Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 30
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 16.–18. september 2011 Helgarblað
B
erghreinn fæddist á Siglu-
firði 17.2. 1936. Hann stund-
aði m.a. nám við Bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal
og lauk prófi sem flugvirki.
Eftir að Berghreinn lauk flug-
virkjaprófi var hann flugvirki hjá
Landhelgisgæslunni allan sinn
starfsferill.
Randý fæddist í Reykjavík, ólst
þar upp og gekk í Austurbæjarskól-
ann. Hún sinnti húsmóðurstörfum
þar til börn hennar voru komin og
legg og var síðan dagmóðir í nokkur
ár. Hún sinnti síðan umönnunar-
störfum í Hafnarbúðum í Reykjavík
og var síðan matráðskona í Múlabæ.
Börn Berghreins og Randýjar eru
Sigurður, f. 26.9. 1959, verktaki, bú-
settur í Reykjavík; Vilhjálmur, f. 20.4.
1962, forritari, matvælafræðingur og
líffræðingur, búsettur í Reykjavík;
Bryndís Ósk, f. 25.10. 1963, nuddari,
búsett í Reykjavík; Berglind, f. 28.8.
1965, skartgripahönnuður, búsett í
Reykjavík; Þorsteinn Guðni, f. 18.3.
1972, mannfræðingur og sérkennari,
búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Berghreins voru Þor-
steinn Bergmann Loftsson, f. 17.2.
1911, d. 20.5. 1946, garðyrkjubóndi
á Stóra-Fljóti, og k.h., Vilhelmína
Theodora Tijmstra Loftsson, f. 26.1.
1912, d. 28.10. 1998, húsmóðir, af
hollenskum ættum.
Foreldrar Randýjar voru Sigurð-
ur Stefán Björnsson, f. 18.4. 1903,
d. 12.1. 1975, trésmíðameistari í
Reykjavík, og k.h., Málfríður Hall-
dórsdóttir, f. 3.11. 1905, d. 9.3. 1978,
húsmóðir.
R
agnhildur Pála fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp í
foreldrahúsum. Hún lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð, BA-
prófi í félagsvísindum frá St. Mary of
the Woods College í Indiana 1981,
BA-prófi í ensku við Háskóla Íslands,
lauk prófum í uppeldis- og kennslu-
fræði við Háskóla Íslands og lauk síð-
an prófi sem sérkennari við Háskóla
Íslands.
Ragnhildur Pála kenndi við
Landakotsskóla í Reykjavík í nokkur
ár, við Háteigsskóla og Öskjuhlíðar-
skóla, var sérkennari við leikskólann
Vinagerði en er nú í MA-námi í sér-
kennslufræðum.
Út hafa komið fjórar ljóðabækur
eftir Ragnhildi Pálu, Hvísl, útg. 1970;
Andlit í bláum vötnum, útg. 1987;
Stjörnurnar í hendi Maríu, útg. 1989;
Faðmlag vindsins, útg. 1990. Þá hafa
birst eftir hana ljóð í blöðum og tíma-
ritum.
Fjölskylda
Ragnhildur Pála giftist 12.10. 1974
Vilhjálmi Egilssyni, f. 18.12. 1952,
framkvæmdastjóra Samtaka atvinnu-
lífsins og fyrrv. alþm. Hann er sonur
Egils Bjarnasonar, ráðunautar á
Sauðárkróki, og k.h., Öldu Vilhjálms-
dóttur húsmóður.
Börn Ragnhildar Pálu og Vil-
hjálms eru Anna Katrín Vilhjálms-
dóttir, f. 14.7. 1975, deildarstjóri við
utanríkisráðuneytið, búsett í Reykja-
vík en maður hennar er Philippe
Chalon, stjórnmálafræðingur hjá
International SOS í London; Bjarni
Jóhann Vilhjálmsson, f. 28.11. 1978,
er að ljúka doktorsprófi í lífupplýs-
ingatækni við University of Sout-
hern California og starfsmaður hjá
Gregor Mendel Institute í Vínarborg
en kona hans er Dorte Pedersen fé-
lagsráðgjafi frá Jótlandi og er dóttir
þeirra Anna Silja; Ófeigur Páll, f. 19.8.
1985, að ljúka BA-prófi í forngrísku
við Háskóla Íslands; Ragnhildur Alda
María, f. 30.7. 1990, nemi í lífeinda-
fræði við Háskóla Íslands í sambúð
með Jóhann Má Valdimarssyni sagn-
fræðinema og er sonur þeirra Vil-
hjálmur Andri.
Fóstursystir Ragnhildar Pálu er
Salóme Ósk Eggertsdóttir, f. 4.9. 1935,
fyrrv. skrifstofumaður, ekkja eftir
Hjalta Guðmundsson dómkirkju-
prest og eru dætur þeirra Ingibjörg
Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðikennari
við Háskóla Íslands, og Ragnhildur
Hjaltadóttir snyrtifræðingur.
Foreldrar Ragnhildar Pálu voru
Ófeigur J. Ófeigsson, f. 12.5. 1904, d.
2.1. 1993, læknir í Reykjavík, og Ragn-
hildur Ingibjörg Ásgeirsdóttir, f. 16.7.
1910, d. 22.7. 1981, kennari.
Ætt
Bróðir Ófeigs var Tryggvi útgerðar-
maður, faðir Páls heitins sendiherra,
föður Dóru kennara og Tryggva, fram-
kvæmdastjóra í Seðlabankanum.
Ófeigur var sonur Ófeigs, b. í Ráða-
gerði í Leiru Ófeigssonar, b. á Fjalli,
bróður Sigríðar, langömmu Kristins
Finnbogasonar, framkvæmdastjóra
Tímans, föður Önnu, mannréttinda-
stjóra Reykjavíkurborgar. Ófeigur var
sonur Ófeigs ríka, b. á Fjalli og ætt-
föður Fjallsættar Vigfússonar, bróð-
ur Sólveigar, langömmu Guðnýjar,
móður Guðlaugs Tryggva Karlsson-
ar hagfræðings. Móðir Ófeigs Ófeigs-
sonar á Fjalli var Ingunn Eiríksdóttir,
dbrm. og ættföður Reykjaættar Vig-
fússonar.
Móðir Ófeigs læknis var Jóhanna
Guðrún, systir Guðmundar skálds og
Jóhanns skólastjóra. Jóhanna Guð-
rún var dóttir Frímanns, b. í Hvammi
í Langadal Björnssonar, b. í Mjóadal
Þorleifssonar, á Svínavatni Þorleifs-
sonar. Móðir Þorleifs á Svínavatni var
Steinunn Björnsdóttir, ættföður Guð-
laugsstaðaættar Þorleifssonar. Móðir
Frímanns var Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, b. í Mjóadal, bróður Ólafs, föð-
ur Arnljóts á Bægisá, langafa Arn-
ljóts Björnssonar prófessors. Móðir
Jóhönnu var Helga Eiríksdóttir, b. á
Efri-Mýrum Bjarnasonar. Móðir Ei-
ríks var Ingigerður, systir Þorleifs ríka
í Stóradal, langafa Jóns alþingisfor-
seta, föður Pálma á Akri. Móðir Ingi-
gerðar var Ingiríður Jónsdóttir, b. á
Skeggsstöðum, Jónssonar, ættföður
Skeggsstaðaættar.
Kjörforeldrar Ragnhildar Ingi-
bjargar voru Ásgeir Ásgeirsson, pró-
fastur í Hvammi í Dölum, og k.h.,
Ragnhildur Ingibjörg Bjarnadóttir
frá Ármúla við Djúp, föðursystir
Ragnhildar Ingibjargar. Kynforeldrar
hennar voru Jón Finnbogi Bjarnason,
trésmiður og lögreglumaður á Ísa-
firði, og Margrét María Pálsdóttir.
Jón Finnbogi var sonur Bjarna,
hreppstjóra í Ármúla, Gíslasonar,
dbrm. þar Bjarnasonar. Móðir Bjarna
var Elísabet Markúsdóttir, b. í Hvíta-
nesi, Jónssonar. Móðir Markúsar var
Elín Markúsdóttir, pr. í Dýrafjarðar-
þingum, Eyjólfssonar og Elísabetar,
hálfsystur Markúsar, pr. á Álftamýri,
langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta
og Matthíasar yfirlæknis, föður Lo-
uisu listmálara. Elísabet var dóttir
Þórðar, ættföður Vigurættar, bróður
Sólveigar, langömmu Sigríðar, lang-
ömmu Geirs Hallgrímssonar. Þórður
var sonur Ólafs, ættföður Eyrarættar,
Jónssonar.
Móðir Jóns Finnboga var Jón-
ína Guðrún Jónsdóttir, söðlasmiðs á
Ísafirði, Sigurðssonar, og Ragnhild-
ar Ingibjargar Jónsdóttur, pr. í Goð-
dölum, Benediktssonar Gabríels,
galdramanns og hagleiksmanns á
Kirkjubóli, Jónssonar. Móðir Bene-
dikts var Sigríður Jónsdóttir af ætt
Odds, biskups í Skálholti, Einars-
sonar, sálmaskálds í Heydölum, Sig-
urðssonar. Móðir Jóns í Goðdölum
var Helga, systir Sigurðar á Hrafns-
eyri, föður Jóns forseta. Móðir Helgu
var Ingibjörg, systir Þórðar, stúdents
í Vigur. Móðir Ragnhildar Ingibjarg-
ar á Ísafirði var Guðrún, systir Sól-
veigar, langömmu Guðrúnar, móður
Bjarna Benediktssonar, föður Björns
fyrrv. menntamálaráðherra. Guðrún
var dóttir Korts, b. á Möðruvöllum,
Þorvarðarsonar og Ingibjargar Odds-
dóttur, á Atlastöðum Sæmundsson-
ar, prófasts í Miklabæ, Magnússonar,
í Bræðratungu Sigurðssonar. Móð-
ir Sæmundar var Þórdís Jónsdóttir,
(Snæfríður Íslandssól).
Móðir Ragnhildar var Margrét
María Pálsdóttir, b. á Eyri, Pálssonar.
Móðir Páls á Eyri var Jóhanna Sturlu-
dóttir, b. í Meirihlíð, Sturlusonar.
Móðir Sturlu í Meirihlíð var Ingibjörg
Bárðardóttir, ættföður Arnardals-
ættar Illugasonar. Móðir Margrétar
Maríu var Helga Sigurðardóttir frá
Bjarnastöðum.
S
igurður fæddist á Dalvík
og ólst þar upp. Hann naut
hefðbundinnar skólagöngu
á Dalvík.
Sigurður starfaði á Heið-
arfjalli á Langanesi á unglingsár-
unum, var á vertíðum, s.s. í Vest-
mannaeyjum og á Breiðdalsvík og
starfaði hjá föður sínum við smíðar.
Sigurður starfrækti Steypustöð
Dalvíkur 1970–86, starfrækti Ás-
video á Dalvík á árunum 1986–2009
er hann seldi fyrirtækið. Hann hef-
ur starfrækt tjaldvagnaleigu á Dal-
vík frá 1989 og starfrækir hana enn.
Þar leigir hann út tjaldvagna, felli-
hýsi og hjólhýsi. Hann hefur gegnt
slökkviliðsstjórastarfinu á Dalvík frá
1974.
Sigurður hefur tekið virkan þátt
í ýmsu félagslífi á Dalvík, var með-
limur í Kiwanisklúbbi Dalvíkur um
árabil meðan hann var starfræktur
og sat í stjórn klúbbsins. Hann er
fæddur framsóknarmaður og sat í
stjórn Framsóknarfélags Dalvíkur
um skeið og hefur alla tíð verið mik-
ill áhugamaður um hestamennsku.
Hann á nokkra hesta en heldur auk
þess nokkrar ær og fiðurfé.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 30.12. 1961 Öldu
Eygló Kristjánsdóttur, f. 4.6. 1937,
verslunarmanni og húsmóður. Hún er
dóttir Kristjáns Oktoviusar Þorsteins-
sonar, sjómanns á Þórshöfn á Langa-
nesi, og Margrétar Halldórsdóttur,
húsmóður en þau eru bæði látin.
Börn Sigurðar og Öldu Eyglóar eru
Jón Sigurðsson, f. 25.3. 1960, d. 21.9.
1976; Hólmfríður M. Sigurðardóttir, f.
6.6. 1962, glerlistamaður, búsett á Dal-
vík, en maður hennar er Jósef Sigurð-
ur Jónsson, f. 29.10. 1963, verkstjóri,
og er dóttir þeirra Magdalena Ýr Valdi-
marsdóttir, f. 21.2. 1984; Jóna Sigurðar-
dóttir, f. 14.11. 1978, hárgreiðslumeist-
ari, búsett á Dalvík en maður hennar
er Jóhann Jónsson, f. 8.11. 1974, flug-
maður og eru börn þeirra Lovísa Lea
Jóhannsdóttir, f. 14.4. 2004, Ívan Logi
Jóhannsson, f. 12.7. 2008, og Sigurður
Nói Jóhannsson, f. 20.4. 2010.
Systkini Sigurðar eru Ósk Jónsdótt-
ir, f. 3.2. 1936, verslunarmaður á Dal-
vík en maður hennar er Þórir Pálsson
húsasmíðameistari; Reynald Þráinn
Jónsson, f. 3.2. 1938, byggingatækni-
fræðingur í Reykjavík var kvæntur
Sesselju Guðmundsdóttur sem er lát-
in en sambýliskona hans er Katrín
Árnadóttir; María Jóhanna Jónsdóttir,
f. 27.8. 1943, húsmóðir á Dalvík en
maður hennar er Guðmundur Jóns-
son sjómaður; Sigríður Jónsdóttir, f.
9.8. 1947, hjúkrunarfræðingur á Akur-
eyri en maður hennar er Skarphéðinn
Magnússon flugvirki; Filippía Stein-
unn Jónsdóttir, f. 4.11. 1950, verkakona
á Akureyri en maður hennar er Stefán
Jónsson bifvélavirki; Kristín Jóna Jóns-
dóttir, f. 22.9. 1942, keramikhönnuður
í Reykjavík en maður hennar er Lárus
Gunnlaugsson næturvörður.
Foreldrar Sigurðar voru Jón Sig-
urðsson, f. 16.12. 1897, d. 16.11. 1980,
húsameistari á Dalvík, og Hólmfríð-
ur Magnúsdóttir, f. 27.5. 1910, d. 10.9.
1995, húsmóðir.
Ragnhildur P. Ófeigsdóttir
Skáld og kennari
Sigurður Jónsson
Slökkviliðsstjóri á Dalvík
Gullbrúðkaup
Berghreins G. Þorsteinssonar og Randýar Sigurðardóttur
60 ára á laugardag
70 ára sl. fimmtudag
S
teingrímur fæddist á Blöndu-
ósi en ólst upp á Snærings-
stöðum í Svínadal. Hann var í
Húnavallaskóla.
Steingrímur ólst upp við
öll almenn sveitastörf og sinnti þeim
á Snæringsstöðum hjá foreldrum sín-
um til 1995. Hann var síðan búsettur
á Skagaströnd þar sem hann stund-
aði fiskvinnslu á árunum 1995–2007.
Þá festi hann kaup á jörðinni Kurfi
og hefur verið þar bóndi síðan með
blandaðan búskap.
Fjölskylda
Kona Steingríms er Elín Anna Rafns-
dóttir, f. 2.5. 1971, bóndakona og
skólabílstjóri.
Dætur Steingríms og Elínar Önnu
eru Ásdís Erla Steingrímsdóttir, f. 24.7.
1995; Sæunn Ósk Steingrímsdóttir, f.
23.6. 1999; Sunna Björg Steingríms-
dóttir, f. 5.2. 2001; Helga Margrét
Steingrímsdóttir, f. 24.5. 2006.
Systkini Steingríms eru Auður
Helga Benediktsdóttir, f. 24.8. 1969,
starfsmaður Íslandspósts, búsett í
Reykjanesbæ; Þórarinn Bjarki Bene-
diktsson, f. 20.7. 1974, bóndi á Breiða-
vaði í Langadal.
Foreldrar Steingríms eru Benedikt
Steingrímsson, f. 12.2. 1947, bóndi á
Snæringsstöðum, og Hjördís Þórar-
insdóttir, f. 27.6. 1948, bóndakona á
Snæringsstöðum.
Steingrímur Baldur
Benediktsson
Bóndi á Kurfi í Skagabyggð
40 ára á föstudag
H
elga fæddist á Húsavík
og ólst þar upp. Hún var í
Barnaskólanum á Húsavík
(Borgarhólsskóla) og Fram-
haldsskólanum á Húsavík,
stundaði nám í kennslufræði við Há-
skólann á Akureyri og lauk þaðan
kennaraprófi 2006.
Helga var í Vinnuskólanum á
Húsavík og sinnti afgreiðslustörf-
um þar, var flokkstjóri Vinnuskólans,
starfaði við meðferðarheimili í eitt
sumar og starfaði við leikskóla í eitt ár.
Helga hefur kennt við Borgarhóls-
skóla frá hausti 2007.
Helga æfði og keppti í handbolta
með Völsungum á bernsku- og ung-
lingsárum, hefur æft golf, og æft og
keppt í fimleikum og á skíðum. Hún
var m.a. Íslandsmeistari með 5. flokki
kvenna í handknattleik og varð Norð-
urlandsmeistari stúlkna í golfi.
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu er Brynjúlfur Sig-
urðsson, f. 19.4. 1978, lögreglumaður
á Húsavík.
Börn Helgu og Brynjúlfs eru Sig-
urður Helgi Brynjúlfsson, f. 29.6. 2006;
Inga Björg Brynjúlfsdóttir, f. 9.3. 2010;
Jón Helgi Brynjúlfsson, f. 9.3. 2010.
Dóttir Brynjúlfs er Emelíana
Brynjúlfsdóttir, f. 23.9. 1999.
Systkini Helgu eru Anný Björg
Pálmadóttir, f. 10.11. 1975, sjúkra-
þjálfari á Akureyri; Jóna Björg Pálma-
dóttir, f. 8.8. 1978, bankastarfsmað-
ur á Húsavík; Pálmi Rafn Pálmason,
f. 9.11. 1984, atvinnumaður í knatt-
spyrnu í Noregi.
Foreldrar Helgu eru Pálmi Pálma-
son, f. 28.5. 1952, skrifstofustjóri á
sýslumannsskrifstofunni á Húsa-
vík, og Björg Jónsdóttir, f. 11.4. 1953,
grunnskólakennari á Húsavík.
Helga B. Pálmadóttir
Grunnskólakennari á Húsavík
30 ára á föstudag
DV1109145660