Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 44
44 | Lífsstíll 16.–18. september 2011 Helgarblað
Hlátur er verkjalyf
n Vísindamenn hafa sannað að hlátur læknar mein
V
ið finnum síður fyrir
sársauka eftir gott
hláturskast því hlát-
ur leysir náttúruleg
verkjalyf í líkam-
anum. Í rannsókninni horfði
einn hópur á gamanmynd en
annar á „leiðinlegra“ sjón-
varpsefni, þ.e. golfþátt. Þeir
sem horfðu á gamanmyndina
mældust með 10 prósenta
hærri sársaukaþröskuld en
áður. Vísindamönnunum til
mikillar furðu þá mældist
hinn hópurinn með lægri
sársaukaþröskuld eftir að
hafa horft á „leiðinlegra“
sjónvarpsefnið.
Tegund hláturs reyndist
skipta máli. Fliss hafði ekki
áhrif heldur aðeins almenni-
legur hrossahlátur. Rob-
in Dunbar við Oxord-há-
skóla stjórnaði rannsókninni.
Hann telur að óstjórnleg-
ur hlátur leysi endorfín og
veiti þannig sælu. „Endorfín
myndast þegar við tæmum
lungun, sem er nákvæm-
lega það sem gerist þegar við
hlæjum svo mikið að það er
sárt.“
Vísindamennirnir gátu
ekki mælt endorfínmagnið
þar sem þá hefði þurft að
stinga langri nál í hryggjar-
súlu þátttakenda sem, sam-
kvæmt Dunbar, hefði lík-
lega þurrkað brosið af vörum
þeirra og haft áhrif á niður-
stöðuna. Þess í stað voru
gerðar alls kyns tilraunir sem
mældu hversu mikinn sárs-
auka hver og einn þoldi.
Markmið Dunbars er ekki
að finna upp nýtt verkja-
lyf heldur að skoða hlutverk
hláturs í þróun mannlegra
samfélaga. Allir apar geta
hlegið en maðurinn er sá eini
sem getur hlegið með mag-
anum og þannig losað um en-
dorfín. Dunbar vill sjá hvort
hláturinn hafi hjálpað til við
myndun stærri hópa fyrir um
tveimur milljónum ára.
Hrossahlátur Smáfliss hefur ekki
áhrif á sársauka en almennilegt
hláturskast hækkar sársauka-
þröskuldinn.
Í eldhúsinu
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Kanilkex-
skyrterta
S
kyr er herramannsmatur.
Það er rjómi svo sannar-
lega líka. Þegar þú bland-
ar þessu tvennu saman
og bætir við smá kanilkexi
ertu líka kominn með ótrúlega
góða skyrtertu sem þú getur
notið lengi. Það tekur bara
nokkrar mínútur að hræra
þessu saman og það eina sem
þú þarft er smjör, vanilluskyr,
rjómi og kanilkex.
Þú byrjar á því að setja um
það bil 50 til 75 grömm af smjöri
í pott og bræðir við vægan hita.
Á meðan smjörið er að bráðna
tekur þú heilan pakka af kanil-
kexi og mylur. Þú getur farið
karlmannlegu leiðina að því að
mylja kexið og barið það í spað
með höndunum. Ég hef hins
vegar alltaf bara sett það í poka
og rúllað glasi yfir það. Mjög ein-
falt en alls ekki karlmannlegt. Þú
dreifir svo vel úr kexmylsnunni
– sem má þó alls ekki vera of fín
– í botninn á eldföstu móti. Þú
getur svo sem sett þetta í hvaða
skál sem er, en eldfasta mótið
virkar bara svo vel.
Því næst þeytir þú 250 milli-
lítra af rjóma og hrærir eina dós
af vanilluskyri saman við. Þetta
tekur enga stund ef þú ert með
handþeytara og þú ættir að hafa
nógan tíma áður en þú ferð að
hafa áhyggjur af því að brenna
smjörið. Þegar smjörið er samt
bráðnað og orðið að fagurgulum
vökva hellirðu því yfir kexmylsn-
una og setur eldfasta mótið inn í
ísskáp í nokkrar mínútur. Þannig
býrðu til góðan botn á skyrtert-
una.
Þegar allt er orðið nokkuð
kalt í eldfasta mótinu og smjörið
ekki lengur heitur vökvi getur
þú smurt vanilluskyrs-rjóma-
blöndunni í eldfasta mótið. Var-
ast skal að reka skeið eða sleif
ofan í botninn þannig að kanil-
kexmylsnubotninn færist til.
Án þess að það komi bragðinu
nokkuð við að þá mæli ég með
að þú dreifir vel úr rjómaskyrs-
blöndunni.
Til að gera réttinn aðeins fag-
mannlegri tekur þú svo kirsu-
berjasósu og hellir yfir skyrtert-
una. Passaðu þig á að nota sósu
en ekki sultu eða hlaup. Það er
hrikalega tímafrekt að dreifa úr
hlaupi á skyr. Þessu smellir þú
svo í nokkrar mínútur inn í ís-
skáp og leyfir þessu að standa
þar í smá stund. Þarf svo sem
ekki að líða langur tími og þú
getur alveg fengið þér strax bita
af tertunni hafir þú takmarkaða
biðlund.
É
g hef róast í gegnum
árin en þetta var orðin
það mikil klikkun um
tíma að ég var farin að
fela það sem ég keypti,“
segir Þórunn Högnadóttir,
blaðamaður og stílisti, sem við-
urkennir fúslega að vera afar
veik fyrir þegar kemur að falleg-
um fatnaði en skó- og fataskáp-
ur hennar bera þess svo sann-
arlega merki.
„Ég myndi segja að ég væri
svona „rock chick“. Ég fer mín-
ar eigin leiðir, fíla ofboðs-
lega margt og reyni að blanda
gömlu saman við nýtt. Ég
heillast af þægilegum fötum og
þótt ég hafi hér áður fyrr sparað
fínustu fötin mín nota ég flest
hversdags í dag. Mér finnst al-
gjör óþarfi að láta dýrar flíkur
hanga ónotaðar inni í skáp.“
Þórunn hefur fylgst með
tísku frá því hún man eftir sér.
„Ég hef alltaf verið fatasjúk
og finnst ofsalega skemmti-
legt að kaupa mér föt og
skó. Mamma var alltaf að
sauma á mig og systur mín-
ar þegar við vorum litlar og
þegar ég var að fara í skól-
ann hafði ég alltaf, daginn
áður, raðað þeim fötum sem
ég ætlaði að klæðast daginn
eftir. Ég varð strax mjög sjálf-
stæð hvað varðaði það sem
ég klæddist,“ segir Þórunn
og bætir við að hún myndi
aldrei ganga í sömu fötunum
tvo daga í röð. „Maður er nátt-
úrulega hálfklikkaður en ég
fer helst ekki í sömu fötin tvo
daga í röð. Ekki einu sinni í skó
eða jakka. Þetta er samt engin
hjátrú, mér finnst bara óþarfi
að nota sömu fötin í langan
tíma,“ segir hún hlæjandi.
Aðspurð segist hún fylgj-
ast vel með því sem er í gangi
hverju sinni en að hún elti ekki
tískubólur í blindni. „Ég kaupi
ekki það sem fer mér illa bara
af því að það er í tísku,“ útskýrir
hún og bætir við að hún versli
oftast hér heima. „Mágkona
mín er eigandi og hönnuður
Andersen & Lauth, sem er bæði
yndislegt og hættulegt í senn
fyrir konu eins og mig. Hún
er að gera alveg ofboðs-
lega flotta hluti sem mér finnst
henta mér vel. Ég versla líka
mikið í Selected, Vera Moda,
Kron kron og Evu og líka í „vin-
tage“-búðum eins og Spútn-
ik og Rokki og rósum. Þegar er
ég úti fer ég alltaf í H&M og elti
uppi flottar „vintage“-búðir. Nú
síðast keypti ég mér til dæmis
Gucci-sólgleraugu í flottri „vin-
tage“-búð í Boston.“
Þórunn gerir gjarnan við
flíkur og hressir jafnvel upp á
skó til að þeir fylgi betur straum-
um og stefnum. Þrátt
fyrir áhuga og hæfi-
leika hefur hún aldrei íhugað
að hanna sjálf föt frá grunni.
„En það hefur lengi kitlað að
opna skóbúð og kannski verður
það einhvern tímann að veru-
leika. Skór eru eitthvað sem ég
gæti keypt fimm pör af á dag.
Ég finn stundum að ég einfald-
lega verð að eignast hlutina og
kaupi mér þess vegna stundum
föt sem eru of lítil eða of stór
þar sem mitt númer var ekki til.
Þá læt ég bara breyta, víkka eða
þrengja þar til þau passa á mig.
Ég er náttúrulega léttklikkuð.“
indiana@dv.is
Alltaf verið
fatasjúk
Þægilegur en töff
Gallann er hægt að
nota bæði hversdags
við strigaskó og við
fínni tækifæri við háa
hæla og fínan jakka.
Afmæliskjóllinn
Kjóllinn er fá Anderson
& Lauth en Þórunn
klæddist kjólnum
þegar hún hélt upp á
fertugsafmælið sitt.
Skórnir eru Kron.
All Saints
Svartur
leðurjakki
frá Selected
og kjóll úr All
Saints.
Glysgjörn Þórunn
viðurkennir að vera
veik fyrir öllu með
steinum og pallí-
ettum. „Liturinn
á jakkanum varð
til þess að ég varð
að eignast hann.
Þetta er rokkaður
jakki,“ segir hún.
Konudagsgjöfin Kjóll úr Kron kron sem
maðurinn hennar gaf henni á konudaginn.
Hálsfestin er úr Rokki og rósum.
Kápa Kápan er Anderson &
Lauth, en kraginn er gamall.
Óð í skó Þetta er aðeins brot af þeim skóm sem Þórunn á. Hún geymir
vetrarskó og stígvél í kössum sem verða teknir fram þegar haustið kemur.
Klæðilegur kjóll „Þessi kjóll er frá Anderson &
Lauth. Hann er mjög þungur og þess vegna mjög
klæðilegur. Sumt er einfaldlega merkt mér og þessi
kjóll er eitt af því.“
n Hálfklikkuð þegar kemur að fötum og skóm.