Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 56
3TAKTU 2BORGAÐU
32TAKTU BORGAÐU
KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400
R
áð
an
d
i -
a
ug
lý
si
ng
as
to
fa
e
hf
.
Fylgstu með okkur á Facebook!
B O L A D A G A R !
Girnilegasti lagermarkaður landsins!
*E
f
ke
yp
tir
e
ru
3
b
ol
ir
er
e
kk
i g
re
itt
f
yr
ir
þ
an
n
ód
ýr
as
ta
.
G
ild
ir
í s
ep
te
m
b
er
.
T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995
f/herra
T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995
f/herra
T-BOLIR, Outlet verð kr. 2.495
f/herra
3
fyrir
2
3
fyrir
2
3
fyrir
2
T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.895
fyrir börn
T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995
fyrir dömur
T-BOLIR, Outlet verð kr. 1.995
f/dömur
3
fyrir
2
3
fyrir
2
3
fyrir
2
*
Bestir í
bullinu!
Æfur frjálshyggju-
maður
n RÚV sýndi á miðvikudagskvöld-
ið heimildamyndina The Shock
Doctrine – The Rise of Disaster
Capitalism þar sem saga frjáls-
hyggju á síðustu áratugum er rakin
og sýnd í mjög gagnrýnu ljósi. Þar
voru hörmungar ríkja á borð við
Chile og Írak settar í samhengi við
útbreiðslu frjálshyggjunnar. Ekki
stóð á viðbrögðum á vefnum amx.
is þar sem Friðbjörn Orri Ketilsson er
skráður ábyrgðarmaður. Hann sér
samsæri í sýningu myndarinnar og
telur hana vera „eitt skýrasta dæmið
um misnotkun vinstrimanna
á fjölmiðlinum.“ Þá segir hann
Pál Magnússon hafa
„breytt RÚV í
áróðursmask-
ínu vinstri-
manna sem
geta notað út-
sendingartím-
ann gagnrýnis-
laust.“
V
ið erum afskaplega stolt,“
segir Anna María Jónsdóttir
hjá My Secret, sem tók við
verðlaunum fyrir besta hrá-
efni í drykk í Ríó á fimmtudaginn.
My Secret drykkurinn keppti í „Wa-
ter Innovation Awards“-keppn-
inni og bar sigur úr býtum þar sem
drykkurinn þótti skara fram úr í
ferskleika og innihaldi. My Secret-
engiferdrykkurinn keppti í fjórum
flokkum, þar á meðal í flokknum
besti drykkurinn og í flokki fyrir-
tækja sem nota endurnýtanlega
orku til framleiðslu drykkja, en
My Secret er framleitt í Hveragerði
með notkun jarðvarma.
Anna María segir að dómnefnd-
in hafi talið gæðastimpil drykkjar-
ins einkum vera ferskleika hráefna
við framleiðslu hans. „Grunnefn-
ið er engifer, en fyrir utan það not-
um við aðeins fersk hráefni og ekk-
ert þurrt eða frosið er notað í hann
og engin auka- eða gerviefni notuð.
Það eru mjög strangar reglur sem
gilda í keppninni, þú verður að geta
staðið við allt sem þú setur fram og
dómnefndin athugar allt sem fram-
leiðendurnir staðhæfa,“ segir hún.
En hvernig kemur það til að
svo ungt fyrirtæki tekur þátt í slíkri
keppni? „Við erum meðlimir í Food
Fair-klúbbi, en fólk þar á bæ hafði
samband við okkur eftir að hafa
skoðað heimasíðu okkar og kynnt
sér fyrir tækið. Það hvatti okkur til
að taka þátt í keppninni, en allir
framleiðendur eiga möguleika á að
taka þátt.“
80 framleiðendur tóku þátt í
keppninni, þar á meðal rótgró-
in fyrirtæki á borð við Perrier og
Coca-Cola. Það kom reyndum
framleiðendum á óvart að drykkur-
inn skyldi fá slíka viðurkenningu,
enda fyrirtækið mjög ungt og smátt
í vexti. „Við vorum spurð: „Hvernig
fóruð þið að þessu,“ af fólki hjá fyr-
irtækjum sem hafa kannski verið
að framleiða drykki í hundrað ár,“
segir Anna María. My Secret hef-
ur aðeins verið í framleiðslu í tvö
ár. „Þetta er glæsileg og mikil við-
urkenning fyrir okkur. Við erum
þar að auki fyrsta fyrirtækið í sögu
keppninnar sem er tilnefnt til fjög-
urra verðlauna,“ segir Anna María
ánægð með árangurinn.
astasigrun@dv.is
Sigruðu í drykkjarvatnskeppni
n My Secret fær verðlaun fyrir framúrskarandi hráefni
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 16.–18. SepteMber 2011 106. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.
Segjast vera með
80 prósenta fylgi
n Besti flokkurinn er að eigin mati á
gríðarlega mikilli siglingu í íslensk-
um stjórnmálum nú um stundir.
Eftir að tvær skoðanakannanir með
stuttu millibili leiddu í ljós að vin-
sældir Jóns Gnarr borgarstjóra hefðu
dvínað, gerði landsframboðsnefnd
Besta flokksins sína eigin skoðana-
könnun á Facebook. Í ályktun sem
Heiða Kristín Helgadóttir skrifar í nafni
landsframboðsnefndarinnar lýsir
hún yfir mikilli hamingju og undrun
í bland „vegna þess mikla meðbyrs
sem fyrirhugað landsframboð flokks-
ins fær í nýlegri könnun
sem framkvæmd
var dagana 14.–15.
september. Úr-
takið var af öllu
landinu og af
þeim sem tóku
þátt sögðust
80% myndu
kjósa Besta
flokk-
inn.“
Fjórði staður Finna
n Tónlistarunnendur geta tjaldað á
Gauk á Stöng um helgina en þessi
víðfrægi tónleika- og skemmtistaður
verður opnaður aftur á föstudags-
kvöldið og verður blússandi dag-
skrá alla helgina sem hefst með
tónleikum Jagúar. Það er Guðfinnur
Sölvi, betur þekktur sem Finni úr
Dr. Spock, sem er á bak við endur-
opnun Gauksins ásamt Franz Gunn-
arssyni, gítarleikara og athafna-
manni. Finni hefur verið duglegur
að opna nýja staði í bænum en hann
er einnig maðurinn á bak við Prikið,
nýja Glaumbar og veitingastaðinn
Frú Berglaugu á Laugavegi 12. Þá eru
þeir félagarnir einnig með hamborg-
arabílinn Rock-Inn sem rúllaði að
stað í vikunni og verður fyrir utan
Októberfest um helgina.