Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 56
3TAKTU 2BORGAÐU 32TAKTU BORGAÐU KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 R áð an d i - a ug lý si ng as to fa e hf . Fylgstu með okkur á Facebook! B O L A D A G A R ! Girnilegasti lagermarkaður landsins! *E f ke yp tir e ru 3 b ol ir er e kk i g re itt f yr ir þ an n ód ýr as ta . G ild ir í s ep te m b er . T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995 f/herra T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995 f/herra T-BOLIR, Outlet verð kr. 2.495 f/herra 3 fyrir 2 3 fyrir 2 3 fyrir 2 T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.895 fyrir börn T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995 fyrir dömur T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995 f/dömur 3 fyrir 2 3 fyrir 2 3 fyrir 2 * Bestir í bullinu! Æfur frjálshyggju- maður n RÚV sýndi á miðvikudagskvöld- ið heimildamyndina The Shock Doctrine – The Rise of Disaster Capitalism þar sem saga frjáls- hyggju á síðustu áratugum er rakin og sýnd í mjög gagnrýnu ljósi. Þar voru hörmungar ríkja á borð við Chile og Írak settar í samhengi við útbreiðslu frjálshyggjunnar. Ekki stóð á viðbrögðum á vefnum amx. is þar sem Friðbjörn Orri Ketilsson er skráður ábyrgðarmaður. Hann sér samsæri í sýningu myndarinnar og telur hana vera „eitt skýrasta dæmið um misnotkun vinstrimanna á fjölmiðlinum.“ Þá segir hann Pál Magnússon hafa „breytt RÚV í áróðursmask- ínu vinstri- manna sem geta notað út- sendingartím- ann gagnrýnis- laust.“ V ið erum afskaplega stolt,“ segir Anna María Jónsdóttir hjá My Secret, sem tók við verðlaunum fyrir besta hrá- efni í drykk í Ríó á fimmtudaginn. My Secret drykkurinn keppti í „Wa- ter Innovation Awards“-keppn- inni og bar sigur úr býtum þar sem drykkurinn þótti skara fram úr í ferskleika og innihaldi. My Secret- engiferdrykkurinn keppti í fjórum flokkum, þar á meðal í flokknum besti drykkurinn og í flokki fyrir- tækja sem nota endurnýtanlega orku til framleiðslu drykkja, en My Secret er framleitt í Hveragerði með notkun jarðvarma. Anna María segir að dómnefnd- in hafi talið gæðastimpil drykkjar- ins einkum vera ferskleika hráefna við framleiðslu hans. „Grunnefn- ið er engifer, en fyrir utan það not- um við aðeins fersk hráefni og ekk- ert þurrt eða frosið er notað í hann og engin auka- eða gerviefni notuð. Það eru mjög strangar reglur sem gilda í keppninni, þú verður að geta staðið við allt sem þú setur fram og dómnefndin athugar allt sem fram- leiðendurnir staðhæfa,“ segir hún. En hvernig kemur það til að svo ungt fyrirtæki tekur þátt í slíkri keppni? „Við erum meðlimir í Food Fair-klúbbi, en fólk þar á bæ hafði samband við okkur eftir að hafa skoðað heimasíðu okkar og kynnt sér fyrir tækið. Það hvatti okkur til að taka þátt í keppninni, en allir framleiðendur eiga möguleika á að taka þátt.“ 80 framleiðendur tóku þátt í keppninni, þar á meðal rótgró- in fyrirtæki á borð við Perrier og Coca-Cola. Það kom reyndum framleiðendum á óvart að drykkur- inn skyldi fá slíka viðurkenningu, enda fyrirtækið mjög ungt og smátt í vexti. „Við vorum spurð: „Hvernig fóruð þið að þessu,“ af fólki hjá fyr- irtækjum sem hafa kannski verið að framleiða drykki í hundrað ár,“ segir Anna María. My Secret hef- ur aðeins verið í framleiðslu í tvö ár. „Þetta er glæsileg og mikil við- urkenning fyrir okkur. Við erum þar að auki fyrsta fyrirtækið í sögu keppninnar sem er tilnefnt til fjög- urra verðlauna,“ segir Anna María ánægð með árangurinn. astasigrun@dv.is Sigruðu í drykkjarvatnskeppni n My Secret fær verðlaun fyrir framúrskarandi hráefni Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 16.–18. SepteMber 2011 106. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Segjast vera með 80 prósenta fylgi n Besti flokkurinn er að eigin mati á gríðarlega mikilli siglingu í íslensk- um stjórnmálum nú um stundir. Eftir að tvær skoðanakannanir með stuttu millibili leiddu í ljós að vin- sældir Jóns Gnarr borgarstjóra hefðu dvínað, gerði landsframboðsnefnd Besta flokksins sína eigin skoðana- könnun á Facebook. Í ályktun sem Heiða Kristín Helgadóttir skrifar í nafni landsframboðsnefndarinnar lýsir hún yfir mikilli hamingju og undrun í bland „vegna þess mikla meðbyrs sem fyrirhugað landsframboð flokks- ins fær í nýlegri könnun sem framkvæmd var dagana 14.–15. september. Úr- takið var af öllu landinu og af þeim sem tóku þátt sögðust 80% myndu kjósa Besta flokk- inn.“ Fjórði staður Finna n Tónlistarunnendur geta tjaldað á Gauk á Stöng um helgina en þessi víðfrægi tónleika- og skemmtistaður verður opnaður aftur á föstudags- kvöldið og verður blússandi dag- skrá alla helgina sem hefst með tónleikum Jagúar. Það er Guðfinnur Sölvi, betur þekktur sem Finni úr Dr. Spock, sem er á bak við endur- opnun Gauksins ásamt Franz Gunn- arssyni, gítarleikara og athafna- manni. Finni hefur verið duglegur að opna nýja staði í bænum en hann er einnig maðurinn á bak við Prikið, nýja Glaumbar og veitingastaðinn Frú Berglaugu á Laugavegi 12. Þá eru þeir félagarnir einnig með hamborg- arabílinn Rock-Inn sem rúllaði að stað í vikunni og verður fyrir utan Októberfest um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.