Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 38
38 | Menning 16.–18. september 2011 Helgarblað Leikárið hafið Z ombíljóðin, sýning Borgarleikhússins, er verk þeirra Jóns Atla Jónassonar, Halls Ing- ólfssonar og Jóns Páls Eyjólfssonar sem koma einnig fram í leiknum ásamt Halldóru Geirharðsdóttur. Þeir hafa myndað þríeykið Mindgroup sem hefur áður átt tvær sýn- ingar í leikhúsinu, Þú ert hér og Góðir Íslendingar. Samkvæmt ítarlegu kynningarriti Borgar- leikhússins eru Zombíljóðin lokahnykkur á þríleik um ís- lenska efnahagshrunið og af- leiðingar þess, hvorki meira né minna. Eru fyrri sýningarnar tvær sagðar hafa vakið mikla athygli í Berlín og Wiesbaden. Ég minnist þess raunar ekki að hafa séð neinar umsagnir þaðan að gagni, en hlýt að trúa þeim í Leikfélaginu; varla fara þau með fleipur. Ég hafði mjög gaman af Þú ert hér, en Góðir Íslend- ingar olli mér vonbrigðum. Það gera Zombíljóðin einnig. Hryggjarstykkið í þeim eru frá- sagnir eða endursagnir af ýms- um persónulegum harmleikj- um sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, flestir hérlendis og öllum í fersku minni. Þau Halldóra og Jón Páll skiptast á um að ganga fram fyrir hvítt tjald sem lok- ar af baksviðið og rifja þess- ar sögur upp í stuttum, brota- kenndum eintölum. Ásjónur flytjenda eru málaðar í svörtu og hvítu svo minnir mest á hauskúpur; í leikskránni les ég pistil um zombía sem verur úr haítískri þjóðtrú og þetta á lík- ast til að vera vísun í; vampírur kunna einnig að vera þarna á kreiki. Síðan kemur Hall- ur öðru hverju fram, einnig krím óttur ásýndum, og setur á langar ræður mestan part um netnotkun og trúmál. Það var frekar skrýtið allt saman og ekki augljóst hvernig það átti að tengjast sögunum sem Hall- dóra og Jón Páll buðu upp á. Öðru hverju skýst Jón Atli fram fyrir tjaldið í gróteskum gerv- um og hefur í frammi kynduga tilburði með tónlistareffektum. Og hvað skyldi nú eiga að segja okkur með þessu? Hversu sljó við séum fyrir þeirri andlegu neyð sem þrífst allt í kringum okkur? Að við séum með aðgerða- og sinnu- leysi okkar samábyrg fyrir rugl- inu, firringunni og geðveikinni sem grassérar meðal okkar, oft og tíðum með hörmulegum afleiðingum, afleiðingum sem fjölmiðlarnir, sífellt á höttunum eftir sensasjónum, gera sér endalausan mat úr? Já, það má vera að svo hafi átt að vera, en þá er spurningin sú – og hún gæti verið skoð- unar virði – í hverju sekt okkar sé fólgin, nánar tiltekið. Er hún ef til vill fólgin í því, hversu lít- ið við leggjum af mörkum til þess að byggja upp siðrænan og andlegan grundvöll sam- félagsins? Að við fljótum sof- andi að feigðarósi, löngu orðin ónæm fyrir hryllingnum sem fjölmiðlar demba yfir okkur, daginn út og inn? Gerum okk- ur of sjaldan far um að skyggn- ast inn í þann veruleik sem leynist að baki þessum sorgar- sögum, sviplegum dauðsföll- um – hvernig svo sem við ætt- um að fara að því? Æi, ég veit það ekki – og finn, satt að segja, ekki fyrir neinni sérstakri þörf til að gera það. Það sem ég finn mest fyrir, eftir að hafa setið undir þessu, er óbragð í munni. Óbragð eftir að hafa hlustað á menn í sjötíu mínútur velta sér upp úr hráum fréttaskýrslum fjölmiðlanna með því sem hljómar sem beinar tilvitnanir í sjúklega óra, lögregluskýrslur og aðrar slíkar heimildir. Oft er kvartað und- an sensasjónalisma fjölmiðla – jafnvel ekki laust við að það heyrist stöku sinnum um þann miðil sem ég er nú að skrifa í – en eruð ÞIÐ í leikhúsinu orðin nokkru betri með svona vinnu- brögðum? Gætið að því: með- al okkar er fjöldi fólks sem ber djúp andleg sár vegna þessara atburða – og margra skyldra atburða. Sár sem munu aldrei gróa til fulls. Langflest af þessu fólki ber harm sinn í hljóði; það mætir ekki í Kastljósin eða glanstímaritin til að bera þjáningar sínar á torg. Hvernig haldið þið, ágætu leikhús- menn, að því verði við þegar það mætir í leikhúsið til ykkar og hræðilegum minningum er troðið upp á það af sviðsfígúr- um sem líta út eins og djákninn á Myrká? Því varla dettur ykkur í hug að þið séuð að hjálpa því í sorgarferlinu með því að ýfa upp sárin? Í leik reynir mest á Jón Pál og Halldóru. Jón Atli og Hall- ur eru sér á parti og fá að gera það sem þeim hentar. Jón Páll hefur lipra sviðsframkomu og góða framsögn, en svigrúm til leikrænna tilþrifa er lítið. Hall- dóra lék ekki vel; alvöruþrung- inn og klökkvafullur raddblær hljómaði frá upphafi sem til- gerðin ein. Samkvæmt leikskrá hefur ekki verið neinn sérstak- ur leikstjóri, allir væntanlega að leikstýra öllum, og útkoman eftir því: einhæf og fyrirsjáan- leg sviðsetning með tilraunum til uppbrota sem virkuðu ekki. Þessi sýning er mistök af hálfu leikhússins og þau skrif- ast endanlega á leikhússtjór- ann. Það eru bremsur á bíln- um, Magnús Geir, og stundum getur þú þurft að taka í þær. Það hefðir þú átt að gera nú! „Oft er kvartað undan sensa- sjónalisma fjölmiðla – jafnvel ekki laust við að það heyrist stöku sinnum um þann miðil sem ég er nú að skrifa í – en eruð ÞIÐ í leik- húsinu orðin nokkru betri með svona vinnubrögðum? Leikárið hófst á föstudagskvöldið fyrir viku með fyrstu frumsýningu vetrarins á Litla sviði Borgarleikhússins. Það var tiltölulega stutt sýning, henni var lokið um kortér yfir níu, svo að leikdómarinn hafði tíma til að bregða sér niður í Þjóðleikhúskjallara á kabarett sem þar var einnig verið að frumsýna. Þetta var því heilmikið leikhúskvöld, en sýningarnar voru misánægjulegar, vægast sagt. Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Zombíljóðin eftir Mindgroup Texti, leikstjórn, leikmynd og tón- listarstjórn: Mindgroup Lýsing: Mindgroup og Kjartan Þórisson Sýnt í Borgarleikhúsinu Sýningin er mistök Þessi sýning er mistök af hálfu leikhússins og þau skrifast endanlega á leikhússtjórann. Það eru bremsur á bílnum, Magnús Geir, og stundum getur þú þurft að taka í þær. Það hefðir þú átt að gera nú! O g þá var sem sagt næsta mál á dagskrá að bruna niður í Þjóð- leikhús. Á sviðspall- inum í kjallara þess stendur hópur ungra leikara og söngvara að dagskrá sem er í stuttu máli sagt alveg hreint bráðskemmtileg. Og spillir ekki fyrir að maður hefur ekki séð mikið til þessa fólks sem er þó allt ágætis performerar – hvernig á annars að þýða það orð? Ef einhverjir skyldu luma á góðum tillögum mega þeir gjarnan hafa samband. Sýningin er tvískipt með hléi. Í fyrri hlutanum ganga þrjár leikkonur, María Pálsdóttir, Alexía Björg Jó- hannesdóttir og Sólveig Guð- mundsdóttir, fram í gervum þriggja ungra karlmanna og hafa í frammi ýmis gaman- mál. Týpurnar eru kunnug- legar: Nonni Bö er dimm- raddaður síðhærður töffari með konur og bjór sem aðal- áhugamál, Dóri Maack góði gaurinn sem trúir á réttlæti, jafnrétti, rapptónlist og ást við fyrstu sýn, hann er líka með ljóðabók í smíðum en gengur hægt. Hemmi Gunn er snyrtimennið sem býr heima hjá móður sinni og ætlar ekki að stíga nein af- drifarík skref nema að vand- lega athuguðu máli. Þeir eru allir í virkri atvinnuleit. At- riðið var fulllangt, það myndi ekkert tapa á styttingum (eft- ir leikskrá að dæma hefur ekki heldur neinn leikstjóri komið hér að), en margt í því var hnyttið spaug um stæl- ana í okkur strákunum, aula- skap og mannalæti. Beitt, en elskulegt. Og leikkonunum tókst að gera sig svo „karl- mannlegar“ að sumir áhorf- endur voru um stund alls ekki vissir um hvers kyns þær væru – það má jafnvel vera að leikdómarinn hafi verið sjálf- ur í þeim hópi um stund. En hann var búinn að lesa leik- skrána og vissi betur. Seinni hluti kvöldsins var saga söngleikjaparsins Viggós og Víólettu sem þau Bjarni Snæbjörnsson og Sig- ríður Eyrún Friðriksdóttir blésu lífi í. Þarna var á ferð grín með söngleikjaglamúr, einnig prýðilega flutt af þeim báðum. Bjarni er fjallmynd- arlegur í sínu gervi, nær vel þessu samblandi útblásinnar karlmennsku og vemmileg- heita sem eru gamalkunnug úr bransanum, en kannski var hann ekki alveg laus við að vera svolítið ástfanginn af sjálfum sér. Já, ég veit að týpan á að vera það, hrifin af sjálfri sér, en stundum grun- aði mann að leikarinn sjálf- ur vissi líka fullvel af því hvað hann væri flottur. Sjálfsmeð- vitundin er einn af óvinum leiklistarinnar og fyrir henni fann maður hvergi hjá mót- leikara Bjarna, Sigríði Eyrúnu sem var stjarna kvöldsins, með einstaklega geðþekka og geislandi sviðsframkomu og góða söngrödd. Ég les í leik- skránni að þau Bjarni hafi gert mikið af því að troða upp síðustu árin, þau eru greini- lega orðin sjóuð, samleikur- inn fljúgandi lipur. Ég hlakka til að sjá þau aftur, vona að ég þurfi ekki að bíða lengi eftir því. Líkt og fyrra atriðið var þetta einum of langt, hefði alveg mátt vera stytt um svo sem kortér, tuttugu mínútur. En leikdómarinn ætlar samt að vera rausnarlegur og gefa Uppnámi fjórar stjörnur. Það hjálpar ugglaust til hversu gramt honum var í geði eft- ir fyrrnefnda lífsreynslu í Borgar leikhúsinu og að hann hafði tekið gleði sína fylli- lega á ný eftir tveggja tíma törn í kjallara Þjóðleikhúss- ins. Hann var kominn í besta skap þegar hann steig aftur út í hlýtt haustkvöldið. Og það þurfti þó nokkuð til í þetta sinn. Setið er við borð og áhorf- endur geta pantað sér drykki á barnum. Ég sleppti því, lét blávatnið duga. Eru tólf hundruð krónur ekki nokk- uð hátt verð fyrir eitt glas af venjulegu rauðvíni? Fjör í Þjóðleikhúskjallaranum Pörupiltar og Viggó og Víóletta Sýnt í Þjóðleikhúskjallarnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.