Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 46
46 | Sport 16.–18. september 2011 Helgarblað S ergio Agüero hefur komið sem stormsveip­ ur inn í ensku úrvals­ deildina í haust. Hann gekk til liðs við Man­ chester City í sumar fyrir 36 milljónir punda og til hans eru gerðar gríðarlegar væntingar. Þessi 23 ára Argentínumað­ ur kom frá Atletico Madrid þar sem hann raðaði inn mörkum undanfarin ár, þrátt fyrir ung­ an aldur. Hann hefur komið við sögu í þremur deildarleikj­ um og hefur í þeim skorað sex mörk. Ef ekki væri fyrir undra­ verða frammistöðu Waynes Rooney, sem hefur skorað átta mörk í fjórum fyrstu leikjun­ um, væri hann markahæstur í deildinni ásamt liðsfélaga sín­ um Edin Dzeko. Um liðna helgi skoraði Agüero öll mörk liðsins í 3–0 heimasigri gegn Wigan. Messi sagði honum að fara til City Agüero er góður vinur landa síns Lionels Messi. Hann greindi frá því í samtali við breska blaðið Daily Star í vik­ unni að hann hefði ráðfært sig við Messi áður en hann ákvað að ganga til liðs við City. „Já, það er rétt. Við ræddum saman. Við höfum verið vinir lengi og hann sagði við mig að það væri frá­ bær tilfinning að vinna titla. Ég ætti að hafa mikla möguleika á því hjá City,“ segir Agüero við Daily Star. „Hann óskaði mér góðs gengis og sagðist vona að ég gæti unnið titla með liðinu.“ Dreymir um að verða bestur Agüero segir enn fremur að þeir Messi væru góðir vinir og ræddu oft saman um knatt­ spyrnu en einnig um persónu­ legri mál. „Það er enginn vafi í mínum huga að Messi er besti leikmaður í heimi enda hef­ ur hann tvisvar hlotið þá nafn­ bót. Mig dreymir um að komast á þann stall og ég vinn að því markmiði mínu á hverjum degi. Vonandi tekst mér einn daginn að verða sá besti í heimi.“ Hann segir einnig að City hafi alla burði til að fara lengra en menn hafi grunað fyrir mót og gefur þannig í skyn að liðið geti orðið meistari. „Það er mjög sérstök stemning í herbúðum liðsins núna,“ segir hann. Keyptur á 18 milljarða Agüero fæddist í Buenos Aires, 2. júní 1988, og var skírður Ser­ gio Leonel Agüero del Castillo. Argentínska liðið Independ­ iente var fyrsta liðið sem Agüero lék með sem atvinnu­ maður í knattspyrnu. Fyrsti leikur hans var gegn San Lor­ enzo 7. júlí 2003 og hann varð þar með yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild í Argent­ ínu, 15 ára og 35 daga gamall. Fyrra metið átti enginn annar en Diego Armando Maradona. Árið 2005 vakti Agüero at­ hygli evrópskra stórliða með spilamennsku sinni í argent­ ínsku deildinni. Þar skoraði hann 101 mark í 234 leikjum. Það varð til þess að spænska liðið Atletico Madrid festi kaup á honum í maí 2006 fyrir 15 milljarðar punda á gengi þess tíma. Agüero lék sinn fyrsta landsleik fyrir Argentínu í september 2006 en hefur nú skorað 7 mörk í 20 leikjum fyrir A­landsliðið. Gaf Maradona afabarn Ári eftir að hann gekk til liðs við Atletico Madrid, þar sem hann skoraði 43 mörk í 112 leikjum á þremur keppnistímabilum, leiddi hann argentínska ung­ mennalandsliðið, skipað leik­ mönnum 20 ára og yngri, til sigurs á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Argentína lagði Tékkland 2–1 í úrslitaleik en Agüero var valinn besti leik­ maður keppninnar. Hann var einnig markahæsti leikmaður mótsins með sex mörk; þar af skoraði hann annað marka liðsins í úrslitaleiknum. „Ég kom hingað með þann draum að vinna titilinn og að verða valinn leikmaður mótsins. Nú, þegar ég hef afrekað það, er ég ótrúlega hamingjusamur,“ sagði Agüero skömmu eftir úr­ slitaleikinn. Tveimur árum áður hafði vinur hans, Lionel Messi, af­ rekað það sama; skorað sex mörk og verið valinn maður mótsins en þess má geta að argentínska ungmennalands­ Tengdasonur Maradona n Sergio Agüero er nýjasta stjarnan í enska boltanum n Varð markakóngur á HM ungmenna 2007 n Er góður vinur Lionels Messi sem ráðlagði honum að fara til City Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Nærmynd liðið hefur verið ákaflega sig­ ursælt í þessum aldursflokki undanfarin ár. Þegar Agüero fagnaði titlinum hafði liðið í þessum aldursflokki orðið fimm sinnum heimsmeistari í síðustu sjö heimsmeistara­ keppnum. Agüero hefur ólíkt mörgum ungstirnum verið laus við vandamál utan vallar. Hann hefur hingað til einbeitt sér að knattspyrnuiðkun, þar sem hæfileikar hans liggja. Ólíkt Diego Maradona sem er, merkilegt nokk, tengdafaðir hans. Agüero er giftur Giann­ ina Maradona en þau hafa ver­ ið saman frá því árið 2007 og eiga saman einn son, Benja­ mín, sem er fyrsta afabarn Die­ gos Maradona. Svipar til Tevez Agüero var ekki nema 9 mín­ útur að setja mark sitt á ensku úrvalsdeildina. Hann kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 4–0 heimasigri City gegn ný­ liðum Swansea. Hann skoraði tvö mörk, annað með þrumu­ fleyg af löngu færi, auk þess sem hann lagði upp mark fyrir David Silva, eftir að hafa leikið á markvörðinn. Tvö mörk og stoðsending á rúmum 40 mín­ útum verða að flokkast und­ ir draumabyrjun í annarri af bestu deild heims. Á vellinum minnir Agüero um margt á landa sinn og liðs­ félaga, Carlos Tevez. Hann er þrekinn og stuttvaxinn og býr yfir mikilli snerpu og styrk. Hann er afar leikinn með knött­ inn og er, eins og ferillinn hans ber vott um, stórhættulegur í teig andstæðinganna. Vinur hans Messi og gamla landsliðs­ kempan Ossie Ardiles hafa báð­ ir lýst Agüero sem gríðarlega kraftmiklum, sterkum og ótrú­ lega vinnusömum leikmanni. Það má teljast nokkuð ljóst að framtíð Argentínumannsins unga er björt. Hann hefur þegar sannað sig í deild þeirra bestu og virðist þroskaður miðað við aldur. Hann á vafalaust eftir að gleðja knattspyrnuaðdáendur með leikni sinni og dugnaði næsta áratuginn eða svo. Kallar sig Kun Agüero Knattspyrnu- áhugamenn hafa vafalítið tekið eftir því að aftan á Manchester City- treyjunni stendur Kun Agüero. Viður- nefnið Kun var fyrst notað af foreldrum hans þegar hann var lítill strákur. Fram hefur komið að nafnið er afsprengi nafns uppáhaldsteiknimyndapersónu Agüeros í æsku; Kum Kum. Hann hefur látið hafa eftir sér að honum þyki vænt um nafnið vegna þess þess hve sérstakt það sé. Það sé ekki á hverjum degi sem íþróttamaður taki upp nafn teiknimyndapersónu. „Vinur hans, Messi, og gamla landsliðs- kempan Ossie Ardiles hafa báðir lýst Aguero sem gríðarlega kraft- miklum, sterkum og ótrúlega vinnusöm- um leikmanni. Hetja í Manager Argentínumenn hafa ávallt verið eftirsóttir í knattspyrnu- stjóraleiknum Championship Manager, allt frá því leikurinn var fyrst gerður. Á meðal þeirra ungu leikmanna sem þótti gott að kaupa í leiknum, sem kom út árið 2003, var maður að nafni Sergio Agüero. Óhætt er að fullyrða að margir tölvuleikjaglaðir knattspyrnu- áhugamenn þekktu nafnið þaðan áður en hann sló í gegn með ungmennalandsliðinu og Atletico Madrid. Í leiknum lék hann með Independiente og var óstöðvandi í markaskorun. Hann er einn þeirra fáu í leiknum sem hefur staðið undir væntingum í raun- heimum. Framleiðendur leiksins hafa því hitt naglann á höfuðið þegar þeir forrituðu leikmanninn. Skoraði strax Agüero er næst markahæstur í deildinni og skoraði raunar sitt fyrsta mark eftir níu mínútna leik í deildinni. MynD REuTERS Með tengdó Sergio Aguero gerði Diego Maradona að afa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.