Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Dreglar og mottur
á frábæru verði!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum - Flúðum
Margar stærðir
og gerðir
Breidd: 1 metri
Verð pr. lengdarmeter
1.795
Verð 50x80 cm
1.490
Breidd: 66 cm
Verð pr. lengdarmeter
1.495
Þ
etta hefur gjörbreyst til hins
verra frá hruninu,“ segir
starfsmaður á einum af línu-
bátum útgerðarfyrirtækis-
ins Þorbjarnar í Grindavík.
Starfsmenn á línubátum Þorbjarnar
hafa lagt fram kvartanir til Sjómanna-
og vélstjórafélags Grindavíkur um að
útgerðarfélagið brjóti kjarasamnings-
bundinn rétt sjómanna til að minnsta
kosti 24 klukkustunda hafnarfrís eftir
hvern veiðitúr. Þorbjörn getur átt von
á sektum vegna þessa. Línubátar Þor-
bjarnar, sem eru fjórir talsins, eru á
veiðum viku í senn, koma svo til hafn-
ar og landa áður en haldið er út til
veiða aftur.
Skýrt er kveðið á um þessa skyldu
útgerðarfélaga í kjarasamningum og
kemur einnig fram í þeim að skipverj-
um skuli tryggðir að minnsta kosti
fjórir frídagar í mánuði. Í kjarasamn-
ingunum segir orðrétt: „Á öllum skip-
um er stunda veiðar með línu og eru
í útilegu og ísa eða salta aflann um
borð og landa innanlands eða utan-
lands skulu skipverjar hafa hafnarfrí
í 24 klst. eftir hverja veiðiferð.“ Um-
ræddur starfsmaður Þorbjarnar seg-
ir að útgerðarfélagið virði ekki þessa
skyldu og að skipverjum á línubátum
Þorbjarnar sé oft gert að halda aftur til
veiða eftir miklu færri klukkustundir í
landi. „Þetta er að gera út af við okkur
[...] Það eru margar foxillar fjölskyldur
hérna út af þessu,“ segir starfsmaður-
inn.
Var mannúðlegt fyrirtæki
Starfsmaðurinn segir að í stað þess
að fá kjarasamningsbundin hafnar-
frí reikni stjórnendur Þorbjarnar
með því að sjómennirnir taki sér
sjálfir frí á eigin kostnað þurfi þeir á
því að halda. Hann segir jafnframt:
„Þetta snarbreyttist eftir hrun; þetta
var ein mannúðlegasta útgerðin á
landinu fyrir þann tíma.“ Hann seg-
ir að atvinnuástandið í landinu hafi
þau áhrif á starfsmenn útgerðarinn-
ar að þeir veigri sér við að taka sér
frí af ótta við að þeir missi starf sitt
um borð í línuskipunum. Að hans
sögn vísa stjórnendur Þorbjarn-
ar til þekkts sjómannafrasa þegar
þeir rökstyðja vinnuálagið um borð
í línuskipunum: „Það þarf ekki að
hvíla stálið.“ Með því er átt við að ekki
þurfi að hvíla fiskiskipin þó áhafn-
irnar þurfi kannski hvíldar við.
Gefur ekkert upp
Magnús Sigríðarson, formaður Sjó-
manna- og vélstjórafélags Grinda-
víkur, vill ekki svara því hvort sjó-
menn á línubátum Þorbjarnar hafi
lagt fram kvartanir til félagsins út
af meintum brotum á kjarasamn-
ingum. „Nei, ég segi ekkert um það
[...] Ef þessi ágreiningur hefur kom-
ið upp þá leysi ég hann bara í gegn-
um Þorbjörn en ekki í gegnum blöð-
in, DV, Fréttablaðið eða eitthvað [...]
Ég segi ekkert um hvað kemur inn
á borð til félagsins: Hvort það kem-
ur eða kemur ekki,“ segir Magnús.
Verkalýðsfélaginu ber að bregðast
við umkvörtunum sem þessum telji
félagið að þær eigi við rök að styðjast.
Aðspurður segir hann hins vegar
að félagið hafi ekki kært Þorbjörn
vegna ábendinga þess efnis: „Við
höfum enga kæru sent á Þorbjörn;
við höfum ekki kært Þorbjörninn
fyrir neitt,“ segir Magnús.
Hafa ekki kvartað ‑beint
við útgerðina
Eiríkur Tómasson, forstjóri Þor-
bjarnar, segir að sjómennirnir á
línubátunum hafi ekki kvartað
beint við stjórnendur útgerðarinnar
vegna þessara meintu brota á kjara-
samningum. „Ég hef bara ekki heyrt
þetta. Þeir hafa ekki kvartað beint
við okkur, að minnsta kosti ekki svo
ég viti til,“ segir Eiríkur. „Við erum
bara að gera út nákvæmlega eins og
við höfum alltaf gert. Það hefur ekk-
ert breyst. Mér finnst mjög furðu-
legt að ég hafi ekki heyrt þetta,“ seg-
ir Eiríkur og bætir því við að hann
kannist ekki við að breyting hafi
orðið á hvíldartíma sjómannanna á
línubátunum eftir hrun.
Deilan er því hjá Sjómanna-
og vélstjórafélagi Grindavíkur um
þessar mundir og á eftir að koma í
ljós hvernig félagið bregst við kvört-
unum starfsmanna Þorbjarnar.
n Sjómenn á línubátum Þorbjarnar ósáttir n Kvarta til verkalýðsfélags vegna meintra brota
á kjarasamningum n Forstjóri Þorbjarnar segir kvartanirnar ekki hafa borist til útgerðarinnar„Það eru margar
foxillar fjölskyldur
hérna út af þessu. „Á öllum skipum er stunda veiðar með
línu og eru í útilegu og ísa eða salta
aflann um borð og landa innanlands
eða utanlands skulu skipverjar hafa
hafnarfrí í 24 klst. eftir hverja veiðiferð.
Hafnarfrí telst aldrei skemmri tími en
24 klst.
Hafnarfrí sem veitt er umfram 24 klst.
skal teljast í hálfum og heilum sólar-
hringum, þannig að klst. sem ekki ná
heilum og hálfum sólarhring falla niður.
Eigi er skylt að hafa hafnarfrí í 24 klst.,
ef veiðiferð tekur skemmri tíma en 5
sólarhringa en hafnarfrí skal þó eigi
vera skemmri tími en tekur að skipa upp
aflanum og búa skip í næstu veiðiferð.
Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmra
en 6 klst.
Skipverjum skulu tryggðir minnst fjórir
frídagar í mánuði.“
Ákvæði kjarasamninga
sjómanna um hafnarfrí:
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Starfsmenn
ósáttir Starfs-
menn Þorbjarnar
í Grindavík eru
ósáttir við að fá ekki
lögbundna hvíld
eftir hvern veiðitúr
á línubátum útgerð-
arfélagsins og hafa
kvartað til Sjó-
manna- og vélstjór-
afélags Grindavíkur.
Eiríkur Tómasson er
forstjóri Þorbjarnar.
Hann segir að kvart-
anirnar hafi ekki
borist til stjórnenda
félagsins.
„Það þarf ekki
að hvíla stálið“
Málið hjá verkalýðsfélaginu Kvartanir sjómannanna á
línubátum Þorbjarnar eru á borði Sjómanna- og vélstjórafélags
Grindavíkur. Sturla GK-12 er eitt af línuskipum Þorbjarnar.
Árni Páll Árnason efnahagsráð-
herra, segir að krónan verði ekki
sett aftur á flot. „Við þurfum að
hafa einhvers konar takmarkanir á
frjálsu gengi gjaldmiðilsins,“ seg-
ir hann í samtali við Bloomberg-
fréttaveituna.
„Eina leiðin sem við getum
treyst á að færi okkur algjörlega
frjálsan aðgang er með upptöku
evru,“ sagði Árni Páll, sem staddur
var í Kaupmannahöfn þegar hann
ræddi við Bloomberg. „Peninga-
málastefnan verður að gera okk-
ur kleift að taka upp evruna ef við
ákveðum að gerast aðilar að Evr-
ópusambandinu.“
Krónan var fyrst sett á flot í mars
árið 2001 en hrundi með bönkun-
um haustið 2008. Í kjölfar hrunsins
voru sett á gjaldeyrishöft og Seðla-
bankinn hefur reynt að halda gengi
krónunnar stöðugu.
Það hefur gengið misjafnlega
en gengi krónunnar hefur reynd-
ar styrkst um 3,2 prósent gagnvart
evrunni frá því í byrjun ágúst. Það
er fjórði besti árangur gjaldmiðils
gagnvart evrunni frá því í lok árs
2008 þegar efnahagskerfi heimsins
lék á reiðiskjálfi. Krónan er nú 5,4
prósentum hærri gagnvart evrunni
en þegar gjaldeyrishöft voru sett á
haustið 2008.
Árni ræðir um um nauðsyn þess
að hafa þurft að herða gjaldeyris-
höftin í viðtalinu við Bloomberg.
„Það verða að vera einhvers konar
höft ef sjálfstæð peningamálastefna
Íslands á að vera langtímalausn.“
Árni Páll Árnason segir ekki standa til að fleyta krónunni:
Krónunni fylgja höft
Áfram höft Ef við ætlum að halda í íslensku krónuna til framtíðar þá munu fylgja henni
gjaldeyrishöft, að mati ráðherra.
Flóttamaður
í fangelsi
Íraskur flóttamaður, Ahmed Kamil
Alrubaye, hefur verið dæmdur í 30
daga fangelsi í héraðsdómi fyrir
að framvísa fölsuðu vegabréfi við
komuna til landsins. Maðurinn var
á leiðinni til Halifax í Kanada með
flugvél Icelandair þegar hann fram-
vísaði vegabréfinu sem átti að vera
portúgalskt.
Alrubaye játaði brot sín skýlaust
en krafðist þess að verða sýknaður
á grundvelli samnings Sameinuðu
þjóðanna um stöðu flóttamanna.
Maðurinn hefur ekki komist áður í
kast við íslensk lög.
Björgólfur
reiður sér
Björgólfur Thor Björgólfsson segir
að enginn sé reiðari Björgólfi Thor,
en hann sjálfur. Þessi ummæli lét
hann falla í viðtali við danska við-
skiptablaðið Börsen í síðustu viku.
Björgólfur sagði að sér væri ljóst að
margir væru honum reiðir vegna að-
ildar hans að bankaþenslunni:
„Aðspurður svara ég því að mér
er vel ljóst að margir eru reiðir út í
mig á Íslandi vegna aðildar minnar
að bankaþenslunni og hruninu en
þó er enginn reiðari Björgólfi Thor
en ég sjálfur,“ ritar Björgólfur á
heimasíðu btb.is