Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 34
34 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 16.–18. september 2011 Helgarblað A ngel Maturino Resénd iz fæddist 1960 og sökum þess að hann hafði ekkert fast aðsetur er helst til lítið vitað um bakgrunn hans. Hann gekk undir mörgum dulnefnum og eitt þeirra var Ángel Reyes Reséndiz sem hljómar nokkuð líkt því nafni sem kemur fram á fæðingarvottorði hans; Ángel Leoncio Reyes Recendis. Ang­ el var þó einna helst eftirlýstur undir nafninu Rafael Resendez­ Ramirez. Angel þvældist um með járnbrautarlestum um gervallt Mexíkó, en einnig um Kanada og Bandaríkin, stökk af þeim og á og tókst með þeim hætti að forðast hinn langa arm laganna í þó nokkurn tíma. Angel viðhafði margar að­ ferðir við ódæði sín. Að minnsta kosti 15 fórnarlamba sinna myrti hann með því að berja þau með grjóthnullungum eða öðru bareflum á heimilum þeirra. Alla jafna gaf Angel sér tíma að morði loknu til að tylla sér niður á heimili þess myrta; fá sér snæðing, leita sér minja­ gripa og grandskoðaði skilríki þess myrta til að kynna sér að­ eins hvern hann hafði verið að myrða. Skartgripi sem Angel fann á heimilum fórnarlamba sinna seldi hann eða bræddi og í kjölfar handtöku hans fundust skartgripir og aðrir hlutir úr fór­ um fórnarlambanna á heimili eiginkonu hans í Mexíkó. Þrátt fyrir að Angel nauðgaði ein­ hverjum þeirra kvenna sem hann myrti virtist sem morðið væri aðaltilgangurinn. Fyrstu fórnarlömbin Árið 1986 fannst lík heimil­ islausrar konu á yfirgefnum bóndabæ skammt frá San Ant­ onio í Texas. Konan hafði verið skotin fjórum skotum og sagði Angel síðar að hann hefði myrt hana vegna þess að hún hefði sýnt honum óvirðingu. Angel fullyrti einnig að hann hefði myrt kærasta konunnar, en lík hans hefur aldrei fundist og ekkert er um hann vitað. Þessi tvö morð játaði Angel sig sekan um í september 2001 og vonaði að þannig gæti hann flýtt aftöku sinni. Í júlí 1991 fannst lík Micha­ els White í garði yfirgefins íbúð­ arhúss. Angel játaði á sig morð­ ið árið 2001 og sagði ástæðuna fyrir morðinu hafa verið sam­ kynhneigð fórnarlambsins. Árið 1997 myrti Angel Jesse Howell í Ocala í Flórída, Jesse hafði verið laminn með slöngu­ tengi og líki hans fleygt við brautarteina. Unnusta Jesses, Wendy von Huben, hlaut sömu örlög; Angel nauðgaði henni, kæfði hana með því að líma fyrir vit hennar og gróf líkið í grunnri gröf í Sumter­sýslu í Flórída. Í júlí 1997 fannst lík óþekkts flækings í járnbrautarporti í Colton í Kaliforníu. Flækingur­ inn hafði verið barinn til bana. Angel var ávallt sterklega grun­ aður um morðið en það sann­ aðist aldrei á hann. Morð við brautarteina Síðla í ágúst 1997 var Christoph­ er Maier á göngu meðfram brautarteinum í Lexington í Kentucky ásamt kærustu sinni, Holly. Það varð síðasti göngu­ túr parsins því Angel barði Christo pher til bana og nauðg­ aði Holly og gekk í skrokk á henni. En Holly lifði af og er ekki vitað um fleiri fórnarlömb Ang­ els sem áttu því láni að fagna. Angel myrti rúmlega áttræða konu, Leafie Mason, í Hughes Springs í Texas í október 1998. Leafie var barin til bana á heim­ ili sínu sem var í um 50 metra fjarlægð frá brautarteinum. Önnur kona, Claudia Bent­ on, hlaut sömu örlög í desemb­ er sama ár. Henni var nauðg­ að og hún síðan myrt á heimili sínu skammt frá brautarteinum Union Pacific­lestarfélagsins. Þegar þar var komið sögu var Angel eftirlýstur vegna innbrota en enn hafði hann ekki verið bendlaður við morð. Enn og aftur komu lestar­ teinar Union Pacific við sögu 11. maí 1999. Þá voru Sirnics­hjón­ in, Norman og Karen, barin til bana í prestbústað í Weimar í Texas, en þar þjónaði Norman sem prestur. Bústaðurinn var steinsnar frá brautarteinum Union Pacific. Fingraför Angels fundust í bifreið hjónanna í San Antonio þremur vikum síðar og lögreglu tókst að tengja málið morðinu á Claudiu Benton. Angel myrti Noemi Dom­ inguez, kennara frá Houston, 4. júní 1999, með öxi í íbúð henn­ ar skammt frá brautarteinum. Sama dag notaði Angel öxina til að myrða Josephine Konvicka í svefni og ekkert lát virtist ætla að verða á ódæðum hans. Leitað til systur Angels Lögreglan greip til þess örþrifa­ ráðs að leita uppi systur Ang­ els, Manuelu, og þar sem hún óttaðist að Angel myndi myrða fleiri, eða jafnvel verða skotinn af lögreglunni samþykkti hún að aðstoða lögregluna. Það varð úr að Manuela, andlegur ráðgjafi og löggæslu­ maðurinn Drew Carter hittu Angel á brú sem tengir El Paso við Ciudad Juárez og urðu málalyktir þær að Angel sam­ þykkti að fela sig lögreglunni á vald. Síðar sakaði Angel Carter um að bera ljúgvitni því Angel og fjölskylda hans héldu að hann slyppi við dauðarefsingu, en eðli málsins samkvæmt voru örlög Angels í höndum kvið­ dóms en ekki Carters. Saksóknari Texas, Jim Matt­ ox, hafði af því áhyggjur að reynt yrði að bendla Angel við hvert einasta morð sem framið hefði verið í grennd við braut­ arteina, en sú varð ekki raunin. Angel var ákærður fyrir morðið á Claudiu Benton – og dæmdur til dauða. Í júní 2006 úrskurðaði dóm­ ari í Houston að Angel væri sak­ hæfur og nógu heill á geði til að verða tekinn af lífi. Þegar Angel heyrði úrskurðinn sagði hann: „Ég trúi ekki á dauðann. Ég veit að líkaminn verður að engu. En ég, sem persóna, ég er eilífur. Ég mun lifa til eilífðar.“ Einnig sagði Angel að hann væri hálfur mað­ ur og hálfur engill og fullyrti að það væri ekki hægt að taka hann af lífi því hann tryði ekki að hann gæti dáið. Baðst fyrirgefningar Angel Maturino Reséndiz hafði rangt fyrir sér. það var hægt að taka hann af lífi og það var gert, með banvænni sprautu, 27. júní 2006, í Huntsville í Texas. Í lokayfirlýsingu sinni bað Angel um fyrirgefningu og spurði hvort fólk gæti gert það: „Þið þurfið ekki að gera það. Ég veit að ég leyfði djöflinum að stjórna lífi mínu. Ég bið ykkur að fyrirgefa mér og biðja Drott­ inn að fyrirgefa mér fyrir að hafa látið djöfulinn hafa mig að leik­ soppi [...] Ég verðskulda það sem mér hlotnast nú.“ Lestarteina- morðinginn „Ég trúi ekki á dauðann. Ég veit að líkaminn verður að engu. En ég, sem persóna, ég er eilífur. Ég mun lifa til eilífðar. n Angel Maturino Reséndiz var mexíkóskur flækingur n Hann varð þekktur sem lestarteinamorðinginn n Hafði að minnsta kosti 30 mannslíf á samviskunni Í hlekkjum Angel Maturino Reséndiz leiddur fyrir dómara. Gamall og gráhærður Angel var grár fyrir hærum þegar hann var tekinn af lífi, 46 ára að aldri. Síðasti íverustaðurinn Angel söng sitt síðasta í Huntsville-fangelsinu í Texas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.