Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 16.–18. september 2011 Helgarblað
S
tefán fæddist í
Vorsabæ í Flóa,
ólst þar upp og var
þar bóndi lengst
af sinn starfsferil.
Foreldrar hans voru Jason
Steinþórsson frá Arnarhóli
í Flóa, bóndi í Vorsabæ, og
f.k.h., Helga Ívarsdóttir frá
Vorsabæjarhjáleigu, hús-
freyja.
Eiginkona Stefáns var Guð-
finna Guðmundsdóttir, frá Túni,
dóttir Guðmundar Bjarnasonar,
bónda í Túni, og Ragnheiðar Jóns-
dóttur húsfreyju. Meðal fimm barna
Stefáns og Guðfinnu var Unnur, sem
nú er nýlátin, langt fyrir aldur fram,
framkvæmdastjóri Skólasviðs hjá
Skólum ehf. sem þróaði stórmerka
heilsustefnu sem sautján leikskólar
starfa eftir. Hún hafði m.a. verið
landsliðsmaður í frjálsum íþróttum
og starfað mikið fyrir ÍSÍ og Fram-
sóknarflokkinn.
Stefán stundaði nám í Íþróttaskóla
Sigurðar Greipssonar í Haukadal og
við Héraðsskólann á Laugarvatni.
Hann var bóndi í Vorsabæ á árunum
1943–88 og hreppstjóri í rúma tvo
áratugi. Hann sinnti auk þess marg-
víslegum félagsstörfum, var formað-
ur Ungmennafélagsins Samhygðar,
formaður kirkjukórs Gaulverjabæj-
arsóknar, formaður áfengisvarna-
nefndar, sat í fulltrúaráði Mjólkurbús
Flóamanna og Mjólkursamsölunnar,
í stjórn Búnaðarsambands Suður-
lands og var lengi formaður þess. Þá
var hann eldheitur íþróttaunnandi
og ungmennafélagsmaður.
Stefán varð landsþekkt-
ur sem fréttaritari rík-
isútvarpsins um langt
árabil frá 1958 en þá
þóttu fréttir af afkomu
bænda, veðurfari,
sprettu og heimtum
meira fréttaefni en
nú á tímum. Þá var
hann einnig frétta-
ritari Sjónvarpsins á
Suðurlandi frá stofnun
þess. Hann skrifað fjölda
greina í blöð og tímarit og
flutti útvarpserindi.
Stefán vakti mikla athygli er hann
skoraði Jónas Kristjánsson, þá rit-
stjóra DV, í kapphlaup í tilefni af
Landbúnaðarsýningu á Selfossi.
Stefán var þá kominn á efri ár en fór
þó með sigur af hólmi. Jónas breytti
hins vegar um lífsstíl í kjölfar ósig-
ursins og lét þess stundum getið síð-
ar meir að vinur hans, Stefán, hafi
með þessu uppátæki gert sér mikinn
greiða – ef ekki bjargað lífi sínu.
Þá vakti Stefán verðskuldaða
þjóðarathygli er hann gekk 500
kílómetra um flesta byggðarkjarna
landsins í tilefni af ári aldraðra 1993.
En hugleiðingar hans um gönguna
birtust í fimm tölublöðum tímarits-
ins Heima er best.
Stefán skráði ævisögu sína: Stef-
án í Vorsabæ – alltaf glaðbeittur, útg.
1991.
Stefán var heiðursfélagi Búnað-
arsambands Suðurlands og Ung-
mennafélagsins Samhygðar. Hann
hlaut silfurbíl Samvinnutrygginga
fyrir störf að bættri umferðarmenn-
ingu og var sæmdur fálkaorðunni
1984.
Þ
órarinn fæddist í
Kastala í Brekku-
þorpi í Mjóa-
firði, sonur Jóns
Jakobs sonar, út-
vegsmanns á Mjóafirði,
og k.h., Margrétar Þórðar-
dóttur.
Á unglingsárunum
stundaði Þórarinn sjóróðra
heima fyrir og var nokkra
vetur á vertíð í Vestmannaeyj-
um. Hann stundaði tónlistarnám
í Reykjavík á árunum 1922–24 hjá
Þórarni Guðmundssyni, Páli Ísólfs-
syni og Ernst Schacht og fór síðan
til Berlínar í framhaldsnám 1924
þar sem aðalkennari hans var Frie-
drich E. Koch, yfirkennari við Tón-
listarháskólann í Berlín. Þórar-
inn var búsettur í Berlín til 1950
þar sem hann stundaði tónfræði-
kennslu og sinnti tónsmíð-
um. Hann flutti a.m.k.
tvenna tónleika í Berl-
ín, 1936 og 1941, þar
sem eingöngu voru
flutt verk eftir hann
en verk hans voru
víða leikin í Þýska-
landi og auk þess í
Bandaríkjunum. Eft-
ir að Þórarinn flutti
aftur til Íslands kenndi
hann m.a. hljómfræði
við Söngskóla Þjóðkirkj-
unnar 1953–58 og var á sama
tíma organisti Óháða safnaðarins í
Reykjavík.
Þórarinn samdi mörg þekkt
sönglög, s.s. Fjóluna, og mörg
vönduð karlakórslög. Meðal
þekktra verka hans má nefna Nótt,
Ave María, Patorale og Norður við
heimskaut. Mörg verka hans glöt-
uðust í Þýskalandi á stríðsárunum.
P
áll Ásgeir fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykja-
vík 1942, embættisprófi í
lögfræði frá Háskóla Íslands 1948 og
öðlaðist hrl.-réttindi árið 1957.
Páll Ásgeir varð fulltrúi í dóms-
málaráðuneytinu 1948, fulltrúi í ut-
anríkisráðuneytinu 1948, sendi-
fulltrúi í Stokkhólmi sumarið 1952,
deildarstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu 1956, sendiráðunautur í Kaup-
mannahöfn 1960, sendifulltrúi í
Stokkhólmi 1963, fyrsti siðameist-
ari utanríkisráðuneytisins 1964–
68, deildarstjóri varnarmáladeild-
ar 1968–78, sat í varnarmálanefnd í
sautján ár og formaður hennar á ár-
unum 1968–78 er hann stýrði varnar-
málanefnd utanríkisráðuneytisins,
sendiherra í Noregi, Póllandi og
Tékkóslóvakíu 1979, sendiherra 1985
í Sovétríkjunum, Búlgaríu, Rúmeníu,
Ungverjalandi, Austur-Þýskalandi og
Mongólíu, og sendiherra 1987–89 í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi,
Austurríki, Grikklandi og Sviss og
síðan starfsmaður ráðuneytisins hér
á landi uns hann lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir árið 1992 og var for-
maður byggingarnefndar Flugstöðv-
ar Leifs Eiríkssonar.
Páll Ásgeir var formaður togaraút-
gerðarfélaganna Júpíters hf. og Mars
hf. 1945 og þar til félögin hættu starf-
semi, sat í stjórn Aðalstrætis 4 hf.
frá 1945 og var formaður þess 1984,
var varaformaður stúdentaráðs Há-
skóla Íslands 1945–46, sat í stjórn
Nemendasambands Menntaskól-
ans í Reykjavík 1946–56, formaður
Stúdentafélags Reykjavíkur 1951–
52, varaformaður Starfsmannafélags
stjórnarráðsins 1952–54 og formaður
þess 1968–70, formaður Félagsheim-
ilis stúdenta 1954–60, sat í stjórn
Golfklúbbs Reykjavíkur í nokkur ár,
var forseti Golfsambands Íslands
1970–80, var stofnandi og fyrsti for-
maður Einherja, var stjórnarformað-
ur Pólarminks hf. 1970–75, var einn
af stofnendum Lionsklúbbs Reykja-
víkur 1951, síðan ritari hans, for-
maður klúbbsins 1956–57 og síðan
formaður hans á fjörutíu ára afmæli
hreyfingarinnar 1991 og gegndi
embættum í Frímúrarareglunni.
Páll Ásgeir vann til fjölda verð-
launa í golfkeppnum. Hann vann
m.a. í tvígang fyrstu verðlaun í II.
flokki á landsmóti árið 1965.
Páll Ásgeir hlaut hetjuverðlaun
Carnegie 1937 fyrir að bjarga tveim-
ur drengjum frá drukknun. Hann
var stórriddari íslensku fálkaorð-
unnar auk þess sem hann var m.a.
sæmdur stórkrossi konunglegu
norsku Ólafsorðunnar, stórkrossi
þýsku Þjónustuorðunnar, stórkrossi
austurrísku Þjónustuorðunnar, var
stórriddari með stjörnu af finnsku
Ljónsorðunni, stórriddari dönsku
Dannebrog-orðunnar og stórriddari
sænsku Norðurstjörnunnar.
Fjölskylda
Páll Ásgeir kvæntist 4.1. 1947 Björgu
Ásgeirsdóttur, f. 22.2. 1925, d. 7.8.
1996, húsmóður. Hún var dóttir Ás-
geirs Ásgeirssonar, f. 13.5. 1894, d.
15.9. 1972, annars forseta íslenska
lýðveldisins, og k.h., Dóru Þórhalls-
dóttur, f. 23.2. 1893, f. 10.9. 1964, for-
setafrúar.
Börn Páls og Bjargar eru Dóra
Pálsdóttir, f. 29.6. 1947, sérkennari,
var gift David Janis og eru synir þeirra
Páll Ásgeir, f. 26.1. 1970, Tryggvi
Björn, f. 15.12. 1973, og Davíð Tóm-
as, f. 8.6. 1979, en eiginmaður Dóru
er Jens Tollefsen, forritari hjá Isavia.
Tryggvi Pálsson, f. 28.2. 1949,
hagfræðingur, kvæntur Rannveigu
Gunnarsdóttur, f. 18.11. 1949, líf-
lyfjafræðingi og forstjóra Lyfjastofn-
unar og eru börn þeirra Gunnar Páll,
f. 9.12. 1977, og Sólveig Lísa, f. 24.3.
1980.
Herdís Pálsdóttir, f. 9.8. 1950, sér-
kennslufræðingur og fjölskyldu-
ráðgjafi, búsett í Osló, gift Þórhalli
Frímanni Guðmundssyni fram-
kvæmdastjóra og eru dætur þeirra
Dóra, f. 4.8. 1973, Björg, f. 16.10.
1974, og Svava Kristín, f. 13.5. 1978.
Ásgeir Pálsson, f. 23.10. 1951,
framkvæmdastjóri hjá Isavia, var
kvæntur Áslaugu Gyðu Ormslev og
eru börn þeirra Björg, f. 14.7. 1975,
Margrét, f. 10.12. 1981, og Gunnar, f.
28.11. 1984 en sambýliskona Ásgeirs
er Ingibjörg Bergþórsdóttir, f. 12.5.
1957, félagsfræðingur.
Sólveig Pálsdóttir, f. 13.9. 1959,
framhaldsskólakennari og leikkona,
gift Torfa Þorsteini Þorsteinssyni,
framleiðslustjóra HB Granda hf. og
eru börn þeirra Áslaug, f. 28.11. 1982,
Björg, f. 10.3. 1987, og Páll Ásgeir, f.
27.7. 1990.
Barnabarnabörn Páls Ásgeirs og
Bjargar eru nú sextán talsins.
Systur Páls Ásgeirs: Jóhanna
Tryggvadóttir, f. 29.1. 1925, húsmóðir
og fyrrv. framkvæmdastjóri, búsett í
Hafnarfirði; Rannveig Tryggvadóttir,
f. 25.11. 1926, húsmóðir og þýðandi,
búsett í Reykjavík; Herdís Tryggva-
dóttir, f. 29.1. 1928, húsmóðir, búsett
í Reykjavík; Anna Tryggvadóttir, f.
19.8. 1935, húsmóðir.
Foreldrar Páls Ásgeirs voru
Tryggvi Ófeigsson, f. 22.7. 1896, d.
18.6. 1987, skipstjóri og útgerðar-
maður í Reykjavík, og kona hans,
Herdís Ásgeirsdóttir, f. 31.8. 1895, d.
3.10. 1982, húsmóðir.
Ætt
Tryggvi var bróðir Ófeigs læknis, föð-
ur Ragnhildar Pálu, skáldkonu og
kennara. Tryggvi var sonur Ófeigs,
b. í Ráðagerði í Leiru Ófeigsson-
ar, b. á Fjalli, bróður Sigríðar, lang-
ömmu Kristins Finnbogasonar,
framkvæmdastjóra Tímans, föður
Önnu, mannréttindastjóra Reykja-
víkurborgar. Ófeigur var sonur Ófeigs
ríka, b. á Fjalli og ættföður Fjallsættar
Vigfússonar, bróður Sólveigar, lang-
ömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs
Tryggva Karlssonar hagfræðings.
Móðir Ófeigs Ófeigssonar á Fjalli var
Ingunn Eiríksdóttir, dbrm. og ættföð-
ur Reykjaættar Vigfússonar.
Móðir Tryggva útgerðarmanns
var Jóhanna Guðrún, systir Guð-
mundar skálds og Jóhanns skóla-
stjóra. Jóhanna Guðrún var dóttir
Frímanns, b. í Hvammi í Langadal
Björnssonar, b. í Mjóadal Þorleifs-
sonar. Móðir Þorleifs var Steinunn
Björnsdóttir, ættföður Guðlaugs-
staðaættar Þorleifssonar. Móðir Frí-
manns var Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, b. í Mjóadal, bróður Ólafs,
föður Arnljóts á Bægisá, langafa
Arnljóts Björnssonar prófessors.
Móðir Jóhönnu Guðrúnar var Helga
Eiríksdóttir, b. á Efri-Mýrum Bjarna-
sonar. Móðir Eiríks var Ingigerður,
systir Þorleifs ríka í Stóradal, langafa
Jóns alþingisforseta, föður Pálma á
Akri. Móðir Ingigerðar var Ingiríður
, systir Guðmundar, ríka í Stóradal,
langafa Sigríðar, ömmu Matthíasar
Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra, en systir
Sigríðar var Ósk, langamma Sigfúsar
Jónssonar, fyrrv. bæjarstjóra á Akur-
eyri. Guðmundur í Stóradal var einn-
ig faðir Ingibjargar, langömmu Jóns
Pálmasonar Alþingisforseta á Akri,
föður Pálma, fyrrv. ráðherra á Akri.
Þá var Ingibjörg langamma Krist-
jáns, föður Jónasar, læknis og alþm.,
afa Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. rit-
stjóra DV. Loks var Ingibjörg amma
Magnúsar á Torfmýri, afa Magnús-
ar, ráðherra frá Mel og Halldórs Þor-
mars sýslumanns, föður Jóns Orms
prófessors. Ingiríður var dóttir Jóns,
ættföður Skeggstaðaættar Jónssonar.
Herdís var dóttir Ásgeirs, skip-
stjóra í Reykjavík Þorsteinssonar.
Móðir Ásgeirs var Herdís, systir Guð-
rúnar, ömmu Sigurðar Nordal pró-
fessors, föður Jóhannesar Nordal,
fyrrv. Seðlabankastjóra, föður Beru
Nordal safnstjóra, Guðrúnar, for-
stöðumanns Stofnunar Árna Magn-
ússonar, Salvarar, forstöðumanns
Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands,
og Ólafar, alþm. og varaformanns
Sjálfstæðisflokksins. Guðrún var
einnig langamma Kristínar Norð-
mann, móður Þuríðar Pálsdóttur
óperusöngkonu. Önnur systir Her-
dísar var Margrét, móðir Jóns Þor-
lákssonar forsætisráðherra. Þriðja
systir Herdísar var Katrín, langamma
Jórunnar Viðar tónskálds, móður
Katrínar Fjeldsted, læknis og fyrrv.
alþm. Herdís var dóttir Jóns, pr. á
Undornfelli Eiríkssonar, og Bjargar
Benediktsdóttur Vídalín, systur
Ragnheiðar, ömmu Einars Bene-
diktssonar skálds, afa Einars Bene-
diktssonar sendiherra.
Móðir Herdísar var Rannveig
Sigurðardóttir, skipstjóra í Reykja-
vík Símonarsonar, bróður Kristjáns,
langafa Halls Símonarsonar blaða-
manns, föður Halls, fyrrv. frétta-
manns, en systir Halls Símonarsonar
var Sigríður, móðir Friðriks Ólafs-
sonar stórmeistara. Annar bróðir
Sigurðar var Bjarni, faðir Markúsar,
fyrsta skólastjóra Stýrimannaskól-
ans, afa Rögnvaldar Sigurjónssonar
píanóleikara.
Útför Páls Ásgeirs var gerð frá
Neskirkju, föstudaginn 9.9. sl.
Páll Ásgeir Tryggvason
Sendiherra f. 19.2. 1922 – d. 1.9. 2011
Stefán Jasonarson
Bóndi og hreppstjóri f. 19.9. 1914 – d. 19.2. 2004
Þórarinn Jónsson
Tónskáld f. 18.9.1900 – d. 7.3. 1974.
Merkir íslendingar
Merkir íslendingar
Andlát
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson