Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað
F
innur Ingólfsson, þáverandi
forstjóri Vátryggingafélags
Íslands og fyrrverandi ráð-
herra Framsóknarflokksins,
stofnaði fjárfestingarfélag
sitt Fikt sama ár og Búnaðarbankinn
og Landsbankinn voru einkavædd-
ir, árið 2003. Finnur hóf í kjölfarið
fjárfestingar og hlutabréfaviðskipti
sem náðu nokkur hundruð milljóna
króna umsvifum nokkrum árum síð-
ar.
Finnur var einn af kaupendum
Búnaðarbankans í gegnum S-hóp-
inn og skrifaði undir kaupin. Eftir
einkavæðingu settist Finnur í stjórn
Búnaðarbankans. Fikt er ennþá í
eigu Finns í og heldur félagið meðal
annars utan um eignarhlut hans í
bifreiðaskoðunarfyrirtækinu Frum-
herja. Salan á Búnaðarbankanum
til S-hópsins hefur löngum þótt hafa
einkennst af pólitískri spillingu: Að
bankinn hafi verið seldur til aðila
sem voru þóknanlegir Framsóknar-
flokknum.
Viðskiptafélaginn fékk 200
milljónir
Líkt og DV greindi frá á mánudag-
inn hóf náinn viðskiptafélagi Finns,
Helgi S. Guðmundsson, fjárfesting-
arstarfsemi í eignarhaldsfélagi sínu
Vogási árið 2003 þegar félagið fékk
200 milljóna króna lán frá KB Banka,
bankanum sem varð til eftir samein-
ingu Búnaðarbankans og Kaupþings,
árið 2003. Árin þar á eftir greiddi
Helgi sér samtals um 250 milljóna
króna arð út úr félaginu sem fjár-
fest hafði í hlutabréfum. Helgi hef-
ur meðal annars verið gagnrýndur í
fjölmiðlum, meðal annars af Sverri
Hermannssyni, fyrrverandi banka-
stjóra Landsbankans, fyrir aðkomu
sína að sölu hlutar Landsbankans í
Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) til S-
hópsins árið 2002.
Átti í VÍS og keypti í KB Banka
Samkvæmt ársreikningi Fikts fyrir
árið 2003 var eina hlutabréfaeign
félagsins eignarhlutur í Vátrygg-
ingafélagi Íslands sem var bók-
færður á tæplega 3,2 milljónir
króna. Skuldir félagsins voru álíka
háar þannig að ætla má að lánið
hafi verið notað til fjárfestingar í
VÍS.
Árið eftir hafði Fikt selt hluta-
bréf sín á Vátryggingafélagi Íslands
og hagnaðist um rúmar 4 milljón-
ir á viðskiptunum samkvæmt árs-
reikningi þess árs. Bréfin voru seld
á rúmlega 7,4 milljónir króna. Fé-
lagið fjárfesti í staðinn í hlutabréf-
um í KB Banka sem voru bókfærð
á rúmlega 34 milljónir króna. Fé-
lagið skuldsetti sig um 24 milljón-
ir króna hjá lánastofnun, líklega KB
Banka, vegna hlutabréfakaupanna.
Árið eftir keypti Fikt fleiri hluta-
bréf, líklega í KB Banka þó ekki sé
það tekið fram í ársreikningnum
fyrir árið 2005, fyrir nærri 50 millj-
ónir króna og skuldsetti sig um
nokkurn veginn þá upphæð. Verð-
hækkun á hlutabréfunum sem Fikt
átti gerði það að verkum að bókfært
virði hlutabréfa þess var metið á
rúmlega 137 milljónir króna. Hagn-
aður félagsins nam nokkurn veg-
inn þeirri upphæð sem hlutabréfin
hækkuðu um, tæplega 35 milljón-
um króna. Skuldir félagsins námu
þá rúmlega 92 milljónum króna.
Finnur hættir í stjórn KB Banka
Árið 2006 skilaði félagið aftur hagn-
aði, nú upp á rúmlega 43 millj-
ónir króna. Hagnaðurinn var til-
kominn út af sölu á hlutabréfum,
væntanlega bréfunum í KB Banka.
Finnur sat í stjórn KB Banka árið
2006 en hætti í stjórninni árið eft-
ir. Þá hafði nafnið Kaupþing verið
tekið upp í stað KB Banka. Hluta-
bréfaeign Fikts nam eftir sem áður
nærri 142 milljónum króna en hafði
numið rúmlega 137 milljónum
árið áður. Þetta skýrist væntanlega
af áframhaldandi hækkun á verði
hlutabréfa í Kaupþingi. Fikt hafði
einnig eignast dótturfélögin Hik
ehf., FS7 ehf. og Verði ehf.
Árið eftir, 2007, hélst hlutabréfa-
eign Finns í fjárfestingarverðbréfum
óbreytt og hafði heildarverðmæti
bréfanna hækkað upp í rúmlega
147 milljónir króna. Um 14 millj-
óna króna hagnaður varð af rekstri
félagsins það árið. Kaupþingsbréf-
in voru því enn í eigu Fikts þegar
þarna var komið sögu, samkvæmt
ársreikningum félagsins.
Kaupþing horfið af listanum
Árið 2008 seldi Fikt fjárfestingar-
verðbréf fyrir nærri 180 milljónir
króna og skilaði tæplega 450 millj-
óna króna hagnaði. Arður félags-
ins af hlutabréfaeign nam nærri 388
milljónum króna og söluhagnaður
hlutabréfa nam nærri 26 milljónum
króna.
Í yfirliti yfir fjárfestingarverðbréf
félagsins kemur fram að félagið hafi
átt bréf í félögunum Bæ hf., Exista
hf., Landvar ehf., Spector, móður-
félagi bifreiðaskoðunarfyrirtækisins
Frumherja, og Straumi-Burðarási
hf. Eignarhlutur Fikts í Kaupþingi
var því ekki lengur hluti af eigna-
safni Fikts árið 2008. Svo virðist
því sem Fikt hafi selt hlutabréf sín í
Kaupþingi, sem Finnur hafði byrjað
að kaupa þegar hann var stjórnar-
maður í Kaupþingi árið 2004, með
nokkrum hagnaði á hrunárinu 2008.
n Finnur Ingólfsson eignaðist hlutabréf í KB Banka eftir einkavæðingu
n Sat í stjórn bankans n Hagnast á viðskiptum með bréf í Kaupþingi.„Félagið fjárfesti
í staðinn í hluta-
bréfum í KB Banka sem
voru bókfærð á rúmlega
34 milljónir króna.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Finnur seldi bréf sín
í Kaupþingi fyrir hrun
Eignaðist hlutabréf í KB Banka
Finnur Ingólfsson var stjórnarmaður í
Kaupþingi á árunum eftir einkavæð-
ingu þegar hann eignaðist hlutabréf
í bankanum. Finnur seldi bréf sín í
Kaupþingi fyrir hrun.
Fiskur hækkar
í verði
Verð á ferskum fiski hefur hækkað
umtalsvert á milli ára að því fram
kemur í nýrri verðkönnun verðlags-
eftirlits ASÍ sem gerð var í vikunni.
Niðurstöður könnunarinnar voru
birtar á fimmtudaginn. Meðalverð
flestra tegunda sem kannaðar voru
hefur hækkað um 5–15 prósent
síðan í september í fyrra. Dæmi eru
um mun meiri hækkanir í einstaka
verslun á ákveðnum tegundum.
Í niðurstöðunum segir að þegar
bornar séu saman kannanir verð-
lagseftirlitsins frá því í september
2010 og nú í september komi í ljós
að mesta hækkunin er á meðalverði
á smálúðuflökum sem hafa hækkað
um 20 prósent á milli kannana.
Meðalverðið í september 2010 var
2.204 krónur kílóið en er nú 2.651
króna kílóið. Mest hækkuðu flökin í
verði hjá Fiskikónginum um 67 pró-
sent og hjá Fiskibúðinni Mosfellsbæ
um 59 prósent.
17 ára sviptur
réttindum á
staðnum
Ungur ökumaður var sviptur öku-
réttindum til bráðabirgða seint á
miðvikudagskvöldið en hann var
staðinn að hraðakstri á Korpúlfs-
staðavegi í Reykjavík, á móts við
Brúnastaði. Í tilkynningu frá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu segir
að um sé að ræða 17 ára pilt en bíll
hans mældist á 108 kílómetra hraða
þar sem hámarkshraði er 50 kíló-
metrar á klukkustund.
Karlakór
stofnaður í
Grafarvogi
Stofnaður hefur verið Karlakór
Grafarvogs, en stofnandi kórsins
er Íris Erlingsdóttir kórstjóri og
söngkennari við Söngskólann
í Reykjavík. Kórinn mun vera í
samstarfi við Grafarvogskirkju
og fara æfingar fram í kirkjunni.
Kórstjórinn, Íris Erlingsdóttir, er
margreynd í kórstjórn en hún
hefur verið kórstjóri Reykjalund-
arkórsins frá árinu 2000 og kennt
söng við Söngskólann í Reykjavík
frá árinu 1997.
Karlakór Grafarvogs auglýs-
ir nú eftir áhugasömum söng-
mönnum til þátttöku í starfinu í
vetur. Allir áhugasamir söng-
menn eru boðnir velkomnir í
kórinn. Kynningarfundur um
starfsemi kórsins verður haldinn
í Grafarvogskirkju mánudags-
kvöldið 19. september klukkan
20.00.
Hjónavígsluskýrsla hentar ekki samkynhneigðum pörum:
Eyðublöð bara fyrir gagnkynhneigða
„Við erum að vinna í þessu, það er
búið að gera uppkast og allt er í eðli-
legum farvegi,“ segir Inga Dís Karls-
dóttir, verkefnastjóri í almanna-
skráningu Þjóðskrár, er hún er spurð
út í breytingar á hjónavígsluskýrslu
sem öll væntanleg brúðhjón þurfa að
fylla út.
Í skýrsluna þurfa brúðhjónin að
skrá nöfn sín en þar eru einungis reit-
ir fyrir brúðguma og brúði. Eyðublað
þetta hentar því ekki þeim samkyn-
hneigðu pörum sem ætla að ganga í
hjónaband en ein hjúskaparlög tóku
gildi í júní 2010.
„Við höfum ekki fengið neinar
ábendingar vegna þessa eyðublaðs
en við munum fara strax í að skoða
málið,“ segir Árni Grétar Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Samtakanna
´78 spurður um afstöðu samtakanna
til þessa máls.
Inga Dís segir að skýrslan sé
úrelt eins og mörg eyðublöð sem
unnið er við að breyta um þessar
mundir í kjölfar sameiningar Þjóð-
skrár og Fasteignaskrár Íslands.
Tugi eyðublaða þurfi að endur-
skoða og sameina og gera rafræn
og unnið sé í því. „Þessu er alls
ekki beint gegn samkynhneigðum.
Þetta eyðublað er bara úrelt og er
í raun barn síns tíma. Það má al-
veg segja að þetta hafi tekið lang-
an tíma en það eru margir aðilar
sem koma að þessu,“ segir hún.
Aðspurð hvenær samkynhneigð-
ir megi eiga von á nýju eyðublaði
segist hún ekki getað sagt nákvæm-
lega til um það. Hins vegar sé ný
hjónavígsluskýrsla væntanleg þar
sem orðin brúður eða brúðgumi
koma ekki fyrir.
gunnhildur@dv.is Hjónaband Annar þessara þarf að skrá sig sem brúði á pappírum. Mynd: PHotoS.coM