Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 66

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 66
G erviaugnhár, glans og glimmer, flest er leyfilegt í nýárspartíinu en gleymið ekki glæsileikanum. Stund­ um er best að hafa uppá­ tækin einföld. Partíförðun Skyggðu augun eins og Natasha Poly Það er hefðbundið að skyggja aug­ un á dramatískan máta í myrkrinu. Gerðu förðunina enn hátíðlegri með því að móta skuggana í sterk form. Þú getur notað límband við verkið. Partíhárið Rúllaðu upp hárinu eins og Keira Knightley Ef þú ert í fallegum einföldum kjól þá skaltu íhuga að rúlla hár­ inu upp, ekki hafa rúllurnar of stífar. Þetta er glæsileg og einföld greiðsla. Partíförðun „Kisuaugu“ að hætti Angelu Sarafyan Falleg augnlína í anda sjötta ára­ tugarins með smá framtíðar­ snúningi er óbrigðul. „Kisuaugu“, kallast förðun sem þessi. Það er vandasamt en vinnan er þess virði. Notaðu fljótandi farða og hafðu línuna þunna og nálægt augnhár­ unum. Vandaðu þig svo við að ná þykkt í augnlínuna frá miðju. Partíförðun Settu upp augn- hár að hætti Jessicu Alba Jessica Alba notar afar fínleg augn­ hár sem virka alls ekki of íþyngj­ andi. Það skiptir máli að það sé þægilegt að bera augnhárin allt kvöldið. Hjá MAC er afar gott og fjölbreytt úrval af gerviaugnhárum sem eru auðveld í uppsetningu. Þeir sem hugsanlega vilja ganga alla leið í glæsileikanum geta keypt sér skrautleg augnhár. Hjá Shuem­ ara hafa löngum fengist sérlega skemmtileg gerviaugnhár sem gaman er að. 58 Lífsstíll 28. desember 2012 Áramótablað Einfalt og frumlegt n Glæsileg í nýárspartí Falleg og fín Hin íðilfagra Jessica Alba kann sannarlega að hafa sig til. Furðulegasta förðunin 2012: n Blár varalitur Fyrirsætur á tískuviku í Madrid báru þennan varalit í bláum tón og fengu um leið yfirbragð lifandi dauðra. n Falda perlan Á sýningu Digeo Binetti voru fyr­ irsæturnar með afar óhefðbundna naglasnyrtingu. Gestum fannst jafnvel sársaukafullt að horfa á neglurnar en snyrtingin var kölluð „falda perlan.“ n Aðeins of mikið! Þessi förðun vakti mikla athygli á tískuvikunni í París á árinu. Hárið þótti einnig minna á slysalega hár­ greiðslu Cameron Diaz í myndinni There‘s Something About Mary.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.