Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 16.–18. september 2011 Helgarblað F innur Ingólfsson, þáverandi forstjóri Vátryggingafélags Íslands og fyrrverandi ráð- herra Framsóknarflokksins, stofnaði fjárfestingarfélag sitt Fikt sama ár og Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavædd- ir, árið 2003. Finnur hóf í kjölfarið fjárfestingar og hlutabréfaviðskipti sem náðu nokkur hundruð milljóna króna umsvifum nokkrum árum síð- ar. Finnur var einn af kaupendum Búnaðarbankans í gegnum S-hóp- inn og skrifaði undir kaupin. Eftir einkavæðingu settist Finnur í stjórn Búnaðarbankans. Fikt er ennþá í eigu Finns í og heldur félagið meðal annars utan um eignarhlut hans í bifreiðaskoðunarfyrirtækinu Frum- herja. Salan á Búnaðarbankanum til S-hópsins hefur löngum þótt hafa einkennst af pólitískri spillingu: Að bankinn hafi verið seldur til aðila sem voru þóknanlegir Framsóknar- flokknum. Viðskiptafélaginn fékk 200 milljónir Líkt og DV greindi frá á mánudag- inn hóf náinn viðskiptafélagi Finns, Helgi S. Guðmundsson, fjárfesting- arstarfsemi í eignarhaldsfélagi sínu Vogási árið 2003 þegar félagið fékk 200 milljóna króna lán frá KB Banka, bankanum sem varð til eftir samein- ingu Búnaðarbankans og Kaupþings, árið 2003. Árin þar á eftir greiddi Helgi sér samtals um 250 milljóna króna arð út úr félaginu sem fjár- fest hafði í hlutabréfum. Helgi hef- ur meðal annars verið gagnrýndur í fjölmiðlum, meðal annars af Sverri Hermannssyni, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, fyrir aðkomu sína að sölu hlutar Landsbankans í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) til S- hópsins árið 2002. Átti í VÍS og keypti í KB Banka Samkvæmt ársreikningi Fikts fyrir árið 2003 var eina hlutabréfaeign félagsins eignarhlutur í Vátrygg- ingafélagi Íslands sem var bók- færður á tæplega 3,2 milljónir króna. Skuldir félagsins voru álíka háar þannig að ætla má að lánið hafi verið notað til fjárfestingar í VÍS. Árið eftir hafði Fikt selt hluta- bréf sín á Vátryggingafélagi Íslands og hagnaðist um rúmar 4 milljón- ir á viðskiptunum samkvæmt árs- reikningi þess árs. Bréfin voru seld á rúmlega 7,4 milljónir króna. Fé- lagið fjárfesti í staðinn í hlutabréf- um í KB Banka sem voru bókfærð á rúmlega 34 milljónir króna. Fé- lagið skuldsetti sig um 24 milljón- ir króna hjá lánastofnun, líklega KB Banka, vegna hlutabréfakaupanna. Árið eftir keypti Fikt fleiri hluta- bréf, líklega í KB Banka þó ekki sé það tekið fram í ársreikningnum fyrir árið 2005, fyrir nærri 50 millj- ónir króna og skuldsetti sig um nokkurn veginn þá upphæð. Verð- hækkun á hlutabréfunum sem Fikt átti gerði það að verkum að bókfært virði hlutabréfa þess var metið á rúmlega 137 milljónir króna. Hagn- aður félagsins nam nokkurn veg- inn þeirri upphæð sem hlutabréfin hækkuðu um, tæplega 35 milljón- um króna. Skuldir félagsins námu þá rúmlega 92 milljónum króna. Finnur hættir í stjórn KB Banka Árið 2006 skilaði félagið aftur hagn- aði, nú upp á rúmlega 43 millj- ónir króna. Hagnaðurinn var til- kominn út af sölu á hlutabréfum, væntanlega bréfunum í KB Banka. Finnur sat í stjórn KB Banka árið 2006 en hætti í stjórninni árið eft- ir. Þá hafði nafnið Kaupþing verið tekið upp í stað KB Banka. Hluta- bréfaeign Fikts nam eftir sem áður nærri 142 milljónum króna en hafði numið rúmlega 137 milljónum árið áður. Þetta skýrist væntanlega af áframhaldandi hækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi. Fikt hafði einnig eignast dótturfélögin Hik ehf., FS7 ehf. og Verði ehf. Árið eftir, 2007, hélst hlutabréfa- eign Finns í fjárfestingarverðbréfum óbreytt og hafði heildarverðmæti bréfanna hækkað upp í rúmlega 147 milljónir króna. Um 14 millj- óna króna hagnaður varð af rekstri félagsins það árið. Kaupþingsbréf- in voru því enn í eigu Fikts þegar þarna var komið sögu, samkvæmt ársreikningum félagsins. Kaupþing horfið af listanum Árið 2008 seldi Fikt fjárfestingar- verðbréf fyrir nærri 180 milljónir króna og skilaði tæplega 450 millj- óna króna hagnaði. Arður félags- ins af hlutabréfaeign nam nærri 388 milljónum króna og söluhagnaður hlutabréfa nam nærri 26 milljónum króna. Í yfirliti yfir fjárfestingarverðbréf félagsins kemur fram að félagið hafi átt bréf í félögunum Bæ hf., Exista hf., Landvar ehf., Spector, móður- félagi bifreiðaskoðunarfyrirtækisins Frumherja, og Straumi-Burðarási hf. Eignarhlutur Fikts í Kaupþingi var því ekki lengur hluti af eigna- safni Fikts árið 2008. Svo virðist því sem Fikt hafi selt hlutabréf sín í Kaupþingi, sem Finnur hafði byrjað að kaupa þegar hann var stjórnar- maður í Kaupþingi árið 2004, með nokkrum hagnaði á hrunárinu 2008. n Finnur Ingólfsson eignaðist hlutabréf í KB Banka eftir einkavæðingu n Sat í stjórn bankans n Hagnast á viðskiptum með bréf í Kaupþingi.„Félagið fjárfesti í staðinn í hluta- bréfum í KB Banka sem voru bókfærð á rúmlega 34 milljónir króna. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Finnur seldi bréf sín í Kaupþingi fyrir hrun Eignaðist hlutabréf í KB Banka Finnur Ingólfsson var stjórnarmaður í Kaupþingi á árunum eftir einkavæð- ingu þegar hann eignaðist hlutabréf í bankanum. Finnur seldi bréf sín í Kaupþingi fyrir hrun. Fiskur hækkar í verði Verð á ferskum fiski hefur hækkað umtalsvert á milli ára að því fram kemur í nýrri verðkönnun verðlags- eftirlits ASÍ sem gerð var í vikunni. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á fimmtudaginn. Meðalverð flestra tegunda sem kannaðar voru hefur hækkað um 5–15 prósent síðan í september í fyrra. Dæmi eru um mun meiri hækkanir í einstaka verslun á ákveðnum tegundum. Í niðurstöðunum segir að þegar bornar séu saman kannanir verð- lagseftirlitsins frá því í september 2010 og nú í september komi í ljós að mesta hækkunin er á meðalverði á smálúðuflökum sem hafa hækkað um 20 prósent á milli kannana. Meðalverðið í september 2010 var 2.204 krónur kílóið en er nú 2.651 króna kílóið. Mest hækkuðu flökin í verði hjá Fiskikónginum um 67 pró- sent og hjá Fiskibúðinni Mosfellsbæ um 59 prósent. 17 ára sviptur réttindum á staðnum Ungur ökumaður var sviptur öku- réttindum til bráðabirgða seint á miðvikudagskvöldið en hann var staðinn að hraðakstri á Korpúlfs- staðavegi í Reykjavík, á móts við Brúnastaði. Í tilkynningu frá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu segir að um sé að ræða 17 ára pilt en bíll hans mældist á 108 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kíló- metrar á klukkustund. Karlakór stofnaður í Grafarvogi Stofnaður hefur verið Karlakór Grafarvogs, en stofnandi kórsins er Íris Erlingsdóttir kórstjóri og söngkennari við Söngskólann í Reykjavík. Kórinn mun vera í samstarfi við Grafarvogskirkju og fara æfingar fram í kirkjunni. Kórstjórinn, Íris Erlingsdóttir, er margreynd í kórstjórn en hún hefur verið kórstjóri Reykjalund- arkórsins frá árinu 2000 og kennt söng við Söngskólann í Reykjavík frá árinu 1997. Karlakór Grafarvogs auglýs- ir nú eftir áhugasömum söng- mönnum til þátttöku í starfinu í vetur. Allir áhugasamir söng- menn eru boðnir velkomnir í kórinn. Kynningarfundur um starfsemi kórsins verður haldinn í Grafarvogskirkju mánudags- kvöldið 19. september klukkan 20.00. Hjónavígsluskýrsla hentar ekki samkynhneigðum pörum: Eyðublöð bara fyrir gagnkynhneigða „Við erum að vinna í þessu, það er búið að gera uppkast og allt er í eðli- legum farvegi,“ segir Inga Dís Karls- dóttir, verkefnastjóri í almanna- skráningu Þjóðskrár, er hún er spurð út í breytingar á hjónavígsluskýrslu sem öll væntanleg brúðhjón þurfa að fylla út. Í skýrsluna þurfa brúðhjónin að skrá nöfn sín en þar eru einungis reit- ir fyrir brúðguma og brúði. Eyðublað þetta hentar því ekki þeim samkyn- hneigðu pörum sem ætla að ganga í hjónaband en ein hjúskaparlög tóku gildi í júní 2010. „Við höfum ekki fengið neinar ábendingar vegna þessa eyðublaðs en við munum fara strax í að skoða málið,“ segir Árni Grétar Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 spurður um afstöðu samtakanna til þessa máls. Inga Dís segir að skýrslan sé úrelt eins og mörg eyðublöð sem unnið er við að breyta um þessar mundir í kjölfar sameiningar Þjóð- skrár og Fasteignaskrár Íslands. Tugi eyðublaða þurfi að endur- skoða og sameina og gera rafræn og unnið sé í því. „Þessu er alls ekki beint gegn samkynhneigðum. Þetta eyðublað er bara úrelt og er í raun barn síns tíma. Það má al- veg segja að þetta hafi tekið lang- an tíma en það eru margir aðilar sem koma að þessu,“ segir hún. Aðspurð hvenær samkynhneigð- ir megi eiga von á nýju eyðublaði segist hún ekki getað sagt nákvæm- lega til um það. Hins vegar sé ný hjónavígsluskýrsla væntanleg þar sem orðin brúður eða brúðgumi koma ekki fyrir. gunnhildur@dv.is Hjónaband Annar þessara þarf að skrá sig sem brúði á pappírum. Mynd: PHotoS.coM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.