Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað
VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400
Vel valið fyrir húsið þitt
RISA
HAUST-TILBOÐ
Fyrstur kemur fyrstur fær - Aðeins tvö gestahús í boði
VH
/1
1-
08
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
Gestahús 24 m² - Sýningarhús
Fullt verð 2.900.000 kr.
Haust-tilboðsverð kr. 2.390.000,-
(Aðeins eitt eintak)
Fullbúið að utan, fokhelt að innann.
Byggingarnefndarteiknisett.
Garðhús í úrvali
10% afsláttur af öllum garð-
húsum meðan byrgðir endast.
Sjá nánar á heimasíðu
www.volundarhus.is
Af gæðunum þekkið þið
pallaefnið frá Völundarhúsum
Tilboð Gestahús 25 m²
Verð áður kr. 1.689.000,- án fylgihluta.
Haust-tilboðsverð kr. 1.500.000,- án fylgihluta.
Verð áður kr. 1.989.000,- með fylgihlutum.
Haust-tilboðsverð kr. 1.800.000,- með fylgihlutum
og byggingarnefndar teiknisetti.
Þ
að sem ég finn mest fyrir, eft-
ir að hafa setið undir þessu,
er óbragð í munni,“ segir
leikhúsgagnrýnandi DV, Jón
Viðar Jónsson, í dómi sín-
um um leikverkið Zombíljóðin eft-
ir Mindgroup-hópinn sem sýnt er í
Borgarleikhúsinu um þessar mund-
ir. Sýningin hefur verið gagnrýnd
harkalega af leikhúsgagnrýnendum,
meðal annars Jóni Viðari og gagn-
rýnanda Fréttablaðsins, Elísabetu
Brekkan. Hún komst að þeirri niður-
stöðu að verkið væri „ósmekkleg úr-
vinnsla á vandmeðförnu efni“. Bæði
gáfu þau Jón Viðar og Elísabet verk-
inu eina stjörnu.
Verkið hefur hins vegar fengið
betri dóma í nokkrum öðrum miðl-
um, meðal annars í Víðsjá, á Eyj-
unni, á Pressunni og í Tímariti Máls
og menningar.
Þriðji samtímaspegillinn
Verkið er það þriðja sem Mindgro-
up setur upp í Borgarleikhúsinu frá
hruninu 2008. Öll eiga það sameig-
inlegt að vera hrá og nokkuð handa-
hófskennd, rifin beint út úr íslensk-
um raunveruleika. Þetta er leikhús
líðandi stundar á Íslandi þar sem
fjallað er um samtímann á hvassan,
gagnrýninn en jafnframt húmor-
ískan hátt á stundum. Hin tvö verk-
in, „Þú ert hér“ og „Góðir Íslending-
ar“, hlutu almennt betri viðtökur en
Zombíljóðin. Sérstaklega „Þú ert
hér“ sem var paródía á íslensku út-
rásina og 2007-andann sem ríkti á Ís-
landi fyrir hrunið. Aðalsögupersón-
urnar voru firrtir útrásarvíkingar og
týnd íslensk þjóð. Stór blaðra – ís-
lenska efnahagsblaðran og kannski
útþanið, ofmetið egó íslensku þjóð-
arinnar – sprakk á sviðinu í lok sýn-
ingarinnar.
Segja Mindgroup ganga lengra
Zombíljóðin fjalla um atburði sem
eru enn nær okkur í tíma. Fjallað er
um nýlega atburði sem verið hafa í
fréttum, til dæmis ástríðuglæp frá
liðnu ári og og fleiri þekktar harm-
sögur. Í viðtali við Fréttablaðið sagði
einn úr Mindgroup-hópnum, Jón
Atli Jónasson, að tilgangur verksins
væri að kanna möguleika okkar til
„hluttekningar“, færni okkar í að setja
okkur í spor og finna til með fórnar-
lömbum illsku og mannvonsku sem
við fáum frásagnir af í gegnum fjöl-
miðla.
Jón Viðar segir í dómi sínum að
túlka megi verkið sem gagnrýni á
sensasjónalisma og tilfinningaklám
í ýmsum fjölmiðlum – og nefnir sér-
staklega DV í því sambandi – þar
sem blaðamenn velta sér upp mann-
legum harmleikjum. Elísabet segir í
sínum dómi að Mindgroup-hópur-
inn gangi lengra „ en subbulegustu
blöðin“ í verkinu. Inntakið í þessari
gagnrýni er að Mindgroup-hópur-
inn gangi skrefi lengra í ósmekkleg-
heitum sínum en þeir fjölmiðlar sem
hann gagnrýnir og sýni fórnarlömb-
um í harmleikjunum sem vísað er til
„vanvirðingu“ eins og Elísabet orðar
það í sinni umfjöllun um sýninguna.
Gert í samráði við aðstand-
endur
DV vildi fá aðstandendur Zombíljóð-
anna til að tjá sig um þessa gagnrýni
á sýninguna undir nafni. Ekki var
hins vegar áhugi á því og var DV bent
á að ræða við Magnús Geir Þórðar-
son, leikhússtjóra Borgarleikhússins.
Einn af aðstandendum sýningarinn-
ar segir hins vegar: „Það eina sem ég
get sagt og má segja þér er að þetta
er gert í algjörum kærleika, sýningin,
og það var haft samband við alla að-
standendur. En ég get ekki sagt fólki
að móðgast ekki. Þá erum við bara
að tala um upplifun og túlkun fólks á
upplifun. Það er eitthvað sem ég get
ekki farið inn í, sko.“
Tóku erindinu vel
Magnús Geir segir aðspurður að
aðstandendur fórnarlambanna
hafi sýnt leikverkinu mikinn skiln-
ing. „Þar sem efni sýningarinnar er
óvenjulega viðkvæmt var rætt við
nánustu aðstandendur þeirra sem
tengjast viðkvæmustu umfjöllunar-
efnum sýningarinnar. Það var bæði
gert af leikhúsinu sjálfu og með að-
stoð prests. Í öllum þessum tilfellum
tóku aðstandendur þessu af miklum
skilningi og þótti ætlunarverk lista-
mannanna virðingarvert og þarft,“
segir Magnús Geir.
Samkvæmt þessu þá sýndu að-
standendur Borgarleikhússins og
Zombíljóðanna ættingjum fórnar-
lambanna þá virðingu og nærgætni
að bera undir þá hvort fjalla mætti
um harmsögurnar af skyldmennum
þeirra í verkinu. Inn í umræðuna
um verkið þarf væntanlega einn-
ig að taka þá staðreynd að um er að
ræða listaverk, leikrit, þar sem unnið
er með raunveruleikann á listrænan
hátt. Ekki er leitast við að draga upp
raunsanna mynd af heiminum held-
ur spegla hann með tækjum leiklist-
arinnar. Afrakstur þessarar vinnu fer
svo misjafnlega í fólk.
n Gagnrýnendur harðorðir um sýninguna Zombíljóðin
n Nýlegar harmsögur úr samtímanum hluti af sýningunni
„Þetta er gert í
algjörum kærleika“„Það eina sem ég
get sagt og má
segja þér er að þetta er
gert í algjörum kærleika,
sýningin, og það var haft
samband við alla að-
standendur.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Zombíljóðin Jón Páll Eyjólfsson sést hér í
einu af hlutverkum sínum í Zombíljóðunum.