Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 69
Annáll 61Áramótablað 28. desember 2012 Vettel varði titilinn F ormúlukappinn Sebastian Vettel varð heimsmeistari í Formúlu 1 þriðja árið í röð. Þar með varð hann yngsti þrefaldi heimsmeistari formúlunnar frá upp- hafi, en Þjóðverjinn er aðeins 25 ára. Minnstu munaði að titillinn rynni úr Vettel úr greipum en hann byrjaði skelfilega og féll niður í neðsta sætið fljótlega. Hann náði að vinna sig upp og skilaði sér í mark í sjötta sæti sem dugði honum til að landa titlinum. Skin og Skúrir í heimi íþróttanna n Vonbrigði hjá handboltalandsliðinu n Íslendingur vann Ólympíugull n Stelpurnar komust á EM n Tryggvi og Lionel Messi slógu markamet Spánverjar settu met S pænska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sess meðal bestu landsliða sögunnar með sannfærandi sigri á Evrópumótinu í Póllandi og Úkraínu í sumar. Spánverjar unnu þar með þriðja stórmótið í röð, en áður höfðu þeir unnið EM 2008 og HM í Suður-Afríku 2010. Spænska liðið er það fyrsta í sögunni sem vinnur það afrek og það fyrsta til að verja Evróputitilinn. Í úrslitaleiknum mættu Spánverjar Ítölum og lönduðu þægilegum og öruggum 4–0 sigri. Miðjumaðurinn snjalli, Andres Iniesta, var valinn leikmaður mótsins. Tryggvi sló markamet E yjamaðurinn öflugi Tryggvi Guðmundsson sló markametið í efstu deild karla þann 29. maí síðastliðinn í leik ÍBV og Stjörnunnar þegar hann skoraði sitt 127. mark. Fyrir leikinn deildi Tryggvi metinu með Inga Birni Albertssyni sem skoraði sitt 126. mark árið 1987. Tryggvi hélt svo áfram að bæta metið í sumar og mun líklega bæta það enn frekar næsta sum- ar. Hann hefur nú yfirgefið herbúðir ÍBV eftir stormasamt sumar og gengið í raðir Fylkismanna sem leika í efstu deild. Chelsea vann Meistaradeildina C helsea náði loksins að landa sigri í Meistaradeild Evrópu í vor þegar liðið lagði FC Bayern í mögnuðum úrslitaleik á heimavelli Bayern. Þar með lauk langri bið eigandans, Romans Abramovich, eftir sigri í þessari stærstu og bestu knattspyrnudeild heims. Flest benti til þess að Chelsea myndi tapa þegar Thomas Mueller kom Bæjurum yfir 10 mínútum fyrir leikslok. Fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba og eftir markalausa framlengingu varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Chelsea betur og braust út ægilegur fagnaður meðal leikmanna og stuðningsmanna. Murray rúllaði yfir Federer S kotinn Andy Murray tók svissneska tennissnillinginn Roger Feder- er í kennslustund í úrslitaleik þeirra á Ólympíuleikunum í sumar. Murray vann sannfærandi sigur í þremur settum, 6–2, 6–1 og 6–4 og braust mikill fögnuður út enda flestir á bandi Skotans. Sigurinn var einstaklega sætur fyrir Murray enda varð hann fyrsti Bretinn frá árinu 1908 til að vinna gull í tennis á Ólympíuleikunum. Messi skoraði og skoraði A rgentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona bætti markamet Þjóðverjans Gerd Muller hvað varðar flest mörk skoruð á einu almanaksári. Met Þjóð- verjans, 85 mörk á einu ári, var sett fyrir 40 árum en Messi náði að slá metið í leik gegn Real Betis í spænsku deildinni þann 9. desember. Hann hélt síðan áfram að bæta metið og munu eflaust líða nokkrir áratugir áður en met Messi verður bætt – nema hann geri það sjálfur á nýju ári. Loksins hringur hjá LeBron M iami Heat varð NBA-meistari í vor þegar liðið lagði Oklahoma City Thunder í úrslitaeinvíginu. Útlitið var ekki bjart því Miami tapaði fyrsta leiknum. Liðið kom þó sterkt til baka og vann næstu fjóra leiki og einvígið því samanlagt 4–1. Þar með lauk langri bið eins fremsta körfuknattleiksmanns heims, LeBron James, eftir hringnum eftirsótta sem sigurvegarar NBA-deildarinnar hljóta í verðlaun. Auk þess að vinna sinn fyrsta NBA-titil var James valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Ísland Evrópumeistari Í slenska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari í hópfimleikum í Árósum í Danmörku í október. Þar með varði liðið titilinn sem kvennalið Gerplu vann árið 2010. Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið framúrskar- andi góður og einn af hápunktum ársins í íslensku íþróttalífi. Ísland varð á undan Svíþjóð sem endaði í öðru sæti og Finnlandi sem varð í þriðja sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.