Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 23
Fréttir | 23Helgarblað 16.–18. september 2011 og talið er að kostnaður við byggingu sumarbústaða hans á Þingvöllum hlaupi á um 250 milljónum króna. Ágúst á einnig skíðaskála í frönsku Ölpunum, nánar tiltekið í Chamonix, og náði að semja um lán upp á 1.100 milljónir fyrir kaupunum. Þekktustu eignir Bakkabræðra eru þó líklega 50 metra lúxussnekkja sem áður var í eigu ítalska tískukóngs- ins Giorgio Armani og einkaþota af tegundinni Gulfstream. Snekkj- an, María, er metin á 3–3,7 milljarða króna og einkaþotan á fjóra. Steingrímur Wernersson Býr í London þar sem hann hefur hægt um sig og glímir við veikindi. Lítið er vitað um hann en talið er að öll fjölskyldan hafi komið nokkuð vel frá hruninu, sérstaklega Ingunn systir hans. Hann er minnihlutaeigandi í Mile- stone og bróðir hans ræður ferðinni. Ármann Þorvaldsson Býr í stúdíóíbúð í London þar sem hann sinnir ráðgjafastörfum fyrir föllnu íslensku bankana í London. Hann á einnig heimili á Íslandi. Bjó um tíma í Kew Riverside í London, sem er auðmannahverfi, afgirt og vaktað af öryggisvörðum. Eftir hrunið gerði hann kaupmála við eiginkonu sína, Þórdísi Edwald, og samdæg- urs færði hann glæsihýsi þeirra að Dyngjuvegi 2 yfir á hana. Hann hefur ekki komið vel undan hruni og ekki hjálpuðu aðgerðir SFO honum, en félagar hans segja það vitað að hann hafi leikið litla rullu í því máli. Félag hans, Ármann Þorvaldsson ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr á árinu. Hann gaf út bókina Ævintýra- eyjuna sem fjallaði um ævintýri ís- lenskra bankamanna. Lárus Welding Heldur heimili í London og Reykja- vík, en hann á glæsihýsi að Blöndu- hlíð 8 og Range Rover. Hann flakkar á milli en á ekki húsnæði í Bretlandi. Ítrekað hefur frést af honum við Ham- stead High Street í norðurhluta Lund- úna. Árið 2008 var talað um að hann ætlaði í meistaranám í hagfræði í Harvard en hann hætti við það en hefur sinnt ráðgjafastörfum fyrir hina og þessa. Sagt er að hann sé flinkur í ráðgjöfinni. Nú síðast bárust fréttir af því að hann hefði aðstoðað þá Ívar Guðmundsson og Arnar Grant með orkudrykkinn Hámark og orkustöng- ina Hreysti. Heilsurækt er honum líka hug- leikin, hann drekkur ekki og er með svarta beltið í karate og hótaði iðulega að nota þessa tækni á strákana ef þeir voru eitthvað að gantast í honum. Hann þykir líka algjör þrjóskuhundur. Hannn fékk þrjúhundruð millj- ónir fyrir að ganga til liðs við Glitni á sínum tíma en telst ekki til milljarða- mæringa í dag. SVISS Ólafur Ólafsson Býr í látlausu fjölbýlishúsi við Chem- in de la Vuaché í Lausanne í Sviss en sagan segir að hann hafi ætlað að sækja um svissneskt ríkisfang ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Krist- jánsdóttur. Hann á enn umtalsverð- ar eignir og er sennilega sá sem kom best undan hruni en sagt er að hann hafi fengið vildarúrlausn sinna mála með Alfesca og Samskip og eigi um 200 milljónir evra í beinhörðum pen- ingum í sínum félögum. Árið 2001 voru eignir hans metnar á 850 millj- ónir króna, samkvæmt útreikningum blaðamanns, á hátindi góðærisins var talið að þær hefðu hundraðfaldast en tap hans vegna Kaupþings nam um 50 milljörðum. Hann hefur enn forræði yfir Sam- skipum og er þar stjórnarformaður. Hann er einnig stjórnarformaður og stærsti hluthafinn í Alfesca, á hlut í Granda og Icelandic Seafood. Hann á fjölmargar fasteignir hér á landi og á sumarbústað við Þingvelli en hann lét gera þyrlupall við bústað- inn og lenti síðan í veseni með ná- granna sem kvörtuðu undan ónæði af þyrlulátum. Eins hefur hann byggt upp glæsilega aðstöðu á Miðhrauni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Hann mun eiga fleiri jarðir. Hann er mikill veiðimaður en hann er sagður hafa eytt tugum milljóna í veiðiferðir til Afríku þar sem hann hefur skotið þrjú ljón og jafnvel fíl. Hann lagði líka sitt af mörkum til að styrkja fátæk börn í Afríku en hann gaf 120 milljónir á þremur árum til að byggja upp barnvænt mennta- kerfi og skólahúsnæði sem tæki mið af þörfum stúlkubarna með UNICEF í Síerra Leóne. Þá gaf hann milljarð í velgjörðarsjóð á fimmtugsafmæli sínu árið 2007 og sló síðan upp veislu þar sem Elton John spilaði fyrir gesti í kæligeymslu Samskipa. Spánn Hannes Smárason Heldur heimili í Gava-hverfinu í Barcelona en fór þangað frá Lúx- emborg. Hann flakkar mikið þar á milli og sagði fyrir dómi um daginn að hann væri búsettur í Lúxemborg. Hvort heldur sem er þá stundar hann viðskipti með erlendum viðskipta- félögum sínum frá fyrri tíð og gengur víst vel. Hannes var aðaltöffarinn í FL- Group og fékk milljarða arðgreiðslur frá félaginu. „Ég hef ekkert með þetta blessaða bankahrun að gera,“ sagði hann samt fyrir dómi á dögunum. Tollstjóri ætlaði að kyrrsetja eign- ir Hannesar upp á 150 milljónir en endaði á því að kyrrsetja tvo bíla í eigu Hannesar og sjö og hálfa milljón króna bankainnistæðu. Sú ákvörðun var felld úr gildi eftir að í ljós kom að engin lagaheimild væri fyrir hendi til að kyrrsetja eignir vegna brota á lög- um um virðisaukaskatt. Hannes fer því fram á bætur upp á þrjár milljón- ir. Segir hann að möguleikar hans séu ekki þeir sömu og þeir hefðu annars verið vegna þessa. Öll eignarhalds- félög Hannesar standa höllum fæti eftir hrunið enda töpuðu þau samtals fleiri tugum milljarða. Hannes átti glæsihýsi við Fjölnis- veg 9 og 11 og virðist enn hafa aðgang að þeim báðum. Fjölnisvegur 9 er 370 fermetra hús sem var skráð á sam- býliskonu Hannesar, Unni Sigurðar- dóttur, sem var áður einkaritari Jóns Ásgeirs, áður en það var síðan selt til huldufélags í Lúxemborg sem talið er að Hannes eigi eða tengist. Þar hef- ur bíll hans verið myndaður. Lands- bankinn tók Fjölnisveg 11 aftur á móti yfir en leigir Hannesi húsið sem er 430 fermetrar að stærð. Hannes er einnig forfallinn bíla- áhugamaður og tók þátt í Gumball 3000-kappakstrinum með Jóni Ás- geiri. Þá átti hann fjölda glæsivagna en flutti nokkra þeirra yfir á unn- ustuna. Hann þykir mikill öfgamað- ur, nýtur þess að lifa hátt, slá um sig og fara hratt yfir, enda líkja vinir hans honum við Jackass-strákana á MTV, segja að hann sé skemmtilegur en að það sé oft æðibunugangur á honum. „Ég á þetta, ég má þetta,“ eru sennilega frægustu ummæli Hannes- ar. Í aðra röndina er hann varfærinn en haft var eftir Kára Stefánssyni að það væri varla hægt að treysta manni sem setti alltaf á sig belti í leigubíl- unum í New York, en Hannes var að- stoðarforstjóri deCode þegar félagið flaug sem hæst. Magnús Ármann Býr í Barcelona þar sem hann lifir hátt og er með einkabílstjóra og barnapíu. Hann starfar með föður sínum sem er stórtækur í innflutningi frá Kína. Magnús á einnig helmingshlut í fast- eignafélagi í Berlín en litlar sem engar eignir á Íslandi. Skömmu eftir að sagt var frá því að Magnús Ármann skuldaði 24 þús- und milljónir umfram eignir og eigið fé fréttist af honum á lúxusskíðahóteli í frönsku Ölpunum en þangað bauð hann tólf vinum og vandamönnum. Talið var að hópurinn hefði dvalið þar í tvær vikur en hótelið var í eigu Magnúsar Ármanns, Hannesar og Þorsteins. Sjálfur er hann mikill ferða- langur og býður oft vinum sínum með, hvort sem ferðinni er heitið upp á fjöll eða til sólarlanda. Eins er hann mikill bílaáhugamað- ur og átti ekki bara fjölda lúxusbíla, sem voru sumir hverjir fluttir á nafn föður hans, heldur átti hann líka bíla- geymslu þar sem útrásarvíkingarnir geymdu eðalvagnana sína um tíma, eða þar til um þá var fjallað í fjölmiðl- um. Þá voru þeir fluttir á brott, en tal- ið var að einhverjir þeirra væru á leið úr landi. Á meðal þeirra farartækja sem fjallað var um voru sandbíll, fjór- hjól og forláta Jaguar. Magnús hóf ferilinn sem súlu- staðareigandi og var vinsælasti út- rásarvíkingurinn þar sem hann var sagður síkátur og örlátur. Góða skap- ið fór aldrei af honum, hvorki fyrir né eftir hrun. „Ég borga,“ var hans frasi og dró hann iðullega upp veskið fyr- ir félagana. Einu sinni fór hann út að borða á Akureyri og borgaði fyrir alla á veitingastaðnum. LÚXEMBORG Hreiðar Már Sigurðsson Býr í fjögurra hæða raðhúsi við Rue Des Pommiers í hverfinu Cents, nærri miðbæ Lúxemborgar. Bílafloti fjölskyldunnar samanstendur af ný- legum Audi S8 sem er vart metinn á minna en 17 milljónir króna, BMW- jeppa sem konan hans ekur um á og nýlegum svörtum Land Cruiser 2000-jeppa auk vespu. Börn hans sækja skóla þar sem skólagjöld fyrir leikskólabörn eru nærri 2 milljónir á ári og enn hærri fyrir eldri börn Líklega hefur enginn Íslending- ur það eins gott í Lúxemborg eins og Hreiðar Már en hann var með tæp- ar átta hundruð milljónir í tekjur á síðasta ári og eignir hans eru taldar skipta hundruðum milljónum króna. Þar á meðal er 300 fermetra hús að Hlyngerði 6 sem hann á. Hreiðar Már var launahæsti ís- lenski bankamaðurinn og slapp bet- ur frá hruninu en margir af sam- starfsmönnum hans. Hann rekur nú ráðgjafafyrirtækið Consolium í Lúxemborg ásamt fyrrverandi yfir- mönnum Kaupþingsbanka en bein- ir sjónum sínum í auknum mæli að veitingarekstri með eiginkonu sinni. Hann var handtekinn og dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald í maí í fyrra vegna rannsóknar á málefn- um Kaupþings. „Þetta er bara mjög sárt hvernig þetta hefur farið og hvað þetta hefur valdið fyrrum samstarfs- mönnum mínum miklum vandræð- um,“ sagði hann en fyrrverandi sam- starfsmaður hans segir að hann hafi verið „mjög búllí“. Hann var líka þekktur fyrir að vera ótrúlega uppátækjasamur á gleði- stundum. Það var til dæmis hans hugmynd að fara á þyrlunni í pulsu- vagninn. Reyndar átti hann það til að panta flugvélar hvert á land sem er þegar hann var einhvers staðar við veiðar, sem honum þótti ekki leiðin- legt. Þorsteinn M. Jónsson Á lögheimili í Lúxemborg en býr í raun í glæsilegu einbýlishúsi við Sunnu- flöt í Garðabæ sem hann keypti ný- lega fyrir að minnsta kosti 150 millj- ónir króna. Hann hefur komið sér vel fyrir þar og ekur um á Range Rover en í bílakjallara Magnúsar Ármanns var meðal annars Cadillac Escalade-lúx- usbifreið sem metin er á um níu millj- ónar króna og var í eigu hans. Hann er ekki á flæðiskeri staddur en árið 2007 greiddi hann sér arð upp á 250 milljónir króna í gegnum félagið Sólstafi þrátt fyrir 521 milljón króna tap. Þorsteinn átti félagið og var eini maðurinn í stjórn þess. Þá seldi hann Vífilfell og á enn tíu prósenta hlut í drykkjarvörufyrirtækinu Refresco sem er í góðum rekstri og einbeitir sér að því að auka verðmæti þess. Hann er sagður ljúfur drengur sem sjaldan skiptir skapi. Hann var kall- aður listamaðurinn í hópnum vegna mikils áhuga á klassískri tónlist. Þá þykir hann hafa einstaklega góðan smekk á konum, enda alltaf með feg- urðardrottningum. Magnús Guðmundsson Býr í Lúxemborg og sér um fjármuni Skúla á Holtinu og fjárfestingar hans sem nema um tíu milljörðum. Þeir Hreiðar Már sluppu best frá Kaup- þingi. Margir virðast telja hann und- irförulan í viðskiptum en hann var handtekinn með Hreiðari Má. Sigurður Bollason Býr í Lúxemborg og er einn efnað- ist Íslendingurinn í dag. Hann var heppinn, seldi hlutabréf sín í FL Group árið 2006 og græddi mikið á því. Síðan hefur hann verið í góð- um málum, hefur tekist vel upp með fjárfestingar sínar og er sagður klár strákur. Það fer lítið fyrir honum en hann er mjög lunkinn, ferðast víða og var svolítill spaði í kvennamálum að sögn félaganna, eins og gengur. Pálmi Haraldsson Býr í Lúxemborg en á einnig íbúð í Chelsea í London og heimili á Sól- vallagötunni í Reykjavík. Hann á enn breska flugfélagið Astreus, sem leigir meðal annars þotur til Iceland Express, sem hann á líka, Úrval-Út- sýn, Sumarferðir, Plúsferðir og Nup- ur-Holding. Eignir hans eru miklar, en þeirra á meðal er veglegt safn málverka. Árið 2006 keypti hann nefnilega 20 mál- verk Skeljungs á 25 milljónir króna. Verkin voru mörg hver eftir gömlu meistarana eins og Kjarval, Jón Stef- ánsson og Gunnlaug Scheving og höfðu verið í eigu félagsins í nokkra áratugi. „Mér finnst myndlist bara alveg yndisleg, bara svo falleg. Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á að kaupa mér fína bíla: Rolls Royce eða Bentley eða eitthvað slíkt, en ég keypti þessi verk.“ Hann þykir fluggáfaður en af honum fara margar sögur þar sem þráðurinn þykir ansi stuttur. Ein sag- an segir að hann hafi farið í laxveiði með Jóni Ásgeiri vini sínum og við- skiptafélaga. Þeir hafi tekist á þar til Pálmi rauk skyndilega í burtu, keyrði af stað í bæinn og skildi Jón Ásgeir eftir uppi í sveit. Þá þykir hann búa yfir einstöku safni fúkyrða. Pálma var stefnt fyrir að láta Fons borga leigu í þrjú ár fyrir lúxusíbúð sem hann átti sjálfur í gegnum félag á Tortóla og notaði einn. Þá lét hann Fons endurgreiða sér ýmsan kostn- að, eins og símareikning, gjaldeyris- kaup, leigu á bifreiðum og 500 þús- und króna hótelreikning. Stefán Hilmarsson Er með lögheimili sitt í Lúxemborg en býr á Laufásveginum með eigin- konu sinni, Friðriku Hjördísi Geirs- dóttur. Þau starfa bæði fyrir 365, þar sem hann er fjármálastjóri og hún er með matreiðsluþætti. Hann er mik- ill fjölskyldumaður og á tvo syni. Gróa á Leiti hefur leikið þau hjónin grátt síðustu árin en ýmsar kenn- ingar voru reifaðar í tengslum við skemmdarverk sem unnin voru á bíl Friðriku eftir hrun. Sá atburður hef- ur aldrei verið upplýstur. Þá hefur mikið verið fjallað um það í fjölmiðlum hvernig Stefán Hilmarsson færði hús sitt á Lauf- ásveginum yfir á einkahlutafélag í eigu móður sinnar eftir hrunið 2008. Nánast má fullyrða að skiptastjóri þrotabús hans muni reyna að rifta þeim viðskiptum enda er afar lík- legt að Stefán hafi með þessu verið að forða húsinu frá því að vera tekið upp í skuldir. Stefáni er lýst sem góðum strák sem er heill öllum í kringum sig, það séu ekki til í honum svik eða prettir og því hafi honum verið fórnað. Við- skiptasaga hans er með nokkrum ólíkindum en hann tengist mörgum af þeim viðskiptum Baugs sem þykja orka tvímælis, meðal annars við- skiptum með hlutabréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar þegar Baugur vildi ná yfirráðum í sjóðnum árið 2005. Stef- án var auðvitað fjármálastjóri Baugs og veit því meira en margur um við- skiptahætti þess félags. Hann varð gjaldþrota fyrr á árinu en líf hans hefur kannski ekki breyst til muna. RÚSSLAnD Magnús Þorsteinsson Býr í Rússlandi þar sem hann á eignir sem erfitt er að átta sig á og kröfuhöfum hefur reynst erfitt að sækja. Það sama á við um eign- ir hans í Bretlandi. Um er að ræða einhverjar fasteignir, prentsmiðju og hafnarbakka í Santki Péturs- borg. Bauð hann þessar eignir upp í kröfur Landsbankans en án árang- urs. Magnús var úrskurðaður gjald- þrota eftir að Straumur-Burðarás stefndi honum vegna vangoldinnar skuldar við bankann upp á rúman milljarð króna. Kröfurnar í þrota- búið nema meira en 25 milljörðum króna. Þar með varð hann fyrsti út- rásarvíkingurinn til að vera úrskurð- aður gjaldþrota. Þá var hann einnig ræðismaður Íslendinga í Sankti Pét- ursborg. Einu eignir hans hér á landi voru einhverjar fasteignir á Akureyri það- an sem hann er ættaður og þar sem hann var með lögheimili áður en hann færði það til Rússlands þar sem hann hefur dvalið langdvölum síðustu ár. Þar hefur hann meðal annars verið á skotveiðum til fjalla ásamt Roman Abramovich, einum ríkasta manni Rússlands og eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea. Þeir eru miklir vinir. Eins hefur sést til hans fúl- skeggjaðs á flugstöðinni á Akureyri þar sem hann var að fylgja ungum herramanni í flug. Hann skildi við eiginkonu sína í fyrra. Hús Jóns Sigurðs- sonar Hann á annað við hliðina á þessu, sem hann ætlaði að rífa. Hús Steingríms Wernerssonar Hann á þetta hús í Reykjavík en heldur allajafna til í London. „Er með svarta belt- ið í karate og hót- aði iðulega að nota þessa tækni á strákana ef þeir voru eitthvað að gantast í honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.