Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 30
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 16.–18. september 2011 Helgarblað B erghreinn fæddist á Siglu- firði 17.2. 1936. Hann stund- aði m.a. nám við Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal og lauk prófi sem flugvirki. Eftir að Berghreinn lauk flug- virkjaprófi var hann flugvirki hjá Landhelgisgæslunni allan sinn starfsferill. Randý fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og gekk í Austurbæjarskól- ann. Hún sinnti húsmóðurstörfum þar til börn hennar voru komin og legg og var síðan dagmóðir í nokkur ár. Hún sinnti síðan umönnunar- störfum í Hafnarbúðum í Reykjavík og var síðan matráðskona í Múlabæ. Börn Berghreins og Randýjar eru Sigurður, f. 26.9. 1959, verktaki, bú- settur í Reykjavík; Vilhjálmur, f. 20.4. 1962, forritari, matvælafræðingur og líffræðingur, búsettur í Reykjavík; Bryndís Ósk, f. 25.10. 1963, nuddari, búsett í Reykjavík; Berglind, f. 28.8. 1965, skartgripahönnuður, búsett í Reykjavík; Þorsteinn Guðni, f. 18.3. 1972, mannfræðingur og sérkennari, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Berghreins voru Þor- steinn Bergmann Loftsson, f. 17.2. 1911, d. 20.5. 1946, garðyrkjubóndi á Stóra-Fljóti, og k.h., Vilhelmína Theodora Tijmstra Loftsson, f. 26.1. 1912, d. 28.10. 1998, húsmóðir, af hollenskum ættum. Foreldrar Randýjar voru Sigurð- ur Stefán Björnsson, f. 18.4. 1903, d. 12.1. 1975, trésmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Málfríður Hall- dórsdóttir, f. 3.11. 1905, d. 9.3. 1978, húsmóðir. R agnhildur Pála fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð, BA- prófi í félagsvísindum frá St. Mary of the Woods College í Indiana 1981, BA-prófi í ensku við Háskóla Íslands, lauk prófum í uppeldis- og kennslu- fræði við Háskóla Íslands og lauk síð- an prófi sem sérkennari við Háskóla Íslands. Ragnhildur Pála kenndi við Landakotsskóla í Reykjavík í nokkur ár, við Háteigsskóla og Öskjuhlíðar- skóla, var sérkennari við leikskólann Vinagerði en er nú í MA-námi í sér- kennslufræðum. Út hafa komið fjórar ljóðabækur eftir Ragnhildi Pálu, Hvísl, útg. 1970; Andlit í bláum vötnum, útg. 1987; Stjörnurnar í hendi Maríu, útg. 1989; Faðmlag vindsins, útg. 1990. Þá hafa birst eftir hana ljóð í blöðum og tíma- ritum. Fjölskylda Ragnhildur Pála giftist 12.10. 1974 Vilhjálmi Egilssyni, f. 18.12. 1952, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins og fyrrv. alþm. Hann er sonur Egils Bjarnasonar, ráðunautar á Sauðárkróki, og k.h., Öldu Vilhjálms- dóttur húsmóður. Börn Ragnhildar Pálu og Vil- hjálms eru Anna Katrín Vilhjálms- dóttir, f. 14.7. 1975, deildarstjóri við utanríkisráðuneytið, búsett í Reykja- vík en maður hennar er Philippe Chalon, stjórnmálafræðingur hjá International SOS í London; Bjarni Jóhann Vilhjálmsson, f. 28.11. 1978, er að ljúka doktorsprófi í lífupplýs- ingatækni við University of Sout- hern California og starfsmaður hjá Gregor Mendel Institute í Vínarborg en kona hans er Dorte Pedersen fé- lagsráðgjafi frá Jótlandi og er dóttir þeirra Anna Silja; Ófeigur Páll, f. 19.8. 1985, að ljúka BA-prófi í forngrísku við Háskóla Íslands; Ragnhildur Alda María, f. 30.7. 1990, nemi í lífeinda- fræði við Háskóla Íslands í sambúð með Jóhann Má Valdimarssyni sagn- fræðinema og er sonur þeirra Vil- hjálmur Andri. Fóstursystir Ragnhildar Pálu er Salóme Ósk Eggertsdóttir, f. 4.9. 1935, fyrrv. skrifstofumaður, ekkja eftir Hjalta Guðmundsson dómkirkju- prest og eru dætur þeirra Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðikennari við Háskóla Íslands, og Ragnhildur Hjaltadóttir snyrtifræðingur. Foreldrar Ragnhildar Pálu voru Ófeigur J. Ófeigsson, f. 12.5. 1904, d. 2.1. 1993, læknir í Reykjavík, og Ragn- hildur Ingibjörg Ásgeirsdóttir, f. 16.7. 1910, d. 22.7. 1981, kennari. Ætt Bróðir Ófeigs var Tryggvi útgerðar- maður, faðir Páls heitins sendiherra, föður Dóru kennara og Tryggva, fram- kvæmdastjóra í Seðlabankanum. Ófeigur var sonur Ófeigs, b. í Ráða- gerði í Leiru Ófeigssonar, b. á Fjalli, bróður Sigríðar, langömmu Kristins Finnbogasonar, framkvæmdastjóra Tímans, föður Önnu, mannréttinda- stjóra Reykjavíkurborgar. Ófeigur var sonur Ófeigs ríka, b. á Fjalli og ætt- föður Fjallsættar Vigfússonar, bróð- ur Sólveigar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar hagfræðings. Móðir Ófeigs Ófeigs- sonar á Fjalli var Ingunn Eiríksdóttir, dbrm. og ættföður Reykjaættar Vig- fússonar. Móðir Ófeigs læknis var Jóhanna Guðrún, systir Guðmundar skálds og Jóhanns skólastjóra. Jóhanna Guð- rún var dóttir Frímanns, b. í Hvammi í Langadal Björnssonar, b. í Mjóadal Þorleifssonar, á Svínavatni Þorleifs- sonar. Móðir Þorleifs á Svínavatni var Steinunn Björnsdóttir, ættföður Guð- laugsstaðaættar Þorleifssonar. Móðir Frímanns var Ingibjörg Guðmunds- dóttir, b. í Mjóadal, bróður Ólafs, föð- ur Arnljóts á Bægisá, langafa Arn- ljóts Björnssonar prófessors. Móðir Jóhönnu var Helga Eiríksdóttir, b. á Efri-Mýrum Bjarnasonar. Móðir Ei- ríks var Ingigerður, systir Þorleifs ríka í Stóradal, langafa Jóns alþingisfor- seta, föður Pálma á Akri. Móðir Ingi- gerðar var Ingiríður Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættföður Skeggsstaðaættar. Kjörforeldrar Ragnhildar Ingi- bjargar voru Ásgeir Ásgeirsson, pró- fastur í Hvammi í Dölum, og k.h., Ragnhildur Ingibjörg Bjarnadóttir frá Ármúla við Djúp, föðursystir Ragnhildar Ingibjargar. Kynforeldrar hennar voru Jón Finnbogi Bjarnason, trésmiður og lögreglumaður á Ísa- firði, og Margrét María Pálsdóttir. Jón Finnbogi var sonur Bjarna, hreppstjóra í Ármúla, Gíslasonar, dbrm. þar Bjarnasonar. Móðir Bjarna var Elísabet Markúsdóttir, b. í Hvíta- nesi, Jónssonar. Móðir Markúsar var Elín Markúsdóttir, pr. í Dýrafjarðar- þingum, Eyjólfssonar og Elísabetar, hálfsystur Markúsar, pr. á Álftamýri, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og Matthíasar yfirlæknis, föður Lo- uisu listmálara. Elísabet var dóttir Þórðar, ættföður Vigurættar, bróður Sólveigar, langömmu Sigríðar, lang- ömmu Geirs Hallgrímssonar. Þórður var sonur Ólafs, ættföður Eyrarættar, Jónssonar. Móðir Jóns Finnboga var Jón- ína Guðrún Jónsdóttir, söðlasmiðs á Ísafirði, Sigurðssonar, og Ragnhild- ar Ingibjargar Jónsdóttur, pr. í Goð- dölum, Benediktssonar Gabríels, galdramanns og hagleiksmanns á Kirkjubóli, Jónssonar. Móðir Bene- dikts var Sigríður Jónsdóttir af ætt Odds, biskups í Skálholti, Einars- sonar, sálmaskálds í Heydölum, Sig- urðssonar. Móðir Jóns í Goðdölum var Helga, systir Sigurðar á Hrafns- eyri, föður Jóns forseta. Móðir Helgu var Ingibjörg, systir Þórðar, stúdents í Vigur. Móðir Ragnhildar Ingibjarg- ar á Ísafirði var Guðrún, systir Sól- veigar, langömmu Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar, föður Björns fyrrv. menntamálaráðherra. Guðrún var dóttir Korts, b. á Möðruvöllum, Þorvarðarsonar og Ingibjargar Odds- dóttur, á Atlastöðum Sæmundsson- ar, prófasts í Miklabæ, Magnússonar, í Bræðratungu Sigurðssonar. Móð- ir Sæmundar var Þórdís Jónsdóttir, (Snæfríður Íslandssól). Móðir Ragnhildar var Margrét María Pálsdóttir, b. á Eyri, Pálssonar. Móðir Páls á Eyri var Jóhanna Sturlu- dóttir, b. í Meirihlíð, Sturlusonar. Móðir Sturlu í Meirihlíð var Ingibjörg Bárðardóttir, ættföður Arnardals- ættar Illugasonar. Móðir Margrétar Maríu var Helga Sigurðardóttir frá Bjarnastöðum. S igurður fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hann naut hefðbundinnar skólagöngu á Dalvík. Sigurður starfaði á Heið- arfjalli á Langanesi á unglingsár- unum, var á vertíðum, s.s. í Vest- mannaeyjum og á Breiðdalsvík og starfaði hjá föður sínum við smíðar. Sigurður starfrækti Steypustöð Dalvíkur 1970–86, starfrækti Ás- video á Dalvík á árunum 1986–2009 er hann seldi fyrirtækið. Hann hef- ur starfrækt tjaldvagnaleigu á Dal- vík frá 1989 og starfrækir hana enn. Þar leigir hann út tjaldvagna, felli- hýsi og hjólhýsi. Hann hefur gegnt slökkviliðsstjórastarfinu á Dalvík frá 1974. Sigurður hefur tekið virkan þátt í ýmsu félagslífi á Dalvík, var með- limur í Kiwanisklúbbi Dalvíkur um árabil meðan hann var starfræktur og sat í stjórn klúbbsins. Hann er fæddur framsóknarmaður og sat í stjórn Framsóknarfélags Dalvíkur um skeið og hefur alla tíð verið mik- ill áhugamaður um hestamennsku. Hann á nokkra hesta en heldur auk þess nokkrar ær og fiðurfé. Fjölskylda Sigurður kvæntist 30.12. 1961 Öldu Eygló Kristjánsdóttur, f. 4.6. 1937, verslunarmanni og húsmóður. Hún er dóttir Kristjáns Oktoviusar Þorsteins- sonar, sjómanns á Þórshöfn á Langa- nesi, og Margrétar Halldórsdóttur, húsmóður en þau eru bæði látin. Börn Sigurðar og Öldu Eyglóar eru Jón Sigurðsson, f. 25.3. 1960, d. 21.9. 1976; Hólmfríður M. Sigurðardóttir, f. 6.6. 1962, glerlistamaður, búsett á Dal- vík, en maður hennar er Jósef Sigurð- ur Jónsson, f. 29.10. 1963, verkstjóri, og er dóttir þeirra Magdalena Ýr Valdi- marsdóttir, f. 21.2. 1984; Jóna Sigurðar- dóttir, f. 14.11. 1978, hárgreiðslumeist- ari, búsett á Dalvík en maður hennar er Jóhann Jónsson, f. 8.11. 1974, flug- maður og eru börn þeirra Lovísa Lea Jóhannsdóttir, f. 14.4. 2004, Ívan Logi Jóhannsson, f. 12.7. 2008, og Sigurður Nói Jóhannsson, f. 20.4. 2010. Systkini Sigurðar eru Ósk Jónsdótt- ir, f. 3.2. 1936, verslunarmaður á Dal- vík en maður hennar er Þórir Pálsson húsasmíðameistari; Reynald Þráinn Jónsson, f. 3.2. 1938, byggingatækni- fræðingur í Reykjavík var kvæntur Sesselju Guðmundsdóttur sem er lát- in en sambýliskona hans er Katrín Árnadóttir; María Jóhanna Jónsdóttir, f. 27.8. 1943, húsmóðir á Dalvík en maður hennar er Guðmundur Jóns- son sjómaður; Sigríður Jónsdóttir, f. 9.8. 1947, hjúkrunarfræðingur á Akur- eyri en maður hennar er Skarphéðinn Magnússon flugvirki; Filippía Stein- unn Jónsdóttir, f. 4.11. 1950, verkakona á Akureyri en maður hennar er Stefán Jónsson bifvélavirki; Kristín Jóna Jóns- dóttir, f. 22.9. 1942, keramikhönnuður í Reykjavík en maður hennar er Lárus Gunnlaugsson næturvörður. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sig- urðsson, f. 16.12. 1897, d. 16.11. 1980, húsameistari á Dalvík, og Hólmfríð- ur Magnúsdóttir, f. 27.5. 1910, d. 10.9. 1995, húsmóðir. Ragnhildur P. Ófeigsdóttir Skáld og kennari Sigurður Jónsson Slökkviliðsstjóri á Dalvík Gullbrúðkaup Berghreins G. Þorsteinssonar og Randýar Sigurðardóttur 60 ára á laugardag 70 ára sl. fimmtudag S teingrímur fæddist á Blöndu- ósi en ólst upp á Snærings- stöðum í Svínadal. Hann var í Húnavallaskóla. Steingrímur ólst upp við öll almenn sveitastörf og sinnti þeim á Snæringsstöðum hjá foreldrum sín- um til 1995. Hann var síðan búsettur á Skagaströnd þar sem hann stund- aði fiskvinnslu á árunum 1995–2007. Þá festi hann kaup á jörðinni Kurfi og hefur verið þar bóndi síðan með blandaðan búskap. Fjölskylda Kona Steingríms er Elín Anna Rafns- dóttir, f. 2.5. 1971, bóndakona og skólabílstjóri. Dætur Steingríms og Elínar Önnu eru Ásdís Erla Steingrímsdóttir, f. 24.7. 1995; Sæunn Ósk Steingrímsdóttir, f. 23.6. 1999; Sunna Björg Steingríms- dóttir, f. 5.2. 2001; Helga Margrét Steingrímsdóttir, f. 24.5. 2006. Systkini Steingríms eru Auður Helga Benediktsdóttir, f. 24.8. 1969, starfsmaður Íslandspósts, búsett í Reykjanesbæ; Þórarinn Bjarki Bene- diktsson, f. 20.7. 1974, bóndi á Breiða- vaði í Langadal. Foreldrar Steingríms eru Benedikt Steingrímsson, f. 12.2. 1947, bóndi á Snæringsstöðum, og Hjördís Þórar- insdóttir, f. 27.6. 1948, bóndakona á Snæringsstöðum. Steingrímur Baldur Benediktsson Bóndi á Kurfi í Skagabyggð 40 ára á föstudag H elga fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hún var í Barnaskólanum á Húsavík (Borgarhólsskóla) og Fram- haldsskólanum á Húsavík, stundaði nám í kennslufræði við Há- skólann á Akureyri og lauk þaðan kennaraprófi 2006. Helga var í Vinnuskólanum á Húsavík og sinnti afgreiðslustörf- um þar, var flokkstjóri Vinnuskólans, starfaði við meðferðarheimili í eitt sumar og starfaði við leikskóla í eitt ár. Helga hefur kennt við Borgarhóls- skóla frá hausti 2007. Helga æfði og keppti í handbolta með Völsungum á bernsku- og ung- lingsárum, hefur æft golf, og æft og keppt í fimleikum og á skíðum. Hún var m.a. Íslandsmeistari með 5. flokki kvenna í handknattleik og varð Norð- urlandsmeistari stúlkna í golfi. Fjölskylda Eiginmaður Helgu er Brynjúlfur Sig- urðsson, f. 19.4. 1978, lögreglumaður á Húsavík. Börn Helgu og Brynjúlfs eru Sig- urður Helgi Brynjúlfsson, f. 29.6. 2006; Inga Björg Brynjúlfsdóttir, f. 9.3. 2010; Jón Helgi Brynjúlfsson, f. 9.3. 2010. Dóttir Brynjúlfs er Emelíana Brynjúlfsdóttir, f. 23.9. 1999. Systkini Helgu eru Anný Björg Pálmadóttir, f. 10.11. 1975, sjúkra- þjálfari á Akureyri; Jóna Björg Pálma- dóttir, f. 8.8. 1978, bankastarfsmað- ur á Húsavík; Pálmi Rafn Pálmason, f. 9.11. 1984, atvinnumaður í knatt- spyrnu í Noregi. Foreldrar Helgu eru Pálmi Pálma- son, f. 28.5. 1952, skrifstofustjóri á sýslumannsskrifstofunni á Húsa- vík, og Björg Jónsdóttir, f. 11.4. 1953, grunnskólakennari á Húsavík. Helga B. Pálmadóttir Grunnskólakennari á Húsavík 30 ára á föstudag DV1109145660
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.