Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað H inrik Kristjánsson, fyrrver­ andi aðaleigandi útgerðar­ fyrirtækisins Kambs á Flat­ eyri, fjárfesti meðal annars í fasteignaverkefni í Berlín eftir að hafa selt eignir Kambs vorið 2007. Verðmætasta eign Kambs voru umtalsverðar aflaheimildir, um 3.000 tonna kvóti. Heimildir DV herma að Hinrik hafi fengið um 1.700 milljónir króna fyrir Kamb þegar hann seldi fé­ lagið. Hluti af kvótafé Flateyrar endaði því í Berlín ef svo má segja. Hinrik fjárfesti í eignarhaldsfélag­ inu Torstrasse 85,87 ehf. í gegnum eignastýringu Glitnis banka. Félagið var stofnað í nóvember 2007, nokkr­ um mánuðum eftir að Kambur var seldur. Félagið á fasteign í Berlín á Tor­ strasse 85 og 87. Eignarhlutur Hinriks í félaginu nam 20 prósentum. Eignar­ haldsfélag Hinriks, IHK ehf., heldur utan um hlutinn í fasteignafélaginu og er hann metinn á rúmlega 52 millj­ ónir króna í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Hinrik er jafnframt einn af stjórnarmönnum félagsins. Sagði ákvörðunina erfiða Í viðtali við DV vorið 2007 sagði Hin­ rik að ákvörðunin um að selja Kamb hefði verið erfið. Hann sagði að fyr­ irtækið hefði verið í taprekstri mán­ uðina þar á undan. Ástæðuna fyrir því sagði hann vera hátt gengi krón­ unnar og dýran leigukvóta. „Auðvit­ að er þetta sárt og skapar mikla erfið­ leika á öllu svæðinu. [...] Það gengur ekkert upp að þurfa að leigja kvóta á tvö hundruð krónur. Þetta var hægt hérna í eina tíð á meðan gengið var lægra og leigukvótinn var á 130 krón­ ur kílóið. Hann mátti meira að segja fara í 150 krónur og samt lifðum við af og höfðum upp í vexti og afborganir.“ Í sautjánda sæti Eftir söluna á Kambi og kvótanum úr byggðarlaginu flutti Hinrik suð­ ur, nánar tiltekið til Hafnarfjarðar, og fjárfesti fyrir hluta af hagnaði sínum af sölunni á fyrirtækinu. Fyrirtækið Eyraroddi keypti frystihús Kambs á Flateyri og réð um 40 manns í bæn­ um í vinnu, fyrirtækið var því einung­ is með um einn þriðja hluta af starfs­ mannafjölda Kambs. Eyraroddi varð gjaldþrota í upphafi þessa árs. Hinrik er í dag einn ríkasti maður landsins samkvæmt upplýsingum úr skattaskrám fyrir árið 2010. Á nýleg­ um lista DV yfir ríkustu menn lands­ ins var hann þar í 17. sæti. Hinrik greiddi rúmlega 14.5 milljónir í auð­ legðarskatt í fyrra og á því hreina eign upp á um milljarð. Ef hann er sam­ skattaður með konu sinni eru auðævi hans tvöfalt meiri. Skuldirnar nærri hálfur milljarður Félagið Torstrasse var stofnað af Jó­ hanni Ómarssyni, þáverandi for­ stöðumanni eignastýringar Glitnis, og Selmu Filippusdóttur, þáverandi starfsmanni bankans, síðla árs 2007. Svo virðist sem aðrir hluthafar í Torstrasse hafi fjárfest í félaginu í gegnum eignastýringu Glitnis. Af öðr­ um hluthöfum má nefna Ottó Björn Ólafsson, fyrrverandi framkvæmda­ stjóri Delta, Elías Skúla Skúlason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Flugflutninga sem var með umboð fyrir Cargolux á Íslandi og Pál Sveins­ son frá Vestmannaeyjum sem á fisk­ sölufyrirtækið Icebrit í Bretlandi. Skuldir Torstrasse nema rúm­ lega 470 milljónum króna samkvæmt ársreikningi fyrir 2010. Fasteignin á Torstrasse er metin á nærri 450 millj­ ónir króna á móti þessum skuldum. Eigið fé félagsins er neikvætt um rúm­ lega 20 milljónir króna. Torstrasse á að greiða nær allar skuldir sínar á næsta ári, 2012. Ekki náðist í Hinrik Kristjánsson á fimmtudaginn. n Seldi útgerðarfyrirtæki á Flateyri og fjárfesti í fasteign í Berlín n Fékk um 1.700 millj- ónir fyrir Kamb n Félagið skuldar nærri hálfan milljarð í dag og er með neikvætt eigið fé Kvótinn varð að blokk í Berlín „Auðvitað er þetta sárt og skapar mikla erfiðleika á öllu svæðinu. Fjárfesti í Berlín Hinrik Kristjánsson fjárfesti meðal annars í fasteign í Berlín eftir að hafa selt útgerðarfyrir- tæki sitt Kamb á Flateyri árið 2007. 120 misstu vinnuna 120 manns misstu vinnuna á Flateyri þegar Kambi var lokað árið 2007. Meðal þess sem Hinrik Kristjánsson, aðaleigandi Kambs, fjárfesti í var þessi fasteign á Torstrasse í Berlín í Þýskalandi. Einkatímar 40 mín. tímar 1x í viku |12 vikur Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna á öllum aldri. Skráning er hafin Skráning í síma 581 1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Leiðrétting Þau mistök voru gerð í úttekt um nýjan Landspítala sem birtist í DV mánudaginn 12. september að gamlar tölur fóru inn á Íslands­ kort. Prósentutölurnar sem birtust á mánudaginn voru unnar upp úr drögum að fjárlögum fyrir árið 2011. Fjárlögin tóku hins vegar breyt­ ingum og dregið var úr áætluðum niðurskurði. Leiðréttar tölur birtast hér með. Skýrr í góðri stöðu Velta Skýrr var liðlega 12,3 millj­ arðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er talsvert meira en á sama tíma í fyrra þegar veltan nam 11,2 milljörðum króna. Í til­ kynningu frá Skýrr segir að tekju­ vöxtur á milli ára sé 10 prósent og gera áætlanir fyrir 2011 ráð fyrir 24 milljarða króna veltu og að EBITDA framlegð verði um 1,4 milljarðar króna. Í lok júní 2011 nam eigið fé Skýrr 3,5 milljörðum. „Við erum talsvert hreykin af þeim rekstrarárangri sem liggur núna fyrir. EBITDA framlegð af reglu­ bundnum rekstri var 511 millj­ ónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011, samanborið við 468 milljónir króna á sama tímabili í fyrra,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr í tilkynningu. Byggðarlag Heildar- niður- skurður Niður- skurður á sjúkrasviði Ísafjarðarbær 3% 15% Sauðárkrókur 9% 45% Húsavík 8% 45% Fjarðabyggð 5% 23% Vestmannaeyjar 6% 1% Árborg 4% 26% Reykjanesbær 7% 28% Hæstiréttur hefur staðfest farbanns­ úrskurð Héraðsdóm Suðurlands yfir karlmanni frá Lettlandi sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til nauðgunar. Ákæruvaldið óskaði eftir því að mað­ urinn yrði úrskurðaður í farbann til 7. október en Hæstiréttur féllst á far­ bann yfir manninum til 30. september, þegar áætlað er að aðalmeðferð máls­ ins ljúki. Vandamálið er hins vegar að fórnarlambið, kona af erlendu bergi brotin, er flúin af landi brott og hef­ ur gengið erfiðlega að fá hana aftur til landsins vegna málsins. Forsaga málsins er sú að maður­ inn var ákærður þann 9. mars síðast­ liðinn fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa að kvöldi föstudagsins 30. júlí 2010, eftir að þau höfðu setið að sumbli, reynt að þröngva konunni með ofbeldi til samræðis með því að veitast að henni, grípa í handleggi hennar og þvinga hana niður á gólf, slá hana í andlitið, sitja ofan á henni, toga í hár hennar og reyna að afklæða hana. Hlaut konan nokkra áverka við þessa árás mannsins en hún reyndi að verjast nauðguninni og náði að bíta framan af fingri mannsins. Eft­ ir að þetta gerðist fór konan aftur til heimalands síns og hefur dvalið þar síðan. Frá því að málið var þingfest í apríl hefur þurft að fresta því ítrekað þar sem konan vill ekki koma aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. Síðar missti hún síðan af flugi sínu til landsins en ákæruvaldið hefur vilyrði fyrir því að hún muni mæta. Hins veg­ ar hefur maðurinn sem ákærður er lýst því yfir að hann hyggist fara til Lett­ lands í byrjun október og dvelja fram í janúar. Óttast er að maðurinn komi ekki aftur og féllst héraðsdómur og nú Hæstiréttur á það. Maðurinn verður í farbanni til mánaðamóta en áður en farbanni lýkur þarf ákæruvaldið að fá konuna til landsins svo hún geti gefið skýrslu svo unnt sé að ljúka málinu. Kona flúði land eftir að hafa kært tilraun til nauðgunar: Fæst ekki til landsins Hikandi fórnarlamb Erfiðlega hefur gengið hjá ákæruvaldinu að hefja aðalmeð- ferð málsins þar sem illa hefur gengið að ná fórnarlambinu aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.