Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 40
40 | Lífsstíll 16.–18. september 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Dimmraddaðir karlmenn aðlaðandi Konur muna betur það sem karlmenn með djúpa og karl- mannlega rödd segja en það sem mjóróma karlmenn segja. Þetta kemur fram í rannsókn sem framkvæmd var í háskól- anum í Aberdeen í Skotlandi. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að konur laðist frekar að karlmönnum með djúpa karlmannlega rödd en öðr- um. Vísindamaðurinn David Smith, sem stóð að rannsókn- inni, segir að þróun hafi valdið því að konur muni frekar það sem aðlaðandi karlmenn segja því það hjálpi þeim í leit að eftirsóknarverðum maka. Dr. Janet Starr Hull segir ákveðnar fæðuteg- undir vinna á feita matnum svo fitan nái ekki að festast varanlega. Epli, jarðarber, agúrkur og humar eru dæmi um mat sem er fitubrennandi. Matur sem grennir okkur S amkvæmt dr. Janet Starr Hull flýtir sum fæða fyrir fitubrennslu. Hull segir þessa fæðu innihalda svokallaðar „öfugar“ kalóríur (e. reverse calories). Þegar þeim sé bland- að saman við fitandi mat verði feiti maturinn minna fitandi þar sem „öfugu kalóríurnar“ nái að eyða fitunni áður en lík- amanum takist að setja hana í geymslu. Þess vegna, segir Hull, getum við grennst með því að borða þessa fæðu án þess að svelta okkur. Hull tek- ur appelsínu sem dæmi um „fitubrennandi“ fæðu. „Fersk appelsína er fitubrennandi þar sem líkaminn þarfnast orku, og þar af leiðandi hitaein- inga, til að melta aldinkjötið. Þótt ferskur appelsínusafi sé ekki fitandi er hann ekki held- ur fitubrennandi því líkaminn á í engum erfiðleikum með að melta hann,“ segir hún og tekur einnig dæmi um hollustu-súp- ur sem innihalda fáar hitaein- ingar. „En þar sem við eigum auðvelt með að melta þær þá virka þær ekki hvetjandi á fitu- brennsluna.“ Hull segir feitan mat eins og feitt kjöt ekki „fitu- brennandi“ þar sem svo mikið af fitunni verði afgangs í líkam- anum eftir meltinguna. „Mag- urt kjöt getur hins vegar flýtt fyrir fitubrennslu því við þurf- um á orku að halda til að melta kjöt en magurt kjöt skilur ekki of mikið af fitu eftir.“ Ávextir: Epli Apríkósur Sítrónur/lime Bláber Jarðaber Tangarínur Kantalópur Mangó Vatnsmelónur Nektarínur Appelsínur Papaya Ferskur Perur Greip Ananas Sveskjur Grænmeti: Ætiþistill Nípur Aspas (soðinn) Grænar baunir Agúrka Paprikur (grænar og rauðar) Súrsaðar gúrkur Eggaldin Spergilkál Hvítlaukur Grasker Kál Radísur Gulrætur Púrrulaukur Rabarbari Blómkál Salat Sveppir Sellerí Súrkál Skalotlaukur Laukur Steinselja Spínat Tómatar (ferskir og niðursoðnir) Vætukarsi Fiskur: Krabbi Ostrur Skeldýr Froskalappir Rækjur (soðnar) Humar Þorskur Listi dr. Janet Starr Hull yfir „fitubrennandi“ fæðutegundir: Epli Gúrkur Perur Apríkósur Paprika Ber Ananas Kál Greip Plómur Gulrætur Blaðlaukur Sellerí Radísur Melónur Laukur Tómatar „Fitubrennandi“ matur sem er best að borða hráan: Aspas Grænkál Eggaldin Spínat Spergilkál Næpur Sveppir Blómkál Nípur Rófur Grasker Kerfill Rabarbari „Fitubrennandi“ matur sem er best að borða soðinn: Notaðu ólifuolíu Sumir segja að maður eigi ekki að setja neitt á húðina sem maður setur ekki ofan í sig. Ólífuolíu er bæði hægt að nota til matar og að bera á húðina. Ef þú berð hana beint á húð- ina verður húðin slepjuleg og því er gott ráð að setja olíuna í heitt bað. Það mýkir og nærir húðina. Þú þarft ekki að kaupa rándýrar baðolíur vegna þess að ólífuolían er bæði ódýr og heilsusamleg. Sérstaklega er mælt með þessu fyrir fólk með Psoreasis. Varist hins vegar að baðkarið verður hált.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.