Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 18
18 | Erlent 16.–18. september 2011 Helgarblað Hvers vegna notar þú Rautt Eðal Ginseng? Sigurbjörn, hestamaður: Til að ná árangri og svo er það líka hollt. Bryndís Torfa, frvkst. SAS: Besta fjárfestingin. Samkeppnin er mjög krefjandi, þess vegna nota ég Rautt Eðal Ginseng, þannig kemst ég í andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið. Lilja Valdimarsdóttir, hornaleikari: Til að vera frísk og svo er ég líka einbeittari. Kogga, listamaður: Það eykur einbeitingu og sköpun. Lilja Valdimarsdóttir, Hornaleikari: Til að vera frísk og svo er ég líka einbeittari. Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfari: Keppnisgolf er mjög krefj- andi, þess vegna nota ég Rautt Eðal Ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið. Ragnheiður Runólfsdóttir, Sundþjálfari: Það er gott fyrir heilsuna og eflir mann í leik og starfi. Kogga, listakona: Það eykur einbeitingu og sköpun. Mr. Lee, túlkur: Til þess að brosa breitt. Teitur Örlygsson Körfuknattleiksmaður: Því að ég er einbeittari í öllu sem ég tek mér fyrir hendur auk þess er úthaldið betra. Rautt Eðal Ginseng Lilja Valdimarsdóttir, Hornaleikari: Til að vera frísk og svo er ég líka einbeittari. Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfari: Keppnisgolf er mjög krefj- andi, þess vegna nota ég Rautt Eðal Ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið. Ragnheiður Runólfsdóttir, Sundþjálfari: Það er gott fyrir heilsuna og eflir mann í leik og starfi. Kogga, listakona: Það eykur einbeitingu og sköpun. Mr. Lee, túlkur: Til þess að brosa breitt. Teitur Örlygsson Körfuknattleiksmaður: Því að ég er einbeittari í öllu sem ég tek mér fyrir hendur auk þess er úthaldið betra. Rautt Eðal Ginseng S ilvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur enn eina ferðina tekist að hneyksla fólk. Nú eru það Þjóðverjar, og ekki síst kanslarinn Ang- ela Merkel, sem hann hefur gengið fram af. Berlusconi mun nefnilega hafa látið afar óvirðuleg og smekk- laus orð falla í garð Merkel í símtali við ritstjóra dagblaðs í júlí síðastliðn- um. Það sem Berlusconi grunaði kannski ekki er að samtalið var tek- ið upp. Til að orða það eins pent og mögulegt er þá voru orð forsætis- ráðherrans umdeilda eitthvað á þá leið að hann gæti ekki hugsað sér að sængja hjá kanslaranum þar sem hún væri í góðum holdum. Orðfæri Berlusconis var þó heldur grodda- legra. Kúgaður ráðherra Rannsóknarmenn komust á snoð- ir um samtalið þegar þeir voru að rannsaka fjárkúgunarmál sem við kemur Berlusconi þar sem hann er fórnarlambið. Fyrr í þessum mán- uði var ítalski kaupsýslumaðurinn Giampaolo Tarantini handtekinn ásamt eiginkonu sinni vegna máls- ins en hann mun hafa kúgað fé af forsætisráðherranum í skiptum fyr- ir vitnisburð sinn þess efnis að Ber- lusconi hafi ekki vitað að konur sem sóttu svokölluð „bunga-bunga“-teiti ráðherrans væru í raun vændiskon- ur. Tarantini mun hafa þegið hálfa milljón evra fyrir vitnisburð sinn frá forsætisráðherranum sem sjálfur hefur reynt að gera lítið úr málinu – sagst vera að aðstoða fjölskyldu í neyð. Saksóknari í Napóli er hins vegar ekki jafn sannfærður og telur að Tarantini hafi þvingað Berlusconi til að greiða lögfræðikostnað, hús- næðiskostnað og fleira fyrir sig og fjölskyldu sína. Eins og flestir vita er Berlusconi nú fyrir dómi í Mílanó vegna ásak- ana um að hann hafi greitt ólögráða stúlku, Karima El Mahroug, fyrir kynlíf í einu af þessum teitum sínum. Þá eru þrjú dómsmál í gangi gegn honum vegna spillingarmála. Þjóðverjar móðgaðir –ítalska þingið uggandi Og það var við rannsókn á Tarantini- málinu sem rannsóknaraðilar kom- ust yfir upptöku frá ritstjóra einum þar sem heyra má Berlusconi fara miður fögrum orðum um Merkel. Ítalskir fjölmiðlar hafa verið að ýja að innihaldi þessarar upptöku undanfarna daga en ekkert hefur birst á prenti. Ummælunum hefur hins vegar verið lekið á vefsíður. Þjóðverjar eru ekki par hrifnir af ósmekklegum ummælum ítalska forsætisráðherrans og á þriðjudag fjallaði þýska stórblaðið Bild um mál- ið undir fyrirsögninni: „Móðgaði Ber- lusconi kanslara okkar?“ Málið hefur líka dregið dilk á eftir sér í heimaland- inu því ítalski þingmaðurinn Rocco Buttiglione sagði í ítalska þinginu að, ef ummælin ruddalegu væru sönn, hefði Berlusconi hrækt framan í þann sem rétt hafði ítölsku þjóðinni hjálp- arhönd. Óttaðist hann einnig að mál- ið kæmi til með að hafa neikvæð áhrif á samskipti Þýskalands og Ítalíu. Talsmaður Berlusconis sagðist ekki vilja tjá sig um málið en Il Gi- ornale, ítalskt dagblað í eigu Berlu- sconi-fjölskyldunnar, afskrifaði ásak- anirnar sem slúður. Áður móðgað Merkel Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Ber- lusconi gerðist sekur um að móðga Angelu Merkel. Fyrir tveimur árum voru þau bæði stödd á leiðtogafundi þar sem þau áttu að hittast á fundi. Berlusconi lét þá Merkel bíða eftir sér í drykklanga stund á meðan hann blaðraði í símann um allt og ekki neitt. Ári áður þótti Berlusconi ekki hafa sýnt af sér mjög þjóðarleiðtoga- lega hegðun þegar Merkel var stödd á Ítalíu í opinberri heimsókn. Hinn skrautlegi forsætisráðherra faldi sig þá bak við styttu en stökk síðan fram hrópandi „Peek a Boo!“ svo Merkel varð afar brugðið. n Sagði ritstjóra hann gæti ekki hugsað sér að sænga hjá Merkel n Vissi ekki að samtalið var tekið upp n Ekki í fyrsta sinn sem hann móðgar Merkel Silvio Svívirti Angelu Merkel „Það sem Ber- lusconi grunaði kannski ekki er að sam- talið var tekið upp. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ítalía Hinn umdeildi forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi er enginn græningi þegar kemur að því að svara til saka fyrir dómi vegna ýmiss konar ásakana um misferli. Þessi valdamesti maður Ítalíu hefur bæði tögl og hagldir á hinu pólitíska sviði í landinu sem og stærstu fjölmiðlunum. Og það sýnir sig þegar auðæfi hans eru skoðuð. Samkvæmt Forbes eru eignir hans metnar á 6,5 milljarða evra, eða rúmlega þúsund milljarða króna. Síðustu tvo áratugi hefur hann þó þurft að punga út nærri 200 milljónum evra í lagakostnað enda hefur hann þurft að mæta rúmlega 2.500 sinnum í dómsal í tengslum við 106 réttarhöld. Óhætt er því að full- yrða að Berlusconi sé einn umdeildasti stjórnmálamaður síðari ára í Evrópu. Vellauðugur í bobba Hýr á brá Berlusconi er ekki óvanur því að hneyksla fólk með framkomu sinni og ummælum. Þ egar Dakota Meyer var 21 árs árið 2009 bjargaði hann 36 mannslífum þegar hann braut sér fimm sinnum leið í gegnum kúlnahríð í Afganistan, þegar talibanar réðust á félaga í herfylki hans úr laun- sátri. Hann skaut á árásarmennina og bar særða félaga sína í öruggt skjól á meðan óvinirnir reyndu að hæfa hann. Á fimmtudag varð Meyer fyrsti sjólið- inn í bandaríska hernum til þess að fá æðstu heiðursorðu bandaríska þings- ins, Medal of Honor, síðan í Víetnam- stríðinu. Áður en hermanninum unga hlotnaðist þessi æðsti heiður sem nokkrum hermanni í Bandaríkjun- um getur hlotnast, fór hann hins veg- ar fram á eitt. Hann vildi fá að drekka einn kaldan bjór með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Þessari beiðni var forsetinn alveg reiðubúinn að verða við. Stríðshetjan og forsetinn settust því niður á ver- öndina fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu á miðvikudag. Meyer ræddi við fjölmiðla eftir bjórdrykkjuna. Hann sagði frá því að hann hefði með- al annars spurt Obama hvernig maður yrði farsæll. „Hann sagði, fyrst þarftu að ná þér í góða menntun og síðan að taka því rólega. Ekki taka neinar skyndiákvarðanir sem varða framtíð þína,“ sagði Meyer um forsetann. Meyer særðist sjálfur í launsátrinu en honum tókst ekki að bjarga öllum félögum sínum þennan örlagaríka dag. Hann þurfti að bera lík félaga sinna í gegnum kúlnahríðina. Meyer sagði við fjölmiðla að sér hefði fundist erfitt að fá þessa stóru viðurkenningu fyrir eitt- hvað sem hann gerði á versta degi ævi sinnar. n Dakota Meyer fær æðstu heiðursorðu bandaríska þingsins Stríðshetja drakk bjór með Obama Einn kaldur Dakota Meyer fékk sér einn kaldan með forsetanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.