Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 42
„Hvað förð- un varð- ar sum- arið 2012, samkvæmt tískusýn- ingunum í New York, eru enn mjög sterk áhrif frá tíunda áratugnum, en áberandi er hvað síðari hluti þess ára- tugar er að koma enn sterkari inn. Það er mikið um sterkar andlitsskyggingar í brúnum tónum, en húðin er samt oft með gljáa eins og einkenna vill sumarförðun almennt. Þá eru líka skyggingar á aug- um til dæmis í gulum og appelsínugulum lit eins og hjá Derek Lam. Málmkennd áferð í augnförðun er enn til staðar og verður án efa áber- andi næsta sumar, til dæm- is í silfruðu eins og hjá Phil- lip Lim og einnig í bláum og grænum tónum. Neglurnar eru líka oft í sams konar tón- um með málmkenndri áferð, en einnig er ansi áberandi ljósgrár litur án sanseringar á nöglum. Þá sjáum við líka gul- eða rauðbrúna liti kring- um augu, jafnvel sem hafa runnið aðeins til, en kannski engan maskara, mjög sterk áhrif frá síðari hluta tíunda áratugarins og þeim míní- malisma og vissu kynleysi sem einkenndi hann. Svo er gaman að ýktum litum og áferð í hári, eins og til dæm- is hjá Narciso Rodriguez og Thakoon, hárið er eins og mótað með leir eða kalki og litirnir mjög ýktir og brjóta upp heildarútlitið á hress- andi hátt.“ 42 | Lífsstíll 16.–18. september 2011 Helgarblað 20-60% afsláttur Borgartún 36 105 Reykjavík 588 9747 www.vdo.is HLÍFÐARFÖT AGV HJÁLMAR LAY-Z-SPA SIXSIONE BRYNJUR Nasran fatnaður – jakkar, buxur og vettlingar SixSixOne Peysubrynjur, plastbrynjur, nýrnabelti, vetlingar, olnboga og hnéhlífar AGV hjálmar Lokaðir hjálmar, opnanlegir, vespu- hjálmar, motocrosshjálmar og gler Varahlutir í fjarstýrða bíla Traxxas, GS varahlutir, dekk og felgur 60% AFSLÁTTUR VARAHLUTIR Í FJARSTÝRÐA BÍLA 20-40% AFSLÁTTUR Ólst upp við kröpp kjör Norma Jeane Mortensen var munaðarleysingi og ólst upp við kröpp kjör. Hér er hún árið 1945 áður en hún tók á sig mynd kynbombu. Mynd þessi birtist á sýningu árið 2006 í Staley-Wise-gall- eríinu í New York og vakti mikla athygli. Dýrkuð sem kyntákn Marilyn prýddi forsíðu Playboy-tímaritsins árið 1952 og var eftir það dýrkuð sem kyntákn. Hugh Hefner hefur verið með hana á heilanum alla tíð og keypti meðal annars grafhýsi við hlið hennar grafhýsis þar sem hann vill láta greftra sig. Pilsaþeytingur Marilyn í hinum víðfræga hvíta kjól sem þeyttist upp um hana þar sem hún stóð á loftrist og kynnti mynd- ina, The Seven Year Itch (1955). Marilyn og Miller Marilyn fann aldrei ástina og var í hverju ástlausa sambandinu á fætur öðru. Hér er hún með eigin- manni númer 3, rithöfundinum Arthur Miller. Michelle Williams hefur tekið að sér að hlut- verk í myndinni My Week with Marilyn. Hún er mynduð fyrir Vogue af ljósmyndaranum Annie Leibowits og ræðir um verkefnið. Mynd Annie er endurgerð frægrar myndar af Marilyn þar sem hún liggur í sófa og gluggar í bók og hefur verið mörgum ljósmyndurum innblástur. MARILYN MONROE Áhrifa Marilyn Monroe gætir sífellt í tískunni. Platínuljósir lokkarnir, rauður varaliturinn og þykkur augn- línupenninn. Ímynd kynþokkans rennur saman við ímynd þessarar harmrænu löngu látnu stórstjörnu. Tískufyrirmynd: Tískuvikan í New York fer fram þessa dagana og tískuunnendur virða fyrir sér strauma og stefnur næsta árs. DV fékk nokkra þeirra til þess að spá aðeins í spilin. Ellen Loftsdóttir stílisti fór á nokkrar sýningar í borginni, Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur spáði í förðun og Erna Hrund Hermannsdóttir tískubloggari segir frá því hvað heillaði hana mest í ár. Spáð í tískuna Thakoon Hárið er eins og mótað með leir eða kalki og litirnir mjög ýktir og brjóta upp heildarútlitið á hressandi hátt. Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur Sterk áhrif frá 10. áratugnum „Ég var hrifnust af fáguðu og sportlegu net- efna pælingunum Alexander Wang og klikkar hann seint. Wang hefur verið einn af mínum uppáhalds hönnuðum í þó nokkurn tíma og í ár sannar hann ennog aftur afhverju hann er einn sá hönnuður sem er í hvað mestum vexti í dag. Merki eins og TIBI og Phillip Lim komu einnig á óvart. Á sýningu Lim mátti sjá einföld snið í ferskum pastel-litum. TIBI með heims- fræga bloggarann Elin Kling í fararbroddi kom þó nokkuð á óvart og báru sniðin keim af þeim einfaldleika sem við þekkjum frá Helmut Lang og Jil Sander. “ Hrifin af sportlegum pælingum Ellen Loftsdóttir stílisti Philip Lim Mínímalismi í ferskum fölum tónum. Alexander Wang Klikkar seint og sannaði enn og aftur af hverju hann er álitinn einn sá besti í dag. Tibi „Stolen-from-your-boyfri- end’s-closet look,“ lýsir sýningunni best og finnst mér Tibi eiginlega hafa komið mér mest á óvart og er augljóslega undir áhrifum frá mínum uppáhaldshönnuðum Helmut Lang og Jil Sander. Kven- leiki með gauralegu innsæi. Derek Lam Skyggingar á augum í gulum og appelsínu- gulum lit eins og hjá Derek Lam. Narciso Rodriguez Gaman að ýktum litum og áferð í hári. Philip Lim Málm- kennd áferð í augnförðun er enn til staðar og verður án efa áberandi næsta sumar, til dæmis í silfruðu eins og hjá Phillip Lim og einnig í bláum og grænum tónum. „Það sem mér finnst alltaf erfiðast við tískuvikuna er biðin eftir viðburðinum og því sem hæst ber. Ég er alveg ástfang- in af þó nokkrum línum og vildi helst að sumarið myndi bara halda áfram svo ég gæti fengið að klæðast þeim. Það sem var mest áberandi voru sniðin á flíkunum og efnin. Flíkurnar voru víðar og léttar og efnin sem voru áberandi siffon og silki. Litir sem verða áberandi næsta sumar eru hvítur, blár og appelsínugulur og svo verður áfram vinsælt að blanda saman ólíkum printum. Mínar uppáhaldslínur eru Michael Kors sem einkenndist af saf- arí-fíling hann blandaði fallega saman dýraprinti og litum án þess að það væri of mikið og lína Christians Siriano sem er strákur sem vann Project Runway fyrir nokkrum árum. Hann náði á ótrúlega fal- legan hátt að poppa upp á mjög látlaus föt með fallegum smáatriðum. Að lokum fannst mér Oscar de la Renta alveg bera af með gullfallegum kjólum. Stíliseringin, hárið, „make up“-ið, allt var flott. Erna Hrund Hermannsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavik Fashion Journal reykjavikfashionjournal.com Léttar flíkur úr siffoni og silki Oscar de la Renta Bar af á tískuvikunni, að mati Ernu Hermanns- dóttur. Michael Kors Safarí- fílingur og létt efni Alls kyns slár verða vinsælar sem yfirhafnir í kuldanum: Slár vinsælar í vetur F allegar slár í alls konar útfærslum eru mjög vin- sælar um þess- ar mundir og verða áfram mjög sýnilegar í vetur ef marka má er- lendar tískuspár. Slárn- ar eru bæði stuttar og síðar, þykkar og þunn- ar og í alls konar litum og munstrum. Allt frá þykkum ullarslám yfir í þynnri munstraðar slár. Allir litir eru leyfilegir, hvort sem það eru dökk- ir, ljósir eða glaðlegir lit- ir. Slárnar eru hentugar því það er hægt að nota þær yfir þynnri jakka og þannig gefa léttu sum- arjökkunum framhalds- líf yfir vetrartímann. Alls kyns slár Slár af öllum gerðum verða vinsælar sem yfirhafnir í vetur. Stjörnur í slám Stjörnur eins og Kim Kardashian hafa tekið sláartískunni fagnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.