Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 64
56 Lífsstíll 28. desember 2012 Áramótablað
Þau standa við
áramótaheitin
A
tli Fannar
Bjarka son, fram
kvæmda stjóri Bjartrar
fram tíðar, segist yfirleitt
ekki strengja nýársheit en hann
gerði það þó í fyrra þegar hann
hét sjálfum sér því að hreyfa
sig meira. Hann segist aðeins
hafa verið farinn að hreyfa sig
meira en vanalega þegar hann
strengdi nýársheitið í fyrra en
hann ákvað að prófa að setja sér
takmark og gá hvort hann gæti
staðið við það.
„Ég þurfti að ögra sjálfum mér
á einhvern hátt og það var ágætt
að miða við áramót til að sjá
hvernig hafi gengið. Það var til
að gera þetta markvissara og það
gekk fullkomlega eftir.“
Hann segist hafa fengið
óslökkvandi áhuga á að hreyfa
sig og byrjaði að fara í Mjölni.
Hann æfði fjórum sinnum í viku
og segir að hollara mataræði hafi
fylgt í kjölfarið.
„Ég var mikill sófakarl áður;
ég er það reyndar ennþá en núna
hef ég betri afsökun til að liggja í
sófanum af því að ég er í alvöru
þreyttur en ekki bara latur.
Ég hugsa að ég strengi næst
nýársheit um að halda þessu
áfram og ganga lengra í þessum
málum. Ég var með eitt undir
takmark í fyrra en það var að ná
þeim styrk og sprengikrafti að
geta troðið í körfu í löglegri hæð.
Ég sé ekki fram á að ná því á
þessu ári en ég ætla að reyna að
ná því í staðinn á næsta ári. Ég er
búinn að segja allt of mörgum frá
því takmarki og er eiginlega að
bugast undan pressunni en þetta
er æskudraumur sem ég hyggst
láta rætast á nýju ári. Ég hef tólf
mánuði, hversu erfitt getur þetta
verið?“
Vill geta troðið í körfu
Atli Fannar Bjarkason
„Ég hef tólf
mánuði,
hversu erfitt
getur þetta verið?
Þ
óra Arnórsdóttir frétta
maður segist oft setja niður
nokkur markmið í byrjun
hvers árs. „Þótt áramót séu
í rauninni bara til í huga okk
ar mannanna, tilbúin tímamót,
þá eru þau tilvalin til að fara yfir
það sem hefur verið gert vel og
það sem betur má fara. Ég krota
þetta í dagbókina sem ég held fyr
ir krakkana, þau geta svo farið yfir
það einhvern tímann eftir minn
dag hvernig gekk að uppfylla
markmiðin.“
Þóra segir að hingað til hafi
það gengið ljómandi vel að fara
eftir nýársheitunum. „Nema hinu
árlega heiti um að koma skikki á
fjölskyldumyndirnar, prenta út
og setja í albúm með skipulegum
hætti. Þau mál eru enn í ólestri
þrátt fyrir margendurtekin nýárs
heiti þar um.“ Hún segir að yfirleitt
sé um persónuleg markmið að
ræða og tekur fram að óþarfi sé að
spenna bogann of hátt. „Maður á
að setja sér hófleg markmið af því
að þá er auðveldara að ná þeim og
því fylgir alltaf góð tilfinning.“
Heitin verða þó ekki mörg í ár.
„Ég held að ég strengi aðeins tvö
nýársheit að þessu sinni. Það er
annars vegar að fara til Katar og
heimsækja þau Kristínu Soffíu og
Ólaf Stefánsson handboltakappa
sem er að fara að spila með þar
lendu handboltaliði. Við Kristín
erum gamlar vinkonur úr hand
boltanum og við erum fleiri úr
þeim hópi sem ætlum ekki að láta
þetta tækifæri okkur úr greip
um ganga. Við klúðruðum því að
heimsækja þau til Spánar en nú
mun ekkert stöðva okkur.“
Hitt lýtur að íþróttaiðkun: „Ég
ætla að strengja sameiginlegt heit
með badmintonmakkernum mín
um, henni Auði Árnadóttur. Við
ætlum að kafsigla eiginmenn okk
ar á vellinum á nýju ári.“
Þóra Arnórsdóttir
„Við ætlum
að kafsigla
eiginmenn okkar á
vellinum á nýju ári.
m
y
n
d
ir
s
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i
Fer í ferð til Katar
Hætti að borða
franskar
Rakel Garðarsdóttir ákvað um síð
ustu áramót að hætta að borða
franskar kartöflur. „Ég stóð við
áramótaheitið og hef ekki fengið
mér eina einustu franska kartöflu
á árinu,“ segir Rakel við DV. „Ég er
að hugsa mig um þessa dagana,
hvaða heit ég geti tekist á við á
nýju ári. Það verður að vera eitt
hvað álíka viðráðanlegt!“
Langþráður
draumur
rættist
Jón Gunnar Geirdal stóð við sitt
áramótaheit frá síðasta ári sem
var að fara út í langþráðan rekstur.
„Ysland átti að verða að veruleika
á árinu sem það og varð,“ segir Jón
Gunnar en á vegum fyrirtækis
ins hefur hann sinnt fjölda stórra
viðburða á árinu. Fyrir næsta ár
setur hann sér það einfalda mark
mið að halda áfram að vinna við
það sem hann elskar. „Sem er að
vinna með skemmtilegu fólki að
skemmtilegum verkefnum!“
Stóð við heitið
í fyrsta sinn
Gunnhildur Arna Gunnarsdótt
ir, upplýsingafulltrúi Símans, stóð
við sitt áramótaheit og var það í
fyrsta sinn. „Fyrir árið 2012 ákvað
ég að hætta að drekka svartan,
göróttan sætuefnagosdrykk. Ég
drakk hann í lítravís; svona rúman
lítra á dag. Það tókst. Ég hef ekki
oft strengt áramótaheit, hvað þá
staðið við þau. Þetta er það fyrsta
og ég er stolt af mér, svo stolt
reyndar að ég ætla að strengja
annað heit fyrir nýja árið. Nú ætla
ég ekki að drekka fleiri en einn
koffínkaffibolla á dag og snúa mér
að koffínlausu kaffi þar fyrir utan –
já, eða bara sleppa því.“