Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 54
54 | Fólk 16.–18. september 2011 Helgarblað Frægir í „fanzone“ „Fanzone“ er vinsæll liður í kringum enska boltann á Sky- sjónvarpsstöðinni þar sem stuðningsmenn, tveggja liða sem etja kappi, sitja saman inni í litlum klefa og öskra hvor á hinn þegar þeirra lið skorar. Sportbarinn Úrilla Górillan hefur tekið þetta upp og verður frumraunin þreytt um helgina. Venni Power mun styðja sína menn í Totten- ham gegn grínistanum Sveini Waage sem heldur með Liver- pool, en liðin mætast í úrvals- deildinni um helgina. Þá mun markaðsgúrúinn og frasa- kóngurinn Jón Gunnar Geirdal styðja sína menn í Manchester United gegn Þorsteini Halldóri og hans mönnum í Chelsea. Arnar og Ívar í Vegas Hraustmennin Arnar Grant og Ívar Guðmundsson eru þessa dagana staddir í Vegas til að fylgjast með keppninni Mr. Olympia sem einnig er risastór vörusýning. Kapparn- ir eru án tökumanna svo ekki er um framhaldstökur á sjón- varpsþáttunum Arnar og Ívar á ferð og flugi enda er óvíst um framhald þeirra þátta. Piltarnir eru greinilega ekki komnir til að djamma og spila því samkvæmt Facebook voru þeir komnir á fætur fyrir allar aldir. Líklega hafa þeir haldið beint í æfingasalinn á hótelinu New York New York þar sem þeir dvelja á þrítugustu hæð. Mr. Olympia er svakaleg vaxt- arræktarkeppni en árið 1969 stóð Arnold Schwarzenegger uppi sem sigurvegarinn. T ónlistarmaðurinn Berndsen upplýsti á Face book-síðu sinni í vikunni að poppgoð- sögnin Herbert Guðmunds- son hefði leitað til hans varð- andi það að pródúsera nýtt lag fyrir Eurovision. „Herbert Guðmundsson goðsögn kom í kaffi í dag og var að spyrja mig hvort ég gæti pródúserað nýja Eurovision- lagið hans,“ ritaði Berndsen á Facebook. Herberti brá nokkuð í brún þegar DV bar þetta undir hann. „Ríkir ekki nafnleynd yfir höfundum?“ Hann viður- kenndi þó að Eurovision-þátt- taka væri eitthvað sem hann væri að skoða. „Þetta er eitt- hvað sem ég er að skoða al- varlega. Ég er svona að skoða mína möguleika,“ segir Her- bert og bætir við að hann sé alltaf að semja lög. „Þau renna út eins og heitar lummur, maður. Það hefur aldrei staðið á mér að semja.“ Aðspurður hvort hann haldi sig vera með sigurlag í höndunum svarar Herbert: „Já, ég held það. Það borgar sig samt að vera ekki með of stór orð um það. Ég hef aldrei tekið þátt í þessu áður.“ Berndsen er ekki eini tón- listarmaðurinn sem Herbert hefur leitað til. „Ég er búinn að tala við fleiri en Berndsen,“ segir Herbert en gefur ekki upp nein nöfn. Herbert hefur aldrei áður tekið þátt í Eurovision en við- urkennir að þetta sé nokkuð spennandi. „Það er gaman að skoða þetta en maður veit svo aldrei hvernig fer. Maður verður bara að bíða og sjá.“ tomas@dv.is n Herbert Guðmundsson klár með Eurovision-lag og leitar að pródúsent „Búinn að tala við fleiri en Berndsen“ Ætlar í Eurovision Herbert Guðmunds- son er á því að hann sé með sigurlagið klárt. mynd SiGtryGGur Ari V ið erum búnir að selja í kringum þrjátíu og fjögur þúsund dósir af Silver-gelinu þannig að það var kominn tími á að gera eitthvað meira. Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt miðað við það að við Íslendingar erum bara um þrjúhundruð þúsund, við erum komnir yfir tíu pró- sentin,“ segir markmaðurinn knái Björgvin Páll Gústavsson en hann og Logi Geirsson hafa selt gríðarlegt magn af hárgelinu Silver. Velgengni hárgelsins hef- ur gert það að verkum að þeir ætla að setja á markað nýja vöru, sturtusápu fyrir bæði kynin. „Þetta eru sturtusápur fyrir bæði karla og konur. Það er svona ekta karlalykt af karlasápunni og svo er svona mild vanillu- og ávaxtalykt af konusápunni,“ segir Björgvin um nýju vörurn- ar sem eru væntanlegar á mark- aðinn fljótlega. Þeir ætla þó ekki að láta staðar numið við sturtu- sápurnar heldur stefna á frekari framleiðslu. „Við viljum byggja upp snyrti- vörulínu hægt og rólega. Við vilj- um gera þetta vel og hafa vör- urnar góðar. Planið er að koma með nýja vöru kannski á hálfs árs fresti. Það er fullt af vörum sem mig langar til að setja á markaðinn og margar hug- myndir í gangi.“ Breyting hefur orðið innan fyrirtækisins en nýlega keypti Björgvin Páll Loga út úr því. „Ég er búinn að kaupa hans hlut en hann er ennþá stjórnarformað- ur. Ég er nú einn eigandi merk- isins og það er í raun eini mun- urinn. Það er eiginlega betra að einn eigi þetta. Við erum hvor í sínu landinu og þetta er þægi- legra upp á öll peningamál að gera.“ Ný auglýsing Silver-merkis- ins var frumsýnd í gær og þekkt- ir menn fara með aðalhlutverk í henni. „Aron Pálmarsson og Al- freð Finnbogason eru nýju Sil- ver-andlitin í auglýsingunni ásamt Stefáni Sölva sem er að fara að keppa í sterkasta manni heims. Svo er eitt óvænt andlit í enda auglýsingarinnar en það er enginn annar en Hemmi Gunn. Það er alltaf klassík að hafa Hemma. Hann klikkar aldrei, alltaf svo glaður og kátur,“ segir Björgvin hlæjandi. Fleiri leikarar leika minni hlutverk í auglýsingunni, þar á meðal grínistinn Nilli. Aðspurð- ur um hvar konurnar í auglýs- ingunni séu svarar hann. „Þær eru reyndar bara í aukahlut- verki í þessari auglýsingu en við stefnum á að gera aðra. Ungfrú Reykjavík leikur aukahlutverk í þessari ásamt nokkrum öðrum stelpum.“ Allir leikararnir gáfu vinnu sína við auglýsinguna. „Þeir gerðu þetta allir frítt. Aron og Alfreð komu með þá hugmynd að láta þann pening sem hefði annars farið í að borga þeim laun renna frekar til góðgerð- armála,“ segir Björgvin, en enn hefur ekki verið ákveðið hvaða málefnis eigi að gefa til. „Við erum að fara að leggjast yfir það núna. Finna eitthvert gott mál- efni.“ Björgvin segir þetta vera í anda þeirra félaga „Það er í anda okkar fyrirtækis. Við vilj- um láta gott af okkur leiða og erum ekki að gera þetta til þess að verða moldríkir. Við græð- um meira á reynslunni af því að reka fyrirtæki heldur en að eign- ast einhverja peninga.“ Hemmi aug lýsir sturtugel Silver n Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson setja sturtugel markað n Frægar íþróttahetjur og Hemmi Gunn í nýju Silver-auglýsingunni n Björgvin keypti Loga út úr fyrirtækinu Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Auglýsingin Margir þekktir leikarar leika í auglýsingunni. Fyrir konur og karla Hér má sjá sápurnar sem verða fáanlegar fyrir bæði konur og karla. Stefna á frekari framleiðslu Silver setur á markað sturtusápur fyrir bæði kynin í kjölfar mikillar velgengni hárgelsins frá fyrirtækinu. Björg- vin Páll segist stefna á frekari framleiðslu. Sest á skólabekk Leikkonan Brynhildur Guð- jónsdóttir hefur vent kvæði sínu í kross og er flutt til New Haven í Bandaríkjunum. Þar sett- ist hún á skólabekk og nemur nú leikritun við Yale-háskóla. Brynhildur er ein vinsælasta leikkona þjóðarinnar og hlaut meðal annars Grímuna árið 2008 fyrir túlkun sína á Edith Piaf. Hún er ekki alveg ókunn leikritaskrifum því hún skrifaði meðal annars leikritið Brák sem hún lék sjálf í og var leikstýrt af fyrrverandi eiginmanni hennar, Atla Rafni Sigurðssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.