Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 19
Erlent | 19Helgarblað 16.–18. september 2011
FLOTTASTA SYNING I HEIMI
Fusi Froskagleypir
Leikfélag Hafnarfjarðar kynnir
Sýnt í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti
Gaflaraleikhúsið - Strandgötu 50 Hafnarfirði Sími: 565 5900 - gaflarar@gaflaraleikhusid.is
snyr aftur
Fyrsta sýning 1. okt
Önnur sýning. 2. okt
Þriðja sýning. 8. okt
Fjórða sýning. 9. okt
Miðasala á midi.is og á midasala@gaflaraleikhusid.is
Nánari upplýsingar um sýningardaga
í síma 565 5900 eða á www.gaflaraleikhusid.is
R
ithöfundurinn Joe McGinn-
iss sendi á fimmtudag frá sér
bók um ævi Söruh Palin. Í
bókinni kemur ýmislegt nýtt
fram í sviðsljósið um fortíð
Palin en hún er meðal annars sögð
hafa átt í ástarsambandi við NBA-
körfuboltaleikmann á meðan hún
var í sambandi með núverandi eigin-
manni sínum.
Sarah Palin hefur verið gífurlega
áberandi í bandarískum stjórnmálum
allt frá því hún var útnefnd sem vara-
forsetaefni Repúblikanaflokksins fyr-
ir síðustu forsetakosningar í landinu.
Palin hefur verið orðuð við framboð
til forseta allt síðan þá en hafi hún haft
einhverja drauma um embættið gæti
verið að þeir séu að engu orðnir.
Sögð hafa haldið ítrekað framhjá
Bandaríska götublaðið National En-
quirer hefur birt brot úr bókinni. Í
þeim texta sem birtist þar er ljóst að
Sarah hefur gert marga hluti sem
bandaríska þjóðin er líklegast ekki
ánægð með. Númer eitt er að sjálf-
sögðu meint framhjáhald Palin með
NBA-stjörnunni Glen Rice. Framhjá-
haldið er sagt hafa átt sér stað á með-
an Palin starfaði sem íþróttafrétta-
maður hjá sjónvarpsstöð í heimaríki
sínu Alaska. Rice er sagður hafa stað-
fest framhjáhaldið við höfund bókar-
innar.
Þetta er þó ekki eina skiptið sem
Palin er sögð hafa haldið framhjá eig-
inmanni sínum. Í National Enqui-
rer segir að gögn í bókinni leiði í ljós
framhjáhald Palin með viðskipta-
félaga eiginmanns síns. Eiginmaður
Palin, Todd Palin, rak snjósleðaum-
boð ásamt kunningja sínum Brad
Hanson. Mun hann hafa hætt störfum
fyrir umboðið og leyst það upp eftir að
hann komst að því að Palin og Hanson
hefðu átt í ástarsambandi.
Tók kókaín af olíutunnu
Palin er harðlínuhægrikona í banda-
rískum stjórnmálum og er talin með
allra íhaldssömustu stjórnmála-
mönnum þar í landi. Hún hefur þó
leyft sjálfri sér að fara frjálslega með
eiturlyf en í bókinni er sagt frá því að
hún hafi sogið kókaín í nefið af olíu-
tunnu á meðan hún var í snjósleða-
ferð með nokkrum vinum sínum. At-
vikið er sagt hafa átt sér stað áður en
hún var kjörin ríkisstjóri í Alaska.
Kókaínsagan er höfð eftir vini Pal-
in-hjónanna til margra ára en hann
segir einnig að eiginmaður Palin hafi
verið tekinn fyrir að keyra undir áhrif-
um kókaíns. Palin er þó sögð hafa not-
að fleiri fíkniefni en kókaín að sögn
National Enquirer. Í bókinni kemur
fram að hún hafi reykt maríjúana með
háskólaprófessor, sem var faðir vin-
konu hennar.
n Ævisaga Söruh Palin varpar nýju ljósi á fortíð hennar n Sögð hafa haldið ítrekað framhjá eiginmanni
sínum og neytt kókaíns n Draumar Palin um að verða forseti Bandaríkjanna líklega að engu orðnir„Framhjáhaldið er
sagt hafa átt sér
stað á meðan Palin starf-
aði sem íþróttafrétta-
maður hjá sjónvarpsstöð í
heimaríki sínu Alaska.
Kókaín
og kynlíf
Söruh Palin
Körfuboltastjarna Í bókinni er greint frá
meintu framhjáhaldi Söruh með Glen Rice.
Ýmislegt á samviskunni
Sarah Palin getur að líkindum
kvatt drauma sína um frekari
frama í pólitík eftir að bókin
kemur út.
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Bandaríkin
S
jónvarpssálfræðingurinn
dr. Phil tryggði sér ítarlegt
viðtal við hjónin George og
Cindy Anthony, foreldra Ca-
sey Anthony, sem sýknuð
var fyrr í sumar af ákæru um að hafa
myrt barnunga dóttur sína Caylee.
Málið varð eitt stærsta fréttamál
Bandaríkjanna og allt ætlaði um
koll að keyra þegar Casey var sýkn-
uð, enda hafði ákæruvaldið mjög
sterk sönnunargögn gegn henni.
Flest benti raunar til þess að móð-
irin unga hefði myrt dóttur sína. Ca-
sey hefur verið í felum síðan hún var
sýknuð og ekki veitt eitt einasta við-
tal eða sést opinberlega.
Foreldrar hennar hafa nú hins
vegar rofið þögnina og gáfu dr.
Phil sínar skýringar á því hvernig
þau telja að dóttir þeirra hafi myrt
barnabarn þeirra. Cindy sagði við
dr. Phil að hún tryði hluta þeirr-
ar sögu að Caylee hefði drukknað í
sundlaug, en því hélt verjandi Casey
fram í réttarhöldunum. „Ég kaupi
það að Caylee hafi drukknað en ég
trúi ekki sögunni í kringum það,“
sagði Cindy.
George var miklu meira afger-
andi í garð dóttur sinnar og kom
með allt aðra kenningu í viðtalinu.
„Ég held að eitthvað annað hafi
komið fyrir hana... Ég held að Ca-
sey eða einhver sem var með henni
hafi gefið litlu stúlkunni of stóran
skammt. Hún sofnaði og vaknaði
ekki aftur.“ Dr. Phil spurði George
af hverju Caylee hefði fengið stóran
skammt. „Trúlega af einhvers kon-
ar lyfi eða öðru slíku,“ svaraði Ge-
orge. Þegar hann var spurður hvaða
ástæður Casey hefði fyrir því að gefa
dóttur sinni lyf, sagði George: „Til að
fara út og skemmta sér. Til að geta
verið með vinum sínum.“
Sýknuð Casey var
sýknuð þrátt fyrir yfir-
gnæfandi sönnunargögn.
Hjónin opna sig
n Foreldrar Casey Anthony í viðtali