Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað Í skýrslum heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, frá árinu 2010, vegna reglubundins eftirlits á leikskólum Reykjavíkurborgar er að finna yfir 10 athugasemdir við aðbúnað sem óhætt er að kalla alvar- legar slysagildur fyrir börn, eða jafn- vel dauðagildur. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki lokið eftirliti á leikskólum borgarinnar á þessu ári og því liggja ekki fyrir opinber gögn yfir hvað hef- ur verið lagfært frá því í fyrra. Í fjölda tilfella höfðu athugasemdirnar þó verið margítrekaðar ár eftir ár án þess að borgin aðhefðist nokkuð. DV fór á stúfana og kíkti á þá leikskóla sem fengu alvarlegustu athuga- semdirnar í fyrra. Athugasemdir margítrekaðar Í ljós kom að ýmislegt hefur verið lagfært á síðastliðnu ári en DV fann þrjá leikskóla þar sem leiktækjum eða umhverfi hefur ekki verið breytt til að koma í veg fyrir slys, þrátt fyr- ir ítrekaðar athugasemdir. Í þeim til- fellum er um að ræða hengingar- hættu af leiktækjum og girðingu sem ekki er barnheld. Eflaust er um fleiri leikskóla að ræða en blaðamaður treysti sér til dæmis ekki til að leggja mat á hvort leiksvæðum hefði verið breytt til að koma í veg fyrir drukkn- unarhættu líkt og nokkrar athuga- semdir fólu í sér. Gerir lítið úr orðalagi Árný Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, gerði í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í þessum mánuði, lítið úr því orðalagi sem notað er í eftirlitsskýrslum leik- skólanna. Hún sagði að hengingar- og drukknunarhætta væri orðalag samkvæmt evrópskum stöðlum og þrátt fyrir að slíkt orðalag væri not- að væri ekki endilega um stórkost- lega hættu að ræða. Hún sagði at- hugasemdir gerðar þar sem vitað er um dæmi þess að ákveðin tilvik hafi átt sér stað við ákveðnar aðstæður. Miðlægur grunnur ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er ekki til miðlæg skrá yfir tíðni slysa á leikskólum frá ári til árs en verið er að skerpa á verkferlum þannig að öll slys verði skráð í sameiginlegan gagnagrunn. Á það bæði við um stærri slys og minni óhöpp. Verið er að kalla eftir upplýsingum um slys frá leikskól- um borgarinnar síðastliðin tvö ár til að fá yfirsýn og heildarmynd á mál- ið. Öll slys sem verða í leikskólum á að skrá á þar til gerð slysaskrán- ingareyðublöð sem geymd eru á leikskólunum sjálfum. n DV kannaði leiksvæði nokkurra leikskóla n Dæmi um að slysagildrur séu hunsaðar ár eftir ár n Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins gerði lítið úr orðlaginu drukknunar- og hengingarhætta DauðagilDrur á leikskólum hunsaðar DV fann slysagildrur á þremur leikskólum, öllum staðsettum í Grafarvogi, sem ekki hafa verið lagfærðar þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Slysagildra Þessi kastali lítur sakleysislega út en af honum getur þó stafað heng- ingarhætta. Dæmi eru um að slysagildrur af þessu tagi séu hunsaðar árum saman. Leikskóli: Foldakot Staðsetning: Logafold 18 Alvarleg slysagildra: Girðing í kringum leikskólalóð sem snýr að bílaplani er ekki barnheld. 20 sentimetra bil er á milli girðingar og undirlags og börn komast auðveldlega undir. Búið er að lagfæra hengingarhættu í kastala með því að setja spýtur fyrir bil á milli kastalabrúnar og rennibrautar. Síðasta athugasemd: 30. júlí 2010. Leikskóli: Foldaborg Staðsetning: Frostafold 33 Alvarleg slysagildra: Heng- ingarhætta í kastala. Bil á milli kastalabrúnar og rennibrautar ekki samkvæmt stöðlum. Fyrsta athugasemd: 2009 Síðasta athugasemd: 30. júlí 2010. Leikskóli: Funaborg Staðsetning: Funafold 42 Alvarleg slysagildra: Hengingarhætta í kastala. Fyrsta athugasemd: 2008 Síðasta athugasemd: 30. júlí 2010. „Í fjölda tilfella höfðu athugasemdirnar þó verið margítrekaðar ár eftir ár án þess að borgin aðhefðist nokkuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.