Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 36
36 | Menning 16.–18. september 2011 Helgarblað Menningarrýni Hvað ertu að gera? Captain Am- erica engin tímamót Hvaða bók ert þú að lesa núna? „Það er langt síðan ég las bók síðast. Það hefur líklega verið bók eftir Arnald Indriðason eða ævisaga ein- hvers fótboltamanns.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Ég hlusta á alls konar tónlist en mest á Kanye West og Jay-Z.“ Hvert ferð þú helst út að borða? „Ég er mikill pítsumaður og enda oftar en ekki á Castello í Kópavogi.“ Hvaða kvikmynd sást þú síðast og hvernig líkaði þér hún? „Ég fór á Captain America um dag- inn. Það var ágætis mynd en markaði engin tímamót í kvikmyndasögunni.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Klára síðasta leik tímabilsins með liði mínu, Aftureldingu. Vonandi vinnum við lokaleikinn og getum þá skemmt okkur vel eftir hann. Svo fer sunnudagurinn í að horfa á stór- leikina í enska boltanum og auðvitað Pepsi-deildina hér heima.“ DV mælir með... Magnús Már Einarsson ritstjóri fotbolti.net You can be as bad as you can be good Ferlegheit „Hressandi og líflegur hljóðfæra- leikur, í bland við einstaklega góða og blúsaða söngrödd Margrétar Guðrúnardóttur, gerir plötuna alveg prýðilega áheyrnar.“ – Valgeir Örn Ragnarsson Þ að er ákveðið tabú að ræða það að mað­ ur kljáist við geð­ sjúkdóm, þrátt fyrir að hátt í fjörutíu pró­ sent af mannkyninu þjáist af einhvers konar geðkvillum. Það er ekkert mál að segja að maður sé fótbrotinn en það er miklu erfiðara að segja að maður sé þunglyndur eða með geðkvilla,“ segir leikstjór­ inn Ragnar Bragason. „Það er mjög slæmt því að geðsjúk­ dómar eru bara eitthvað sem svo margir kljást við og ekkert óeðlilegt við það.“ Ragnar er maðurinn á bak við þættina Heimsendir sem frumsýnd­ ir verða á Stöð 2 í næsta mán­ uði. Þættirnir gerast á geðdeild rétt fyrir utan borgarmörkin og koma inn á viðkvæm málefni eins og geðsjúkdóma. Sögu­ hetjurnar eru vistmenn á geð­ deildinni ásamt starfsmönn­ um hennar. Þöggun elur á fordómum og heimsku „Það eru engar beinar hetjur í þessu, ekki góða fólkið og vonda fólkið. Það er ekki þann­ ig að starfsfólkið sé gott og vist­ mennirnir vondir eða öfugt. Það er bara í rauninni mis­ jafn sauður í mörgu fé. Eflaust kemur einhver gagnrýni en ég held að fólk verði að horfa á þetta sem skáldskap. Það eru engin tabú í skáldskap. Mað­ ur getur ekki ritskoðað sjálfan sig.“ Ragnar vonast til þess að þættirnir komi af stað umræðu sem hjálpi til við að eyða for­ dómum um geðsjúkdóma. „Ég held að öll umræða sem komi til með að skapast í fram­ haldi af þáttunum sé af hinu góða. Það er einhver hugmynd í gangi inni í þessum geðheimi, sérstaklega hjá þjónustuaðil­ unum, að umræða geti alið á fordómum. Ég er gjörsam­ lega á öndverðum meiði við þá hugmynd. Öll umræða er góð. Ef þú þaggar eitthvað niður þá elur það á fordómum og heimsku. Ef þú kynnir ekki málefnið fyrir fólki þá verður það bara hrætt við það. Það er mjög mik­ ill misskilningur í kúltúrnum. Lítum til dæmis í kvikmynda­ heiminn. Ef það er siðblind­ ur morðingi í kvikmynd þá er það alltaf þýtt sem geðsjúkur morðingi. Það er munur á sið­ blindu og geðveiki, það er ekki það sama. Siðblinda er eitt­ hvað sem þú fæðist með og er ekki beinn geðsjúkdómur,“ segir hann og greinilegt er að málefnið er honum hugleik­ ið. „Það er alltaf verið að klína einhverjum slæmum hlutum á þá sem eru geðveikir. Í fæstum tilvikum er manneskja með geðsjúkdóm hættuleg. Fólk er alltaf hrætt við það sem er öðruvísi. Ef það stendur mað­ ur hérna úti á horni, öskrandi með gulan gúmmíkút, þá líð­ ur ekki langur tími þangað til búið er að fjarlægja hann. Af hverju?“ spyr Ragnar en svar­ ar svo um hæl. „Af því að þetta er óþægilegt fyrir okkur. Þetta truflar þá sem eru eðlilegir og þess vegna er þetta fjarlægt. Sett einhvers staðar þar sem þeir eru ekki fyrir okkur hin­ um sem er að vissu leyti mjög óeðlilegt. Heimurinn væri dá­ lítið skemmtilegri ef fólk fengi að vera bara með sinn gula gúmmíkút úti á götuhorni.“ Trúir því að hann geti sameinað vinstri öflin Eins og áður sagði er geðdeild sögusvið Heimsendis. Þættirn­ ir hefjast á því að grunnskóla­ kennari með ranghugmyndir er lagður inn á deildina þvert gegn vilja sínum. „Einar er lagður inn á geðdeild og er al­ gjörlega þeirrar skoðunar að þar eigi hann ekki heima. Þetta gerist árið 1992 og á þessum tíma á Íslandi eru hægri völdin öflug og frjálshyggjan og einka­ væðingin eru að ryðja sér til rúms. Kosningar eru í nánd og Einar trúir því að það eigi að hafa hann þarna inni fram yfir kosningar því hann sé sá eini sem geti sameinað vinstri öflin í landinu. Hann heldur því fram að uppi í Valhöll séu menn með senda sem komast inn í haus­ inn á fólki og heilaþvoi það. Hann er ósáttur og fer smátt og smátt í það að starta byltingu á geðdeildinni,“ segir Ragn­ ar, sem er leikstjóri og einn af handritshöfundum þáttanna ásamt þeim Pétri Jóhanni Sig­ fússyni, Jörundi Ragnarssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni. Pétur Jóhann leikur Lúðvík iðjuþjálfa Verk Ragnars eru löngu vel þekkt en eftir hann liggja þættir eins og Dagvaktin, Næturvaktin og Fangavaktin auk myndanna Börn, Foreldrar og Bjarnfreð­ arson ásamt fleiri verkum. Að þáttunum vinnur að miklu leyti sami hópur og koma að þátt­ unum um félagana Ólaf Ragn­ ar, Georg og Daníel í Vaktaserí­ unum. Þeir leika þó ekki sömu persónur í þáttunum og þeir gerðu í vaktaseríunum og Jón Gnarr er ekki meðal leikara að þessu sinni. „Jörundur leikur vistmann sem heitir Margeir Orri og Pét­ ur Jóhann leikur iðjuþjálfann á staðnum sem heitir Lúðvík. Hann er fráskilinn og á fjórtán ára unglingsdóttur sem hann á í bölvuðum vandræðum með uppeldið á. Hún er með hon­ um í vinnunni þessa helgi en vill vera á Þjóðhátíð í eyjum með vinkonu sinni og er alls ekki sátt við að þurfa að húka með pabba sínum í vinnunni. Hann er svona svolítið „normið“ í þátt­ unum. Hann þarf að kljást við vandamál vistmannanna en er svo kannski ekkert alveg með sín einkamál á hreinu. Hann er frábær iðjuþjálfi en alveg glat­ aður faðir unglingsstúlku,“ seg­ ir Ragnar hlæjandi og heldur áfram: „Hann veit ekkert hvern­ ig hann á að höndla það. Hann skilur ekki alveg að hún sé að breytast úr barni í ungling.“ Hugmyndin sprottin af starfsreynslu Ragnar segir hugmyndina að þáttunum hafa kviknað fyrir löngu. „Þessi umræða um geð­ deildir var búinn að vera í gangi í þessum hóp lengi. Ástæðan var kannski sú að Halldór Gylfa­ son, sem lék í vaktarseríunum, og Jón Gnarr höfðu báðir unn­ ið á geðdeildum. Það var alltaf verið að segja einhverjar sögur af lífi starfsmanna á geðdeild. Þannig það kom eiginlega bara upp strax í Næturvaktinni,“ seg­ ir hann og á við hópinn sem stóð að vaktaseríunum vinsælu. „Þegar við vorum að leggja drög að Bjarnfreðarsyni þá var upprunalega hugmyndin sú að láta hana gerast á geðdeild. Síð­ an þróaðist sú hugmynd í aðrar áttir og handritið varð öðruvísi. Þegar ég kláraði Bjarnfreðar­ son þá fór ég skjóta niður hug­ myndum um þessa seríu. Ég var bara með svona grófa hug­ mynd um mann sem er lagður inn á geðdeild og trúir því að hann eigi ekki að vera þar, eigi bara alls ekki heima þar. Þetta sé allt tómur misskilningur og eitt stórt samsæri gegn honum. Það var upphafspunkturinn. Síðan þróaðist þetta áfram hjá okkur í hópnum. Þetta er yfirleitt eins hjá okkur, við vinnum saman að þessu í hóp. Ég kem kannski með grunnhugmynd sem síðan þróast og þroskast innan hóps­ ins.“ Mikil rannsóknarvinna að baki þáttunum Þættirnir eru teknir upp á yfir­ gefinni geðdeild rétt utan við bæjarmörkin. „Þetta er tekið upp á Arnarholti uppi á Kjalar­ nesi. Þar er yfirgefin geðdeild sem er búin að standa auð í sjö eða átta ár. Dóri Gylfa hafði unnið þarna og við vissum af staðnum. Þegar sögurnar af geðdeildunum innan þessa hóps byrjuðu þá snerust þær um þennan stað. Það er líka kannski ástæðan fyrir því að maður kýldi þetta í gang um­ fram önnur verkefni því mað­ ur vissi af staðnum og að þarna væri tilbúin leikmynd sem væri bara að bíða eftir okkur.“ Eins og áður segir fjalla þætt­ irnir um fólk sem er með geð­ sjúkdóma. Ragnar segir það liggja í eðli málsins að viðfangs­ efnið sé viðkvæmt. Sérstaklega þar sem um hálfgerða grín­ þætti sé að ræða. „Þetta er auð­ vitað mjög vandmeðfarið. Við nálguðumst þetta út frá mikilli rannsóknarvinnu. Ég fór strax í það að hitta bæði fólk sem hafði verið að nýta sér þjón­ ustu geðdeilda og þá sem höfðu verið að veita þjónustu. Fólk báðum megin borðsins. Við hittum mjög marga, tókum við­ töl og fengum ráð frá fólki. Bæði hvernig þessi heimur funkerar og afstaða fólksins gegn kerfinu og hvað kerfið upplifir gagnvart sér. Síðan hittum við margt fólk „Einar trúir því að það eigi að hafa hann þarna inni fram yfir kosningar því hann sé sá eini sem geti sameinað vinstri öflin í landinu. Þættirnir Heimsendir í leikstjórn Ragnars Bragasonar gerast á geðdeild og fjalla um málefni sem eru flestum hulin – geð- sjúkdóma. Ragnar segist vonast til þess að þættirnir dragi úr fordómum gegn geðsjúk- um. Hann segir fólk hrætt við það sem sé öðruvísi og sífellt sé verið að klína slæmum hlutum á geðsjúka. Ragnar sagði blaða- manni allt um geðveikan heim Heimsendis. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Geðveikin er vand- meðfarin Andlit norðursins „Myndin er með stórkostlegt auga fyrir hlutunum en litla tungu og minni mænu.“ – Erpur Eyvindarson DV mælir ekki með... Horrible Bosses „Myndin er ágætis afþreying en fjarri því að vera þess virði að borga fullt verð á hana í bíó.“ – Aðalsteinn Kjartansson Fallið er hátt „Henni tekst á skemmtilegan og áreynslulausan máta að búa til sögupersónu sem lesendur nánast hvetja áfram úr grámóskulegri til- vistarkrísu miðaldra manns í spenn- andi atburðarás sem leiðir til lausnar dularfullrar morðgátu.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.