Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað T öluverðar sviptingar hafa orðið á fjölmiðla­ markaði eftir banka­ hrunið. Þó má segja að líklega hefði mátt búast við því að fleiri fyrirtæki sem koma að fjölmiðlarekstri á Íslandi legðu upp laupana eða drægju enn frekar saman seglin. Stærsta breytingin var þó líklega þegar Árvakur hætti að gefa út fríblaðið 24 stundir, Morgunblaðið og Fréttablaðið hættu að koma út á sunnudög­ um og DV og Viðskiptablaðið fækkuðu útgáfudögum sínum. Lítið annað hefur breyst í út­ gáfu blaðanna fyrir utan að nýir eigendur hafa komið að flestum fyrirtækjunum eða að minnsta kosti nýjar kennitölur. Warren Buffet, einn þekkt­ asti fjárfestir heims, hefur látið hafa eftir sér að menn ættu ekki að fjárfesta í dag­ blaðaútgáfu sama hversu lágt verð væri hægt að fá hluta­ bréf þeirra á. Björgólfsfeðg­ ar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir létu hins vegar ekki varnarorð Buff­ ets stoppa sig fyrir hrun. Fjöl­ miðlaævintýri umræddra út­ rásarmanna enduðu flest með gjaldþroti en 365 miðlar náði hins vegar að skipta um kenni­ tölu í miðju bankahruninu þegar félagið Rauðsól kom fjöl­ miðlasamsteypunni til bjargar. Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudaginn að staða dagblaða á Íslandi varð­ andi tekjuöflun af auglýs­ ingum væri mun sterkari en víða annars staðar í heimin­ um. Skýrir það líklega að ein­ hverju leyti hvernig hægt er að gefa út fimm blöð á ekki stærra landi en Ísland er. Morgun­ blaðið og Fréttablaðið koma út sex sinnum í viku, DV þrisvar og Fréttatíminn og Viðskipta­ blaðið einu sinni í viku. Frétta­ blöð á Íslandi eru með um helming af auglýsingatekjum á fjölmiðlamarkaði á meðan hlutfallið er um 20 prósent á heimsvísu. Þá eru útvarps­ stöðvar á Íslandi með um 18 prósent af markaðnum á með­ an hlutfallið er einungis sjö prósent á heimsvísu. Íslenskar sjónvarpsstöðvar standa hins vegar höllum fæti í alþjóðleg­ um samanburði. Eru þær með um 30 prósent af íslenska aug­ lýsingamarkaðnum á meðan hlutfallið er rúmlega 40 pró­ sent á heimsvísu. Fjölmiðla­ fyrirtæki hafa átt á brattann að sækja á heimsvísu undan­ farin ár. Líklega búa þó fá lönd við jafn erfitt rekstrarumhverfi og íslenskir fjölmiðlar vegna smæðar landsins og þar með takmarkaðra tekjumöguleika. Sterkir fjölmiðlar nauð- synlegir fyrir lýðræðið Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á sæti í menntamálanefnd Alþingis. Hún hefur lýst miklum áhyggj­ um af rekstrarumhverfi ís­ lenskra fjölmiðla. „Það er mjög viðkvæmt og erfitt. Við sáum það fyrir hrun að þeir sem áttu mikil auðævi sóttust jafnvel eftir því að eignast fjölmiðla. Að mínu mati til að hafa áhrif á samfélagsumræðuna. Eft­ ir hrun hefur hins vegar staða blaðamanna og frjálsra fjöl­ miðla orðið mjög erfið. Það á líka við um RÚV. Staða fjöl­ miðla er því mikið áhyggju­ efni,“ segir Eygló í samtali við DV. Það sé hlutverk fjölmiðla að veita stjórnmálamönnum að­ hald. Til þess þurfi sterka, öfl­ uga og frjálsa fjölmiðla. Það sé hins vegar erfitt í núverandi rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. „Við höfum verið að skoða hvernig styrkjakerfi til fjölmiðla er í Noregi varð­ andi minni fjölmiðla. Einn­ ig hvernig megi tryggja dreift eignarhald og samkeppni á markaðnum. Hluti af þessu var gerður með fjölmiðlafrum­ varpinu en hins vegar þarf að gera meira,“ segir hún. Án sterkra fjölmiðla sé al­ menningi gert erfiðara um vik að mynda sér skoðanir á mál­ efnum í þjóðfélagsumræð­ unni. Slíkt sé ekki heppilegt. Bendir hún á að fjölmiðlar hafi verið gagnrýndir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing­ is fyrir að skrifa of jákvætt um viðskiptalífið. Voru jákvæð­ ar fréttir um viðskiptalífið sex sinnum algengari en neikvæð­ ar. „Fjölmiðla­ og blaðamenn verða að geta búið við frelsi til þess að skrifa réttar og vel unnar fréttir til þess að lýð­ ræðið virki,“ segir Eygló. Það sé því nauðsynlegt að hlúa vel að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Staða 365 hefur batnað Miklar óánægjuraddir heyrð­ ust víða þegar Jón Ásgeir Jó­ hannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigendur 365 miðla færðu fjölmiðasam­ steypuna til félagsins Rauð­ sólar í miðju bankahruninu haustið 2008. Keypti Rauð­ sól 365 út úr Íslenskri afþrey­ ingu á um 5,9 milljarða króna en Íslensk afþreying er gjald­ þrota í dag. 365 rekur í dag Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjuna og visir.is. Rekstur samsteyp­ unnar batnaði töluvert á árinu 2010 en þá náði 365 miðlar að skila 360 milljón króna hagn­ aði en árið 2009 nam tap­ ið 344 milljónum króna. Það sem sker hins vegar 365 frá öðrum fjölmiðlum á Íslandi er gríðarhá viðskiptavild. Nem­ ur hún nærri 60 prósentum af eignum félagsins eða um 5,7 milljörðum króna. Árið 2010 var gerð breyting á 5,2 millj­ arða króna skuldum 365 miðla við Landsbankann. Eru 1.800 milljónir króna á gjalddaga í nóvember 2014 og 1.200 millj­ ónir króna á gjalddaga í ágúst 2012. Morgunblaðið í vanda með afborganir lána Þá komu nýir eigendur að Ár­ vakri, móðurfélagi Morgun­ blaðsins árið 2009. Keypti hópur útgerðarmanna útgáfu­ félagið eftir að Íslandsbanki hafði sett það í söluferli. Var talað um bankinn hefði fellt niður skuldir fyrir nærri fimm milljarða króna vegna fyrri eigenda. Árvakur tapaði 1,4 milljörðum króna árið 2009 á fyrsta rekstrarári nýrra eig­ enda. Reksturinn batnaði þó töluvert árið 2010 en þá skilaði félagið 330 milljón króna tapi. Munar þar miklu að handbært fé frá rekstri hefur farið úr því að vera neikvætt um nærri 950 milljónir króna árið 2009 í að vera neikvætt um 250 milljónir króna árið 2010. Eitt prósent eigið fé hjá Skjá miðlum Félagið Skjá miðlar, sem er í eigu Skipta hf. hefur ekki skil­ að ársreikningi fyrir árið 2010. Félagið stóð höllum fæti árið 2009 en þá skilaði Skjá miðlar 375 milljón króna tapi. Nam eigið fé félagsins einungis 1,2 prósentum. Í maí á þessu ári bárust fréttir af því að Vefpress­ an hefði í hyggju að kaupa Skjá miðla. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjá miðla kannaðist þó ekki við þann áhuga. Ekkert hefur heyrst frekar af umræddum viðræð­ um síðustu mánuði. Aðrir fjölmiðlar eru síð­ an DV, Vefpressan, Birtíngur, Fréttatíminn og Viðskiptablað­ ið. Reynir Traustason og Lilja Skaftadóttir keyptu DV í apríl 2010 af Birtíngi ásamt öðrum smærri hluthöfum. Skilaði DV um 50 milljón króna tapi árið 2010 en um er að ræða níu mánaða tímabil. Vegna taps­ ins lækkaði hlutafé félagsins úr 64 milljónum króna í 10 millj­ ónir króna. Var handbært fé frá rekstri neikvætt um rúmlega sjö milljónir króna. Vefpressan hefur ekki skil­ að ársreikningi fyrir árið 2010. Árið 2009 skilaði félagið hins vegar 30 milljón króna tapi. Vegna tapsins lækkaði hlutafé félagsins úr 44 milljónum króna í 14 milljónir króna. DV sagði frá því á síðasta miðviku­ dag að Vefpressan hefði falið Íslandsbanka að sjá um hluta­ fjáraukningu útgáfufyrirtækis­ ins sem Björn Ingi Hrafnsson fer fyrir. Vefpressan heldur úti netmiðlunum Pressunni, Eyj­ unni, menn.is og bleikt.is auk þess að reka nokkrar netversl­ anir. Birtíngur gefur út ýmis tímarit og má þar helst nefna Gestgjafann, Hús og híbýli, Mannlíf, Nýtt Líf, Vikuna og Séð og heyrt. Birtíngur hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 en árið 2009 tapaði félagið 190 milljónum króna. Var félagið með neikvætt eig­ ið fé upp á nærri 30 milljónir króna en félagið átti eignir upp á nærri 340 milljónir króna. Rekstur Birtíngs hefur þó breyst töluvert frá árinu 2009 eftir að DV var selt í apríl 2010 eins og áður kom fram. Fréttatíminn og Við- skiptablaðið í ágætum rekstri Fréttatíminn kom fyrst út árið 2010 og kemur út einu sinni í viku. Rekstur Morgundags ehf., útgáfufélags Fréttatímans, gekk ágætlega árið 2010 eða á þeim þremur mánuðum sem blaðið kom út. Nam tap af rekstri þremur milljónum króna sem hlýtur að teljast nokkuð góð byrjun í útgáfu­ rekstri á tímum niðursveiflu í efnahagslífinu. Nam eiginfjár­ hlutfall Fréttatímans um 95 prósentum í lok árs 2010. Þess skal þó getið að umræddar töl­ ur eru byggðar á upplýsingum frá útgefandanum sjálfum en félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi. Rekstur Viðskiptablaðs­ ins stórbatnaði á árinu 2010. Náði Myllusetur ehf., útgáfu­ félag Viðskiptablaðsins, að snúa 17 milljón króna tapi árs­ ins á undan í rúmlega 20 millj­ ón króna hagnað. Fór eigið fé félagsins úr því að vera nei­ kvætt um 17 milljónir króna í að vera nú jákvætt um nærri fjórar milljónir króna. Myllu­ setur, sem er í eigu Péturs Árna Jónssonar, útgefanda Við­ skiptablaðsins, og Sveins Bier­ ing Jónssonar, keypti rekstur Viðskiptablaðsins eftir að fé­ lagið Framtíðarsýn, sem var í eigu Exista varð gjaldþrota. Myllusetur birti upgjör sitt fyrir árið 2010 á fimmtudag­ inn en sama dag var greint frá því að tveir af öflugustu blaða­ mönnum Viðskiptablaðsins, þeir Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson, væru að hætta á blaðinu og færu til starfa hjá 365 miðlum. Óhætt er að fullyrða að þær manna­ breytingar muni hafa áhrif á rekstur blaðsins enda hafa fáir blaðamenn á Íslandi staðið sig betur í skrifum um efnahags­ og viðskiptamál eftir banka­ hrunið en þeir tveir. Annas Sigmundsson as@dv.is Fjölmiðlar Fjölmiðlar í erfiðu rekstrarumhverfi „Eftir hrun hefur hins vegar staða blaðamanna og frjálsra fjölmiðla orðið mjög erfið. Það á líka við um RÚV. Staða fjölmiðla er því mikið áhyggjuefni. n Eygló Harðardóttir telur gott rekstarumhverfi fjölmiðla nauðsynlegt fyrir lýðræðið n Viðskiptablaðið búið að snúa taprekstri í hagnað n 75 prósent íslenskra fjölmiðlafyrirtækja rekin með tapi 2009 og 2010 365 Morgunbl. Skjár einn DV Vefpressan Viðskiptabl. Birtingur Fréttatíminn Tekjur 8550 2613 1227 286 22 95,3 Gjöld 8190 2927 1602 339 53 97,7 Hagnaður 360 -330 -375 -53 -30,2 20,9 -190 -2,6 Eignir 9950 2928 686 91 26 48 336 53 Eigið fé (E) 2003 686 8,3 10 14 3,7 -26 50,4 Skuldir (S) 7947 2241 678 81 12 44,8 363 0 Eiginfjárhlutfall 20,1% 23,4% 1,2% 11% 54% 7,7% -7,7% 95,1% Handb. fé frá rekstri 981 -199 -354 -7,4 -24 Rekstrarstaða fjölmiðlana Fjölmiðlar Rekstur þeirra hefur verið þungur eftir hrun og hafa fæstir verið reknir með hagnaði. YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLU Opið virka daga til kl. 18 og laugardag til kl. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.