Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 37
Menning | 37Helgarblað 16.–18. september 2011 Hvað er að gerast? Föstudagur Laugardagur Sunnudagur 16 sep 17 sep 18 sep Söngfuglar í Salnum Söng- og leikkonan Jana María skemmtir ásamt Ívari Helgasyni og hljómsveit. Tekið verður á móti góðum gestum og gamlir tímar rifjaðir upp í tali og tónum. Skemmt- unin fer fram í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Blærinn í laufi Söngvarinn góðkunni Jón Kr. Ólafs- son heldur stórtónleikana Blærinn í laufi í FÍH-salnum Rauðagerði 27 í kvöld. Einvala lið listamanna kemur fram á tónleikunum, þau Ragnar Bjarnason, Egill Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Anna Sigga Helgadóttir, Kristín Sædal, Garðar Guðmundsson og Jóhanna Linnet ásamt Fjallabræðrum og söngtríóinu Þrjár klassískar. Undirleik annast hljómsveitin Spútnik ásamt Grétu Salóme Stefánsdóttur á fiðlu og Óskari Guðjónssyni á saxófón. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangseyrir er 2.000 krónur. Multi Musica Útgáfutónleikar Multi Musica-hóps- ins fara fram í Salnum í Kópavogi í tilefni útgáfu plötunnar Unus Mundus. Diskurinn hefur að geyma þrettán lög frá ellefu löndum. Farið er í ferðalag í fylgd tónlistar frá Mexíkó, Chile, Kúbu, Brasilíu, Suður- Afríku, Kenía, Indlandi, Rúmeníu, Spáni, Grikklandi og ferðin endar á Íslandi. Hópinn Multi Musica skipa níu tónlistarmenn úr Skagafirði. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.500 krónur. Verk Hildar Hákonar Opnun á sýningu á verkum eftir Hildi Hákonardóttur verður í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag klukkan 15. Sýningin stendur til 9. október næst- komandi og er aðgangur ókeypis. Á sýningunni verða til sýnis mörg af eldri verkum Hildar sem ekki hafa verið sýnileg í tugi ára. Einnig verður hægt að sjá nýtt verk sem Hildur vann sérstaklega með Gryfjuna í huga en það verk er sérstaklega tileinkað bandaríska skáldinu og natúralistanum H. D. Thoreau. Gustavo Dudamel og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar Tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar ásamt hinum heims- þekkta Gustavo Adolfo Dudamel. Hann er stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Gautaborg, tónlistar- stjóri Los Angeles Fílharmoníunnar og listrænn stjórnandi Orquesta Sinfónica Simón Bolívar í heimalandi sínu, Venesúela. Á efnisskrá tón- leikanna verða meðal annars verk eftir Tchaikovsky og Mozart. Einleikari verður Martin Fröst. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og fara fram í salnum Eldborg í Hörpu. Miðaverð er frá 5.900 krónum og upp í 10.900 krónur. úr geiranum, starfsmenn, geð- lækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga og bæði núverandi og fyrrver- andi starfsmenn. Við söfnuðum þessu öllu saman og rannsókn- arvinnan endaði í einhverri 200 blaðsíðna biblíu um þetta,“ segir Ragnar sem leggur áherslu á að mikilvægt hafi verið fyrir þau að hafa staðreyndir á hreinu. „Það fóru alveg þrír fyrstu mánuðirnir í vinnu í þessa rann- sókn. Við fengum mikla hjálp frá Héðni Unnsteinssyni en hann hefur setið báðum megin við borðið, bæði verið inni á geð- deild og hefur unnið fyrir al- þjóðlegu geðheilbrigðisstofn- unina. Hann er einn af þeim sem hefur hvað mesta yfirsýn yfir þessi málefni og það er mik- il hjálp í því. Auðvitað er þetta skáldskapur og við nálgumst þetta út frá því að persónurn- ar eigi bara sitt líf og fái að vera þær sjálfar. Við gerðum þetta vegna þess að við vildum ekki gera eitthvað þar sem væru ein- hverjar holur í raunveruleik- anum. Maður stóð þá alla vega ekki á gati þegar kom að því hvort að eitthvað væri rétt eða rangt. Síðan fengum við fólk til að lesa yfir handritið bara til að hafa á hreinu hvort að lyfjaheiti og annað væri rétt og skammta- stærðir og allt þetta.“ Fékk sérkennileg símtöl Ragnar vildi ekki einblína á geðsjúkdómana sjálfa heldur persónurnar og þeirra litbrigði. „Ég vildi ekki gera eitthvað sem fjallar um sjúkdómana sjálfa. Þeir fá alltaf fókusinn en ég vildi bara fókusera fyrst og fremst á þessar manneskjur sem persónur. Ekki þylja upp hvaða geðkvilla viðkomandi persóna er að kljást við, hún er bara eins og hún er.“ Hann segir marga hafa haft áhyggjur af umfjöllunarefninu. „Ég fékk sérkennileg sím- töl í upphafi þegar fréttist að ég væri að fara að gera þetta. Svona áhyggjusímtöl og tölvu- pósta frá hinum og þessum sem höfðu áhyggjur af því að það væri verið að fara að fjalla um þetta og þá líka þetta tíma- bil. Það eru tuttugu ár síðan og þetta hefur náttúrulega breyst mikið frá þeim tíma og það er margt orðið betra í dag. Það sem hefur breyst kannski hvað mest er þessi hugmynd um hælið sem er 200–300 ára gam- alt fyrirbæri, sú hugmynd að safna fólki á einn stað er eigin- lega farin. Við erum að fjalla um tíma sem er liðinn. Menn höfðu líka smá áhyggjur af því að fólk færi að halda að þetta væri bara svona í dag.“ Hann segir að þó að hlut- irnir séu breyttir í dag þá sé kerfið ekki endilega gallalaust. „Það eru kostir og gallar á öll- um kerfum. Þessi hugmynd um að loka alla sem eru geð- veikir saman inni er kannski farin en það er ekkert endilega gott að fólk með geðsjúkdóma sé bara heima hjá sér. Það er einangrun sem fylgir því líka.“ Einhver saga bak við hvern og einn Inni á geðdeildinni á Heims- endi stendur grunnskóla- kennarinn Einar fyrir bylt- ingu. Ragnar segir að á vissan hátt megi líkja þessu við það sem er í gangi á Íslandi í dag. „Við erum að leika okkur dálít- ið með þessa byltingu. Það er ákveðinn valdapíramídi inni á deildinni. Efst eru geðlækn- arnir, síðan hjúkrunarfræðing- arnir og svo almennt starfsfólk. Neðst eru vistmennirnir. Það sem við erum að leika okkur með þarna er það þegar vist- mennirnir rísa upp og taka ábyrgð á eigin lífi. Og krefjast þess að komið sé fram við þá eins og jafningja. Þannig á ein- hvern hátt þá mætti segja að þetta sé svona smækkuð mynd af íslensku samfélagi. Það er verið að semja nýja stjórnarskrá þarna og verið að reyna búa til nýtt samfélag eftir einhverjar hörmungar.“ Ragnar segir þættina líkjast að einhverju leyti fyrri þáttum sem hann hefur gert. „Þetta er stærra verkefni og fleiri sem koma að því. Hugmyndafræð- in er ekkert ósvipuð. Þetta er svona eins og vaktirnar voru, svona blanda af gamni og al- vöru. Það er dramatískur und- irtónn og ástæða fyrir öllu. Við fáum að kynnast þarna fólki sem lítur í fyrstu út fyrir að vera fyndið eða fáránlegt en það er einhver saga á bak við hvern einstakling. Hver og einn á sér sína sögu. Bak við hvern ein- stakling eru vonir og þrár og á ákveðnum tímapunkti voru ákveðnar væntingar sem ein- staklingurinn hafði til lífsins. Á einhverjum tímapunkti átti hann foreldra sem gerðu vænt- ingar til hans. Það voru allir ein- hvern tímann á því skeiði. Síð- an tekur lífið beygju og enginn veit hvað gerist og það þarf að tækla það.“ Málmhaus á kúabúi Tökum á þáttunum lauk ný- lega en eftirvinnsla er í fullum gangi. Ragnar er strax farinn að huga að næsta verkefni enda segist hann alltaf hafa nokkur verkefni í gangi i einu. „Reynsl- an hefur kennt mér að það er ágætt að hafa nokkur verkefni í gangi. Stundum gengur eitt- hvað ekki upp og þá er ekki gott að standa á núllpunkti með ekki neitt.“ Í pípunum er bíómynd í fullri lengd sem gerist einnig á því herrans ári 1992. „Þetta er mynd sem fjallar um rúm- lega tvítuga stelpu sem býr á kúabúi á landsbyggðinni og myndin gerist um vetur. Hana dreymir um að verða þunga- rokkstjarna.“ Hugmyndina að myndinni segist hann hafa fengið fyrir nokkrum árum. „Ég er búinn að vera að skrifa þetta lengi. Maður fær oft hugmynd- ir mörgum árum áður en mað- ur sest niður og vinnur þær.“ Myndina segir hann verða melódramatíska líkt og mörg verka hans. „Þetta endar alltaf hjá mér í einhverri blöndu af gríni og alvöru. Það er einhver melódramatísk taug þarna. Hún er kómísk en það er ein- hver þungur undirtónn.“ „Bak við hvern einstakling eru vonir og þrár og á ákveðnum tíma- punkti voru ákveðnar væntingar sem ein- staklingurinn hafði til lífsins. „Heimurinn væri dálítið skemmti- legri ef fólk fengi að vera bara með sinn gula gúmmíkút út á götuhorni Grunnskólakennarinn Einar Halldór Gylfason leikur kennarann Einar sem hefur byltingu á geðdeildinni. Hann trúir því að hann einn geti sameinað öll vinstri öflin í landinu og þess vegna sé hann lokaður inni á geðdeild fram yfir kosningar. Margeir Orri Hér sést Jörundur Ragnarsson í hlutverki Margeirs Orra sem er vistmaður á geðdeildinni. Lúðvík iðjuþjálfi Pétur Jóhann leikur iðjuþjálfann Lúðvík sem er góður í sínu starfi en stendur í ströngu við uppeldi á unglingsdóttur sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.