Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað
Hundur
slasaði konu
Stúlka var bitin af hundi í Hafn-
arfirði á miðvikudag. Hún var
á reiðhjóli í Suðurbænum þegar
þetta gerðist en hundurinn beit
hana í fótinn svo á sá. Hundur-
inn fannst eftir leit lögreglu í
nágrenninu og var fangaður. Eig-
andi hans sást hins vegar hvergi
en hann hafði samt sem áður ver-
ið á vettvangi þegar hundurinn
beit stúlkuna. Lögreglan hafði í
nógu að snúast í málum af svip-
uðum toga á miðvikudag því hún
fékk einnig tilkynningu um að
hundur hefði glefsað í konu í Ár-
túnsholti í Reykjavík og skemmt
föt hennar.
Landsvirkjun ræður
framkvæmdastjóra
Pálmar Óli Magnússon hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri nýstofn-
aðs framkvæmdasviðs Landsvirkj-
unar, að því er
fram kemur í
tilkynningu frá
fyrirtækinu.
Pálmar hefur
undanfarið starf-
að sem fram-
kvæmdastjóri og
staðgengill for-
stjóra hjá Sam-
skipum. Hann hefur starfað hjá
skipafélaginu síðan árið 1998. Þar
áður starfaði hann í sex ár hjá VGK
verkfræðistofu við hönnun og bygg-
ingu jarðvarmavirkjana.
Meginverkefni nýja sviðsins snúa
að uppbyggingu vatnsafls- og jarð-
varmavirkjana á Íslandi. Dóttur-
félagið, Landsvirkjun Power, sem sér
um erlend verkefni samstæðunnar
mun einnig heyra undir Pálmar Óla.
E
f þetta er raunin þá er stóra
spurningin ef til vill sú hversu
lengi Bjarni ætlar að halda
framboði sínu til streitu,“
segir Baldur Þórhallsson
stjórnmálafræðingur um nýja skoð-
anakönnun MMR. Þar er spurt um
afstöðu almennings til formanns-
kjörs á Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, sem haldinn verður 17. til
20. nóvember, eftir um tvo mánuði.
Óhætt er að segja að Bjarni Bene-
diktsson gjaldi afhroð í könnuninni.
Af þeim sem taka afstöðu vilja 58,6
prósent heldur sjá Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur leiða flokkinn en
Bjarna. Munurinn er svipaður sé
aðeins litið til þeirra sem sögðust
styðja Sjálfstæðisflokkinn. Af stuðn-
ingsmönnum flokksins vilja 66,3
prósent að Hanna Birna verði næsti
formaður flokksins en 26,4 prósent
vilja sjá Bjarna áfram sem formann.
Rímar við fyrri könnun
Niðurstaðan í könnun MMR rím-
ar við könnun sem gerð var í sum-
ar þar sem spurt var um stuðn-
ing við Hönnu Birnu. Samkvæmt
þeirri könnun, sem stuðningsmenn
Hönnu Birnu létu Capacent gera,
nýtur hún stuðnings um 40 prósenta
landsmanna til þess að leiða Sjálf-
stæðisflokkinn. 51,4 prósent kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins sögðust
styðja Hönnu Birnu en um helm-
ingi færri Bjarna, eða 24,3 prósent. Í
þeirri könnun var úrtakið 1.320 ein-
staklingar en í könnun MMR voru
liðlega 900 manns sem svöruðu en
hún var gerð daganna 9. til 14. sept-
ember.
Hanna hlýtur að fara fram
Athygli vekur að stuðningsmenn
Vinstri grænna, Samfylkingar, Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokksins vilja
allir frekar að Hanna Birna verði
formaður í stað sitjandi formanns.
Raunar nýtur Bjarni ekki nema 13
prósenta stuðnings þegar horft er til
meðaltals allra flokks.
Baldur Þórhallsson segir að
könnunin sýni sterka stöðu Hönnu
Birnu, bæði á meðal kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins og annarra flokka.
Bjarni hljóti að íhuga eigin stöðu.
Hann bendir hins vegar á að ekki
sé víst að landsfundarfulltrúar skipi
sér í sömu fylkingar og kjósendur
flokksins. „Við vitum það ekki en
það er athyglisvert hvað Bjarni virð-
ist fá lítinn stuðning,“ segir Baldur.
Hann segir söguna sýna að sitjandi
formenn Sjálfstæðisflokksins hafi
gjarnan haft tryggt bakland lands-
fundarfulltrúa; mikið hafi til dæm-
is þurft til að Davíð Oddssyni tækist
að fella Þorstein Pálsson á Lands-
fundinum 1991. Hann segir hins
vegar augljóst að Hanna Birna sé í
afar sterkri stöðu og að hún hljóti að
bjóða sig fram. Ef hún gerði það ekki
gæti hún sett sjálfa sig á hliðarlínuna
í íslenskri pólitík. „Það er ekki víst að
hún fái annað tækifæri.“
Endurkoma Davíðs?
Vefmiðillinn Eyjan greindi frá því
á miðvikudaginn að Capacent sé
að vinna að skoðanakönnun þar
sem fylgi við Davíð Oddsson, rit-
stjóra og fyrrverandi forsætisráð-
herra er kannað. Samkvæmt frétt-
inni er spurt hver sé best til þess
fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn.
Valið stendur á milli Kristjáns Þórs
Júlíussonar, Hönnu Birnu, Bjarna,
Ólafar Nordal eða Davíðs. Forvitni-
legt verður að sjá niðurstöðu þeirrar
könnunar, verði hún gerð opinber.
Baldur telur að þarna séu stuðnings-
menn Davíðs eða jafnvel hann sjálf-
ur að kanna landið og hvort grund-
völlur sé fyrir endurkomu hans í
stjórnmálin. „Ef Bjarni hefur svona
lítið fylgi á meðal flokksmanna þá
gæti það opnað dyrnar fyrir aðra,“
segir hann og ítrekar að Bjarni hljóti
að íhuga stöðu sína. Hann bendir
líka á að það sé alls ekki sjálfgefið
að Ólöf Nordal hljóti endurkjör sem
varaformaður.
Ekki ásættanlegt fylgi
Ljóst má vera að Bjarna Benedikts-
syni hefur mistekist að sannfæra
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins um að hann eigi að leiða flokk-
inn. „Ég held að mörgum kjósendum
Sjálfstæðisflokksins finnist sem hann
vakli í afstöðu sinni til ýmissa mála;
til dæmis Icesave og Evrópusam-
bandsins. Stuðningsmenn flokksins
eru vanari því að formaðurinn fylgi
skýrri og afdráttarlausri stefnu sem
ekki sé hvikað frá, sama hvað á dyn-
ur,“ segir Baldur spurður hvers vegna
Bjarna hafa ekki tekist að afla sér
meiri stuðnings flokksmanna.
Hann bendir einnig á að þrátt
fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
undanfarið aukið fylgi sitt í skoðana-
könnunum sé fylgið alls ekki ásætt-
anlegt fyrir flokkinn miðað við þá
erfiðu stöðu sem ríkisstjórnin sé í.
Annað áfall Könnun MMR rennir
stoðum undir niðurstöðu könn-
unar Capacent frá því um daginn.
n Bjarni Benediktsson fær annan skell n Aðeins 13 prósent vilja að hann leiði Sjálfstæð-
isflokkinn n Hanna Birna fær yfirburðarstuðning n Spurt um Davíð í óbirtri könnun
Afhroð Bjarna Ben
„Það er ekki víst
að hún fái annað
tækifæri.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
St. 36-41
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 37-41
St. 36-41
Verð: 6.575
Verð: 6.595
Verð: 6.295
Verð: 5.895
„Ég fékk bréf frá lögmanni um að
maður sem skuldar hér hjá okkur
sé kominn í greiðsluaðlögun og ekki
megi reyna að innheimta pening frá
honum á meðan. Það er gott og vel en
með þessu plaggi fylgdi listi yfir all-
ar skuldir þessa manns,“ segir mað-
ur sem vill ekki láta nafns síns getið.
Hann rekur fyrirtæki sem umræddur
einstaklingur skuldar hjá og fékk þar
af leiðandi gögnin send. Hann undr-
ast verklag umboðsmanns skuldara,
en er hann hafði samband við stofn-
unina fékk hann þau svör að þessar
verklagsreglur væru samkvæmt lög-
um. „Mín krafa er upp á nokkra tugi
þúsunda en ég fæ upplýsingar um
allar stóru kröfurnar líka. Mér finnst
þetta mjög óeðlilegt og að með þessu
sé verið að ráðskast með friðhelgi
einkalífsins,“ segir maðurinn.
Svanborg Sigmarsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi hjá umboðsmanni
skuldara, segir þetta verklag vera
viðtekið. „Þetta er samkvæmt lögum
og einungis sent á kröfuhafa. Ekki er
ætlast til að þeir fari með þessi mál
lengra,“ segir Svanborg. Þegar búið
er að samþykkja að einstaklingur
fái greiðsluaðlögun er málið auglýst
í Lögbirtingablaðinu og kallað eftir
kröfum á viðkomandi. Þá er lagt fram
sem frumvarp með öllum þekkt-
um kröfuhöfum og þar miðað við
greiðslugetu einstaklings, hve mikið
hann getur greitt og á hve löngum
tíma. Einnig er farið fram á það við
kröfuhafana að þeir afskrifi kröfur
umfram greiðslugetu. Þeir hafa svo
rétt til að mótmæla þessu og til þess
að það sé hægt verða þeir að fá upp-
lýsingar um allar kröfur á einstak-
linginn. „Þetta er gert til að sýna litlu
kröfuhöfunum að það sé ekki ver-
ið að gera upp á milli og að ekki sé
verið að fara illa með þá. Það þarf að
sýna að allrar sanngirni sé gætt,“ seg-
ir Svanborg. Aðspurð hvort fólk sem
leitað hefur til umboðsmanns viti af
því að skuldastaða þeirra sé send til
allra kröfuhafa segir hún að umsjón-
armaður hvers og eins eigi að láta
skjólstæðing sinn vita af því.
gunnhildur@dv.is
Kröfuhafi undrast verklag umboðsmanns skuldara:
Fá yfirlit yfir allar skuldir
Umboðsmaður skuldara Upplýsingar um allar skuldir einstaklinga eru sendar til allra
kröfuhafa þeirra.