Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað
Hann stendur í málaferlum við
Björgólfi Thor en það ríkja ekki mikl-
ir kærleikar á milli þeirra eftir að sá
síðarnefndi ýtti Róberti úr forstjór-
astól Actavis eftir yfirtöku á félaginu
árið 2007.
BRETLAND
Jón Ásgeir Jóhannesson
Býr í tveggja herbergja leiguíbúð við
South Molton Street í London ásamt
eiginkonu sinni, Ingibjörgu Pálma-
dóttur. Eftir hrun bárust fréttir af því
að Jón Ásgeir og Gunnar Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri Baugs, væru enn
á fullu í fyrirtækjarekstri í Bretlandi.
Sagði breska blaðið Independent frá
því að Jón Ásgeir og Gunnar hefðu
stofnað félagið Carpe Diem í Bret-
landi. Einnig bárust fréttir af því að
þeir hefðu í hyggju að opna nýja lág-
vöruverðsverslunarkeðju í Bretlandi í
anda keðjunnar Kwik Save. Átti hún
að heita Best Price. Lítið hefur heyrst
af þeim áformum á undanförnum
mánuðum.
Aftur á móti starfar hann við ýmis
ráðgjafarstörf á sviði verslunar og
hefur þar að auki þegið laun sem ráð-
gjafi 365 upp á 800 þúsund krónur á
mánuði. Og er nú kominn aftur á lista
yfir hæstu skattgreiðendur lands-
ins. Samkvæmt álagningu auðlegð-
arskatts árið 2010 námu eignir þeirra
hjóna umfram skuldir um 653 millj-
ónum króna. Í fyrra greiddi hann um
40 milljónir í opinber gjöld og á því
vel fyrir diet kók þótt hann eigi hvorki
fasteignir né stóra eignarhluta í fyrir-
tækjum.
Hér á Íslandi er hann mikið, sést
hefur til hans í Bónus, en hann versl-
ar enn þar sem og í Hagkaupum og
10/11. Þau hjónin eiga athvarf á Sól-
eyjargötu 11, sem er í eigu Ingibjargar
en þau gerðu með sér kaupmála eftir
hrun. Sjálfur seldi hann móður sinni
húsið sitt. Ingibjörg mun halda 365
en búið er að óska eftir því að eignar-
haldsfélag hennar ISP verði sett í þrot
vegna skulda upp á rúma 2 milljarða.
101 er þó enn í eigu hennar.
Líkt og faðir hans var Jón Ásgeir
ungur farinn að vinna. Sex ára fyllti
hann á kókkælinn fyrir pabba sinn og
tíu ára rukkaði hann fyrir snjómokst-
ur. Á sama aldri ætlaði hann að leigja
vinum sínum fótstiginn leikfangabíl
sem hann átti í stað þess að lána þeim
hann. Hann heldur enn sambandi
við þessa vini sína af Nesinu og hitt-
ir þá í hádegismat á föstudögum þeg-
ar hann er á landinu. Þeir segja hann
feiminn en uppátækjasaman og vin-
sælan.
Breska blaðið Times sagði hann
draum allra slúðurdálkahöfunda.
Axlasítt hár og svört hversdagsleg
jakkaföt væru hans einkenni, hann
lifði hátt og bærist á hvar sem hann
kæmi. Hann væri umdeildur, fljótur
að greina tækifæri og áhættusækinn.
Þá ferðaðist hann um á sérhannaðri
einkaþotu og einkasnekkju sem voru
í sama stíl og 101 hótel. Þá átti hann
lúxusíbúðir í New York, London, jörð
í Skagafirði, fasteign við Vatnsstíg,
Mjóanes á Þingvöllum og Langjök-
ul Chalet. Þegar hæst stóð árið 2007
voru eignir hans metnar á 130 millj-
arða árið. Þetta er allt farið.
Slitastjórn Glitnis segir að rök-
studdur grunur leiki á að Jón Ásgeir
eigi andvirði tugmilljarða íslenskra
króna í gegnum félög sín á Bresku
jómfrúareyjunum. Hann vísar því á
bug en dómarinn lýsti furðu sinni á
því hversu hratt eignir hans hefðu
rýrnað og að mánaðarleg eyðsla hans
vekti spurningar. En Jón Ásgeir sagð-
ist hafa eytt á bilinu fimmtíu til sextíu
milljónum króna á mánuði að meðal-
tali. Eignir hans voru því kyrrsettar.
Faðir hans sagði að Jón Ásgeir væri
mjög laskaður eftir hrunið og lýsti yfir
áhyggjum sínum af honum. Hann
fer þó enn í gamnislag við sinn besta
vin, Guðmund Inga Hjartarson, þegar
þeir hittast en þeir ganga jafnvel svo
langt að taka hvor annan hálstaki.
Sá ók einnig með honum á Bent-
ley GT Flying Spur-sportbíl í Gumball
3000-kappakstrinum, en kappakst-
ursleiðin lá í gegnum þrjár heimsálfur
og lauk með partíi á Playboy-setrinu.
Jón Ásgeir hefur enn óbilandi bíla-
dellu, en bílafloti hans hefur gjarna
vakið eftirtekt í gegnum tíðina. Ekki
síst forláta Rolls Royce-bifreið sem
hann flutti inn bara til að keyra þau
Ingibjörgu frá Fríkirkjunni og að
Hafnarhúsinu þegar þau gengu í
hjónaband.
Hann var sakfelldur fyrir bók-
haldssvindl í Baugsmálinu.
Björgólfur Thor Björgólfsson
Býr í Notting Hill í húsi sem er met-
ið á 1,5 milljarð króna en hann gerði
það upp með eiginkonu sinni, Krist-
ínu Ólafsdóttur. Þau gengu í hjóna-
band í nóvember í fyrra og eiga von
á sínu þriðja barni en fyrir eiga þau
tvo drengi. Athöfnin var látlaus og fór
fram á borgarskrifstofunum í Róm en
þær eru við hið fornfræga torg Piazza
del Campidoglio sem var hannað af
Michaelangelo.
Fjölskyldan kemur reglulega til
landsins og dvelur þá í bláu húsi við
Óðinstorg en börnin eru alin upp við
að eiga heimili á nokkrum stöðum og
tala ensku og íslensku. Hann er í leik-
skóla hér og í einkaleikskóla í Lond-
on, sagði Kristín um son sinn í viðtali
við Nýtt Líf. Sagði hún það líka nauð-
synlegt að vera með barnfóstru eða
au-pair en þau eru einnig með einka-
bílstjóra hér á landi sem sinnir ýmsu
snatti.
Þau lifa enn hátt, eiga umtalsverð-
ar eignir, svo sem stóran hlut í Actavis
og CCP, símafyrirtækið Nova og hlut
í gagnaveri Verne Holding í Reykja-
nesbæ. Honum tókst þó að leysa út
talsverðan hagnað í sölu á hinum
ýmsu félögum, eins og búlgarska sím-
anum og annarra banka- og farsíma-
félaga, og semja um uppgreiðslu á
1.200 milljarða króna skuldum sín-
um og sinna fyrirtækja og gæti orðið
verulega ríkur þegar Actavis verður
selt eftir nokkur ár.
Flestar eignir hans eru í Bretlandi
en hann auðgaðist í Rússlandi, Búlg-
aríu og Tékklandi og er enn að skoða
tækifæri á alþjóðamörkuðum, en
teygir sig ekki sunnar en Sahara. „Ég
hef alltaf verið alþjóðlegur fjárfestir.“
Viðskiptaferillinn hófst þeg-
ar hann var níu ára og seldi teikni-
myndablöð með uppáhaldshasar-
hetjunum sínum, Spiderman, Hulk
og Superman, fyrir þrjúbíó í Austur-
bæjarbíó. Blöðin fékk hann frá Sonju
Zorilla í Bandaríkjunum.
Hann þykir heilsteyptur og góð-
ur strákur, var einn af vinsælu strák-
unum í skóla, kraftmikill töffari sem
ætlaði sér stóra hluti. Hann er sagð-
ur fullur af orku og húmor en treystir
fáum. Eins er hann mikill einfari í við-
skiptum og tregur til að leyfa öðrum
að hagnast með sér. Sagt er að hann
hafi jafnvel sent hann undirmenn
sína á undan sér með flugi því hann
vildi hafa leðurklædda einkaþotuna
út af fyrir sig þegar hann var á leið á
fundi.
Eins er fræg sagan af honum þeg-
ar hann bauð vinum sínum í veislu
á Apótekinu og sendi þeim boðskort
sem þeir þurftu að sýna til að komast
inn. Flestir áttu því von á fríum veit-
ingum en þegar strákarnir fóru á bar-
inn voru þeir rukkaðir um drykkinn.
Einn kom af fjöllum og spurði hvern-
ig stæði á þessu, honum hefði verið
boðið í veislu og væri ekki einu sinni
með veskið á sér. Þá sagðist Björgólfur
ekki verða ríkur af því að kaupa áfeng-
ið ofan í aðra og bauð vini sínum lán
fyrir drykknum. Sendi honum síðan
reikninginn.
Hann var engu að síður þekkt-
ur fyrir veisluhöld fyrir hrun, sér-
staklega í Suður-Frakklandi þar sem
hann gekk um ber að ofan kvölds og
morgna. Eins var fertugsafmæli hans
altalað en þá bauð hann 130 manns í
óvissuferð til Jamaíka þar sem 50‘cent
kom fram, sem og Jamiroquai og
Ziggy Marley.
Þá var hann að smíða bát en sagt
er að hann hafi verið með danspalli
sem átti að rúma fimmtíu manns, en
á meðal áhugamála Björgólfs Thors
eru ferðalög, siglingar og skíði. Hann
á líka sérsmíðað mótorhjól og sveita-
setur í Bretlandi.
Rappáhugi hans er enn til stað-
ar en hann var á meðal gesta á Qua-
rashi-tónleikum á Nasa á síðasta ári.
Þar vildi Björgólfur fá bol merktan
bandinu endurgjaldslaust, en þeir
voru til sölu á staðnum. Spurði hann
starfsstúlkuna hvaða númer hún teldi
að hann væri í og giskaði hún á medi-
um/large. Lyfti Björgólfur þá upp
bol sínum, spennti magavöðvana og
spurði hvort hún teldi virkilega að
hann passaði í þá stærð. Leggur hann
mikið upp úr líkamlegu atgervi og
getur lyft 200 kílóum í bekkpressu.
Eins er hann annálaður fyrir töffara-
skap í klæðaburði og framkomu, er
oftast í fráhnepptri skyrtu og flottum
jakkafötum. Nema þegar hann fer á
fundi sem fjalla um alvarleg málefni,
þá hneppir hann skyrtunni upp í háls
og setur upp bindi.
Það voru ekki peningarnir sem
drifu hann áfram heldur þráin eftir
virðingu en allar gjörðir hans virðast
hafa mótast af þeirri hörmulegu lífs-
reynslu að sjá föður sinn hlekkjaðan,
niðurlægðan og dæmdan. Björgólfur
Thor var þá nítján ára gamall og þráði
ekkert heitar en að endurheimta virð-
ingu Thorsaranna og halda merki
ættarinnar á lofti, en nafnið Novator
má útleggja sem hinn nýi Þór.
Sigurður Einarsson
Býr í leiguhúsnæði miðsvæðis í Lond-
on þar sem hann sinnir ráðgjafarverk-
efnum fyrir fyrrverandi viðskiptavini
Kaupþings og fleiri verkefnum tengd-
um fjármálum.
Hann fór illa út úr hruninu þar
sem hann stofnaði aldrei einkahluta-
félag um hlutabréfaeign sína í Kaup-
þingi, líkt og margir aðrir. Í kjölfarið
seldi hann fasteignir sínar á Íslandi
og í London, þar á meðal tveggja
milljarða króna einbýlishús í vestur-
hluta Lundúna sem hann hafði end-
urbætt fyrir um 116 milljónir. Hann á
þó einhverjar eignir, svo sem einbýlis-
hús á Seltjarnarnesi og hálfbyggðan
lúxusbústað við Norðurá í Borgar-
firði. Kostnaðurinn við bústaðinn
nemur hundruðum milljónum króna
samkvæmt útreikningum DV á sín-
um tíma. Þar er gert ráð fyrir tveim-
ur sánum, hvíldarstofu í kjallaranum
með arni, fimmtíu fermetra vínkjall-
ara sem innangegnt er í úr eldhúsinu,
yfirdekkaðri og upphitaðri útiborð-
stofu með glæsilegu útsýni, útield-
húsi og heitum potti. Stutt er í laxveiði
en veiðiferðir bankamanna sem flugu
á þyrlum um svæðið eru frægar, ekki
síst vegna þess að í eitt skiptið þurftu
þeir að fá lánað fyrir pulsum í Baulu
þegar þeir komu þangað á þyrlunum.
Hann er mikill áhugamaður um
mat og vín, eldhúsið er hans griða-
staður og hann er sagður góður kokk-
ur. Hann þykir líka óvenju yfirvegaður
maður sem hefur algjöra stjórn á sín-
um tilfinningum, nema þegar Davíð
Oddsson ber á góma, þá missir hann
ýmislegt út úr sér enda lentu þeir í
hörkurifrildi í Washington. Hann er
músin sem læðist, er fyndinn og get-
ur drukkið alla undir borðið ef svo
ber undir, dansar og skemmtir sér en
aðeins á eigin forsendum. Ofursjálfs-
traust skilur á milli hans og annarra.
„Hann fer ekki að fá sér hárkollu og
sólgleraugu og þykjast vera einhver
annar en hann er,“ sagði félagi hans í
viðtali við DV.
Hann er drifinn áfram af þrá eft-
ir völdum en ekki peningum, enda
ráðherrasonur og valdamesti maður-
inn í bankanum fram að hruni, sagð-
ur sterkur leiðtogi og í stöðugri sókn.
Hann var ekki maður smáatriðanna
en hugsaði um stefnu bankans til
framtíðar á meðan Hreiðar Már hug-
aði að viðskiptum og viðskiptaflétt-
um. Hann hugsaði meira um menn
en tölur, sem voru ekki hans sterk-
asta hlið eins og kom á daginn þegar
hann var spurður að því hversu marg-
ir byggju á Íslandi og hann svaraði:
„Innan við milljón.“
Það þýðir þó ekkert að ætla að
reka eitthvað ofan í hann því hann
er þrjóskari en andskotinn, keppnis-
maður sem þolir álag betur en flest-
ir. Sigurður þykir óforskammaður og
var gagnrýndur fyrir starfsmannalán-
in, leiðtogar ættu ekki að skilja und-
irmenn sína eftir úti á hafsjó, líkt og
hann var sakaður um.
Lýður Guðmundsson
Býr við Cadogan Place í auðmanna-
hverfinu Knightsbridge í London í
húsi sem kostaði hann 2,4 milljarða
króna. Pillar Securisation stefndi
Lýði fyrir vanefndir á 1,7 milljarða
láni fyrir húsinu. Lánið var hins veg-
ar veitt til félags á Tortóla í bresku
Jómfrúaeyjunum og hafði Kaupþing
leyst Lýð undan persónulegri ábyrgð
vegna skuldbindinga félagsins. Hann
á einnig 340 fermetra einbýlishús á
Starhaga og 60 fermetra íbúð á Haga-
mel í Vesturbænum, sem hann færði
yfir á einkahlutafélag sitt í GT1 í októ-
ber 2008. Eignir hans eru mældar í
milljörðum króna og ekki er hægt að
sjá að líf hans hafi breyst mikið eftir
hrun.
Miklar arðgreiðslur runnu til fé-
laga í eigu þeirra bræðra á góðæris-
árunum. Fengu þeir til dæmis rúma
fimm milljarða árið 2006 frá Exista.
Sama ár rann milljarður í sama félag í
þeirra eigu frá Kaupþingi. Eftir hrunið
hefur eignalisti þeirra eitthvað rýrn-
að en það breytir því ekki að þeir lifa
í vellystingum í London.
Er stjórnarformaður Bakkavarar
og starfar í London. Hann á líka 25
prósenta kauprétt í félaginu líkt og
bróðir hans. Slapp mjög vel frá hruni
þrátt fyrir að fyrirtæki hans hafi valdið
lífeyrissjóðum landsins hvað mestum
skaða, því þeir áttu stóran hlut í fyrir-
tækjum þeirra bræðra og voru þar að
auki stórir lánveitendur þeirra. Talið
er að alls hafi lífeyrissjóðirnir tapað
um 80 milljörðum á Exista, Bakkavör
og Kaupþingi.
Heildarskuldir þeirra bræðra
námu um 200 milljörðum króna. Eitt
lánið var sambankalán og ákvæði um
að heimilt væri að gjaldfella lánið yrði
breyting á yfirráðum þeirra bræðra
í félaginu. Erlendir kröfuhafar áttu
fyrsta veðrétt í félaginu og því var lán-
ardrottnum þeirra ekki annarra kosta
völ en að samþykkja nauðasamninga.
Bræðurnir eru skráðir saman fyr-
ir 570 fermetra glæsivillu í Fljóts-
hlíðinni, en til að innrétta hana voru
sérskornar flísar fluttar inn frá Ítalíu,
veggirnir eru klæddir olíubornum og
bæsuðum sebraviði, salernin gull-
slegin og útsýnið engu líkt en stofu-
glugginn nær yfir tvær hæðir. Neð-
anjarðarbyrgi við bústaðinn er um
350–400 fermetrar en þar verða með-
al annars bílageymslur og aðstaða
fyrir þjónustufólk.
Ágúst Guðmundsson
Er forstjóri Bakkavarar og býr við lúx-
us í London. Líf hans hefur lítið breyst
eftir hrun. Hann færði tvo sumarbú-
staði að Valhallarstíg 15 á Þingvöllum,
100 fermetra og 60 fermetra, land að
Jórugili á Þingvöllum sem og 150 fer-
metra íbúð í miðbænum með þrem-
ur bílskúrum yfir á einkahlutafélagið
GT2 í október 2008.
Er sumarhúsið við Þingvallavatn
talið glæsilegasta sumarhús landsins
Farin
Einkaþota Jóns Ásgeirs er farin.
Farin Snekkja og einkaþota Jóns Ásgeirs tilheyrðu lífsstíl sem hann lifir ekki lengur.
„sagðist Björgólfur
ekki verða ríkur af
því að kaupa áfengið ofan
í aðra og bauð vini sínum
lán fyrir drykknum. Sendi
honum síðan reikninginn.
Ballið á Bessastöðum Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Hannes Smárason, Pálmi Haraldsson, Dorrit, Hreinn Loftsson,
Roger Moore og Kristina Moore komu saman á Bessastöðum.