Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 25
H
ver veit nema forseti Ís-
lands fagni manna mest
hinni miklu umræðu sem
verið hefur um hann síð-
ustu daga. Ólafur Ragn-
ar Grímsson er umdeildasti forseti
lýðveldisins og var óvenju umdeild-
ur stjórnmálamaður í áratugi þar á
undan. Forsetinn gefur lítið fyrir at-
hugasemdir álitsgjafa nema þær séu
honum að skapi enda einkennir eitt
hann öðru fremur: Óbilandi sjálfs-
traust sem lýsir sér meðal annars
í því að honum finnst að sér verði
sjaldan eða aldrei á í messunni. Deil-
ir hann þessum kosti eða ókosti með
öðrum umdeildum mönnum stjórn-
málasögunnar. Jónas frá Hriflu og
Davíð Oddsson koma upp í hugann.
Gagnrýni Ólafs Ragnars Gríms-
sonar á ríkisstjórnina síðustu daga
staðfestir þá gjá sem myndast hef-
ur milli forseta og stjórnar. Að vísu
geymir sagan dæmi þess að kastast
hafi í kekki milli þjóðhöfðingjans og
ráðherra. Ólafi Thors, leiðtoga Sjálf-
stæðisflokksins, lá stundum þungur
hugur til Sveins Björnssonar, fyrsta
forseta lýðveldisins, sem hikaði ekki
við að skipa utanþingsstjórn 1942 í
embætti ríkisstjóra og var aftur kom-
inn á fremsta hlunn með það á for-
setastóli eftir lýðveldisstofnun 1944.
Hermann Jónasson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hafði ímugust á Ás-
geiri Ásgeirssyni. Þegar hann var
kjörinn forseti 1952 taldi Hermann
vel koma til greina að ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks, sem stutt hafði séra Bjarna
Jónsson í kjörinu, segði af sér.
Hreinskilin skoðanaskipti betri
Kristjáni Eldjárn, forseta 1968–1980,
fannst í fyrstu að valdastéttin í land-
inu væri sér andsnúin. Þótt Kristján
neyddist til að láta til sín taka við
stjórnarmyndanir hefði verið óhugs-
andi að hann færi að munnhöggvast
í fjölmiðlum við ráðherra og þing-
menn. Sama má segja um Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta 1980–1996.
Vissulega lenti hún í eldlínunni þeg-
ar hún vildi helst ekki undirrita lög
um bann við verkfalli flugfreyja á
kvennafrídaginn 1985 og Matthías
Bjarnason samgönguráðherra lét í
veðri vaka að forsetinn hygðist fara
langt út fyrir verksvið sitt. Kannski
mætti líka spyrja Jón Baldvin Hanni-
balsson um afstöðu sína til Vigdísar,
einkum þegar hún íhugaði að synja
lögum um EES-samninginn staðfest-
ingar.
Sú helgi sem lengi hjúpaði for-
setaembættið var líklega of mikil.
Hreinskilin skoðanaskipti geta verið
betri en svigurmæli á bak við tjöld-
in. En þá verður þjóðhöfðinginn líka
að kunna sig. Aldrei fyrr hefur for-
seti hallmælt eigin ríkisstjórn á al-
þjóðavettvangi eða hótað að hann
muni ekki „sitja undir“ ummælum
eins ráðherra sem hann sjálfur skip-
ar samkvæmt stjórnarskrá og lætur
framkvæma sitt vald – eins fáránlega
og það hljómar þessa dagana.
Auðvitað skipta persónur miklu
máli hér. Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra og Ólafur Ragnar
Grímsson voru á öndverðum meiði
í Alþýðubandalaginu á sínum tíma.
Þegar forseti synjaði Icesave-lög-
um staðfestingar í annað sinn varð
gremju, reiði og vonbrigðum Stein-
gríms vart með orðum lýst. Menn-
irnir þola illa hvor annan.
Reiðast í vanmætti sínum
Nú leiðir Styrmir Gunnarsson rök
að því á Evrópuvakt sinni að Ólaf-
ur Ragnar Grímsson hyggi á endur-
kjör og berji á gömlum allaböllum til
að koma sér í mjúkinn hjá sjöllum.
Ekki ganga allar samsæriskenningar
upp en svo sannarlega er það saga
til næsta bæjar ef „loddarinn“ Ólafur
Ragnar vill leita á náðir Davíðs Odds-
sonar með „skítlega eðlið“, svo vitnað
sé til skamma þeirra hvors um annan
sem féllu að vísu í hita leiksins.
Allt getur gerst. Aldrei hefur forseti
setið lengur en fjögur kjörtímabil en
nú þegar nokkuð er liðið á sextánda
ár Ólafs Ragnars á Bessastöðum eru
hefðir horfnar út í veður og vind. All-
miklu ræður tíðarandinn, mestu þó
metnaður forsetans og sjálfumgleði,
gallar sem munu vega þungt á móti
ótvíræðum kostum þegar storma
lægir og reynt verður að meta emb-
ættistíð hans í góðu tómi.
Á eina hefð á reyndar eftir að
reyna. Hyggist forseti setjast í helg-
an stein skýrir hann frá því í sínu síð-
asta nýársávarpi. Þetta gerðu Ásgeir,
Kristján og Vigdís á sínum tíma og
ótrúlegt er annað en Ólafur Ragnar
lýsi áformum sínum 1. janúar 2012,
í síðasta lagi. Þangað til má reyna að
ráða í húsakaup forsetahjónanna í
Mosfellsbæ og bíða frekari ummæla
þingmanna um „forsetaræfilinn“
auk hugleiðinga um þingrof að frum-
kvæði forseta eða afsetningu hans að
frumkvæði þingmeirihlutans. Venju-
legu fólki fallast hendur, ráðherrar
reiðast í vanmætti sínum en á Bessa-
stöðum situr Ólafur Ragnar og glott-
ir út í annað, sjálfsöruggur sem fyrr.
Svona blæðir Íslandi í dag. Hrunið
heldur áfram.
Umræða | 25Helgarblað 16.–18. september 2011
Hvernig ferðast þú um innanbæjar?
„Ég labba allt sem ég fer. Alltaf að spara.“
Paolo Vale,
33 ára og atvinnulaus
„Ég ferðast hjólandi.“
Andrés Þór Björnsson,
33 ára matreiðslumaður
„Ég ferðast um á bíl.“
Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir,
48 ára og vinnur hjá tölvufyrirtæki
„Ég ferðast á bílnum mínum.“
Guðmundur Hauksson,
56 ára og starfar hjá Bjarti og Veröld
bókaútgáfu
„Ýmist á bíl eða gangandi.“
Ingibjörg Jónsdóttir,
53 ára myndlistarkona
Maður dagsins
Hefur ofurtrú
á sjálfum sér
Tryggvi Guðmundsson
Knattspyrnumaðurinn knái hjá ÍBV jafnaði
á fimmtudagskvöld markamet Inga Björns
Albertssonar í efstu deild. Tryggvi hefur nú
skorað 126 mörk eins og Ingi Björn en í mun
færri leikjum. Afrek Tryggva er einstaklega
glæsilegt því hann eyddi stórum hluta
ferils síns í atvinnumennsku. Því miður fyrir
Tryggva tapaði liðið hans leiknum, 3-1, gegn
Stjörnunni.
Hver er maðurinn?
„Ég er hress og jákvæð týpa sem elskar lífið.
En keppnismaður mikill og hata að tapa.“
Hvar ertu alinn upp?
„Í Reykjavík og Vestmannaeyjum en aðal-
lega í Vestmannaeyjum.“
Hvað drífur þig áfram?
„Í lífinu er það gleðin. Í sportinu er það
keppnisskapið.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Réttur númer 3 á Nana Thai í Skeifunni.“
Hvar vildir þú helst búa, ef ekki á
Íslandi?
„Ég væri til í að fara aftur til Noregs. Bjó þar í
sex ár og fannst það yndislegt.“
Með hvaða liði heldur þú í enska?
„Arsenal, því miður, eins og staðan er í dag.
Ég fæddist inn í stóra Arsenal-fjölskyldu.“
Hver var fyrirmynd þín í æsku?
„Ég á mér enga innlenda fyrirmynd í raun-
inni. Í boltanum var ég alltaf mjög hrifinn af
Marco van Basten og Ian Wright.“
Manstu eftir fyrsta markinu þínu í
efstu deild?
„Já, það var í fyrstu umferð 1993, þá skoraði
ég á móti Fram á Helgafellsvelli í Vest-
mannaeyjum. Setti hann með hægri upp í
þaknetið. Ég gleymi því aldrei.“
Hvernig var tilfinningin að jafna
metið?
„Hún var eiginlega ekkert sérstök því við
töpuðum leiknum og ég var ekki að pæla í
því. Ég mun fagna þegar ég bæti metið.“
Bjóstu við því að þetta væri
möguleiki í ár?
„Já, að sjálfsögðu. Ég vissi fyrir mót að ég
þyrfti að gera 11 mörk og ég hef ofurtrú á
sjálfum mér og vissi að það væri vel hægt
þrátt fyrir háan aldur.“
Er alltaf jafngaman að skora?
„Nei, það er það alls ekki. Miklu skemmti-
legra að skora í sigurleikjum en tapleikjum.“
Hvað ætlar þú að halda lengi
áfram?
„Ég ætla að halda áfram á meðan mér finnst
ég nógu góður til að halda áfram að spila. Ég
hef ennþá svakalega gaman af þessu og það
drífur mig áfram. Fótbolti er mitt líf og yndi.
Mér finnst ég ennþá nógu góður.“
Gjá milli forseta og stjórnar
Dómstóll götunnar
Myndin Fjúgandi furðuhlutur Svo virðist sem húsið sjálft sé horfið undan þakinu. Það var þó ekkert yfirnáttúrulegt á seyði heldur var verið að bæta við hæð á hús á horni
Suðurgötu og Hjarðarhaga þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd GunnAR GunnARsson
Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur
Aðsent „Hyggist forseti
setjast í helgan
stein skýrir hann frá því í
sínu síðasta nýársávarpi.