Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað
Gekk út með
200 milljónir
Helgi
S. Guð-
mundsson, við-
skiptafélagi
Finns Ingólfs-
sonar til margra
ára og þáverandi
framkvæmda-
stjóri rekstrar-
sviðs Heilsugæsl-
unnar í Reykjavík, fékk 200 milljóna
króna lán frá KB Banka, bankanum
sem varð til eftir sameiningu Bún-
aðarbankans og Kaupþings, árið
2003. Upphæðina notaði Helgi S. til
að fjárfesta í hlutabréfum, líklega í
KB Banka. Helgi hagnaðist um 150
milljónir króna á viðskiptunum.
Forsetinn í stríði
við stjórnina
DV krufði
deilur Ólafs
Ragnars Gríms-
sonar forseta og
ríkisstjórnarinnar
en forsetinn hef-
ur húðskammað
stjórnina og
ýmsar vinaþjóðir
Íslands. Fram
kom að stjórnmálafræðingar telja
að Ólafur sé að berjast gegn aðild Ís-
lands að ESB. „Það verður gaman að
sjá hverjir mæta í boðið á Bessa-
stöðum 1. desember, eins og hefð er
fyrir,“ sagði einn þingmaður við DV
en hann sagði líka að á Alþingi væru
deilurnar á allra vörum.
Hulduher
Hönnu Birnu
Blikur eru í
lofti í póli-
tísku landslagi
innan Sjálfstæðis-
flokksins. Í könn-
un sem Capacent
Gallup gerði á
netinu í byrjun
júlí og birtist í fjöl-
miðlum á sunnu-
dag, kemur greinilega fram að Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, naut ekki mikils fylgis með-
al kjósenda flokksins. Einungis 24
prósent þeirra vildu sjá Bjarna áfram
í formannsstólnum á meðan 51,4
prósent treystu Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur, oddvita borgarstjórnar-
flokksins best.
Fréttir vikunnar í DV
1 2 3
V
ið vorum ótrúlega róleg í
bæði skiptin,“ segir Adda
Guðmundsdóttir, for-
stöðukona og húsmóð-
ir hjá Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi. Starfsmenn
heimilisins voru á ferðalagi í
Þýskalandi þegar upp kom eldur
í rútu þar sem þau ferðuðust. Það
var einstök tilviljun, sérstaklega í
ljósi þess að þetta er í annað sinn
sem sami hópur lendir í alvarleg-
um rútuvandræðum. Síðast þegar
hópurinn var á leið til Þýskalands
munaði litlu að hann missti af flugi
þegar rútu sem fólkið ferðaðist í var
ekið inn í aurskriðu í Kollafirði. Enn
meiri tilviljun er þó að það gerðist
nánast upp á sama dag fimm árum
síðar.
Keyrðu upp í aurskriðu
Fyrir fimm árum fór sami hópur
sem leið lá frá Akranesi til Leifs-
stöðvar í kolniðamyrkri þegar að
rútunni var ekið inn í aurskriðu
sem hafði fallið um nóttina á þjóð-
veg 1 í Kollafirði við Mógilsá. Sex-
tíu manns voru um borð í rútunni
ásamt rútubílstjóranum. Bílstjór-
inn sá ekki skriðuna fyrr en um
seinan og var þá kominn inn í
hana. Tveir farþegar hlutu lítils-
háttar meiðsl við atvikið. Aurskrið-
an var nokkurra tuga metra breið
og lögregla sagðist ekki muna til
þess að slíkar skriður hefðu fallið
á þeim slóðum. Mikið vatnsveður
hafði verið kvöldið áður sem var
talið hafa valdið skriðunni. Fólkið
lét flugfélagið vita og rétt náði flug-
inu til Frankfurt þar sem það fór í
skoðunarferð um dvalarheimili fyr-
ir aldraða. Ferðin gekk að öðru leyti
áfallalaust fyrir sig og virtist sem
fall væri fararheill.
Sagan endurtekur sig
Hópurinn lagði svo aftur upp í
ferðalag til Þýskalands í síðustu
viku. Þá gekk greiðlega að kom-
ast á Keflavíkurflugvöll en þegar
hópurinn hafði lagt af stað í ferða-
lag yfir til Frakklands og var á ferð
um sveitaveg þar þegar skyndilega
gaus upp mikil gúmmílykt í rút-
unni. „Við fundum gúmmílykt, það
var ein sem tók eftir því að bílstjóri
bifreiðar sem ekið var við hliðina á
okkur flautaði og benti á afturdekk
rútunnar. Þá kom í ljós að það hafði
kviknað eldur fyrir aftan dekkið.
Við létum bílstjórann vita af því og
hann gerði nákvæmlega það sem
hann átti að gera – byrjaði á því að
opna dyrnar og hleypa okkur út,“
segir Sigurbjörg Ragnarsdóttir. Bíl-
stjórinn slökkti eldinn með hand-
slökkvitæki sem var í rútunni og
stóð sig að sögn Öddu og Sigur-
bjargar með mikilli prýði. „Við-
brögð hans voru skynsamleg og al-
veg hárrétt,“ segir Sigurbjörg. Vel
gekk að rýma rútuna og allir komust
út úr henni og engum varð meint
af reyknum sem kom frá dekkinu.
Það skemmdist þó nokkuð mik-
ið, auk þess sem legur eyðilögðust
og burðarvirki brotnaði. „Við vor-
um sem betur fer ekki á hraðbraut,
„autobahn“, heldur sveitarvegi og
það var keiluhöll þarna rétt hjá
sem við gátum leitað skjóls í. Þetta
hefði verið verra ef þetta hefði verið
hraðbraut, þá hefði verið erfiðara
að stoppa og koma öllum út,“ segir
Adda. „Við höfum greinilega marga
verndarengla yfir okkur,“ segir hún
– enda sérkennilegt að sami hópur-
inn lendi í slíkum óhöppum. „Það
fer rúta í hverri ferð.“
Ýmsu vön
Starfsfólkinu var þó ekki mjög
brugðið, enda segja Adda og Sigur-
björg að þær séu ýmsu vanar í störf-
um sínum. „Ég læt það nú vera, við
erum ekkert mjög stressuð hér og
erum ýmsu vön. Við komumst líka
öll með góðu út og það gekk vel að
ráða niðurlögum eldsins og það er
fyrir mestu,“ segir Sigurbjörg. Það
er þó ljóst að það fer að minnsta
kosti rúta í hverri ferð þegar starfs-
fólk Höfða ferðast til útlanda.
Óheppnin eltir
eldri borgara
n Skrítnar tilviljanir hjá starfsfólki dvalarheimilis n Hefur
tvisvar lent í alvarlegum rútuvandræðum n Fall er fararheill„Við höfum greini-
lega marga vernd-
arengla yfir okkur.
Eldur í afturdekki Eldur kviknaði fyrir aftan dekk á rútunni og upp gaus mikil gúmmílykt
og reykur.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Skrítnar tilviljanir Starfsfólk Höfða hefur tvívegis lent í slæmu rútuslysi þegar það fer í
ferðalag.
alhliða loftverkfæraþjónusta
20%
Afsláttur
Af öllum loftverkfærum
Loftverkfæri - Helluhrauni 14 - 220 Hafnarf.
Opið frá 10:00 til 17:00 - Sími: 571-4100
www.loftverkfaeri.is
Ofsagróði
ekki í takti
við aðgerðir
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, segir óskiljanlegt
að á sama tíma og bankarnir græði
milljarða á milljarða ofan þurfi fólk
sem á í erfiðum greiðsluvandræðum
að bíða mánuðum og jafnvel árum
saman eftir úrlausn sinna mála.
Stóru bankarnir þrír hafa allir skilað
uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði árs-
ins þar sem fram kemur að þeir hafa
allir hagnast um marga milljarða
króna.
„Það má vel vera að það sé ein-
hver gangur í almennum úrræðum
en það er alveg ljóst að í þyngstu
málunum er lítið sem ekkert að ger-
ast,“ segir Gylfi í tilkynningu til fjöl-
miðla. „Það er ekki í takti við það
samkomulag sem var gert og í alls
engum takti við það svigrúm sem
bankarnir greinilega hafa.“
Gylfi segir að afkoma bankanna
og sterk eiginfjárstaða þeirra sýni að
þeir eigi að geta gengið mun hraðar
og ákveðnara til verks til að koma
til móts við almenning í landinu.
„Meðan það er ekki gert og fólk í
greiðsluvanda lifir í ótta og óvissu er
ekki nema eðlilegt að mikil reiði ríki
í garð þessara stofnana. Ég hef mik-
inn skilning á þessari reiði og tel að
hún eigi eftir að magnast á næstunni
bregðist bankarnir ekki við þessum
réttmætu kröfum,“ segir Gylfi.
Ein röð gaf
50 milljónir
Enn hefur einstaklingurinn sem
vann 50 milljónir króna í Víkinga-
lottó ekki gefið sig fram. Lottóspilar-
inn keypti miðann í Hafnarfirði en
vinningurinn er einn sá stærsti sem
Íslendingur hefur unnið.
Þá er óhætt að segja að vinn-
ingshafinn hafi milljónfaldað það
sem hann lagði út fyrir miðanum en
hann keypti eina röð fyrir 50 krónur
í söluturninum Jolla í Hafnarfirði.
Miðinn gildir í ár þannig að vinn-
ingshafinn hefur nægan tíma til að
gefa sig fram.