Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 24
24 | Umræða 16.–18. september 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Þjóðin og brennivínið Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar Ragnheiður neitar að fara n Margir eru ánægðir með að Illugi Gunnarsson þingmaður snúi aftur á Alþingi eftir að hafa verið í leyfi á meðan þáttur hans í Sjóði 9 var mögulega til rannsóknar. Endurkoma Ill- uga hreyfir þó við einhverj- um. Sigurður Kári Kristjánsson varaþingmað- ur missir sæti sitt. Þá telja margir eðlilegt að Illugi gangi aftur inn í sitt gamla embætti sem formaður þing- flokksins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem var kosin við brotthvarf hans, er á allt öðru máli og neitar að víkja. Um það verður væntanlega slagur. Frændi gegn formanni n Ólgan innan Sjálfstæðisflokksins vegna hugsanlegs framboðs Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var í hámarki um seinustu helgi og fram eftir vikunni. Stuðningur við hana virðist ganga þvert á þekktar línur í flokknum. Full- yrt er að aðal- hvatamaður að framboði hennar sé Björn Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi ráð- herra. Þetta þykir merkilegt í ljósi þess að hann og Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, eru náfrændur af Engeyjarætt. Hermt er að Björn sé fúll vegna þess að frændinn á formannsstólnum hafi ekki leitað ráðgjafar hjá honum. Refur á Bessastöðum n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er vafalaust einn mesti stjórnmálarefur sinnar samtíð- ar. Þykir staða hans vera sterk á meðal fólksins á meðan aðrir stjórnmála- menn, og þá sér- staklega á vinstri vængnum, hafa á honum illan bifur. Vangavelt- ur eru uppi um að Ólafur sé á för- um. Kaup forsetahjónanna á húsi í Mosfellsbæ hafa blásið lífi í slíkar kenningar. Þegar er farið að spá og spekúlera um arftaka. Nafn Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, dúkkar þar upp oftar en önnur. Blóðtaka Viðskipta- blaðsins n 365 miðlar og fríblað fyrirtækis- ins, Fréttablaðið, er á miklu flugi þessa dagana. Ari Edwald forstjóri hefur nú krækt í tvo dýrmætustu blaðamenn Viðskiptablaðsins, þá Þórð Snæ Júlíusson og Magnús Hall- dórsson, sem á næstunni hefja störf á Fréttablaðinu. Hermt er að Ari hafi gert þeim tilboð sem stjórn- endur Viðskiptablaðsins gátu ekki jafnað. Óljóst er hvernig Björgvin Guðmundsson, ritstjóri VB, mætir brotthvarfi þessara lykilmanna. Sandkorn A uglýsingaherferðinni „Inspired by Iceland“ hef- ur verið þakkaður met- fjöldi ferðamanna á Ís- landi í sumar. Aðalatriðið í herferðinni var myndband sem sýndi ýmsa aðila hoppa og skoppa tvist og bast um Ísland. „Markaðs- átakið borgaði sig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, þeg- ar í ljós kom að fleiri ferðamenn komu til Íslands en búist var við. Allt út af Inspired by Iceland. Eða hvað? M iklu var til kostað í þriggja mánaða auglýsingaher- ferðinni. Meðal annars var 300 blaðamönnum boðið til Íslands. Þeg- ar gerð er leit á myndbandavefnum youtube.com kemur í ljós sláandi niðurstaða. Meira en fjögur hundruð þúsund manns sáu þar Inspired by Iceland. Hins vegar sáu 14 milljónir og 186 þúsund manns myndbandið „Inspired by Kittens“. Næstum jafn- margir horfðu síðan á annað mynd- band af kettlingi að horfa á „ Inspired by Kittens“ og horfðu á Inspired by Iceland á stærsta myndbandavef heims. Þ ótt kettlingamyndband sé vinsælla en íslenska auglýs- ingamyndbandið sem var sent út um allan heim getur samt verið að auglýsinga- herferðin hafi bjargað íslenska ferða- mannaiðnaðinum. Vísað hefur verið í tölur þessu til stuðnings. Rannsókn var gerð. Í maí 2010 voru 54 prósent Dana jákvæð gagnvart Íslandi sem ferðamannastað. Eftir auglýsinga- herferðina, í ágúst 2010, voru 67 pró- sent jákvæð. Það hlýtur að þýða að auglýsingaherferðin hafi virkað, seg- ir markaðsfólkið. S tundum sjá markaðsmenn ekki muninn á ímynd og raunveruleika. Í maí 2010, þegar óvenjumargir voru neikvæðir á ferðalag til Ís- lands, var gosið ekki einu sinni búið. Ekki var úrskurðað um gos- lok fyrr en undir lok maí. Þar sem gosið lokaði fyrir flugumferð með- an á því stóð er eðlilegt að fólk hafi verið minna jákvætt á ferðalag til landsins þar sem gosið átti sér stað. Hins vegar er jafneðlilegt að fólkið verði jákvæðara á ferð þang- að þegar gosinu er lokið, en þegar á því stendur. Sérstaklega þegar fólk hefur heyrt af landinu. Raun- ar er það svo að jákvæðni gagnvart ferð til Íslands var meiri árið 2009 en eftir Inspired by Iceland í ágúst 2010. H orfum fram hjá því að nú er miklu ódýrara að fara til Íslands eftir að krónan féll. Einfalt Google-próf ætti að geta leitt í ljós hver á skil- ið verðlaun fyrir mikla kynningu. Inspired by Iceland: 1,2 milljónir niðurstaðna. En helmingurinn af þeim er á íslensku. Á ensku fást 600 þúsund niðurstöður, mjög margar engu að síður vistaðar á íslenskum síðum. Inspired by Kittens fær hins vegar 800 þúsund niðurstöður á ensku. Kettlingarnir vinna aftur. E yjafjallajökull gjörsigrar hins vegar kettlingana með 3,2 milljónir niðurstaðna á Google. Efnahagshrunið, „Iceland collapse“, fær síð- an 8 milljónir niðurstaðna og er sigurvegarinn í markaðsverðlaun- um Íslands. G etur verið að atburðir í raunveruleikanum hafi haft meiri áhrif til að kynna Ísland en auglýsingaher- ferðin? Að auglýsingaher- ferðin sé ofmetin og góð áhrif gríð- arlegrar umfjöllunar um Ísland vegna eldgossins og efnahags- hrunsins vanmetin? Nei, maður bara spyr. T vöfeldnin á Íslandi er nær takmarkalaus. Yfirvöld bregða sér gjarnan í hlutverk strútsins þegar um er að ræða lög og reglugerðir. Þann- ig er þetta með auglýsingar á áfengi og lyfjum sem eru alfarið bannaðar á Íslandi, nema þegar erlendir miðl- ar eiga í hlut. Íslenskum fjölmiðl- um er bannað að ná sér í tekjur með því að auglýsa þann löglega vímu- gjafa, áfengi. Á sama tíma er erlend- um tímaritum, blöðum og sjónvarps- stöðvum fullkomlega heimilt að bera slíkt á borð fyrir íslenska þjóð. Glans- tímaritið Vanity Fair er við hliðina á íslenskum tímaritum í bókaversl- unum, stútfullt af auglýsingum fyrir áfengi og lyf. Samkeppnisstaða þess blaðs er því miklu betri en hinna ís- lensku. Dagblöðin lúta sama banni. DV má hvorki auglýsa Viagra né áfengi. Það mega aftur á móti erlendu blöðin. Sama gildir um íslensku vef- miðlana sem verða að halda sig frá verðmætum auglýsingum á lyfjum og áfengi. Þetta gerist á sama tíma og flestir íslenskir fjölmiðlar glíma við mikla erfiðleika í rekstri. Fjölmargir ritstjórar og ábyrgðar- menn fjölmiðla hafa fengið þunga dóma vegna auglýsinga á bjór eða áfengi. Árum saman hefur svívirðilegt ranglæti átt sér stað þar sem dóm- stólar hafa miskunnarlaust dæmt og sektað þá sem sveigt hafa lögin um áfengisauglýsingar. Og það er hjákát- legt að í dag er Ríkisútvarpið í farar- broddi með áfengisauglýsingar þar sem því er haldið fram í örsmáu letri að um sé að ræða léttöl frá Carlsberg eða öðrum bjórframleiðendum sem selja ekki einu sinni léttari útgáfu af vöru sinni hérlendis. Það virðist ekki hvarfla að lög- gjafanum að banna innflutning á blöðum og tímaritum sem auglýsa bjór. Þrátt fyrir augljósa mismunun á innlendum og erlendum fjölmiðl- um er ekki lokað fyrir erlendar sjón- varpsrásir sem bjóða upp á kynningu á lyfjum eða brennivíni. Og þrátt fyr- ir að ranglætið sé æpandi er Alþingi enn á þeim buxunum að setja lög um bann við auglýsingum á áfengi eða lyfjum í íslenskum fjölmiðlum. Ís- lenskum fjölmiðlum er gróflega mis- munað þegar litið er til umræddra auglýsinga. Hræsnin og tvöfeldnin er allsráðandi. Og dómsmorðin halda væntanlega áfram á meðan molbú- arnir ráða för. InspIred by KIttens Svarthöfði J á, nú er komið að því, góðir hálsar. Núna ætla ég að leyfa ykkur að skilja grunntón sann- leikans og horfast í augu við þá lífslygi sem við ykkur blasir öllum stundum. Ég ætla að útskýra fyrir ykkur blekkinguna, í eitt skipti fyr- ir öll. Og eftir þennan lestur mun- uð þið skynja sannleikann; upp- lifa hann einsog sól sem lýsir nýjan dag. Hér hefst semsagt nákvæm- asta mötun sem ég hef tekið þátt í. Og það sem meira er: Ég er viss um að allir geti torgað þeim auðmeltan- legu staðreyndum sem í boði eru. Fyrst þarf ég að útskýra eitt at- riði, þ.e.a.s. orðið „milljarðamær- ingur“. Í ágætri orðabók segir, að um sé að ræða karlkynsorð sem merkir vellauðugur maður eða milljónamæringur. En þar eð þið fáið hér sannleikann allan, segi ég ykkur að orðið merkir: Maður sem lætur okkur hin vinna of langan vinnudag, um leið og hann tryggir ávallt að við fáum of lág laun fyr- ir vinnuna. En auk þess er millj- arðamæringur; maður sem býr til atvinnuleysi, dregur úr hagvexti, eykur verðbólgu og veldur því, með beinum og óbeinum hætti, að skattar hækka. Þetta er einfalt. En til þess að þið skiljið nákvæmlega hvað ég er að meina þá set ég hér fram dæmi: Ef við þyrftum ekki að skila arði til milljarðamæringsins sem krefst þess að fá sinn hluta kökunnar (jafnvel þótt hann geri ekki annað en sjúga til sín peninga), þá gætum við skipt á milli okkar því sem hann þiggur. M.ö.o. þá gætum við fengið hærri laun og auðvitað gæt- um við einnig stytt vinnudaginn, vegna þess að við þyrftum ekki að vinna þær stundir sem skila arð- inum til milljarðamæringsins. En svo er það einnig þannig, að arð- urinn sá arna er tekinn sem vinnu- afl útaf vinnumarkaði, því einsog við ættum að vita, þá eru peningar ekki annað en uppsöfnuð orka eða loforð um orku. Og þetta merkir á mannamáli, að það sem milljarða- mæringurinn tekur til sín (bara vegna þess að hann vill verða rík- ari en hann er) veldur því að hell- ingur af fólki missir vinnuna. Þetta er eiginlega fyndið. Við púlum og þrælum, til þess eins að einhver milljarðamæringur geti haldið áfram að monta sig af ríki- dæminu. Og það sem meira er: Við tökum virkan þátt í að gera mikið úr þeirri guðdómlegu heimsku sem bruðlið og ósóminn sýna. Gullkló- settið og silkisalernispappírinn um borð í glæsisnekkjunni ættu að vekja viðbjóð. En 700 ára gamla kampavínið, bæheimsku kristals- glösin, saffransalatið og kólibrífugl- alifrarkæfan eru táknmyndir sem við gleypum við og dýrkum á meðan garnagaulið hljómar einsog vöggu- vísa í yndislegri þrælastíu auðvalds- ins. Við trúum lífslyginni en vitum þó, að án milljarðamæringa mætti gera Jörðina að hinum vistlegasta stað. Og jafnvel finna hér pláss fyrir siðfágun og sanngirni. Vafasemin virðist mér vera á háu stigi ef sannleikurinn sagður er sennilega lygi. Matað með teskeið Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Árum saman hefur svívirðilegt rang- læti átt sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.