Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 27
Viðtal | 27Helgarblað 16.–18. september 2011 sagði hann, er eins og flugvél án vængja. Algjörlega gagns­ laust. Þannig að ef á annað borð er búið að ákveða að hafa kvótakerfi þá þarf framsalið að vera mögulegt. En það þýðir að við getum lent í miklum vandræðum. Sérstaklega í litlu sjávarþorpunum. Ég hef alltaf sagt að við þurfum að horfast í augu við það og slík alvarleg vandamál hafa svo sannarlega komið upp. Þess vegna þurf­ um við að geta gripið til sér­ stakra aðgerða eins og að út­ hluta byggðakvóta og annars slíks. Það þarf að vera hægt að grípa inn í óæskilega þróun. Eins og til dæmis á Flateyri þar sem kvótinn hvarf nánast allur á einum degi. Þá þarf að vera eitthvað viðbragð og það þarf að stíga inn og bregðast við. Það þarf að bregðast við svona stórum áföllum því annars situr fólkið eftir bjargarlaust,“ segir hann. Veðsetning kvótans nauðsynleg Hann segir mikilvægt að hægt sé að eiga viðskipti með kvót­ ann. „Í grundvallaratriðum er ég sáttur við kvótakerfið. Það er óumflýjanlegt að að­ gangur þurfi að vera lokaður og það þarf að vera hægt að eiga viðskipti. Ég tel það fyrir­ komulag að nýtingarrétturinn geti gengið kaupum og sölum vera mikilvægt. Síðan getur maður velt fyrir sér alls kon­ ar þáttum, hvernig best sé að stilla þetta kerfi sem best af. Það er líka stóra málið sem ég hef gert athugasemdir við – samspil kvótakerfisins annars vegar og fiskveiðiráðgjafar­ innar hins vegar. Ég hef mjög lengi haft af því áhyggjur hvort við séum að gera rétt varð­ andi uppbyggingu fiskistofn­ anna. Það hvernig við veið­ um og áhrif þess á stofnana held ég til dæmis að séu einn þáttur málsins sem við höfum ekki rætt nægilega mikið. Ég held að grunnþættir kerfisins eigi að vera ósnertir en það er margt innan kerfisins sem má alveg örugglega skoða. Þetta á að vera í stanslausri þróun. En sú þróun má þó ekki vera þannig að það ríki óvissa um grunnstoðirnar,“ segir hann og vill meina að veðsetning á afl­ anum sé nauðsynleg. „Hvað varðar veðsetn­ inguna þá er mikilvægt að átta sig á því að ef hún er ekki leyfð þá getum við spurt að því hvernig sá sem kemur nýr inn á að geta fjármagnað kaupin. Þá verður hann að eiga pen­ inga fyrir kvótakaupunum sjálfum áður en hann kemur inn eða ef einhver er tilbú­ inn til að lána honum án veða sem er ólíklegt. Ef við erum að horfa á möguleika manna til að koma inn í greinina þá myndi það koma verst út fyr­ ir þá sem koma inn nýir. Auð­ vitað væri best ef allir gætu far­ ið út og veitt. Það væri einfalt, réttlátt og gott og ef auðlindin væri takmarkalaus þá gengi það upp. En þannig er það bara ekki, þetta er takmörkuð auðlind. Um leið og maður átt­ ar sig á því þá koma allir þessir þættir inn,“ segir Illugi. Áfall að missa tengda- föður og náinn vin En aftur að fiskverkuninni á Flateyri. Í litla sjávarþorpinu tókst mikill vinskapur með þeim Illuga og Einari Oddi. Seinna meir varð Einar Oddur svo tengdapabbi Illuga. Einar Oddur féll skyndilega frá árið 2007, en hann varð bráðkvadd­ ur í göngu upp á Kaldbak. Illugi segir það hafa verið mikið áfall. „Við vorum miklir vinir. Auðvi­ tað er það alltaf áfall þegar ein­ hver nákominn fellur frá. Einar var einstakur maður og skarð­ ið verður því þeim mun stærra. Ég missti ekki bara tengda­ föður minn heldur einn minn nánasta vin líka. Ég hef allt­ af litið á mig sem gæfumann meðal annars vegna þess að ég hef verið svo heppinn að kynnast svona mönnum eins og Einari,“ segir hann alvarleg­ ur. „Það var svo merkilegt með hann að hans skólaganga var fremur stutt, en þó hann hefði haft skamma formlega skóla­ göngu þá var hann samt einn best menntaði maður sem ég hef hitt á ævinni. Menntun er þannig að auðveldasta leiðin til að afla sér hennar er oft og tíðum sú að ganga í skóla. Það er þó ekki eina leiðin. Mennt­ un er líka fengin úr lífinu sjálfu og í sjálfsnámi með því að lesa og afla sér þekkingar. Honum tókst á þann hátt að verða feiki­ lega vel menntaður maður.“ Mikil saga að baki ástinni Illugi segist eiga margar góðar minningar af tengdaföður sín­ um og vini en ein standi sér­ staklega upp úr, dramatískari en aðrar. „Það er auðvitað margt mjög minnistætt með þann mann en sú mynd sem er hvað skýrust í huga mér, er þegar að við flugum saman í lítilli vél vestur á Flateyri dag­ inn eftir snjóflóðið 1995. Það var leiðindaveður, hríðar­ mugga og lítið skyggni. Ég man eftir honum standandi úti á flugvellinum þar sem hann rýndi út fjörðinn og reyndi að sjá heim í þorpið sitt. Hann stóð þarna einn á flugvellinum og þetta er mér mjög minnis­ stæð sjón,“ segir Illugi hugsi og heldur áfram: „Hann var mjög sterkur og afgerandi einstak­ lingur en um leið mjög hlýr og mikill fjölskyldumaður.“ Fjölskyldumanninum Ein­ ari Oddi kynntist hann líka vel því eins og áður sagði varð hann líka tengdafaðir hans. Eiginkona Illuga heitir Brynhildur og kennir sögu í Menntaskólanum við Sund. „Við þekktumst auðvitað fyrir vestan en byrjuðum ekki að vera saman fyrr en við vorum bæði hérna fyrir sunnan. Bak við okkur er reyndar heilmik­ il saga. Bæði þekktust feður okkar vel, pabbar okkar voru vinir og herbergisfélagar í MA á meðan Einar var þar og svo vill það þannig til að afar okkar voru líkar vinir. Þeir voru sam­ an á sjó. Okkur var sagt að þeg­ ar amma hennar Brynhildar og afi giftu sig þá fóru þau inn í Hafnarfjörð til ömmu minnar og afa til að skála fyrir brúð­ kaupinu sínu áður en þau héldu aftur vestur þar sem þau bjuggu,“ segir hann brosandi. Ekkert okkar fullkomið Yfir í stjórnmálin. Oft minn­ ist hann orða tengdaföður síns jafnt í leik sem starfi. „Ég man eftir því að hann sagði oft þegar upp komu einhver mál: „Þetta eru bara mannheimar.“ Og það þýddi að við erum öll mannleg, ekkert okkar er full­ komið og við getum öll gert mistök. Veröldin er ekki full­ komin. Hlutirnir þurfa ekki alltaf að ganga fyrir sig ná­ kvæmlega eins og maður hefði viljað sjá þá gerast.“ Illugi telur að þetta sé sérstaklega mikil­ vægt að hafa í huga og ekki síst fyrir stjórnmálamenn. „Fyrir þá sem starfa í stjórnmálum þá er mjög gott að hafa þessa setningu ofarlega í kollinum. Annars endar það þannig að menn verða bæði bitrir og leið­ ir þegar upp er staðið.“ Hann segir mikilvægt að muna að öll séum við mann­ leg. „Við getum öll gert mis­ tök. Stundum er fólk gráðugt, þröngsýnt eða ósanngjarnt og við því er að búast. Þetta snýst allt um að telja sér ekki trú um að manneskjan eða veröldin sé fullkomin,“ segir hann og hlær þegar hann er spurð­ ur hvort hann sé fullkominn. „Nei, langt því frá. Hvorki ég né aðrir. Þannig er jú veröldin. Sumt sem við gerum gengur upp, annað ekki, stundum hef­ ur maður rétt fyrir sér, stund­ um ekki... Það sem skiptir máli er hvað þú lærir af þessu öllu saman og hvernig þú vinnur úr þinni reynslu. Þó að háskóla­ menntun sé mikilvæg þá er þegar upp er staðið mikilvæg­ ari menntunin sem felst í því að læra af reynslunni í lífinu sjálfu. Það er mesta mennt­ unin.“ Foreldrar Illuga eru vinstri­ menn og hann var það líka framan af. Um tvítugt breytti hann um stefnu og fór að halla sér að hægri væng stjórnmál­ anna. Hann segir enga eina sérstaka ástæðu eða einn sér­ stakan atburð hafa legið þar að baki. „Ég bara skipti um póli­ tíska skoðun um tvítugt. Það var ekkert eitt sem kom til. En ég held það hafi mótað mína skoðun á þessum tíma að vera að vinna fyrir vestan. Þegar ég fór að vinna þar þá sagði karl faðir minn við Einar Odd að hann skyldi ekkert fara að hræra pólitískt í stráknum og Einar stóð við það loforð. En þegar ég var að vinna í frysti­ húsinu þá fór ég að átta mig á samhengi hlutanna. Að hags­ munir fyrirtækisins og hags­ munir okkar sem þar unnu fóru saman. Þegar ég var bú­ inn að átta mig á því þá fór ég að hugsa margt upp á nýtt og eitt leiddi af öðru. Líf fyrir utan stjórnmálin Þegar Illugi var frá í leyfi frá þinginu hafði hann ýmislegt fyrir stafni. Hann segir það hafa verið skrýtið til að byrja með að fylgjast með störfum þingsins af hliðarlínunni. Hann lét sér þó ekki leiðast. „Ég sat ekki og reifst við sjón­ varpið,“ segir hann hlæjandi. „Það var skrýtið en það vand­ ist. Það er hollt fyrir alla stjórn­ málamenn að hugsa að það sé líf fyrir utan stjórnmálin. Það er ekki endirinn á þessu öllu saman ef þú ert ekki í stjórn­ málum. Þetta var alveg nægi­ lega langur tími fyrir mig til þess að rifja það upp. Það er margt annað í þessu lífi en stjórnmál sem er gefandi og skemmtilegt.“ Hann vann við hin ýmsu verkefni á meðan. „Þetta leyfi var auðvitað launalaust þann­ ig að ég fór í það að finna mér verkefni. Ég er heppinn með það að ég er með hagfræði og MBA­menntun. Þetta voru kannski ekki allt stór eða gríð­ arlega flókin verkefni. En ég var meðal annars að vinna með vini mínum frá Singapúr sem ég kynntist í London að því að setja upp sölu­ og dreif­ ingarkerfi í Asíu. Ég á kannski eftir að hugsa til baka til þessa tíma með ákveðnum söknuði því ég gat ráðstafað mínum tíma alveg sjálfur og ég held ég að það verði ekki neitt þannig á næstunni. Fyrir mér var þetta ekki glataður tími á nokkurn hátt. Ég var ekki að fást við það sem ég vildi helst gera eða var kosinn til að gera en ég var að gera margt annað í staðinn sem bætist í reynslubankann.“ Sannfærður um sakleysi sitt Þó að Illugi hafi stigið til hliðar þá var hann allan tím­ ann sannfærður um sakleysi sitt. „Ef ég hefði verið þeirr­ ar skoðunar að ég hefði gert eitthvað sem hefði verið ann­ að hvort siðferðislega mjög ámælisvert eða beinlínis brot gegn lögum þá hefði ég sagt af mér. Af því að það var ekki þannig þá tók ég þá ákvörðun að það væri eðlilegra að stíga til hliðar meðan verið væri að finna út úr þessu. Mér fannst það eðlilegt. Ég held að það hafi sýnt sig að það hafi ver­ ið rétt ákvörðun hjá mér. Það koma svo fram gögn í þessu máli sem gerðu mér mögulegt að snúa aftur til minna starfa. Í fyrsta lagi var skaðabótamál höfðað á grundvelli rannsókn­ arskýrslunnar. Það mál var allt dregið til baka eða því vísað frá dómi. Síðan kemur fram þetta lögfræðiálit sem unnið er af mjög færum lögfræðingi á þessu sviði. Þegar það er kom­ ið fram þá er búið að leggja fram að mínu mati alveg nægi­ lega góð og skýr gögn til þess að ég geti snúið aftur á þing og allir geti skoðað og tekið af­ stöðu til málsins. Ég tel í mínu hjarta að þetta sé fullkom­ lega nægjanleg gögn til þess að eyða óvissunni. Um leið og ég var kominn að þeirri niður­ stöðu þá var mér skylt að snúa aftur til minna starfa. Það sem skiptir mestu í þessu máli var tvennt, að það kæmi fram með skýrum hætti að ég hefði ekki brotið reglur og að engir pen­ ingar runnu úr ríkissjóði vegna þessa máls,“ segir hann. Hann segir að eðlilega hafi það verið erfitt að taka sér hlé þar sem það sé langt síðan hann ákvað að hann vildi vinna við stjórnmál. „Það er nokkuð síðan ég tók þá ákvörð­ un að ég vildi sinna stjórnmál­ um. Ég held að það sé eitt það merkilegasta sem maður getur gert. Það að fá að vinna fyrir samborgara sína og fá að taka þátt í að móta samfélagið með þessum hætti. Ég tel að það sé virkilega þess virði að setja alla sína krafta í það og að því leyti eru stjórnmálin mjög gefandi starf.“ Stjórnmálamenningin versnað og súrnað Illugi segist hafa orðið var við breytingu eftir að hann sneri aftur á Alþingi. „Mér finnst stjórnmálamenningin hafa verið að versna og súrna. Það skiptir máli að þeir sem taka þátt í stjórnmálunum gleymi því ekki til hvers þeir eru í þessu. Mér finnst ég skynja persónulegan pirring milli einstakra manna á þinginu. Það gerir að verkum að stjórn­ málaumræðan líður fyrir það. Stjórnmálin þróast í þá átt að það verði alltaf meiri og meiri andstæður. Það verði erfiðara að tala saman og menn ýtast alltaf meir og meir út á hina pólitísku vængi. Það er þróun sem við höfum séð til dæmis í Bandaríkjunum undanfarið. Við sáum það meðal annars í því í hvaða ósköpum þeir lentu með ákvörðunum sínum um skuldaþakið. Menn gátu varla talað saman. Ég er þeirrar skoðunar að það skipti máli að fólk virði hvert annað og sjón­ arhorn hvers annars. Að menn reyni að vera eins málefnalegir og þeir geta og halda persón­ unum frá. Best er ef menn geta síðan átt góð persónuleg sam­ skipti sín á milli, þvert á flokka­ línurnar. Til þess að þetta sé hægt þá verða menn að ræða stjórnmálin málefnalega því um leið og þú ferð að gera það persónulega þá hverfur mögu­ leikinn á því að menn geti átt samneyti og samstarf þvert á flokka.“ Hann telur vandann jafn­ vel liggja í veikri ríkisstjórn. „Kannski er það vegna þess að maður er að horfa á ríkisstjórn sem er í svo miklum erfið­ leikum því þeir hafa bara eins manns meirihluta. Öll mál verða þyngri og þess vegna er meiri pirringur í mönn­ um. Það kann að vera komin þreyta í alla. Þetta er búið að vera óskaplega erfiður tími í stjórnmálunum. Það eru mörg stór mál sem hafa legið á þing­ mönnum og ríkisstjórninni. Icesave, Evrópusambandið, deilurnar um landsdóm og fleiri og fleiri. Þau eru öll til þess fallin að auka á deilurnar og ýta fólki fjær hvert öðru. Það er hættulegt því að eðli lýð­ ræðisins er ekki að meirihlut­ inn valti yfir minnihlutann. Það þarf líka að ná einhverju samkomulagi. Auðvitað endar það á þann veg að ef ekki næst samkomulag þá er það meiri­ hlutinn sem ræður, en það á ekki að vera eina reglan.“ Davíð ekki gallalaus Illugi varð fyrst þekktur fyrir að vera aðstoðarmaður Dav­ íðs Oddssonar. Hann segir það hafa verið mikinn heiður og gaman að vinna fyrir fyrir Davíð. „Góður vinur minn, Orri Hauksson, hafði verið að­ stoðarmaður Davíðs áður og ætli það hafi ekki verið í gegn­ um það sem bent var á mig í það starf. Enn og aftur þá lít ég á mig sem gæfumann þeg­ ar ég hugsa um það hverja ég hef hitt og fengið að kynnast. Það var mjög gott að vinna fyrir Davíð. Hann var góð­ ur yfirmaður en það var mjög krefjandi að vinna fyrir hann. Það hljómar nærri öfugsnúið en það var mjög sjaldan sem hann setti manni eitthvað fyrir. Hans krafa var eiginlega sú að maður yrði að gagni og maður yrði sjálfur að finna út úr því hvernig, það var miklu meira krefjandi en að fá afhenta ein­ hverja verkefnalista.“ Hann segir þennan tíma hafa verið skemmtilegan. „Þetta var afskaplega skemmti­ legur tími og virkilega gefandi. Davíð er mjög magnaður pers­ ónuleiki. Ég hef séð minna af honum eftir að ég fór sjálfur í pólitíkina og hann í Seðla­ bankann og svo upp á Morg­ unblað en mér er hann mjög kær. Það eru forréttindi að fá, þegar maður er að byrja sinn starferil, að vinna fyrir mann af þessari stærð. Davíð er auðvi­ tað ekki gallalaus maður frek­ ar en aðrir, enginn okkar er það. Hann er stórbrotin pers­ óna og þannig persónur verða líka alltaf umdeildar. Það hef­ ur alltaf verið þannig með Davíð Oddsson að menn hafa mjög mismunandi skoðanir á honum, eðli málsins sam­ kvæmt, og ég held hann geri sér manna best grein fyrir því sjálfur. Það koma ekki marg­ ir svona menn fram á sjónar­ sviðið og maður getur kannski sagt: Guði sé lof,“ segir hann og hlær. „Ég veit ekki hvernig það væri ef það væru 63 svona karl­ ar inni á þinginu.“ Styður Bjarna Ben Hann segist hvað helst hafa dáðst að því hversu auðvelt Davíð átti með að taka ákvarð­ anir. „Það sem maður áttaði sig á í þessu öllu saman var að þú þarft endalaust að taka ákvarð­ anir. Stórar og smáar. Það sem skiptir máli þá er að viðkom­ andi hafi skýra sýn. Að þegar um álitamál er að ræða haf­ ir þú eitthvað til að fylgja eftir. Þess vegna er svo vont þegar stefnulaust fólk er í stórum og mikilvægum valdastöðum af því að svo koma öll álitamálin og þá stundum frýs fólk fast. Það er þó ekki þar með sagt að menn taki alltaf réttar ákvarð­ anir. Það er eitt af því sem Dav­ íð gat virkilega gert – að höndla þessar endalausu ákvarðana­ tökur. Hann gat það. Fyrir utan að hann er greindur maður með mikla yfirsýn þá er stóri þátturinn með hann að hann var með skýra pólitíska sýn. Mér finnst þetta vanta núna.“ Illugi segist sjálfur ekki sækja í að verða formaður Sjálfstæðisflokksins en styður vin sinn Bjarna Benediktsson eindregið til áframhaldandi formennsku í flokknum. „Ég dáist að Bjarna fyrir það hvern­ ig honum hefur tekist að sinna formannstöðunni. Það hef­ ur enginn formaður tekið við á jafn erfiðum tíma og hann. Við erum vinir og ég styð hann. Hann er drengur góður, mjög heill og heilsteyptur maður. Hann er bæði þolinmóður og umburðarlyndur og mér finnst hann hafa góða dómgreind. Það er ekki þar með sagt að hann, frekar en aðrir, taki alltaf réttar ákvarðanir, það er aldrei þannig. En hann hefur sýnt að hann fylgir sinni sannfæringu og þannig menn eiga að vera í forystu. Ég er sannfærður um að hann eigi eftir að ná mikl­ um árangri með Sjálfstæðis­ flokkinn.“ „Auðvitað væri best ef allir gætu farið út og veitt. Það væri einfalt, réttlátt og gott og ef auðlindin væri takmarkalaus þá gengi það upp. „Kvótakerfi án fram- sals, sagði hann, er eins og flugvél án vængja. Algjörlega gagnslaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.