Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 31
Ættfræði | 31Helgarblað 16.–18. september 2011 Föstudaginn 16. september 30 ára Daniel Mieczkowski Hólsbraut 5, Selfossi Justin Christopher Shouse Lækjarfit 7, Garðabæ Diana Purvinska Básbryggju 2, Reykjavík Pétur Guðni Ragnarsson Vallholti 9, Akranesi Sara Rut Cartwright Víkurási 1, Reykjavík Steingrímur Guðni Árnason Laufengi 2, Reykjavík Friðjón Elli Hafliðason Birnustöðum 1, Selfossi Kristinn Ísak Arnarsson Heiðarbraut 2, Hnífsdal Kristín Þóra Jónasdóttir Strýtuseli 3, Reykjavík Árni Freyr Árnason Snorrabraut 35a, Reykjavík Kolbrún Íris Óskarsdóttir Sunnubraut 15, Akranesi Gunnar Bjarni Hákonarson Þrastarhöfða 10, Mosfellsbæ Andrea Kahudová Suðurgötu 121, Reykjavík Þórunn Kristín Sigurðardóttir Víðilundi 14b, Akureyri 40 ára Linda Björk Jónsdóttir Þorláksgeisla 27, Reykjavík Jóhannes Ragnar Ólafsson Laufengi 166, Reykjavík Sigurður Gunnar Gissurarson Hvassaleiti 42, Reykjavík Ingibjörg Ósk Stefánsdóttir Ljósuvík 27, Reykjavík Elías Ívarsson Háeyrarvöllum 52, Eyrarbakka Ólafur Þór Jósefsson Hlíðarvegi 7, Ísafirði Svava Steingrímsdóttir Fagurgerði 1, Selfossi 50 ára Jón Ágúst Gunnlaugsson Línakri 1, Garðabæ Jakob Ragnar Garðarsson Laugarásvegi 4a, Reykjavík Svanur Kristinsson Lerkilundi 38, Akureyri Aðalsteinn Guðmannsson Krossalind 18, Kópavogi Pétur Rúnar Harðarson Stífluseli 10, Reykjavík Þorkell Ingi Ólafsson Sólarsölum 2, Kópavogi Ólafur Þór Jóhannesson Dvergaborgum 3, Reykjavík Halldór Guðmundsson Ólafsvegi 2, Ólafsfirði Egill Bjarki Gunnarsson Bankastræti 7, Skagaströnd Finndís Harðardóttir Dilksnesi, Höfn í Hornafirði Brynja Dýrborgardóttir Bólstaðarhlíð 30, Reykjavík Helga Þórey Heiðberg Grundargarði 7, Húsavík Ólafur Jónsson Brautarholti 2, Reykjavík Einar Ingvarsson Furuhjalla 12, Kópavogi 60 ára Raymond Pierre Legué Sólvallagötu 19, Reykjavík Árni Gunnarsson Sólvallagötu 20, Reykjavík Fjóla Bergrós Valdimarsdóttir Fagrabergi 18, Hafnarfirði Ernst Jóhannes Backman Lindarflöt 36, Garðabæ 70 ára Dan Kien Huynh Kleppsvegi 96, Reykjavík Sveinn Sighvatsson Hafnarbraut 1, Höfn í Hornafirði Jóhanna Sigurjónsdóttir Erluhrauni 7, Hafnarfirði Kristín Guðbj. Benediktsdóttir Traðarstíg 8, Bolungarvík Árni Stefánsson Álfatúni 17, Kópavogi Heiðar Magnússon Nönnugötu 16, Reykjavík Guðrún Hólmfríður Gunnarsdóttir Byggðavegi 117, Akureyri Svavar Turker Kjalarlandi 18, Reykjavík 75 ára Bogi Vignir Þórðarson Lækjasmára 4, Kópavogi Auðunn R. Guðmundsson Neshaga 5, Reykjavík Kitty Johansen Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði Helgi Valdimarsson Lækjarási 16, Reykjavík 80 ára Hergarð Jensson Skólastíg 10, Stykkishólmi Baldvina Þorvaldsdóttir Birkihlíð 5, Sauðárkróki Anna Jóhanna Þorsteinsdóttir Ásvegi 19, Akureyri 85 ára Jóhanna Lárentsínusdóttir Skagfirðingabraut 45, Sauðárkróki Árni Jón Konráðsson Rjúpufelli 42, Reykjavík Gunnar Björgvin Gíslason Haðalandi 14, Reykjavík Sigríður Árnadóttir Orrahólum 7, Reykjavík Svavar Stefánsson Bogahlíð 6, Reykjavík 90 ára Pálína Guðnadóttir Suðurholti 7, Hafnarfirði Laugardaginn 17. september 30 ára Gianluca Vincentini Kirkjuteigi 15, Reykjavík Courtney Michael Ward Frostafold 23, Reykjavík Katarzyna Matysek Ástúni 4, Kópavogi Berglind Petersen Þrymsölum 19, Kópavogi Bjarni Magnús Sigurðarson Akurholti 15, Mosfellsbæ Sævar Ingþórsson Álfheimum 44, Reykjavík Ragnhildur Guðrún Eggertsdóttir Blesastöðum 3, Selfossi Vilmar Freyr Sævarsson Ofanleiti 9, Reykjavík Hulda Katrín Stefánsdóttir Háaleitisbraut 56, Reykjavík Tanya Lind Daníelsd Pollock Sörlaskjóli 32, Reykjavík Brynhildur Tinna Birgisdóttir Rauðalæk 19, Reykjavík Óskar Guðmundsson Mururima 4, Reykjavík 40 ára Uchechukwu Michael Eze Vallarbraut 5, Akranesi Beata Zablocka Sambyggð 12, Þorlákshöfn Zhongxiu Wang Auðbrekku 2, Kópavogi Axel Hall Klapparstíg 3, Reykjavík Geirmundur Orri Sigurðsson Akurvöllum 1, Hafnarfirði Þóra Sigfríður Einarsdóttir Helluvaði 13, Reykjavík Björgvin Sigurðsson Vaðlaseli 1, Reykjavík 50 ára Jacek Zdzislaw Boraczynski Túngötu 21, Seyðisfirði Kristín E. Sveinbjörnsdóttir Tröllakór 20, Kópavogi Sigrún Stefánsdóttir Túngötu 12, Reykjanesbæ Ottó Vilhelm Eggertsson Jónsgeisla 43, Reykjavík Þórður Stefánsson Kjarnagötu 16, Akureyri Sturla Örlygsson Norðurgarði 25, Reykjanesbæ Rakel Sigurgeirsdóttir Engihlíð 10, Reykjavík 60 ára Ómar Ásgeirsson Dalhúsum 45, Reykjavík Sigríður Benediktsdóttir Útgarði 6, Egilsstöðum Trausti Þór Sigurðarson Einholti, Hellu Kristján G. Snædal Melabraut 12, Seltjarnarnesi Sólveig Júlíusdóttir Hamratúni 11, Mosfellsbæ Elínborg Tryggvadóttir Garðabraut 45, Akranesi Birna Einarsdóttir Neðstaleiti 7, Reykjavík Þórhallur Jónasson Botnahlíð 30, Seyðisfirði Hörður Rúnar Einarsson Gautavík 18, Reykjavík 70 ára Berta Einarsdóttir Litlahvammi 2, Húsavík Pétur Fornason Fornhaga, Húsavík Guðmundur Annas Jónsson Heiðargerði 2, Húsavík Leifur Albert Símonarson Hlíðarbyggð 1, Garðabæ Amalía Stefánsdóttir Lækjarbergi 16, Hafnarfirði Steinar Guðsteinsson Breiðuvík 7, Reykjavík Haukur Stefánsson Sunnubraut 28, Garði Páll Helgason Steinholtsvegi 9, Eskifirði Lísa N. Gíslason Efstasundi 33, Reykjavík 75 ára Árni Bóasson Ásakór 9, Kópavogi Jón Haukur Jóhannesson Lindasíðu 2, Akureyri María Valborg Guðmundsdóttir Suðurgarði 10, Reykjanesbæ Svanbjört Þorleifsdóttir Álfhólsvegi 44, Kópavogi Gréta Jóhannsdóttir Lækjargötu 9a, Siglufirði Paul Bjarne Hansen Blikahöfða 3, Mosfellsbæ 80 ára Ingimundur K. Helgason Nesvegi 109, Seltjarnarnesi Bergþóra Skarphéðinsdóttir Laufrima 6, Reykjavík Óskar Örn Hálfdánarson Hrannargötu 6, Ísafirði 85 ára Geir Ágústsson Goðheimum 22, Reykjavík Jóna Kristjánsdóttir Hraunvangi 3, Hafnarfirði Sunnudaginn 18. september 30 ára Ina Buettner Lönguhlíð 26, Bíldudal Ahmed Hassan Mohamed Abd Elaal Veghúsum 17, Reykjavík Marie Kunásková Skipholti 27, Reykjavík Sebastian Andrzej Golab Grenimel 1, Reykjavík Hrafnhildur Sverrisdóttir Reyrengi 3, Reykjavík Hjörtur Elvar Hjartarson Rúgakri 1, Garðabæ Anton Scheel Birgisson Rekagranda 10, Reykjavík Bjarni Sigþór Sigurðsson Furugrund 22, Kópavogi Þórunn Gunnlaugsdóttir Fellahvarfi 6, Kópavogi Rakel Sófusdóttir Miklubraut 62, Reykjavík Guðný Lilja Ómarsdóttir Þórðarsveig 16, Reykjavík Helga Rut Eysteinsdóttir Haustakri 4, Garðabæ Richard Þór Friðriksson Dungal Túngötu 27, Vestmannaeyjum Einar Þór Ívarsson Kúrlandi 8, Reykjavík Erna Hermannsdóttir Fannagili 31, Akureyri Geir Birgisson Lyngmóum 12, Garðabæ 40 ára Dagrún Matthíasdóttir Gilsbakkavegi 1, Akureyri Eva Ström Kambsvegi 8, Reykjavík Sigurður Steindórsson Hlíðarvegi 5, Reykjanesbæ Gnýr Guðmundsson Lækjargötu 16, Hafnarfirði Daníel Yoshio Shimmyo Skógarási 15, Reykjavík Sigríður Magnúsdóttir Krókeyrarnöf 9, Akureyri Alvar Sverrisson Blikaási 7, Hafnarfirði Jón Einarsson Gullengi 17, Reykjavík 50 ára Karlotta Pálmadóttir Salthömrum 18, Reykjavík Hróbjartur Darri Karlsson Sigtúni 49, Reykjavík Sigurjón Gunnarsson Sörlaskjóli 48, Reykjavík Hafdís Kjartansdóttir Efstaleiti 49, Reykjanesbæ Edda Kristrún Vilhelmsdóttir Espilundi 6, Akureyri Gísli Másson Hörpugötu 14, Reykjavík 60 ára Ósk Guðrún Hilmarsdóttir Engihjalla 11, Kópavogi Þór Bragason Urðarstíg 8, Hafnarfirði Helga Gísladóttir Höfðavegi 40, Vestmannaeyjum Kristbjörg Áslaugsdóttir Dalalandi 11, Reykjavík Sigrún Ólafía Jónsdóttir Lindargötu 22c, Siglufirði 70 ára Haukur Hannibalsson Digranesheiði 34, Kópavogi Eygló Bjarnardóttir Frostafold 60, Reykjavík 75 ára Hrefna Þorvarðardóttir Áskinn 7, Stykkishólmi Ásdís Björnsdóttir Hörgslundi 7, Garðabæ Helga Pálsdóttir Vesturgötu 73, Reykjavík 80 ára Hrönn Arnheiður Björnsdóttir Vestursíðu 10c, Akureyri Sigríður Jónsdóttir Raftahlíð 21, Sauðárkróki 85 ára Kristín Þ. G. Jónsdóttir Njálsgötu 1, Reykjavík Helga Jónasdóttir Ljósheimum 5, Reykjavík Aase Johanne Jónasson Vesturbergi 16, Reykjavík 95 ára Símon Kristjánsson Neðri-Brunnastöðum, Vogum Afmælisbörn helgarinnar Til hamingju! A lex fæddist í Stokkhólmi og ólst þar upp. Hann var í barnaskóla í Suður-Sví- þjóð og framhaldsskóla í Stokkhólmi, stundaði nám í grafískri hönnun við Nackademin í Stokkhólmi og við University of New Castle í Ástralíu og lauk þaðan BF- prófi í grafískri hönnun. Alex sinnti afgreiðslustörfum í Svíþjóð með námi. Hann flutti til Ís- lands 2006, hóf þá fljótlega störf hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Kona Alex er Sigrún Gylfadóttir, f. 2.9. 1971, hönnuður við Hvíta húsið. Börn Alex og Sigrúnar eru Hen- rik Nói, f. 16.9. 2004; Ari Akil, f. 12.11. 2009; nýfædd dóttir, f. 5.9. 2011. Systkini Alex eru Kjartan Akil, f. 1976; Aníta Anna, f. 1979. Foreldrar Alex eru Jón Kjartans- son, f. 1952, og Temina Kjartansson, f. 1948. Alex A.H. Jónsson Grafískur hönnuður við Hvíta húsið 30 ára á föstudag S igurður fæddist í Ásólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst upp við öll almenn sveitastörf þess tíma en þeg- ar hann fæddist var torfþak á bænum að Ásólfsskála, ekkert raf- magn og enginn sími. Hann var í farskóla hjá föður sín- um að Ásólfsskála og stundaði síðar nám samhliða vinnu í rafveituvirkjun hjá RARIK í Reykjavík. Sigurður var við vegavinnu þrjú sumur á unglingsárunum, í línuvinnu og við mælingar hjá RARIK í fjórtán ár, starfaði við mælingar hjá ýmsum verktökum, s.s. Suðurverki hf., Gunn- ari og Guðmundi sf., Grétari Sveins- syni og fleirum, starfaði á Skattstofu Suðurlands í þrjú ár og hjá Kaupfélagi Rangæinga og Héðni hf. við rafvirkj- un. Þá starfaði hann við vinnurann- sóknir og fleira hjá ráðgjafarþjónust- unni Hannar sf. og var verkstjóri hjá Landsvirkjun frá 1990. Sigurður var umsjónarmaður með sumarvinnu Landsvirkjunar og hafði þá umsjón með og stundaði fræðslu fyrir allt að tvö hundruð og fimm- tíu unglinga á hverju sumri. Hann stofnaði þá á vegum Landsvirkjunar, í samvinnu við Guðjón Tómasson, starfsmannastjóra Landsvirkjunar, Starfsmenntaskóla Landsvirkjunar, sem fræddi unglingana um jarðfræði, jarðvatnsfræði, líffræði, dýrafræði, landafræði og um Njáluslóðir svo eitt- hvað sé nefnt. Sigurður var umsjónar- maður Starfsmenntaskólans en þar kenndu um þrjátíu kennarar þegar umfang skólans var hvað mest. Sigurður starfaði síðar skamma hríð hjá RARIK og síðan hjá Land- græðslunni, en hefur að mestu starf- að hjá Suðurverki hf. frá árinu 2000. Þar vinnur hann við mælingar og sinnir vélavinnu og fleiru. Sigurður hefur stundað smábú- skap með kindur og hross í félagi við eiginkonu sína, auk þess sem hann hefur stundað ökukennslu í hjáverk- um. Sigurður sat í hreppsnefnd Vest- ur-Landeyja, í stjórn Leikfélags og Tónlistarfélags Rangæinga, var for- maður Félags íslenskra línumanna frá stofnun þess og næstu tíu árin, sat í stjórn Rafiðnaðarsambands Íslands og sambandsstjórn ASÍ. Hann hefur sungið með RARIK-kórnum, Karla- kór Reykjavíkur, Karlakór Rangæinga, Öðlingunum og mörgum samkórum. Þá tók hann þátt í söngdagskrá Sögu- setursins á Hvolsvelli um Njálu. Fjölskylda Sigurður kvæntist 17.4. 1965 Elínu Jónsdóttur, f. 3.12. 1944, bónda og húsfreyju. Hún er dóttir Jóns M. Jóns- sonar, bónda að Hvítanesi í Vestur- Landeyjum, og Ástu Helgadóttur hús- freyju. Börn Sigurðar og Elínar eru Ásta María Sigurðardóttir, f. 12.11. 1964, starfsmaður hjá Sláturfélagi Suður- lands, búsett á Hvolsvelli, en fyrri maður hennar var Sigurður Sigþórs- son og eru börn þeirra Silja og Hrafn en seinni maður hennar er Lárus Þor- steinsson og eru börn hans Helga Guðrún og Hermann Sveinn; Sig- mundur Sigurðarson, f. 29.6. 1966, tónlistarkennari og starfsmaður Mjólkurbús Flóamanna, búsettur á Selfossi; Jón Magnús Sigurðarson, f. 30.8. 1967, vélahönnuður, búsettur í Hafnarfirði en kona hans er Áslaug Elísa Guðmundsdóttir tækniteiknari og er dóttir þeirra Elín; Baldur Sigurð- arson, f. 21.1. 1969, verktaki, búsett- ur í Garðabæ en börn hans og Rak- elar Matthíasdóttur eru Jakob Arnar, Jóhann Kári og Helena Rut; Helga Dögg Sigurðardóttir, f. 23.2. 1973, starfar við fjölmiðlafyrirtæki í Osló en maður hennar er Guðjón Þorvarðar- son íþróttafræðingur og þjálfari í Osló og eru synir þeirra Andrés Karl og Sig- urður Óli; Friðrik Svanur Sigurðar- son, f. 18.8. 1976, myndlistarmaður, búsettur í Reykjavík en dóttir hans er Ísabella. Fósturdóttir Sigurðar og Elínar er Védís Sigurðardóttir, f. 13.11. 1972, bankastarfsmaður í Reykjavík en maður hennar er Magnús Þór Jó- hannsson flugvirki og eru synir þeirra Jóhann Kári og Sigurjón Óli. Alsystir Sigurðar er Halldóra Ingi- björg Sigmundsdóttir, f. 29.6. 1940, fyrrv. ráðskona Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Hálfsystkini Sigurðar, sammæðra, eru Jón Sigurðsson, f. 13.7. 1925, d. 1992, bankamaður, hljómsveitarstjóri og textahöfundur í Kópavogi; Vigfús Sigurðsson, f. 25.6. 1927, fyrrv. húsa- smiður á Hellu; Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 6.2. 1934, fyrrv. bóndi og tónlistar kennari. Foreldrar Sigurðar voru Sigmund- ur Þorgilsson, f. 30.11. 1893, d. 2.6. 1968, skólastjóri, búsettur að Ásólfs- skála undir Eyjafjöllum, og Júlíana Björg Jónsdóttir, f. 1.7. 1896, d. 1978, húsfreyja. Ætt Meðal systkina Sigmundar voru Þór- hallur, faðir Ólafs Gauks; Egill, skip- stjóri á Tröllafossi; Helga, yfirkennari við Melaskóla; Steinunn, húsfreyja á Breiðabólsstað, móðir Friðjóns Þórð- arsonar, alþm. og ráðherra, föður Þórðar heitins, forstjóra Kauphallar- innar, en Steinunn var einnig móðir Guðbjargar, móður Þorgeir Ástvalds- sonar dagskrárgerðarmanns, og loks Fríða, móðir Auðar Eydal leiklistar- gagnrýnanda, konu Sveins Eyjólfs- sonar, fyrrv. stjórnarformanns DV. Þórhallur var sonur Þorgils, oddvita í Knarrarhöfn Friðrikssonar, b. á Orms- stöðum og Hofakri Þorgilssonar, b. í Fremri-Hundadal Halldórssonar, b. á Hvoli í Saurbæ Jónssonar. Móðir Þorgils í Fremri-Hundadal var Helga Andrésdóttir. Móðir Friðriks var Ingi- björg ljósmóðir, systir Jóns á Kleifum, afa Snæbjörns Kristjánssonar í Her- gilsey. Annar bróðir Ingibjargar var Vigfús, langafi Björns Guðfinnssonar prófessors, föður Fríðu, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Blaðamannafélagsins. Systir Björns var Agnes, móðir Björns, fyrrv. skólastjóra Hagaskólans. Þriðji bróðir Ingibjargar var Guðmund- ur, langafi Kristjönu, ömmu Garðars Cortes söngvara. Ingibjörg var dóttir Orms, ættföður Ormsættar Sigurðs- sonar. Móðir Þorgils var Helga Jóns- dóttir, snikkara á Berserkjahrauni, bróður Önnu, langömmu Jónasar, föður Eyjólfs, hestamanns á Sólheim- um í Laxárdal. Jón var sonur Þórðar, pr. í Hvammi í Norðurárdal Þorsteins- sonar, pr. í Hvammi Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Margrét Pálmadótt- ir, lrm. á Breiðabólstað Sigurðssonar. Móðir Sigmundar var Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir, systir Jóns Sigmundssonar gullsmiðs. Halldóra Ingibjörg var dóttir Sig- mundar, b. á Skarfsstöðum, hálf- bróður, sammæðra, Friðriks, föður Þorgils. Sigmundur var sonur Gríms, b. í Hvammsdal Guðmundssonar, b. í Hvammsdal Jónssonar. Móðir Gríms var Guðríður Guðmundsdóttir. Móð- ir Sigmundar var Ingibjörg ljósmóðir. Móðir Halldóru Ingibjargar var Stein- unn Jónsdóttir, b. og meðhjálpara á Breiðabólstað Jónssonar, eldri Ás- geirssonar, b. á Orrahóli Björnssonar. Móðir Jóns á Breiðabólstað var Hall- dóra Jónsdóttir. Móðir Steinunnar var Halldóra Þórðardóttir, b. í Blöndu- hlíð í Hörðudal Þórðarsonar, b. á Ljár- skógum Jónssonar. Móðir Halldóru var Guðríður Þorsteinsdóttir. Júlíana Björg var dóttir Jóns, b. í Hallgeirsey í Landeyjum, bróður Ís- leifs á Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um, afa Ingibjargar, fyrrv. ráðherra, og Ísleifs, fyrrv. alþm., Pálmabarna. Ísleifur var auk þess langafi Ólafs Ís- leifssonar hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík. Jón var sonur Guðna, b. á Arnarhóli og í Hallgeirs- eyjarhjáleigu Guðnasonar, b. á Arnar- óli, hálfbróður, samfeðra, Ögmundar, föður Galdra-Ögmundar í Auraseli, langafa Ása í Bæ, föður Kristínar, fyrrv. alþm. Móðir Guðna Pálsson- ar var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Þorvalds, afa Guðrúnar Klængsdóttur í Melkoti í Reykjavík (Brekkukot), og Guðnýjar Klængsdóttur, ömmu Hall- dórs Kiljan Laxness. Móðir Júlíönu Bjargar var Elín Magnúsdóttir, b. á Strandarhöfða í Landeyjum Magnússonar. Sigurður Sigmundsson Mælingamaður og verkstjóri hjá Suðurverki hf. 70 ára sl. fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.