Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400 Vel valið fyrir húsið þitt RISA HAUST-TILBOÐ Fyrstur kemur fyrstur fær - Aðeins tvö gestahús í boði VH /1 1- 08 ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA 70 mm bjálki / Tvöföld nótun Gestahús 24 m² - Sýningarhús Fullt verð 2.900.000 kr. Haust-tilboðsverð kr. 2.390.000,- (Aðeins eitt eintak) Fullbúið að utan, fokhelt að innann. Byggingarnefndarteiknisett. Garðhús í úrvali 10% afsláttur af öllum garð- húsum meðan byrgðir endast. Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is Af gæðunum þekkið þið pallaefnið frá Völundarhúsum Tilboð Gestahús 25 m² Verð áður kr. 1.689.000,- án fylgihluta. Haust-tilboðsverð kr. 1.500.000,- án fylgihluta. Verð áður kr. 1.989.000,- með fylgihlutum. Haust-tilboðsverð kr. 1.800.000,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Þ að sem ég finn mest fyrir, eft- ir að hafa setið undir þessu, er óbragð í munni,“ segir leikhúsgagnrýnandi DV, Jón Viðar Jónsson, í dómi sín- um um leikverkið Zombíljóðin eft- ir Mindgroup-hópinn sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mund- ir. Sýningin hefur verið gagnrýnd harkalega af leikhúsgagnrýnendum, meðal annars Jóni Viðari og gagn- rýnanda Fréttablaðsins, Elísabetu Brekkan. Hún komst að þeirri niður- stöðu að verkið væri „ósmekkleg úr- vinnsla á vandmeðförnu efni“. Bæði gáfu þau Jón Viðar og Elísabet verk- inu eina stjörnu. Verkið hefur hins vegar fengið betri dóma í nokkrum öðrum miðl- um, meðal annars í Víðsjá, á Eyj- unni, á Pressunni og í Tímariti Máls og menningar. Þriðji samtímaspegillinn Verkið er það þriðja sem Mindgro- up setur upp í Borgarleikhúsinu frá hruninu 2008. Öll eiga það sameig- inlegt að vera hrá og nokkuð handa- hófskennd, rifin beint út úr íslensk- um raunveruleika. Þetta er leikhús líðandi stundar á Íslandi þar sem fjallað er um samtímann á hvassan, gagnrýninn en jafnframt húmor- ískan hátt á stundum. Hin tvö verk- in, „Þú ert hér“ og „Góðir Íslending- ar“, hlutu almennt betri viðtökur en Zombíljóðin. Sérstaklega „Þú ert hér“ sem var paródía á íslensku út- rásina og 2007-andann sem ríkti á Ís- landi fyrir hrunið. Aðalsögupersón- urnar voru firrtir útrásarvíkingar og týnd íslensk þjóð. Stór blaðra – ís- lenska efnahagsblaðran og kannski útþanið, ofmetið egó íslensku þjóð- arinnar – sprakk á sviðinu í lok sýn- ingarinnar. Segja Mindgroup ganga lengra Zombíljóðin fjalla um atburði sem eru enn nær okkur í tíma. Fjallað er um nýlega atburði sem verið hafa í fréttum, til dæmis ástríðuglæp frá liðnu ári og og fleiri þekktar harm- sögur. Í viðtali við Fréttablaðið sagði einn úr Mindgroup-hópnum, Jón Atli Jónasson, að tilgangur verksins væri að kanna möguleika okkar til „hluttekningar“, færni okkar í að setja okkur í spor og finna til með fórnar- lömbum illsku og mannvonsku sem við fáum frásagnir af í gegnum fjöl- miðla. Jón Viðar segir í dómi sínum að túlka megi verkið sem gagnrýni á sensasjónalisma og tilfinningaklám í ýmsum fjölmiðlum – og nefnir sér- staklega DV í því sambandi – þar sem blaðamenn velta sér upp mann- legum harmleikjum. Elísabet segir í sínum dómi að Mindgroup-hópur- inn gangi lengra „ en subbulegustu blöðin“ í verkinu. Inntakið í þessari gagnrýni er að Mindgroup-hópur- inn gangi skrefi lengra í ósmekkleg- heitum sínum en þeir fjölmiðlar sem hann gagnrýnir og sýni fórnarlömb- um í harmleikjunum sem vísað er til „vanvirðingu“ eins og Elísabet orðar það í sinni umfjöllun um sýninguna. Gert í samráði við aðstand- endur DV vildi fá aðstandendur Zombíljóð- anna til að tjá sig um þessa gagnrýni á sýninguna undir nafni. Ekki var hins vegar áhugi á því og var DV bent á að ræða við Magnús Geir Þórðar- son, leikhússtjóra Borgarleikhússins. Einn af aðstandendum sýningarinn- ar segir hins vegar: „Það eina sem ég get sagt og má segja þér er að þetta er gert í algjörum kærleika, sýningin, og það var haft samband við alla að- standendur. En ég get ekki sagt fólki að móðgast ekki. Þá erum við bara að tala um upplifun og túlkun fólks á upplifun. Það er eitthvað sem ég get ekki farið inn í, sko.“ Tóku erindinu vel Magnús Geir segir aðspurður að aðstandendur fórnarlambanna hafi sýnt leikverkinu mikinn skiln- ing. „Þar sem efni sýningarinnar er óvenjulega viðkvæmt var rætt við nánustu aðstandendur þeirra sem tengjast viðkvæmustu umfjöllunar- efnum sýningarinnar. Það var bæði gert af leikhúsinu sjálfu og með að- stoð prests. Í öllum þessum tilfellum tóku aðstandendur þessu af miklum skilningi og þótti ætlunarverk lista- mannanna virðingarvert og þarft,“ segir Magnús Geir. Samkvæmt þessu þá sýndu að- standendur Borgarleikhússins og Zombíljóðanna ættingjum fórnar- lambanna þá virðingu og nærgætni að bera undir þá hvort fjalla mætti um harmsögurnar af skyldmennum þeirra í verkinu. Inn í umræðuna um verkið þarf væntanlega einn- ig að taka þá staðreynd að um er að ræða listaverk, leikrit, þar sem unnið er með raunveruleikann á listrænan hátt. Ekki er leitast við að draga upp raunsanna mynd af heiminum held- ur spegla hann með tækjum leiklist- arinnar. Afrakstur þessarar vinnu fer svo misjafnlega í fólk. n Gagnrýnendur harðorðir um sýninguna Zombíljóðin n Nýlegar harmsögur úr samtímanum hluti af sýningunni „Þetta er gert í algjörum kærleika“„Það eina sem ég get sagt og má segja þér er að þetta er gert í algjörum kærleika, sýningin, og það var haft samband við alla að- standendur. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Zombíljóðin Jón Páll Eyjólfsson sést hér í einu af hlutverkum sínum í Zombíljóðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.