hlutverkið leigði hann sér pínu- litla íbúð svo honum fyndist hann vera risi. Sviðið bætir ávallt nokkrum sentí- metrum við jafnvel minnstu menn, og hinn meðalhái Crowe tók sig ágætlega út bak við míkrófóninn. Leikar gátu hafist og íslenskir menningarunnend- ur lyftu glösum á loft eins og þeir væru staddir, tja, á útihátíð í Eyjum. En hvar er Connelly? Það var ekki fyrr en komið var fram í þriðja lag að það rann upp fyrir fólki að þó allir kannist við Russell Crowe getur enginn nefnt lag með hon- um. Hann er jú, þrátt fyrir allt, þekkt- ur fyrir annað. Eitthvað virtist áhorf- endur ókyrrast við þessa uppgötvun. Þegar búið var að berja hann augum var eins og enginn vissi hvað ætti til bragðs að taka. Flutningur Crowe á lítt þekktu en annars ágætu Springsteen- lagi, þar sem gítarleikari hans reyndi að fá fólk til að syngja með, mætti litl- um skilningi. „Nema Jennifer Conn- elly birtist hér á sviði,“ var eins og fólk væri að segja, „er ég farinn.“ Pönkast á Kárahnjúkavirkjun Connelly lét ekki sjá sig, en þess í stað birtist kona sem eitt sinn hafði mikil áhrif á unglingsstráka, en átti það til að rugla þá í ríminu. Þegar Patti Smith birtist framan á sinni fyrstu plötu árið 1975 þótti hún helst til karlmann- leg að sjá, horfandi hrokafull nið- ur á myndavélina klædd í gallabuxur og skyrtu með jakkann hangandi yfir öxlina. Patti hafði sín áhrif á pönkið jafnt sem jafnréttisbaráttuna og var reyndar fyrsti tónlistarmaðurinn til að semja lag gegn Kárahnjúkavirkjun, sem hún flutti á stórkostlegum tón- leikum á NASA árið 2005. Betri en flugeldasýning Hennar þekktasta lag er þó Because the Night, sem hún samdi ásamt áð- urnefndum Springsteen, og ekki var annað að sjá en það lifnaði talsvert yfir áhorfendum þegar það var flutt. Hér er jú kominn stjarna sem gerir það sem hún gerir best og gerir betur en flestir. Því miður fengum við ekki að heyra meira frá Patti í bili, Crowe tók aftur við og flutti lag eftir Johnny Cash, og var kominn með salinn á sitt band. Tónleikunum lauk, það leið að flugeldasýningunni sem aldrei þessu vant yrði ekki það sem fólk talaði um í þynnkunni daginn eftir. n valurgunnars@gmail.com n Patti Smith og Russell Crowe gerðu allt vitlaust á Menningarnótt n Ben Stiller féll vel í kramið n Tom Cruise tók á taugarnar n Jennifer Connelly var heimilisleg á Nesinu Stjörnufans á Fróni árið 2012 Russell og Patti á sviði Í raun leit hann helst út eins og aldraður mótorhjólagaur, líklega er það einmitt svona sem nýnasistinn úr Romper Stomper, myndinni sem færði honum heimsfrægð, myndi líta út 20 árum síðar. Ljúfurinn hann Ben Stiller Varð hvers manns hugljúfi á Aust- fjörðum á meðan Tom Cruise fór í taugarnar á norðlenskum bændum. Hrun Tom Cruise á Íslandi Tom Cruise deildi við fyrrverandi eiginkonu sína símleiðis úr hlíðunum utan við Akureyri og fann sinn botn í lífinu hér á Íslandi. Stórleikkona í sundlaugar- rennibraut Mikill stjörnufans fylgdi Crowe, þeirra á meðal Jennifer Connelly. Jennifer bjó á Seltjarnarnesi þar sem hún hélt upp á afmæli sonar síns og fór í sund í Neslauginni þar sem hún skellti sér í rennibrautina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.