Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 16.–18. september 2011
Íslensk hönnun í hjarta Kópavogs
Nýtt, nýtt hjá okkur!!
Hamraborg 3 - Sími 554-4818 - 18raudarrosir@18raudarrosir.is
Þ
að var rigningarsuddi og
leiðinlegt veður seint í sept-
ember 2001. Klukkan var
um hálfellefu að kvöldi
þegar Erling Smith keyrði
á mótorhjóli sínu upp Bústaðaveg-
inn á leið heim til konu sinnar og
tveggja ungra barna. Hann var ekki
að flýta sér, enda engin ástæða til.
Hann hafði beðið með að kaupa sér
mótor hjól í 18 ár, vegna þess að hann
treysti sjálfum sér ekki til að haga sér
almennilega, eins og hann orðar það
sjálfur.
Lífið breyttist á augnabliki
Hann hafði átt hjólið í fimm mánuði
þegar líf hans breyttist á einu augna-
bliki þetta haustkvöld í september.
17 ára piltur, með þriggja vikna gam-
alt bílpróf, tók U-beygju á veginum
á Bústaðavegi og stansaði þvert á
hinni akreininni með þeim afleið-
ingum að mótorhjólið lenti beint
á hlið bílsins. „Ég hafði farið nið-
ur á Hallæris plan til að reykja einn
vindil og spjalla við félaga mína. Ég
var svona rétt hálfnaður með vind-
ilinn þegar síminn hringdi. Það var
mín fyrrverandi sem bað mig um
að koma heim vegna þess að börnin
voru erfið og vildu ekki fara að sofa.
Ég losaði mig við vindilinn og hélt af
stað heim. Ég man að þegar ég var
að keyra Kleppsveginn, þá keyrði
ég hægar en umferðin. Bílarnir fóru
fram úr mér. Það var slæmt skyggni
og ekki ástæða til að keyra hratt.
Ég man að ég keyrði alveg upp að
Staldrinu og beygði upp Bústaðaveg-
inn. Ég man ekki meira.“
Ósjálfráða börn í umferðinni
Erling hlaut tíu beinbrot, þar af þrjú
á hálsi. Þrátt fyrir alvarleika áverk-
anna gat hann gengið og lifað eðli-
legu lífi fyrsta árið eftir slysið en
fann þó fyrir stöðugum óþægindum
vegna tveggja bolta sem komið var
fyrir í hálsi hans. „Ég fór síðan að
finna fyrir skertri göngugetu og
tengdi það við slysið. Mér fannst
læknarnir hlusta lítið á mig og gera
lítið úr kvörtunum mínum. Mér fór
síðan að hraka mikið og árið 2005
var ég greindur með PPMS.“ PPMS
stendur fyrir Primary Progress ive
Multiple Sclerosis, MS-sjúkdóm þar
sem hrörnunin er stöðug en ekki
með hléum. Hann er nú bundinn við
rafmagnshjólastól og ósjálfbjarga að
öllu leyti. Hann býr á heimili sínu í
Mosfellsbæ ásamt filippseyskri
konu sem annast hann að öllu leyti.
Hann segir þetta hafi byrjað eftir
slysið þó hann geti ekki sannað að
slysið sé orsakavaldur sjúkdóms-
ins. Hann er reiður. Ekki reiður út
í unga manninn sem olli slysinu
heldur reiður út í stjórnvöld sem að
hans mati hefðu getað komið í veg
fyrir slysið. Ekki einungis slysið sem
hann lenti í heldur ótal fleiri sem
verða vegna ungs fólks sem að hans
mati hefur ekki þroska til að aka á
götum borgarinnar. „Sá sem keyrði
í veg fyrir mig viðurkenndi að hafa
séð mig, en hann keyrði samt í veg
fyrir mig og stoppaði. Hann keyrði
yfir tvöfalda heila línu og stoppaði.
Á þessum sama tíma voru samin lög
í landinu og sjálfræðisaldur hækk-
aður úr sextán upp í átján ár. Á sama
tíma var ákveðið að viðhalda sama
17 ára lágmarksaldri fyrir bílpróf.
Þannig að þau settu út í umferðina
ósjálfráða barn.“
Þarf aðstoð við allt
Erling kemst í uppnám þegar hann
rifjar upp slysið og röddin sem er
lág og þvinguð vegna fötlunarinnar
brestur. Það er hans hjartans mál að
bílprófsaldur verði hækkaður upp í
18 ár eins og alls staðar í Evrópu. „Ég
ætla að vona að það þurfi ekki fleiri að
enda eins og ég, því ég get ekki óskað
versta óvini mínum að enda í þess-
ari stöðu. Ég get ekki einu sinni feng-
ið mér vatnsglas. Ég þarf aðstoð við
allt.“ Þá aðstoð fær hann frá Joröndu.
Hún er 43 ára kona sem Erling kynnt-
ist á internetinu. Á Filippseyjum starf-
aði Joranda við umönnun fyrrverandi
bresks hermanns sem var alvarlega
veikur af sykursýki. Þegar hún byrj-
aði að annast hann voru lífslíkur hans
taldar eitt ár. Hann lifði í átta og Erling
vill meina að það sé góðri umönnun
Joröndu að þakka. Það tók 14 mánuði
að fá atvinnuleyfi fyrir Joröndu. Nú
býr hún heima hjá honum og annast
hann allan sólarhringinn. Hún býður
okkur upp á kaffi og kemur bollanum
haganlega fyrir í kjöltu Erlings. Hún
setur á hann smekk og labbar í burtu.
„Hún er algjört ljós, hún gerir allt fyrir
mig,“ segir Erling og sýnir mér bros-
andi trúlofunarhring sem hann ber
á fingri sér. „Það er hún sem heldur
mér gangandi og gerir lífið einhvers
virði. Hún og börnin mín.“
Ómanneskjulegt kerfi
Joranda býr heima hjá Erling, en
það er Mosfellsbær sem borg-
ar henni laun. Þegar Joranda fór
í tveggja mánaða frí í sumar til að
heimsækja fjölskyldu sína á Filipps-
eyjum dvaldi hann á Sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi. „Ég er búin að reyna
að fá leyfi til að ráða aðra stúlku til
að leysa hana af, en útlendinga-
stofnun og vinnumálastofnun gefa
ekki leyfi til þess. Joranda á ekki að
þurfa að vinna meira en átta tíma
á dag, þá á einhver annar að taka
við. Ég þarf að hafa tvær manneskj-
ur til að annast mig svo þær geti
skipt þessu á milli sín.“ Í dag fær Er-
ling sjúkraþjálfun tvisvar í viku sem
hann segir mjög mikilvæga fyrir
sig. Hann vill þó fá meiri þjálfun
og segist sakna sundþjálfunar sem
hann fór í í tvo mánuði á Grensási
en því var hætt vegna sparnaðar.
Mest af öllu vill hann þó geta búið
áfram heima hjá sér og hitt börn-
in sín tvö í eðlilegu umhverfi, en
ekki inni á stofnun. Augun á Erling
ljóma þegar hann talar um börn-
in sín. „Þau búa hérna rétt hjá og
ég hitti þau reglulega, sérstaklega
strákinn. Dóttir mín er orðin ung-
lingur og þá má maður ekki vera að
trufla,“ segir hann og hlær.
Hann upplifir kerfið tregt og
stíft, segir marga vankanta á þjón-
ustu við fatlaða. Honum finnst
eins og kerfið sé í fullri vinnu við
að berjast á móti honum. „Þetta er
ferkantað kerfi og ómanneskjulegt.
Ég var til dæmis með tvö sjúkra-
rúm inni í herbergi hjá mér og þar
kúrðum við saman krakkarnir þeg-
ar þau komu í heimsókn og horfð-
um á vídeó. Annað rúmið var tekið
af mér vegna þess að konurnar sem
sinntu heimaþjónustu um helg-
ar vildu hafa meira vinnupláss. Ég
sakna þessara stunda með krökk-
unum.“
Sakfellir ekki strákinn
Aðspurður hvort hann hefði ein-
hvern tímann talað við strákinn
sem var valdur að slysinu svarar
hann neitandi: „Hann reyndi að
koma og heimsækja mig skömmu
eftir slysið þegar ég lá á Borgar-
spítalanum en ég neitaði að taka á
móti honum, vegna þess að ég var
mjög lyfjaður og illa á mig kominn.
Það hefur ekki verið neitt samband
eftir það.“ Erling leggur áherslu á að
hann áfellist ekki strákinn. „Hann
var ungur og ég sakfelli hann eng-
an veginn. Ég var eitt sinn ungur
líka og ég gerði alls konar gloríur
þó ég hafi aldrei valdið slysi, hvorki
á sjálfum mér né öðrum. Hann
var óreyndur og gerði mistök. Ég
vil frekar kenna stjórnvöldum um
að hafa ekki hækkað lágmarksald-
ur fyrir ökuleyfi upp í 18 ár þegar
sjálfræðisaldurinn var hækkaður.“
Aðspurður hvernig honum verði
við þegar hann sér fréttir af bílslys-
um af völdum ungra ökumanna
segir hann: „Í rauninni hefur það
svipuð áhrif á mig og þig. Mér
finnst alveg skelfilegt að þetta skuli
gerast. Ég er búinn að vera með
mótorhjólapróf síðan ég var 17 ára
en ég treysti sjálfum mér ekki til að
vera á alvöru mótorhjóli. Ég treysti
sjálfum mér ekki til að haga mér
almennilega, svo ég sleppti því að
kaupa mér hjól. Svo keypti ég mér
hjól og þá entist það í fimm mán-
uði vegna þess að það var einhver
óviti sem keyrði mig niður. Ég beið,
en það dugði bara ekki til.“
n Fórnarlamb mótorhjólaslyss berst fyrir hækkun ökuleyfisaldurs n Greindist með hrörnunar-
sjúkdóm fjórum árum eftir slysið n Óskar ekki versta óvini sínum að lenda í sinni stöðu
„Ég þarf
aðstoð
við allt“
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Ég man að ég
keyrði alveg upp
að Staldrinu og beygði
upp Bústaðarveginn. Ég
man ekki meira.
Missti allt
Erling Smith lenti í
mótorhjólaslysi á
Bústaðavegi árið
2001 þegar 17 ára
piltur ók í veg fyrir
hann.